Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Jtfoqgraiiribifcifc 1995 FOSTUDAGUR 12. MAI BLAÐ B HANDKNATTLEIKUR / HM A ISLANDI f Draumur Dana að verða að mar- tröð? DANIR gerðu sér miklar vonir um að leika um verðlauna- sæti í heimsmeist- arakeppninni, jafn- vel að komast í úr- __ slitaleikinn. Von- brigði leikmanna og ekki síður fylgis- manna liðsins yfir slæmu gengi eru því mikil eins og glögg- lega má sjá á þess- um danska áhorf- enda sem fylgdist með Þjóðverjum leggja sína menn í gær. Danir hafatap- að tveimur leikjum, fyrir Alsír og Þýska- landi, og unnið einn, lögðu Rúmena. En frædur vorir eiga enn möguleika á að komast áfram í 16 liða úrslit. Þeir eiga eftir að leika við Japan og Frakkland og verða helst að vinna báðar þjóðirn- ar til að vera ðrugg- ir. Ef Danir verða jafnir Alsír að stig- um þá kemst Alsír áfram því Alsírbúar unnu Dani. En spennan er mikil í C-ríðlinum sem leik- inn er í Kópavogi. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson JURGEN Kllnsmann sést hér kveðja stuðn- ingsmenn Stuttgart, þegar hann lók með Ásgelri Sigurvinssyni með llðinu. Nú er hann aftur á leið til Þýskaiands, eftir að hafa leiklð á ítalíu, í Frakklandl og Englandl. Klinsmann fertil Bayern Spilar síðasta leik sinn með Tott- enham á morgun, gegn Leeds Þýski landsliðsfyrirliðinn Jiirgen Klinsmann til- kynnti á blaðamannafundi í London í gær að hann væri á förum frá Tottenham og myndi skrifa undir þriggja ára samning við Bayern Munchen V næstu viku. Hann spilar síðasta leik sinn með Totten- ham gegn Leeds á morgun. Klinsmann er þrítugur og kom til enska félagsins eftir HM í fyrra og gerði tveggja ára samning sem var uppsegjanlegur af beggja hálfu eftir árið. Hann hefur leikið 49 deildar- og bikarleiki og skorað í þeim 29 mörk. í síðustu viku var hann útnefndur knattspyrnumaður Englands og varð þriðji útlend- ingurinn til að hljóta þann titil í 47 ár. Hann sagðist þegar hafa tilkynnt Alan Sugar, stjórnarformanni Tottenham og framkvæmdastjór- anum, Gerry Francis, ákvörðun sína. „Þetta var ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið á ferlinum. Stuðningsmenn Tottenham hafa tekið mér mjög vel og ég hef ekki upplifað aðra eins stemmningu áð- ur. Það er alltaf erfitt að taka svona ákvarðanir og það kemur sjálfsagt ekki í ljós fyrr en eftir nokkur ár hvort ég geri rétt með því að fara til Bayern," sagði Klinsmann. „Ég er að verða 31s árs og verð því að fara að hugsa um hvað tekur við eftir knattspyrnuna. Ástæð- an fyrir því að ég vel Bayern er að ég geri þriggja ára samning sem þýðir að hann rennur út eftir heims- meistarakeppnina 1998. Munchen er borg sem ég get vel hugsað mér að setjast að í eftir að ég hef lagt knattspyrnuskóna á hilluna. Ég fer ekki til Bayern vegna peninganna því þá hefði ég frekar farið til ItalSu, en þaðan hef ég fengið mun betri tilboð en frá Bayern," sagði miðherjinn sterki. 'l Þaðer núna eða strax!......„„,.: Eftir gott gengi eru Suður-Kóreumenn sagðir fullir sjálfstrausts. Strákarnir okkar, þurfa því stuðning þinn á pöllunum til þess að leggja Kóreumenn og tryggja sér gott sæti í riðlinum. " " Þessvegna bjóðum við 1.200 miða í stæði í nýju viðbyggingunni á aðeins 1.000 kr. á leik* dagsins í Höllinni. (Athugið að leikur íslands hefst kl. 17:00) Miðasalan opnar kl. 10:00. Láttu þig ekki vanta í troðfulla Höllina. Áfram ísland!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.