Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 B 5 VIÐSKIPTI < um til opinberra aðila og íslensku félögin? Ef mikill munur er á þess- um skilyrðum þá skekkir það óneit- anlega samkeppnina. A sama hátt skekkir það samkeppnisaðstöðuna ef félög ákveða að koma inn á markaðinn með 'því að niðurgreiða iðgjöld. Við erum undir það búnir að hingað komi aðilar í stuttan tíma með afslátt á iðgjöldum til þess að kynna sig. Þegar það hins vegar gengur ár eftir ár að t.d. erlendir eigendur félaga greiða hundruð milljóna til starfseminnar hér á landi sem síðan býður íslendingum lægri iðgjöld en sem þekkist á markaðnum, er augljóst að verið er að skekkja samkeppnisstöðuna. Þarna er raunverulega um undirboð að ræða sem hlýtur að vera álita- mál hvort að stenst samkeppnis- lög.“ Hægt að auka markað einstaklingstrygginga — Hvaða möguleikar eru til stað- ar fyrir íslensku vátryggingafélögin að auka sín umsvif í hefðbundum skaðatryggingum? „Á sama hátt og erlendir aðilar geta starfað hér á landi geta ís- lensku félögin einnig starfað í út- löndum. Það er auðvitað möguleiki á því að slíkt verði gert í framtíð- inni en mér er ekki kunnugt um að neitt félag hyggi á landvinninga í útlöndum. Hins vegar er hægt að auka þann markað sem fyrir er í landinu m.a. á sviði einstaklings- trygginga. Það á fyrst og fremst við um tryggingar á innbúi manna og íbúðum. í nýlegri könnum sem Samband íslenskra tryggingafélaga stóð fyrir kom í ljós að ótrúlega margir íslend- ingar láta hjá líða að brunatryggja innbú sitt. Á sama hátt er það einn- ig of algengt að menn láti hjá líða að tryggja íbúðir sínar fyrir öðrum áföllum en bruna. Það eru ýmsar aðrar áhættur og það er t.d. mikið um vatnstjón hér á landi. Alltof margir tryggja ekki íbúðir sínar fyrir slíkum tjónum. Með aukinni tækni í öllum rekstri hefur síðan skapast þörf fyrir sí- fellt nýjar vátryggingar. íslenskir vátryggingamenn eru mjög vakandi fyrir þessari þörf og reyna að mæta henni. í framleiðslufyrirtækj- um færist t.d. mjög í vöxt að taka svokallaða skaðsemitryggingu gegn því tjóni sem afurðir þeirra kunna að valda neytendum. Það eru ýmsir slíkir möguleikar fyrir hendi.“ — Nú er líftryggingamarkaður- inn mjög lítill hérlendis. Hver er skýringin á því að íslendingar hafa ekki keypt sér líftryggingar í meira mæli en raun ber vitni? „Á þeim árum sem verðbólga var ríkjandi í íslensku efnahagslífi dró mjög úr líftryggingum. Á þessu hefur nú orðið sú breyting að mikil aukning hefur orðið í hefðbundnum líftryggingum þar sem greiddar eru dánarbætur við andlát. Ungt fjöl- skyldufólk gerir sér í dag grein fyrir nauðsyn þess að tryggja sínum nánustu fjárhagslegt öryggi sem fæst með líftryggingu. En eins og nefnt var hér áðan er það á sviði sparnaðar og lífeyrismála sem ís- lensku félögin hafa nánast verið áhorfendur á markaðnum hingað til. Menn hafa talið sig geta treyst á almannatryggingakerfíð og líf- eyrissjóðina. Sjóðirnir eru misjafn- lega sterkir en því miður er skyldu- aðild að lífeyrissjóðum þannig að menn verða að vera með sín rétt- indi í sjóðum hvort sem þeir standa sig eða ekki. Lausleg athugun sýnir að ísland sker sig að þessu leiti gersamlega úr ef það er borið saman við ná- grannalöndin að þvi er varðar þátt- töku líftryggingafélaga í lífeyris- sparnaði. Við höfum lagt áherslu á að núverandi kerfi er barns síns tíma. Það var á sínum tíma fundið upp til að tryggja það að menn ættu einhvers staðar lífeyrisrétt- indi. Kerfið er hins vegar svo ósveigjanlegt að það skapar ekki rými fyrir nýja þátttakendur.“ T ry ggingafélag getur rekið banka — Nú skapa hin nýju lög mögu- leika á því að tryggingafélög hefji bankastarfsemi og að sama skapi geta bankar boðið vátryggingar. Hvaða þróun sérðu fyrir þér í þessu efni? „Það er auðvitað búið að víkka út okkar athafnasvið. Þetta er breyting til samræmis við það sem hefur gerst annarsstaðar. í Dan- mörku er algengt að vátryggingafé- lög reki banka og þar var fyrir- komulagið þannig áður að vátrygg- ingafélagið þurfti að stofna móður- félag til að geta rekið banka. Sú breyting hefur orðið að vátrygg- ingafélagið sjálft getur átt banka eða eignarleigu. Þetta er spor í rétta átt því ávöxtun fjármuna er auðvit- að mjög veigamikill þáttur í starf- semi vátryggingafélaga. Hvernig til tekst í því efni getur ráðið mjög miklu t.d. um hversu sterk félögin geta orðið. Síðan þola menn auðvit- að betur það að iðgjöld standi ekki undir tjóni ef fjármálastarfsemin gengur vel. Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um hvort ráðist verður í stofnun fjármálafyrirtækja en auð- vitað verður það eitt af því sem við hljótum að velta fyrir okkur í fram- tíðinni. Ég sé hins vegar fyrir mér aukna samvinnu banka og vátrygg- ingafélaga um ýmiskonar fjármála- þjónustu.“ — Nú hafa vátryggingamiðlarar verið að hasla sér völl hérlendis. Hvaða breytingar mun það hafa í för með sér? „Starfsemi vátryggingamiðlara er leyfð samkvæmt lögum. Hins vegar höfum við litið svo á að það sé engin sérstök þörf fyrir starfsemi þeirra. Menn eiga mjög greiðan aðgang að vátryggingafélögunum og þau eru þannig uppbyggð að það er reiknað með beinum tengslum við viðskiptamenn. Erlendis eru sum vátryggingafélög í skrifstofu- byggingum í miðborgum sem ein- göngu eru fyrir þá sem eiga við- skipti í stórum stíl. Engu að síður er þetta orðið staðreynd. Það getur auðvitað orðið til þess að ákveðin viðskipti færist frá íslensku félög- unum til útlanda. Reyndar er það alveg óráðið hvort eð^_ hvernig ís- lensku félögin muni vinna með vá- tryggingamiðlurunum." Tjónatíðni eykst í efnahagsuppsveiflu — Nú var síðasta ár tvímæla- laust besta ár Sjóvár-Almennra hvað afkomu snertir þar sem ið- gjöld jukust meðan tjón minnkaði. Er líklegt að framhald verði á þess- ari þróun? „Nei, viðbrögð okkar við þessu góðæri hafa verið sú að lækka ið- gjöldin. Við höfum beinlínis lækkað iðgjaldataxtana og sömuleiðis end- urgreitt iðgjöld til þeirra tjónlausu aðila sem hafa ákveðin lágmarks- viðskipti. Iðgjaldatekjurnar munu því ekki vaxa, að óbreyttri markaðs- hlutdeild. Að því er tjónahliðina varðar er erfiðara að spá fyrir um þróunina. Reynslan sýnir okkur að þegar um hægist í þjóðfélaginu eins og gerist þegar ákveðið kreppuástand ríkir þá fækkar tjónum. Um leið og hjól- in fara að snúast á nýjan leik sem ákveðin vísbending liggur fyrir um að sé að byrja að gerast, þá segir reynslan okkur að búast megi við aukinni tjónatíðni. Það er því ekk- ert sem bendir til að við getum búist við sömu afkomu á árinu 1995 og við höfðum árið 1994. Á móti kemur að við erum ennþá að njóta ávaxtanna af hagræðingu innan félagsins sem kemur á móti þessu. Síðan ræðst afkoma okkar af því hvernig til tekst í fjárfestingum sem við höfum lagt í. Keppikeflið hjá okkur hlýtur að vera það að halda iðgjöldunum niðri eins og við get- um. Þegar frjáls samkeppni ríkir þá verða menn að standa sig.“ — Hæstiréttur kvað nýlega upp dóm þar sem hafnað er verklags- reglum tryggingafélaganna í út- reikningum á bótagreiðslum fyrir minniháttar örorku. Hvaða áhrif mun þetta hafa á ykkar afkomu? „Við teljum ekki að þessi dómur taki til þeirra meginbreytinga sem fólust í svonefndu verklagi. Það sem hins vegar skipti máli í þessum dómi hæstaréttar er að prósentan sem notuð er til að afvaxta kröfur lækkuð sem þýðir að greiðslan sem þarf að inna af hendi þarf að vera þeim mun hærri. Okkur sýnist að þetta geti þýtt hjá okkur kringum 300 milljónir. Á móti kemur að dómurinn gengur lengra í því að lækka bætur vegna eingreiðslna en áður hefur verið. Hins vegar má segja að svona sveifla eigi að geta rúmast innan þeirra öryggismarka sem eru fyrir hendi í okkar sjóðum. Þetta gefur vonandi ekki tilefni til iðgjaldahækkana strax.“ Stórverðlækkurrá pappírstæturufrt.Wyggið öryggi með trúnaðarskjöi o.fi. — Tækifæri ao gera góö kaup. HÉÉH J. nSTVRLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík sími 552 3580 - símbréf 552 3582 Stálsleglð öryggi Öryggisskápamir frá Rosengrens eru traust geymsla fyrir peninga, skjöl, tölvugögn og önnur verð- mæti. Skápamir sem eru í hæsta gæðaflokki fást í ýmsum stærðum og gerðum. Kynnið ykkur úrvalið. H QHayes KfflAM í!fC+E« ®Hayes M Ó T Ö L D Örugg tengsl viö netiö Hayes mótöldin eru þau þekktustu í heimi og viöurkennd fyrir gæði. Henta frábærlega fyrir þá sem vilja tengjast Internetinu og gagnabönkum nær og fjær. EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, sími 563 3000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.