Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hafa „sett upp hindranir" ÍSLENSKA liðið hefur ein- sett sér að hugsa eingöngu um einn leik í einu. Þeir kalia það að^setja upp hindranir“. I framhaldi af sigrinum á Ungverjum í gærkvöldi þá fer liðið að einbeita sér fyrir leikinn gegn Suður Kóreumönnum á föstudaginn. Sami háttur verður hafður á með leikinn gegn Sviss. Engar linur fyr- ir leikinn verða lagðar fyrr en að verkefninu — að leika gegn Suður Kóreu — lýkur. Sex nudd- arar í heim- sókn í DAG hugsar íslenska lands- liðið ekkert um handknatt- leik. Leikmenn sofa fram eftir, verða vaktir klukkan níu og farið verður f staðgóð- an morgunmat eins og vant er. í beinu frmhaldi fá þeir sex nuddara í heimsókn sem hressa upp á menn og búa þá undir átök föstudagsins. Fara að horfa á Bad Boys OG ekki verður slegið slöku við í framhaldinu því eftir hádegismat verður farið í Bíóhöllina á myndina Bad boys. Sú mynd er blanda af gríni og spennu og hefur verið nyög vinsæl upp á síð- kastið. Sýningin hefst kl. 13:30 og er þetta einkasýn- ing fyrir landsliðið. Eiginkonur koma STRAX að lokinni sýningu yerður ekið austur á Hótel Örk og þar taka eiginkonur leikmanna á móti þeim og verða þar visast til fagnað- arfundir. Eiginkonunum verður boðið í mat með leik- mönnum og á eftir verður spilað bingó að sögn lands- liðsþjálfarans Þorbergs Að- alsteinssonar. Fingurinn að verða betri „FINGURINN er að verða betri og betri með hveijum deginum. Ég hef verið í vandræðum með að halda á boltanum, það vantar meiri kraft í fingurinn, en ég er deyfður fyrir leiki og nú er > að vona að ég fari ekki að slá fingrinum í andstæðing- inn þegar ég skýt á markið, það vill koma fyrir hjá mér,“ sagði Júlíus Jónasson, lands- liðsmaður en hann hefur átt við meiðsli að strfða í baug- fingri síðan f haust. Þá brotn- aði hann á Opna Reykjavík- urmótinu, en hafði náð sér vel þegar hann fékk högg á fingurinn f Bikubenmótinu f Danmörku skömmu fyrir HM. Það er gott að fá frí frá bolta á morgun til að hvfla fingurinn eftír leikinn í kvöld,“ bætti Júlíus við að leikslokum gegn Ungveijum. HM I HANDKNATTLEIK Hart barist um knöttinn í Höllinni Morgunblaðið/Kristinn GEIR Sveinsson, fyrlrliði landsliðsins, f kröppum dansi vlö tvo Ungverja í Laugardalshöllinni — og hafði betur. „Strákamir okkar“ stóðust prófið Island tryggði sérsæti í 16-liða úrslitum með sætum sigri á Ungverjum „STRÁKARNIR okkar" stóðust prófið og eru komnir í 16-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar eftir sætan sigur á Ungverjum 23:20 í hörkuleik í gærkvöldi. íslenska liðið hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína i' A-riðli og hefur þvf fullt hús stiga. Liðið verður að teljast til alls Ifklegt í keppninni því strákarnir sýndu það f gær að þeir ætla sér stóra hluti. Hver einasti leikmaður lagði sig hundrað prósent fram og er langt síðan þeir hafa verið svona einbeittir í öllum aðgerðum si'num. m Islenska sóknin hökkti aðeins fyrstu mínúturnar þar sem fyrstu tvær sóknirnar runnu út í sandinn. Guðmund- ur Hrafnkelsson gaf Valur B. tóninn í stöðunni 0:2 Jonatansson , «... skrífar er hann varði vita- kast. Júlíus Jónas- son svaraði að bragði og þá var ekki aftur snúið. Strákarnir héldu áfram án þess að líta um öxl og með öguðum og kraftmiklum leik náðu þeir fjögurra marka forskoti, 9:5, þegar rúmar 20 mínútur voru liðnar og 10:6 er sex mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik. Þá kom slæmur kafli þar sem Dagur missti boltann og átti ótíma- bært skot og eins var skot varið frá Patreki. Á sama tíma náðu gestirn- ir að minnka muninn í eitt mark, 10:9. En „galdramaðurinn" Sigurð- ur Sveinsson sá til þess að tvö mörk skildu liðin að í hálfleik með þrumuskoti upp í samskeytin, 11:9. Geir hóf síðari hálfleikinn með því að gera glæsilegt mark af línu eftir sendingu Dags Sigurðssonar. Baráttugleðin skein úr andlitum ís- lensku strákanna og þeir náðu fljót- lega yfirburðarstöðu, 18:13. Þá kom upp smá kæruleysi í leik íslenska liðsins og Ungverjar nýttu sér það og hleyptu spennu í hann með því að minnka muninn í eitt mark 19:18 og 21:20 þegar 4 mínútur voru eft- ir. Það má segja að lánið hafi verið með íslenska liðinu í næstu sókn því Ólafur Stefánsson, sem r.ýkom- inn var inná, missti boltann en hann fór í fót eins ungversku leikmann- anna og ísland hélt boltanum. Valdimar sýndi þá snilli sína er hann fór glæsilega inn úr horninu SÓKNIN, MÖRKIN OG MARKVARSLAN 1—11 ÍSLAND ffF ^IQVERJALAND Mörk Sóknif % Mörk Sóknir % 11 18 58 F.h 9 20 45 12 22 54 S.h 11 21 52 23 40 57 Alls 20 41 48 6 Langskot 12 4 Gegnumbrot 0 2 Hraðaupphlaup 5 2 Horn 1 4 Lína 0 5 Víti 2 15(2) Varin skot (víti) 4 6(2) Afturtil mótherja 1 og kom íslandi í 22:20 þegar rúm- lega mínúta var til eftir. Vömin varði síðan skot Ungvetja og það fór vel á því að Geir fyrirliði setti endapunktinn á góðan leik með marki af línu, 23:20. Þijár breytingar voru gerðar á sóknarliði íslands frá því í sigur- leiknum gegn Túnis. Sigurður Sveinsson, Júlíus og Dagur komu inn í liðið í stað Ólafs Stefánssonar, Patreks og Jóns Kristjánssonar. Sjá má á þessu að mikil breidd er í ís- lenska liðinu. Það er sterkt lið sem getur hvílt leikmann á borð við þessa þijá fyrrnefndu án þess að veikja liðið. Patrekur og Jón tóku vörnina fyrir Sigurð og Dag. Vömin var sterk og tók ófá skot Ungveija. Júlíus lék einn besta leik sinn í langan tíma bæði í vörn og sókn. Hann gerði fimm mörk, átti tvær línusendingar og fiskaði eitt víti. Valdimar var ódrepandi og hefur líklega aldrei verið í betri æfingu en um þessar mundir. Hann gerði 9 mörk úr 10 skotum og fiskaði eitt víti. Geir var gríðarlega mikil- vægur bæði í vörn og sókn, gerði fjögur mörk og fiskaði tvö víti. Sig- urður átti þijár línusendingar, fiskaði eitt víti og tók af skarið þegar á þurfti að halda og gerði þijú mörk. Guðmundur varði vel á mikilvægum augnablikum. Dagur og Konráð fundu sig ekki alveg nægilega vel. Ahorfendur voru á fjórða þúsund og létu vel í sér heyra og áttu þeir stóran þátt í sigri Islands. Góð lexía fyr- ir framhaldið - segirÞorbergurAðalsteinsson, landsliðsþjálfari Islenska liðið byijaði leikinn í gær af miklum krafti og Júlíus Jónasson kom sterkur inn í sókn- ina. Það virtist gefa liðinu mikinn kraft og það komst hnökralítið í gegnum leikinn þar til staðan er 10:6, en hvað gerðist þá? „Ungveijar vora sífellt að breyta varnaraðferðum sínum, úr 6:0 í 5:1 og það gerði okkur erfitt fyrir og um leið voru þeir að skora ódýr mörk. En í heild má segja að við höfum leikið ágætlega í 45 mínútur og vorum með fimm marka forystu, 18:13. Þá söxuðu þeir á forskotið. En þegar það gerist þá gerist það jákvæða hjá okkur í leiknum, það er að strákarnir standa undir álag- inu þegar andstæðingurinn nálgast. Þeir ná að halda fengnum hlut og bæta við og sigra,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðþjálfari, eftir 23:20 sigur á Ungveijum í gær- kvöldi. Hvað gerðist í stöðunni, 18:13, Þorbergur, þá misstuð þið niður fimm marka forystuna í tvö mörk? „Við hættum að vanda okkur, fengum á okkur slök mörk sem ekki eiga að koma hjá okkur. En þetta er góð lexía því svona má ekki henda okkur, hvofki gegn Suður Kórem né Sviss. Sérstaklega ekki gegn Suður Kóreu því þá eru þeir strax komnir í bakið á okkur. Það er góð stemmning í hópnum eftir þijá sig- urleiki, en við tökum bara einn leik í einu og næsti leikur er gegn Suður Kóreu,“ sagði Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson í HITA leiksins — á bekknum. Elnar Þorvarðarson, aðstoðar- landsllðsþjðlfarl ræðir vlð Patrek Jóhannesson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.