Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 12
Mmt HM I HANDKNATTLEIK * Ahorfendurá leiki heimsmeistarakeppninnarfærri en við var búist Ekki famir að örvænta Áhorfendur fjölmenntu í gærkvöldi ÁHORFENDUR hafa verið fáir á ieikjum heimsmeist- arakeppninnar síðustu daga og á leik íslands og Túnis í fyrrakvöld voru aðeins um 500 manns í Laugardalshöll. „Strákarnir okkar“ lýstu óánægju sinni með þetta eftir þann leik, og fólk svar- aði kallinu. Um 3.500 manns fylgdust með leiknum gegn Ungverjum í gær og stemmningin var mjög góð, eins og sjá má á myndinni. AÐSÓKN á fyrstu leiki heims- meistarakeppninnar hefur ekki verið góð. í gær fundaði HM- nefndin um málið og ákvað að gera átak í miðasölunni á Akur- eyri, í Kópavogi og Hafnarfirði. Eins var ákveðið að hafa miða- verð óbreytt í Laugardalshöll. Stefán Jóhannsson, sem hefur umsjón með miðasölunni á HM, segist ekki hafa miklar áhyggjur af sölunni. „Við erum ekki farnir að örvænta enn,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið ígær. Margir hafa gagnrýnt hátt verð á aðgöngumiðum á leiki keppninnar. Stúkusæti í Laugar- dalshöll kostar 3.300 krónur og 1.990 krónur í stæði. Ekki er hægt að fá afslátt fyrir börn. Á leiki í 16-liða og 8-liða úrslitum hækkar verðið á stúkumiða í 3.900 krónur og 2.200 í stæði. Miðinn á leikina _ í undanúrslitum er seldur á 5.500 ^krónur í stúku og 3.500 krónur í stæði og á sjálfan úrslitaleikinn kostar stúkumiðinn 7.900 krónur og 3.900 krónur í stæði. Stefán viðurkenndi að áhorfend- ur væru færri en reiknað hefði ver- ið með. „Það er alveg ófært að vera með tóm hús í Hafnarfirði og Kópavogi og hálftómt hús á Akur- eyri og þess vegna reynum við að bregðast við því. Við erum þegar farin í gang með tilboð á leikina í b-, c- og d-riðli. í Kópavogi og Hafnarfirði er grunnskólanemum boðið upp á bíó-verð eða fimm hundruð krónur á leikdag. Á Akur- eyri er boðið upp á að kaupa tvo niiða fyrir verð eins og gildir það fyrir 20-manna hópa eða fleiri. Ef fólk smalar saman fólki til að hóp- ast á völlinn leyfum við því fólki að njóta þess með því að gefa hópaf- slátt. Salan hefur gengið mjög vel á leiki íslands á föstudag og laugar- dag og eins höfum við selt töluvert á úrslitaleikinn," sagði Stefán. Hann sagði að í Laugardalshöll væri veittur 5% afláttur fyrir 10- manna hópa og 10% fyrir 20- manna hópa. Þetta tilboð er hægt að fá á alla leiki í Laugardalshöll nema úrslitaleikinn. Stefán sagði að nú væri búið að selja aðgöngu- miða fyrir rúmar 30 milljónir króna og væri það ekki fjarri þeim áætl- unum sem gerðar voru fyrir keppn- ina. Getum ekki lækkað miðaverðið í Laugardalshöll Hákon Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri HM, segir að það komi ekki til greina að lækka miða- verðið á leiki íslands í Laugardals- höll. „Við getum ekki lækkað verð- ið gagnvart þeim sem þegar hafa keypt miða á fullu verði. Það geng- ur ekki. Eftir því sem ég best veit er rífandi sala á leiki íslands gegn Suður-Kóreu á föstudag og eins gegn Sviss á laugardag. það er því engin ástæða til að lækka miðaverð- ið núna,“ sagði Hákon. Hann sagði að auðvitað væri ekki nægilega góð aðsókn í hinum íþróttahúsunum; á Akureyri, í Hafnarfirði og Kópavogi og þar væri.ákveðið átak í gangi um sértil- boð. „Við áttum von á fleiri áhorf- endum frá Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi en þeir komu ekki,“ sagði framkvæmdastjórinn. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson ÁHORFENDUR hafa heldur betur látið sig vanta á leiki heims- meistarakeppninnar — flestir leikir hafa farið fram í svo til tómum húsum. Þetta hefur vakið athygli erlendra gesta, en kemur heimamönnum ekki á óvart. Það var alltaf vitað að áhugi íslendinga væri nær eingöngu fyrir íslenska landsliðinu og sá áhugi myndi aukast eða þá dofna, eftir því hvernig gengi liðsins yrði í HM. Einnig spilar það mikið inní að miða- verð á leiki er svimandi hátt, þannig að handknattleiksunnend- ur velja og hafna — mæti á leiki sem þeir telja að verði spenn- andi. AF INNLENDUM VETTVANGI Til að horfa á leik íslenska liðs- ins í sætum í Laugardalshöll- inni, þárf einstaklingur að greiða 3.300, en miðaverð í stæði er 1.990. Ef ein staklingur . hefði hug á að sjá alla leiki íslend- “WV inga í riðlakeppn- inni, yrði kostnað- urinn kr. 16.500, sem er sama verð og á alla leikdaga á Akureyri og Hafnarfirði, en minnstur kostnað- ur er að vera viðstaddur leikdag í Hafnarfirði — kr. 1.000. Hér er aðeins hálf sagan sögð, því að fyrirfram var vitað að stór Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar hluti leikja í riðlakeppninni yrði lítt spennandi fyrir áhorfendur, þar sem getumunur á liðum er mikill^ og mörg liðin eru óþekkt fyrir Islendinga. Einnig verður að hafa það hugfast, að búið er að breyta fyrirkomulagi HM, þannig að riðlakeppnin er ekki eins spenn- andi og áður — leikjum hefur ver- ið íjölgað um 34, úr 54 í 88 við það að 24 lið leika nú, en sextán áður. Fjögur lið af sex komast áfram úr hveijum riðli. Spennan hefst ekki fyrr en í 16-liða úrslit- um, þegar barist verður upp á líf og dauða. Það verður þá sem áhorfendur fara að koma, enda er það spenna sem þeir sækjast eftir. Þegar að er gáð, er það ljóst að þeir sem ákváðu verðið á mið- um á leikstöðum, hafa ekki gert það í takt við efnahag lands- manna. Heldur ekki hugsað út í það að 69 leikir af 88 leikjum fara fram á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. „Hér fara of margir leik- ir á litlu markaðssvæði," sagði Kristján Arason, sem sagði að fáir áhorfendur á leikjum væri svartur blettur á heimsmeistara- keppninni á íslandi. Það var ljóst löngu fyrir HM að ekki yrði mikið um áhorfendur í Hafnarfirði og einnig í Kópa- vogi, eins og hefur komið á dag- inn. Þrátt fyrir að miðar hafi ver- ið boðnir á niðursettu verði síðustu daga — miðar sem kosta 3.300 kr. hafi verið seldir unglingum á 500 kr. — hefur það ekki dugað. Heldur hefur það ekki dugað að bjóða 300 unglingum á leik í Hafn- arfirði — aðeins um hundrað mættu og voru það þeir, starfs- menn og sjálfboðaliðar sem sáu leik Þýskalands og Rúmeníu. Áhorfendur hafa látið sig vanta og það er eðlilegt miðað við verð á miðum. Það er ljóst að of hátt miðaverð á leiki, er stóri þröskuld- urinn. Það vita allir og þess vegna geta landsliðsmenn Islands ekki lýst vonbrigðum með að áhorfend- ur láti sig vanta á leiki þeirra. Handknattleiksunnendur hafa hingað til ekki látið sitt eftir liggja, til að styðja við bakið á landsliðinu þegar mikið liggur við — en er hægt að ætlast til að einstaklingur borgi 16.500 kr. fyrir að sjá fimm leiki á sjö dögum, eða hjónin 33.000 kr.? Og hvað þá með börn- in? Nei, það er ekki við handknatt- leiksunnendur að sakast, heldur handknattleiksforustuna. VIKINGALOTTO: 21 22 31 36 44 48 + 8 34 42

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.