Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 1
 s BLAÐ ALLRA LANDSMANNA piíffipiitópi 1995 FIMMTUDAGUR 11. MAI BLAÐ c Evtutsjenko í tveggja leikja bann ANATÓLÍJ Evtúfegenko, þjálfari landsliðs Kúveit, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd aiþjóða handknattleikssainbandsins (IHF), vegna óíþróttamannslegrar framkontu i garð dómara og annarra i leik Kúveit og Egyptalands ;i Akureyri á þriðjudagskvöld.Hanntekur útleik- bannið gegn Svíum og Hvit-Rússum. í iandknai 1 - leikssambandi Kúveit var einnig gert að greiða 2.000 svissneska franka (110 þúsund isienskar krón- ur) f sekt ogþarf greiðslan að hafa borist IHF ekki seinna en 13. mai 1995. Evtutsjenkó var afar ósáttur við frammistSðu dómaranna i fyrrnefndum leik, og lét þá óánægju sina óspart i Ij ós. HM I HANDKNATTLEIK Sögulegur sigur á Ungverjum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÍSLENDINGAR sígruðu Ungverja, 23:20, á heimsmeist- aramótinu i handknattleik í Laugardalshöll í gærkvöldi. Sigurinn er sögulegur að því leytl, að ísland hef ur aldr- ei fyrr sigrað í þremur fyrstu leikjum sínum í HM. í fyrsta leik lágu Bandaríkjamenn, síðan Túnisbúar og loks Ung- verjar í gær. Ekkert verður leikið í A-riðli í dag en á morgun mætlr ísland Suður Kóreu og Sviss í síðasta leik á laugardag. Á myndinni er augljóst hvert stefndl ¦ gærkvöldi, enda hún tekin þegar Valdimar Grímsson innsiglaði sigurlnn — kom íslandi í 22:20 þegar 1,40 mín. voru eftir. Frá vinstrl: Patrekur Jóhannesson, Sigurður Sveinsson, Þorbergur Aðalsteinsson lands- llðsþjálfari, Dagur Slgurðsson og BJarki Sigurðsson. ¦ „Strákarnir okkar" / C2 Leikur í heimsklassa áaðeins^^^ kr Auðvitað er þetta bara leikur að tölum. Þrír leikir sama daginn í Hafnarfirði með Rússum, Króatíu, Slóveníu, Tékkum, Kúbu og Marokkó fyrir aðeins -^s; 1.000 kr. er hálfgerður brandari. „Sérfræðingarnir" h>mm 9era fastlega ráð fyrir því að Rússar og Króatar nái langt í keppninni og að Tékkar og Slóvenar geti komið á óvart. Og svo er ekki leiðinlegt að fylgjast með nýjastu stórskytta Kúbu, Carlos Reynaldo Perez. Miðasalan í Kaplakrika opnar kl. 12:00. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.