Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1995 C 9 ÍÞRÓTTIR KNATTSPYRNA Reuter Slæm mistök DAVID Seaman, markvörðurinn snjalli hjá Arsenal, gengur niðurlútur af velli í gærkvöldi eftlr að slæm mlstök hans urðu þess valdandi að Zaragoza fagnaði sigri í Evrópu- keppni bikarhafa. Lee Dixon, hægri bakvörður llðsins, virð- ist vera að reyna að hugga félaga sinn. United eygir enn von Manchester United eygir enn von um meistaratitil, en það munaði ekki miklu í gær að leik- menn Blackburn gætu fagnað sigri. Denis Irwin tryggði United 2:1 sig- ur gegn Southampton á Old Traf- ford, með marki úr vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok og þar með eygir liðið enn möguleika því Un- ited er tveimur. stigum á eftir Blackburn þegar ein umferð er eft- ir. Simon Charlton kom gestunum yfir en Andy Cole, sem varð pabbi fyrr um daginn, jafnaði á 22. mín- útu og var þetta 12. mark hans fyrir United síðan hann kom þang- að frá Newcastle. Cole kom meira við sögu því vítaspyrnan, sem sigurmarkið kom úr, var dæmd á Kenny Monkou fyrir að toga í treyju hans og úr spyrnunni skor- aði Irwin. Á sunnudaginn tekur Liverpool, sem tapaði 3:0 í gærkvöldi fyrir West Ham, á móti Blackburn og á sama tima tekur Manchester Un- ited á móti West Ham. Everton og Coventry sluppu fyr- ir horn í fyrrakvöld með útisigrum og tryggðu sæti sín í úrvalsdeild- inni. Everton, sem leikur til úrslita í bikarkeppninni, vann 1:0 útisigur á Ipswich þar sem Paul Rideout skoraði og getur liðið nú einbeitt sér að úrslitaleiknum gegn Manc- hester United á Wembley. Reuter ALEX Ferguson, þjálfari Un- ited, og markvörðurinn Pet- er Schmeichel, gagna glaðir af velli eftir sigurinn gegn Southampton í gærkvöldi. Hinn 38 ára gamli Gordon Strachan var í aðalhlutverki hjá Coventry gegn Tottenham á White Hart Lane þegar hann lagði upp tvö mörk og fiskaði vítaspyrnu. Fyrst lagði hann upp mark fyrir Peter Ndlovu og síðan Dion Dublin en Ndlovu skoraði síðan úr víta- spyrnunni. Crystal Palace er á hættusvæði í fjórða neðsta sæti deildarinnar og tapaði fyrir Leeds 3:1. Tvö mörk gerði Ghanabúinn Tony Yeboah með glæibrag og skalla- mark David Wetherall af stuttu færi frá innsiglaði sigurinn. Chris Armstrong skoraði mark Crystal Palace. Liðið á erfiðan leik gegn Newcastle fyrir höndum en West Ham er næst í röðinni með einu stigi meira en á tvo leiki til góða og Aston Villa hefur tveimur stig- um meira en á einn leik eftir. Lið Leicester, Norwich og Ipswich eru þegar fallin. Keane á Wembley ROY Keane, leikmaður Manchester United, slapp með skrekkinn í gær er aganefnd enska knattspyrnusambandsins ákvað að mál hans yrði tekið fyrir 26. maí — en hann var rekinn út af gegn Crystal Palace á dögunum. Úrslitaleikur bikarkeppninnar verður 20. maí og Keane getur því leikið á Wembley, en verður ekki kominn í leikbann sem fastlega er reiknað með að verði niðurstaða málsins. Ótrúlegt sigur- mark IMayims Skoraði frá miðju á síðustu sekúndu framlengingar gegn fyrrum fjandvinum sínum og Zaragoza varð Evrópumeistari bikarhafa Reuter DOMINGUEZ Poyet, framherji Zaragoza, fagnar innilega eftir að Marokkóbúinn Nayim hafði gert sigurmarkið með skoti rétt framan miðlínu á síðustu sekúndum framlengingar. ínémR FOLK ■ DUNCAN Ferguson, hinn 23 ára gamli leikmaður Everton var í gær fundinn sekur um að hafa slegið John McStay í andlitið í leik í fyrra, en þá lék Ferguson með Rangers í Skotlandi. Málið er þó enn í rannsókn og Ferguson mun því ekki taka út refsingu sína fyrr en eftir 25. maí, eða fimm dögum eftir að Everton leikur til úrslita við Manchester United í bikar- keppninni. ■ ITALSKIR stuðningsmenn AC Milan fundu ráð til að sleppa við langa bið eftir miðum á úrslitaleik- inn gegn Ajax í Evrópukeppni meistaraliða sem fram fer 24. þessa mánaðar. Sala á síðustu miðunum fór fram á þriðjudagsmorguninn. Ítalirnir fengu innflytjendur frá Senegal til að bíða í röð yfir nótt til að geta náð sér í miða. Að sögn afríkumannanna þá fengu þeir sem samsvarar þijú þúsund krónum ís- lenskum fyrir ómakið en venjulega hafa þeir lifibrauð sitt með því að selja glingur á götum borgarinnar. ■ HERBERT Neumann hefur verið ráðinn þjálfari belgíska liðsins Anderlecht. Neumann tekur við starfinu af Johan Boskamp, sem líklega kemur til með að sinna öðr- um verkefnum hjá félaginu. ■ ROLF Fringer, sem er Austur- ríkismaður, var í fyrradag ráðinn þjálfari hjá Stuttgart. Fringer sem tekur við Stuttgart þegar tímabil- inu lýkur, þjálfaði svissneska liðið Aarau og gerði það að meisturum 1993. Hann tekur við starfí JUrgen Sundermann sem var ráðinn þjálf- ari þýska liðsins til bráðabirgða eftir að Jurgen Röber hvarf frá félaginu fyrir mánuði. ■ BARCELONA hefur fest kaup á Bosníumanninum Meho Kodro frá Real Sociadad fyrir 700 millj- ónir peseta eða sem svarar liðlega 360 milljónum íslenskra króna. Kodro er 28 ára sóknarmaður og var næst markahæsti leiktnaður spænsku deildarinnar, skoraði 21 af 42 mörkum liðs síns í vetur. NAYIM var hetja Real Zaragoza frá Spáni þegar hann tryggði liðinu Evrópumeistaratitil bik- arhafa í gærkvöldi, en þá vann Zaragoza meistarana frá því í fyrra, Arsenai, 2:1 íframlengd- um leik á Párc des Princes leik- vanginum í París. Nayim, sem er frá Marokkó, skoraði sigur- markið á síðustu sekúndunni með skoti rétt f raman við mið- línu. Boltinn fór ffallegum sveig yfir David Seaman mark- vörð enska liðsins, sem hafði hætt sér of langt út í teiginn. Fyrsti Evróputitill Zaragoza í meira en þrjá áratugi var stað- reynd og mikill fögnuður í her- búðum liðsins. að er ef til vill kaldhæðni örlag- anna að það skyldi vera Sea- man sem brást á lokasekúndunni því það var hann sem var hetja Arsenal í undanúrslitaleiknum gegn Sampdoria en þá varði hann þijár vítaspyrnur. Sigurinn var trúlega sérstaklega sætur fyrir Nayim því hann lék áður með Tottenham, sem er með höfuðstöðvar í norður Lond- on, rétt eins og Arsenal og á milli liðanna ríkir mikil keppni. „Ég ætlaði að gefa boltann en leit sem betur fer upp og sá að Seaman var komin ansi langt út þannig að ég skaut bara,“ sagði Nayim um sigurmarkið. „Ég var mjög heppinn, þetta er fyrsta mark- ið sem ég skora á móti Arsenal og hef ég þó leikið eina sex leiki gegn liðinu. Þetta er dálítið sérstakt fyr- ir mig, sem fyrrum leikmann Tott- enham.“ Þar með varð draumur Arsenal um að verða fyrsta liðið til að sigra tvö ár í röð að engu, en tæpara mátti það varla vera. Liðið varð hins vegar sjöunda liðið sem átt hefur möguleika á þessu en tapað í úrslitaleik síðara árið. Þrátt fyrir að sigurmarkið kæmi á svo viðkvæmu augnabliki var sig- ur spænska liðsins sanngjarn því Zaragoza var lengstum betra liðið á vellinum. Leikurinn þótti ekki sérlega vel leikinn, en bæði lið börð- ust af krafti. Það var Juan Esnaid- er sem kom Spánveijum á bragðið á 68. mínútu með glæsilegu marki. Hann fékk sendingu frá hægri, tók boltann á hægra lærið, snéri sér og sendi boltann efst í markhornið með vinstra fæti. John Hartson jafnaði fyrir Arsenal á 75. rnínútu. í framlengingunni átti Miguel Pardeza að fá vítaspyrnu er hann var felldur innan teigs en ítalskur dómari leiksins sá ekkert athuga- vert og heppni Arsenal virtist ætla að halda út framlenginguna. En svo fór nú ekki. Ian Wright, sem vonaðist eftir að skora og gera þannig mark í hveijum leik Arsenal í keppninni, var í mjög strangri gæslu og fékk varla marktækifæri. Esnaider gerði hins vegar áttunda mark sitt í keppninni og skoraði hann mark í hverri umíerð keppninnar. Real Zaragoza: 1-Andoni Cedrun; 2- Alberto Belsue, 6-Javier Aguado, 4-Fern- ando Caceres, 3-Jesus Solana; 11-Gustavo Poyet, 8-Santiago Aragon, 5-Nayinv, 7- Miguel Pardeza, 9-Juan Esnaider, 10- Francisco Higuera (14-Jesus Garcia Sanju- an 67., 15-Geli 114.). Arsenal: 1-David Seaman; 2-Lee Dixon, 5-Andy Linighan, 6-Tony Adams, 3-Nigel Winterburn (12-Stephen Morrow 47.); 7- Martin Keown (David Hillier 46.), 4-Stefan Schwarz, 11-Ray Parlour, 10-Paul Merson; 8-Ian Wright, 9-John Hartson. FRJALSAR Geirlaug nálg- ast íslandsmet Svanhildar FYRSTA utanhússmót fijáls- íþróttamanna fór fram á þriðjudag- inn og var það raðmót FRÍ. Ár- menningurinn Geirlaug B. Geir- laugsdóttir gerði harða hríð að ís- landsmeti Svanhildar Kristjónsdótt- ur í lOOm hlaupi þegar hún hljóp á 11.86 sek en met Svanhildar er 11.79 sek. Geirlaug vann einnig 200 m hlaupið á 24.86 sekúndum og víst að hún er líkleg til afreka á Smáþjóðaleikunum, sem fram fara í lok maí. Friðrik Arnarson, Ármanni, átti einnig góðan dag, hann sigraði í 200 m hlaupi á 22.17 sek og í 100 m hlaupi á 10.98 sek. en næstir honum þar komu Hörður Gunnars- son, UBK, á 11.07 sek. og Ólafur Traustason, FH, á 11.08 sek. Vindhraði mældist undir hámörk- um í lOOm hlaupunum og fæst tíminn þar því skráður en í 200 metrunum var hann of mikill. ÚRSLIT Knattspyrna Litla bikarkeppnin Undanúrslit: FH - Stjarnan........................3:2 Akranes - Keflavík...................3:1 Sigurður Jónsson, Ólafur Þórðarson, Theód- ór Hervarsson — Óli Þór Magnússon. Portúgal Undanúrslit í bikarkeppni: Sporting - Setubal.................3:0 Luis Figo 2 (4., 52.), Emanuel Amunike (47.). 20.000. Svíþjóð Leikir í vikunni: Norrköping - Örebro...............1:0 IFK Gautaborg - Örgryte...........3:0 Helsingborg - Trelleborg........ 2:1 Degerfoss - Halmstad..............3:3 AIK - Hammerby....................3:2 Malmö FF - Öster..................2:1 ■Malmö FF og Halmstad eru með 8 stig, Norrköping og AIK Stokkhólmur 7, Hels- ingborg 6, Trelleborg, IFK Gautaborg og Örebro 5, Öster og Örgryte 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.