Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 8
8 C FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR KORFUKNATTLEIKUR VIÐURKENNINGAR Þrír landsleik- ir gegn Dönum Landslið- iðfyrir EM valið Islendingar mæta Dönum í þrem- ur landsleikjum hér á landi og verður fyrsti leikurinn að Hlíðar- enda í kvöld kl. 20. Á morgun verður leikið á ísafirði og á laugar- daginn í Grindvík og hefst sá leik- ur kl.18. Þetta eru síðustu leikir landsliðsins áður en það heldur til Sviss til þátttöku í Evrópukeppn- inni. og hefur Torfi Magnússon valið endanlegan hóp fyrir þá ferð. Landsliðið skipa Falur Harðar- son, KR, Guðjón Skúlason, UMFG, Guðmundur Bragason UMFG, Herbert Arnarson, ÍR, Hermann Hauksson, KR, Hinrik Gunnars- son, UMFT, Jón Amar Ingvarsson, Haukum, Jón Kr. Gíslason, Kefla- vík, Sigfús Gizurarson, Haukum, Teitur Órlygsson, UMFN, Tómas Holton Skallagrími og Valur Ingi- mundarson úr Njarðvík. Þeir leikmenn sem féllu úr hópn- um voru Marel Guðlaugsson úr Grindavík, Pétur Ingvarsson, Bald- vin Johnsen og Óskar Pétursson úr Haukum, Brynjar Karl Sigurðs- son úr ÍA og Eggert Garðarsson úr ÍR. ÚRSLIT Knattspyrna Evrópukeppni bikarhafa: Úrslitaleikur: Real Zaragoza - Arsenal..........2:1 Juan Esnaider (68.), Nayim (120.) - John Hartson (75.) 42.424 England: Úrvalsdeildin: Man. United - Southampton..........2:1 (Cole 21., Irwin 80. vsp.) - (Charlton 5.) 43.479. West Ham - Liverpool...............3:0 (Holmes 29., Hutchison 60., 61.) 22.446 Holland: Ajax - Utrecht....................2:1 ■Ajax hefur svo gott sem tryggt sér sigur f deildinni, er með 55 stig en Roda og PSV eru koma næst með 49 og 43 stig. Skotland: Hibemian - Celtic .................1:1 Grikkland: Apollon-PAOK..,...................2:1 Edesaikos - Kavala................5:0 Ethnikos - Larissa................3:2 Iraklis - Panionios.......'.......4:1 Ionikos - Athinaikos..............1:0 Levadiakos - Aris.................0:2 OFI-Xanthi........................2:1 Panathinaikos - Olympiakos........1:1 Doxa-AEK..........................0:1 ■Panathinaikos hefur 74 stig eftir 30 leiki en næst koma Olympiakos og AEK, bæði með 58 stig eftir 30 leiki. Úrslitakeppni NBA Leikir aðfaranótt miðvikudags Austurdeild: New York - Indiana............96:77 ■Eftir tvo leiki er staðan jöfn, 1:1. Vesturdeild: Phoenix - Houston...........130:108 Staðan er 1:0 fyrir Phoenix Phonex rúllaði yfir þreytta Houston-menn LEIKMENN New York Knicks sigruðu Indiana 96:77 ífyrrinótt í 2. umferð úrslitakeppni NBA, og náðu fram hefndum eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á lokakaflanum. Það var fyrst og fremst sterkur varnarleikur Knicks í síðari hálfleik sem lagði grunninn að sigrinum, þá skor- uðu Indiana leikmenn aðeins 27 stig. Charles Barkley og fé- lagar f Phoenix léku við hvern sinn fingur í fyrstu viðureign sinni gegn Houston og sigruðu með 22 stiga mun, 130:108. Fyrstu tveir leikhlutarnir í leik New York og Indiana voru jafn- ir, en í þeim þriðja skoruðu leikmenn Knicks þijátíu stig gegn þrettán og náðu þar með forystu sem leikmenn Indiana náðu ekki að minnka í fjórða leikhluta. Reggie Miller sem var hetja Indiana liðsins í fyrsta leiknum var vandlega gætt og honum engin færi gefin til þess að endurtaka stór- leik sinn. Miller skoraði aðeins tvö stig í síðustu leikhlutunum tveimur. Derek Harper skoraði flest stig New ÚRSLIT íslandsmót STÍ Gróf skammbyssa Hannes Tómasson, SFK................569 Carl J. Eiríksson, UMFA.............501 Björgvin Óskarsson, SFK.............452 Hannes Haraldsson, SFK, gestur......496 Fijáls skammbyssa Hannes Haraldsson, SFK..............518 Hannes Tómasson, SFK................517 Ólafur V. Birgisson, SFK............485 Carl J. Eiríksson, UMFA.............484 Sveit SFK Hannes Tómasson.....................517 Hannes Haraldsson...................518 Ólafur V. Birgisson.................485 Samtals...........................1.520 60 skot liggjandi Carl J. Eiríksson, UMFA.............587 Gylfí Ægisson, SFK..................580 Hans Christensen, SR................579 Sveinn Sigurjónsson, SFK............575 Jónas Bjargmundsson, SFK............574 Stöðluð skammbyssa Carl J. Eiríksson, UMFA.............549 Hannes Haraldsson, SFK..............528 Hannes Tómasson, SFK................528 Bjöm Birgisson, UMFA................528 Ólafur V. Birgisson, SFK............521 Sveitakeppni A-sveit Aftureldingar Bjöm Birgisson, Ámi Þór Helgason, Carl J. Eiríksson.................1.595 A-sveit SFK Hannes Tómasson, Hannes Haraldsson, Bjami Karlsson.................. 1.566 A-sveit Leiftra Sigpirbjöm Ásgeirsson, Sigurgeir Arnþórsson, Jón S. Ólason.........1.493 A-sveit SR Kjartan Friðriksson, Hans Christensen, GunnarÞ. Hallbergsson..1.474 Loftskammbyssa Hannes Tómasson, SFK...............659,4 Gylfi Ægisson,'SFK.................643,4 Hans Christensen, SR...............640,9 Bjöm Birgisson, UMFA...............635,9 Carl J. Eiríksson, UMFA............635,8 Sveitakeppni Sveit SFK: Gylfi Ægisson, Sveinn Sigur- jónsson og Jónas Bjargmundsson.....1.729 Kvennasveit SR: fris H. Guðjónsdóttir, Anna Bjömsdóttir og SigrúnJóhannsdóttir................1.589 Stöðluð skammbyssa kvenna Kristína Sigurðardóttir, LEF.........495 Þórhildur Jónsdóttir, SFK.............493 Ingibjörg Ásgeirsdóttir, LEF..........436 íslandsmót í loftskammbyssu Sveitakeppni A-sveit SFK: Hannes Tómasson, Jónas Hafsteinsson, Gylfi Ægisson...1.658 B-sveit SFK Bjöm E. Sigurðsson, Hannes Haraldsson, Ólafur V. Birgisson....1.621 Sveit UMFA Carl J. Eiríksson, Bjöm Birgisson, Ámi Þór Helgason....................1.604 Sveit SR Kjartan Friðriksson, Hans Christensen, GunnarÞ. Hallbergsson..1.580 Sveit LEF Sigurgeir Arnþórsson, Sigurbjörn Ásgeirsson, Jón S. Ólason...........1.553 Hannes og Þórðuf heiðursfélagar ÍSÍ SAMBANDSSTJÓRN ÍSÍ kaus á dögunum tvo nýja heið- ursfélaga íþróttasambands íslands, þá Hannes Þ. Sig- urðsson og Þórð Þorkelsson. Hannes átti sæti í stjórn ÍSÍ í rösklega 30 ár og var þar af varaforseti í áratug. Hann gegndi einnig formennsku í fjölda nefnda á þessum tíma. Þórður var gjaldkeri ÍSÍ í átta ár og stjórnarformaður Afreksmannasjóðs jafn lengi og hann sat einnig í stjórn Knattspyrnufélagsins Vals í 23 ár. Á myndinni eru þeir Þórður,tij vinstri, og Hannes ásamt Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, sem stendur á milli þeirra. York, 24 og John Starks kom næst- ur með 19. Dale Devis gerði flest stig leikmanna Indiana, 13 og Rik Smits og Reggie Miller skoruðu 10 stig hvor. „Ef okkur tekst að halda einbeitingunni í framhaldínu þá komust við áfram úr þessum leikjum við Indiana," sagði Patrick Ewing að leikslokum. Sónarleikurinn var í öndvegi hjá leikmönnum Phonex gegn Houston og að loknum fyrri hluta leiksins stóðu leikar, 75:57. Það var fyrst og fremst að þakka mjög góðri hittni leikmann úr skotum utan af vellinum sem lagði grunninn því þeir skóruðu úr 68% skota sinna. Áð loknum þriðja leikhluta stóðu leikar 106:81 og gat því Barkley leyft sér þann munað að fylgjast með leiknum af varamanna- bekknum síðasta leikhlutann. Leikmenn Houston virkuðu þreyttir eftir erfiða leiki við Utah og ekkert skrýtið því þeir fengu aðeins eins dags hvíld eftir þá á meðan Phonex hvíldi í sex daga. Sam Cassel stóð upp úr í liði þeirra með 31 stig sem er persónulegt met hjá honum í úrslitakeppni. Stjarna liðs- ins Hakeem Alajuwon náði sér ekki á strik og skoraði aðeins 18 stig og tók einungis fjögur fráköst sem er langt frá meðaltali hans. Charles Barkley skoraði 26 stig og tók ellefu fráköst og A.C. Green lék mjög vel og skoraði 25 stig og náði 15 frá- köstum og hitti úr öllum níu víta- köstum sínum í ieiknum. Þá gerði Kevin Johnson 21 stig og átti 13 stoðsendingar. ■ ■ m - æ fl Morgunblaðið/Einar Falur Hefndu Tyrir tap DEREK Harper og félagar (New York jöfnuðu í viöurelgn slnni vlð Indlana eftir að hafa tapað klaufalega í fyrsta lelknum. Harper lék mjög vel í lelknum í gær og skoraöl 24 stlg. OLYMPIULEIKAR Kolbeinn aðaliarar- stjóri á ÓL í Atlanta Framkvæmdastjóm Ólympíu- nefndar íslands ákvað á fundi sínum í gær að Kolbeinn Pálsson, sem á sæti í framkvæmdastjórn- inni og er auk þess formaður Körfuknattleikssambandsins, yrði aðalfararstjóri á Ólympíuleikana í Atlanta í Bandaríkjunum á næsta ári. „Þetta leggst vel í mig. Það er gaman að fá tækifæri til að vera á Ólympíuleikum, en ég hef aldrei verið á slíkum viðburði, og ég hlakka til að kynnast þeim mönn- tím sem sjá um framkvæmd slíkra leika,“ sagði Kolbeinn í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að það hefði verið ákveðið fyrir tölverðu síðan að hann senda mann á fund aðalfar- arstjóra sem hefst í Atlanta á miðvikudaginn. „Á þessum fundi verður farið í gegnum alia hluti og mér flnnst eðlilegt að sá sem fer á þann fund verði þar í fullu umboði framkvæmdastjómarinnar því það má segja að störf aðalf- ararstjóra heflist fyrir alvöru frá og með þessum fundi,“ sagði Kol- beinn. Nú gæti handboltalandaliðið tryggt sér sæti & leikunum á næstu dögum og yrði þá væntan- lega stærsti íslenski hópurinn sem færi til Atlanta og ef til vill eðli- legt að fararstjórinn kæmi úr röð- um handboltamanna. Er tíma- setningin á vali þínu sem aðalf- arsrstjóra ekki dálítið óheppileg í þessu ljósi? „Nei, það held ég ekki. Það er mikilvægt að sá sem fer á fundinn í Atlanta í næstu viku hafi fullt umboð framkvæmdastjórnarinnar og svo tel ég líka eðlilegt að aðal- fararstjórinn komi úr fram- kvæmdastjóminni því það er Ólympíunefndin sem ber ábyrgð á öllum sem sendir eru á leikana," sagði Kolbeinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.