Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 C 7 HM í HANDKNATTLEIK /rir Rússland Enginn má spila með erlendu félagsliði Landslið Egyptalands í handknattleik er mjög sterkt og það er efst á markatölu í D-riðli HM á Akureyri að tveimur umferðum loknum. Steinþór Guðbjartsson komst að því að miklar væntingar eru gerðar til liðsins og er jafnvel talað um gullverðlaun í því sambandi. Eftir Ólympíuleikana í Seoul í Suður-Kóreu 1988 varð ísland B-þjóð í handknattleik. Þá heyrðust háværar raddir um að Bogdan ætti að hætta með landsliðið og var sagt að Paul Tiedemann frá Austur- Þýskalandi hefði áhuga á að taka við liðinu. Svo fór' ekki, Bogdan hélt áfram og íslendingar sigruðu með eftirminnilegum hætti í B-keppninni í Frakklandi en Tiedemann tók við liði Egyptalands og þjálfaði það í þijú ár. Framfarirnar urðu miklar og sagði Ulrich Weiler, núverandi þjálfari Egyptalands, við Morgun- blaðið að miklar vonir væru bundnar við liðið í Heimsmeistarakeppninni á íslandi. Gríðarlegur áhugi Weiler sagði að áhugi á hand- knattleik í Egyptalandi væri gríðar- lega mikill. „Knattspyrnan er vin- sælust í keppni félagsliða en hand- boltinn þegar um landslið er að ræða. Skipuiagið er eins og í Norður-Evr- ópu. Það er keppt í þremur deildum og eru átta lið í 1. deild en Hand- knattleikssambandið var stofnað 1957. Með komu Tiedemanns varð sannkölluð bylting í íþróttinni og siðan hefur verið haldið áfram á sömu braut.“ Egyptar urðu heimsmeistarar leikmanna 21 árs og yngri, er HM í þeim aldursflokki fór fram í Egyptalandi fyrir tæplega tveimur árum og voru tugir þúsunda á leikj- unum - reyndar komust færri að en vildu á úrslitaleikinn en pláss var fyrir 20 til 30 þúsund manns. Fjórir leikmenn landsliðsins á Akureyri, Mahmoud Husein Mahmo- ud, Gohar Nabil Gohar, Ashraf Awad Abdo og Wael Abd Elaty Sayd, voru í meistaraliði (U-21) Egyptalands 1993 og þeir Marwan Moustafa Ragab og Mohamed Ma- hmoud Nakieb eru A-landsliðsmenn en jafnframt í unglingaliðinu sem tekur þátt í HM í haust. „Þetta er ungt og efnilegt lið sem á framtíðina fyrir sér,“ sagði Weiler. Tók við 15. mars Vafasöm kynning PER Carlén, líuumaður Svía, sagði í viðtali við TV-4 sjón- vai-psstöðina í Svíþjóð eftir leik Svía og BrasiUu i fyrra- kvöld, að ekki væri mjög skemmtilegt að spila fyrir 20 áhorfendur í lokakeppni lieimsmeistaramóts. „Þetta er mjög vafasöm kyiming fyrir Iþróttina. Hins vegar má benda á að þetta kynni að vera fylgifiskur þess að liðin í keppninni væru orðin 24,“ sagði Carlén. Vert er að geta þess að áhorfendur á umræddum leik á Akureyri voru ekki 20, heldur hátt í 200 — sem get- ur reyndar ekki talist mikið. Besti hand- boltamaður heimsins? TALANT Dujshebaev fyrir utan hótel Kjarnalund í góða veðrinu á Akureyri í gærdag. Hann er eini leikmaður handboltamaður sögunnar, sem leikið hefur með fjórum landsliðum — og það hefur hann náð að gera á aðeins fimm árum. Fyrst með liði Sovétríkj- anna, þá liði Samveldis sjálf- stæðra ríkja, síðan Rússlands og skömmu fyr- ir HM gerðist hann spænskur ríkisborgari og leikur því með Spánveijum á HM. Á myndinni hér til hliðar sést hann skjóta að marki Kú- veita í fyrsta leik mótsins á mánudaginn. Weiler hefur þjálfað karla- og kvennalið í Þýskalandi síðan 1972 og verið með lið í fremstu röð síðan 1981. Hann sagðist vera eini þjálf- arinn sem hefði þjálfað lið í 1. deild karla og kvenna en hann var með þýska kvennalandsliðið í tvö og hálft ár og þjálfaði m.a. Héðin Gilsson hjá Dusseldorf. Weiler tók við landsliði Egypta- lands 15. mars sl. og sagðist hafa verið allt of stuttan tíma með liðið fyrir HM. „Ég sá liðið gegn Þýskalandi í æfingalandsleik í Þýskalandi 4. jan- úar og þá leist mér vel á strákana. Eg stóð í þeirri trú að þeir héldu áfram á sömu braut en þegar ég mætti á staðinn 15. mars sá ég að ekkert hafði verið gert í þijá mánuði. Strák- arnir voru bara hjá sínum fé- lagsliðum og því varð að bretta upp ermarnar. Við vorum saman AKUREYRI í 40 daga, æfingarnar voru 52 og við lékum sjö æfingalandsleiki. Æf- ■.ígarnar fóru fram á 32 dögum, tveir dagar fóru í ferðalög vegna landsleikja og svo var frí einn dag í viku eða alls i sex daga. Þetta er allt of lítill undirbúningur fyrir HM en við sjáum hvað setur." Stefnan á Atlanta Egyptaland hefur leikið vel í fyrstu tveimur leikjunum en á erfið- ari mótheija eftir. Weiler sagðist vera ánægður með sigrana en liðið yrði að vera í 16 liða úrslitum og persónulega setti hann stefnuna á að komast í átta liða úrslit með Ólympíuleikana í Atlanta í huga. „Fyrsti leikurinn í svona keppni er alltaf sá erfiðasti og ég er ekki sáttur við frammistöðuna gegn Kú- veit en þá er alltaf spenna þegar tvær múslimaþjóðir mætast. En strákarnir eiga mikið inni og þeir eiga eftir að sýna hvað þeir geta. Ég set stefnuna á átta liða úrslitin en margir í Egyptalandi gera ráð fyrir að liðið komi heim með gull- verðlaunin." Weiier sagði að röð fjögurra efstu liða í D-riðli skipti engu máli. „I 16 liða úrslitum mætum við liðum úr C-riðli og ég sé engan mun á Þýska- landi, Frakklandi, Danmörku eða Rúmeníu eða jafnvel Alsír. Því er aðalatriðið að vera í einu af efstu fjórum sætunum en ef ég mætti velja mótheija í 16 liða úrslitum vildi ég helst mæta Danmörku." Atvinnumenn heima Sem fyrr sagði er mikið lagt upp úr góðu gengi handboltans í Egypta- landi og sagði Weiler að vel væri gert við leikmennina. Ahmed Mo- hamed Hamdy er lykilmaður liðsins en hann lék í tvö ár með Linz í Austurríki og fór aftur heim í fyrra. „Handknattleikssambandið hefur sett stefnuna á Atlanta og starfið miðast við að komast á Ólympíuleik- ana,“ sagði Weiler. „Því var ákveðið að enginn leikmaður má leika með erlendu liði fyrr en eftir Atlanta og því spila allir landsliðsmennirnir með félagsliðum í Egyptalandi." Sá besti Morgunblaðið/Rúnar Þór AHMED Mohamed Hamdy er besti leikmaður Egypta, og sá sem allt snýst um. Hann er einn heimsmeistaranna á HM 21 árs og yngri fyrir tvelmur árum. Morgunblaðið/Rúnar Þór Stuttur undirbúningur ÞJÓDVERJINN Ulrich Weiler tók við þjálfun egypska lands- liðsins 15. mars síðastliðinn og segir undirbúningstímann allt of lítinn. Kröfur til liðsins séu hins vegar miklar og „við sjáum hvað setur,“ segir hann um keppnina hér á landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.