Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 2
2 B FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Sænska vélin smurð AKUREYRARVINIRNIR i Kú- veit voru engin hindrun fyrir sænska landsliðið í gær. Svíar settu í fluggír í lokin og sigr- uðu með 15 marka mun, 37:22. Þetta sænska lið er með eindæmum samhæft og illviðráðanlegt en vélin getur þó hikstað þótt hún hafi verið ágætlega smurð þegar nauð- syn krafði. Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri Leikur Svía og Kúveita var um margt líkur viðureign Hvít- Rússa og Brasilíumanna, þ.e. leik- ur kattarins að músinni. Sviar komust í 7:1 en þá hljóp fjörkippur í Kúveita og þeir breyttu stöðunni í 8:6. Á þessum kafla skoraði homamaðurinn knái A. Abdulredha 4 mörk, þ.á m. sirkus- mark, en lék lítið með eftir þessa rispu. Svíar hertu sig og náðu sjö marka forskoti fyrir hlé, 19:12, sem þeir tvöfölduðu og ríflega það í seinni hálfleik. Reyndar var mun- urinn enn sjö mörk í stöðunni 27:20 um miðjan hálfleikinn en þá skoruðu sænsku snillingarnir sex mörk í röð og slökktu endan- lega baráttuneista andstæðing- anna. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að Svíamir eru góðir og þeir vita það líka sjálfir. Oft sáust skemmtileg tilþrif í sókninni og þar voru Erik Hajas og Per Carlén í aðalhlutverki. Vörnin var hins vegar ekki nógu sannfær- andi. Sænska landsliðið er áreiðan- lega með hugann við komandi leik gegn Spánveijum og þá þarf vænt- anlega að smyija gömlu vélina duglega. Evtouchenko Svíar eru með besta lið í heimi „VIÐ vorum að spila við besta lið í heimi og okkur er heiður að spila á móti því. Sænsku leikmennirnir gjörþekkja hver annan og vinna frábærlega saman,“ sagði Evtouchenko, þjálfari Kúveita, eftir leikinn gegn Svíumígær. „Ég er ánægður með sókn- arleikinn hjá mínum mönn- um en þeir geta samt gert betur. Eg er hins vegar óánægður með vömina. Það er of mikið að fá á sig meira en 20 mörk á móti þessu liði, en auðvitað er gott að vinna með fimmtán marka mun,“ sagði Bengt Johansson, þjálfari sænska landsliðsins. HM í HANDKNATTLEIK Annað sýni lyfja- prófs skoðað FORMAÐUR lækna- nefndar Alþjóða hand- knattleikssamban- dsins, IHF, skaust norður til Akureyrar f gær og fór síðan aftur suður. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var ástæðan sú að eitthvað athuga- vert var við fyrra sýni lyfjaprófs sem leik- maður Kúveits fór í eftir leikinn við Egyptaland sl. þriðju- dag. Seinna sýnið verð- ur skoðað og eiga nið- urstöður að liggja fyrir ídag. Heimildir Morgun- blaðsins herma að ekki sé um alvarlegt mál að ræða en engu að síður efni sem er á bannlista. Eftirþvísemnæst verður komist mun umræddur leikmaður hafa verið með kvef eða flensu og fengið meðal með umræddu efni í án þess að menn gerðu sér grein fyrir að það væri á bann- lista. Egyptaland sigr- aði I umræddum leik en falli leikmaður á lyfjaprófi dæmist við- komandi leikur tapað- ur 10:0. Morgunblaðið/Rúnar Þór GARRALDA lék vel fyrir Spánverja í gær er Kúveitar voru laggðir af veili. Hér skorar hann eitt af sex mörkum sínum, en fékk skömmu síðar að líta rauða spjaldið fyrir þrlðju brottvísun. Spánveijar áttu í vandræðum með Egypta SPÁNVERJAR áttu í mestu vandræðum með Egypta f skemmti- legasta leik dagsins á Akureyri — það var ekki fyrr en síðasta stundarfjórðunginn sem þeir náðu að hrista Egyptana af sér. Sigur Spánverja, 27:20, var of stór miðað við gang leiksins en agaleysi og klaufaskapur Egypta hafði sitt að segja. Þeir stóðust einfaldlega ekki álagið. Leikurinn var í járnum framan af. Egyptar skoruðu fyrsta markið eftir 4,15 mínútur og Spán- verjar jöfnuðu úr Stefán Þór vítakasti eftir 6,56 Sæmundsson mín. Eftir 10 mín. skrifarfrá leik var staðan 2:2. Akureyri Egyptar voru mjög hreyfanlegir í vörninni en með góðri markvörslu Fort Mauri náðu Spánveijar fimm marka forskoti en Egyptar héldu í við þá þegar svissnesku dómararnir tóku að reka spænsku leikmennina af velli í gríð og erg. Spánn leiddi 13:10 í leikhléi. Egyptar jöfnuðu 14:14 við mik- inn fögnuð áhorfenda en þótt Spánverjar væru manni færri skor- uðu þeir tvö mörk úr hraðaupp- hlaupum. Jafnræðið hélst þó nokk- urn veginn en í stöðunni 21:18 urðu straumhvörf. Tíu mínútur voru eftir af leiknum og Egyptar tveimur fleiri á vellinum en fengu dæmdan á sig ruðning. Spánveijar skoruðu og fiskuðu mann út af og misheppnuð hraðaupphlaup og óagaður sóknarleikur gerðu frekari vonir Egypta að engu. Sjö marka munur segir ekki allt um leikinn. Hins vegar voru Spán- veijar mjög nýtnir og uppskáru 73% sóknarnýtingu en Egyptar 45%. Garralda var mjög góður meðan hans naut við og Dujsebaev skoraði á mikilvægum augnablik- um og átti glæsilegar sendingar. Sóknarmenn Egypta geta nagað sig í handarbökin fyrir taugaveikl- unina en liðið er mjög efnilegt og gæti jafnvel strítt Svíum. „Lið mitt hefur einn stóran galla, sem er skortur á aga, og þess vegna töpuðum við leiknum. Leikmennirnir gleymdu að hugsa um liðsheildina í sókninni, við misstum boltann og Spánveijar refsuðu okkur,“ sagði Ulrich Weil- er, þjálfari Egypta. Þjálfari Spán- veija var ánægður, sagði sigurinn mikilvægan og að liðið hefði spilað vel og skynsamlega. Hvít-Rússar í hægagangi Morgunblaðið/Rúnar Þór AGBERTO Correa de Matos skorar gegn Svíum. Gærdagurinn var ljúfur hjá Hvit- Rússum þvi leikur á móti Bras- ilíumönnum jafngildir nánast slökun fyrir sterkari þjóðirn- ar, eða í mesta lagi léttri æfingu. Þeir hvíldu Tútsjkin og ekki kom að sök þótt Jakimovitsj væri tekinn úr umferð frá byijun. Sigur Hvít-Rússa var örugg- ur, 34:21. Gleraugun skotin af þjálfaranum BRASILIUMÖNNUM voru nokkuð mislagðar hendur í leiknum á móti Hvít-Rússum. Annar dómarinn fékk þrumuskot í kviðinn frá skyttu Brassanna en harkaði af sér. Þá fékk þjálfari Hvít-Rússa, Spartak Mironovich, boltann í höfuðið þar sem hann sat á bekkn- um. Gleraugu þjálfarans brotnuðu og hann hlaut áverka á gagn- auga. Handboltinn er greinilega ekki hættulaus íþrótt. Strax var ljóst hvert stefndi. Hvít- Rússar komust í 7:0 og Brasilíumenn skoruðu sitt fyrsta mark eftir tæpar 12 mínútur. Við slíkar aðstæður er erfitt að halda einbeitingunni. Brass- amir náðu að bíta frá sér og staðan í leikhléi var 15:7. Ekki þarf heldur að hafa mörg orð um seinni hálfleik. Hvít-Rússar náðu mest 14 marka forskoti og sigurinn var fyrirhafnarlítill. Parashchenko og Khalepo gátu skorað þegar þeim sýndist. Helsta stjarna Brasilíu- manna, de Matos, var í nokkuð strangri gæslu og sóknarleikurinn bitlaus. „Þetta var fyrsti sigurinn okkar í keppninni og vonandi ekki sá síðasti. Við þurftum að spila öðruvísi en við erum vanir en þetta var góð æfing fyrir liðið því Brasilíumenn eru liprir og léttleikandi," sagði Spartak Mir- onovich, þjálfari Hvít-Rússa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.