Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 B 3 HM I HANDKNATTLEIK Suður-Kóreumenn ráða yfir miklum spengikrafti „Strákamir eiga erfítt verkefni fyrir höndum í leiknum gegn Kóreumönnum,“ segir Kristján Arason í viðtali við Sigmund Ó. Steinarsson, sem spurði hann út í næstu mótherja íslendinga — Suður-Kóreumenn og Svisslendinga. Eg get ekki annað en verið ánægður með leik íslenska liðs- ins, sem hefur leikið þrjá góða leiki, en eins og gengur og gerist hafa komið slæmir kaflar hjá liðinu — fyrstu þrjátíu mínútumar gegn Bandaríkjamönnum og stuttur kafli undir lokin gegn Ungveijum. Það hefur verið skemmtilegt að sjá hvern- ig ákveðnir leikmenn hafa komið sterkir upp í leikjunum og einnig hvað þeir Geir Sveinsson og Valdi- mar Grímsson, sem hafa leikið alla leikina, eru sterkir," sagði Kristján Arason, þegar Morgunblaðið bað hann að velta leik íslenska liðsins fyrir sér og spá í leikina gegn Suður- Kóreumönnum og Svisslendingum. Kristján sagði að það væri mikill hraði í leik íslenska liðsins. „Strák- arnir reyna að keyra upp hraðaupp- hlaupin, en leika þó mjög agað — dempa niður leikinn, biða eftir góðum tækifærum til að skora mörk. Það er kannski smá óheppni að þurfa að leika gegn Suður-Kóreumönnum eft- ir eins dags hvíld. Þar sem miklu meiri breidd er í íslenska hópnum en þeim suður-kóreska, hefði verið gott að leika gegn þeim daginn eftir kappleik. Suður-Kóreumenn ráða yfir mikium spengikrafti — þeir geta gert mjög góða hluti, en veikleiki þeirra er hvað tröppugangurinn er mikill í leik þeirra. Annan daginn geta þeir leikið mjög vel, hinn daginn dottið niður. Svisslendingar léku mjög skynsamlega gegn Kóreu- mönnum — náðu að bijóta niður sóknarleik þeirra, þannig að þeir náðu ekki að skjóta eins og hentar þeim best. Kóreumenn nota mikið gabbhreyfingar áður en þeir stökkva upp í skot.“ - Hvemig verður best fyrir ís- lenska liðið að brjóta niður sóknar- leik Suður-Kóreumanna? „Ég tel að flöt vörn, sex núll, ætti að duga gegn þeim og þá er spuming hvort það væri ekki sterkt að fara fram á völlinn og klippa á miðjumann þeirra. Það verður að stöðva hraða Kóreumanna og koma í veg fyrir að þeir geti nýtt sterkasta vopn sitt, sem er hraði og hraðaupp- hlaup.“ - Hvernig varnarleik telur þú að Suður-Kóreumenn leiki gegn ís- lenska liðinu? „Ég reikna með að þeir leiki vörn- ina framarlega á móti okkur. Það getur orðið erfitt að leysa þann mót- leik, en leikmenn íslenska liðsins hafa verið mjög hreyfanlegir án knattar og leyst vel upp sóknarleik- inn. Strákamir eiga erfítt verkefni fyrir höndum í leiknum gegn Kóreu- mönnum, þannig að ég tel að það verði að tefla fram útsjónarsömum og snöggum leikmönnum, sem eru fljótir að sjá út veikleika í vöm Kóreumanna. Ég myndi tefla Ólafi Stefánssyni fram hægra megin, en hann hefur leyst verkefni sín vel þegar vöm er leikin framarlega, eins og 3-2-1 vörn. Þá hefur hann náð góðu sambandi við þá Valdimar Grímsson í hægra hominu og Geir Sveinsson á línunni — þeir hafa unnið vel saman. Jón Kristjánsson er byijaður að leika aðalhlutverkið sem leikstjórnandi — hefur leikið mjög vel og náð betri stíganda en Dagur Sigurðsson, sem hefur ekki fundið sig. Júlíus Jónasson Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Tveir öflugir TVEIR af bestu lelkmönnum Suður-Kóreumanna eru mark- vöröurlnn Lee Suk-hyung og skyttan Yoon Kyung-shln, sem íslendingar verða að hafa góðar gætur á. á knettinum. Hvað segir Kristján um leikinn gegn þeim? „Svisslendingar er algjör andstæða við Kóreumenn. Þeir leika þó ekki eins hægan hand- knattleik og þeir hafa verið að gera undanfarin ár. Svisslendingar leika mjög sterka flata vörn [6:0] og þá eru þeir með góða sóknarleikmenn, eins og skyttuna Marc Baumgartner. Ef næst að stöðva hann, er hálfur sigur unninn. Góðar gætur verður að hafa á Roman Brunner, sem skor- ar alltaf þijú til fjögur mörk í leik, og Martin Rubin, þó að hann sé ekki í góðri æfingu eftir tveggja ára hvíld frá landsliðinu." - Er rétt að taka Baumgartner úr umferð? „Ég tel að það sé ekki rétt að gera það, heldur verða varnarleik- menn að hafa góðar gætur á honum, því að Baumgartner, sem er skotfast- ur og hittinn, getur einnig eyðilagt sóknarleik svissneska liðsins, ef hann byijar að verða of bráður. Vamar- menn og markvörður íslenska liðsins verða að vinna mjög vel saman til að stöðva hann — fara vel yfir leik- inn og ákveða fyrirfram hvort homið vörnin og markvörðurinn á að taka, þegar gengið er út gegn Baumgartn- er. Ef það tekst, mun það skapa meiri festu og ákveðni í leik íslenska liðsins," sagði Kristján Arason. Morgunblaðið/RAX VALDIMAR Grímsson hefur lelklð vel og skorar hér eitt af 25 mörkum sínum í lelkjunum þremur á HM tll þessa. kom sterkur upp gegn Ungveijum, en það er spurningin hvort að það sé ekki rétt gegn Kóreumönnum að láta Patrek Jóhannesson aftur í aðal- hlutverkið vinstra megin, en hann hefur lítið leikið í síðustu tveimur leikjum. Þá myndi ég láta Gústaf Bjarnason aftur í vinstra homið, þar sem hann er sterkari en Konráð Olav- son til að leysa inn á línuna. Gústaf gerir það vel — og hann nær betra sambandi við Geir Sveinsson. Ef ís- lenska liðið nær réttum stíganda í sóknarleiknum — að bijóta vörn Kóreumanna á bak aftur, er ég hvergi banginn. Ég hef trú á því að við leggj- um þá að velli,“ sagði Kristján. Verðum að hafa gætur á Marc Baumgartner Svisslendingar verða síðustu mót- heijar íslendinga í riðlakeppninni, á morgun, en þeir hafa oft verið ís- lenskum landsliðsmönnum erfiðir vegna þess hvað þeir hafa leikið ró- legan handknattleik — hangið lengi REYKJAVÍK Erfitt að soila við ís- endinga „VIÐ vitum að íslendingar eru erfiðir og hafa spilað vel en við ætlum að gera okkar besta. Við munum byrja að beijast þegar leikurinn verð- ur flautaður á og hættum ekki fyrr en flautað verður til leiksloka. Sérstaklega verður lögð áhersla á vörnina. Við búumst við að ná níunda til tíunda sæti hér,“ sagði aðalþjálfari landsliðs Kóreu í handknattleik, Kim Tae- Hoon, í samtali við Morgun- blaðið um leikinn við íslend- inga í kvöld en vildi að öðru leiti ekki tjá sig um leikinn. „Það er langt á milli íslands og Kóreu og háir okkur smá- vegis að þegar við spilum er það um miðja nótt heima i Kóreu. Timamismunurinn hefur áhrif,“ bætti hann við. Liðið Suður Kóreu fór á flakk í gær, skellti sér i sund í Árbæjarlaugina, skoðaði Ell- iðaárnar og Húsdýragarðinn en hápunkturinn var að heim- sækja Bessastaði. Miðatilboð TIL að gera sem flestum kleyft að koma og styðja islenska lands- liðið, hefur verið ákveðið að bjóða stæðismiða á svæði L í hinni nýju viðbyggingu Laugar- dalshallarinnar á 1.000 krónur. Þetta gildir fyrir alla leiki í Laugardalshöll í dag, föstudag og á morgun laugardag. Verð á sætismiðum og stæðismiðum i svæði M og N verður óbreytt. Grunnskólanemendum á Akur- eyri, Kópavogi og Hafnarfirði hefur verið boðið að kaupa miða sem gilda fyrir allan daginn á 500 krónur. Tilboðið á Akureyri gildir fyrir daginn í dag en í Kópavogi og Hafnarfirði gildir tilboðið á alla riðlakeppnina. í Kópavogi og Hafnarfirði eru tveir fullorðinsmiðar boðnir á verði eins á leiki í riðlakeppninni. HERSLUMUN HEFUR VANTAD HJA SPÁNVERJUM Sæti í úrslita- 1958 1961 1964 1967 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1993 keppni A-Þýskal. V-Þýskal. Tékkó. Sviþióa Frakkland A-Þýskal. Danlmöik V-Þýskal. Sviss Tékkó. Sviþjóí Gerir Dujshebaev gæfumuninn í HM á íslandi ? Sigmundur ó. Steinarsson tók saman / Morgunblaðiö, AIG... Arangur Spánverja gegn einstökum þjóðum í HM Þjóð Leikir' U J T Mörk Pólland 4 1 1 2 70:83 Svíþjóð 3 1 0 2 49:65 Rúmenfa 3 2 0 1 53:57 ísland 3 3 0 0 68:62 Sovétríkin 3 1 0 2 65:78 Ungverjaland 3 1 0 2 51:62 V-Þýskaland 3 1 0 2 58:63 Júgóslavla 3 1 0 2 60:63 Danmörk 2 0 0 2 37:42 Tékkóslóvakía 2 1 1 0 43:40 Sviss 2 0 1 1 43:44 A-Þýskaland 2 1 0 1 41:44 Finnland 1 1 0 0 19:16 Japan 1 1 0 0 26:15 Alslr 1 1 0 0 19:15 Austurríki 1 1 0 0 22:15 Egyptaland 1 1 0 0 17:14 Frakkland 1 0 0 1 21:23 Kúba 1 1 0 0 29:26 Hedin á ferð og flugi ROBERT Hedin, stórskytta í liði Svía, leikur með Dankersen í Þýskalandi og kappinn verður á ferð og flugi á næstunni. Á morg- un heldur hann til Þýskalands til ■B að leika mikilvæg- Grétar an leik gegn Nord- ^yþórsson horn, en sigri %viMnfla Dankersen kemst Þl°ð liðið upp í úrvals- deildina. Hedin heldur til íslands strax að leik loknum og verður væntanlega mættur á Akureyri á sunnudaginn gegn Spánveijum. Bengt Johansson, þjálfari Svía, hefur litlar áhyggjur af þessu flakki á Hedin og segir í viðtali við Göteborgs Posten að þetta muni ekki trufla einbeitingu stór- skyttunnar. Hann segir Hedin vera leikmann sem fari inn á völlinn og geri sinn skammt af mörkum án þess að velta sér of mikið upp úr hlutunum. „Sennilega truflar ferðalag hans mína einbeitingu meira en Hedins,“ sagði Johans- son. Glens og grín hjá Svíum í blaðinu á fimmtudaginn er sagt frá þeim létta anda sem ríkir í herbúðum Svía á ferðalögum þess. Bengt Johansson þjálfari er jafnan með Cerry Holmgren nudd- ara í herbergi þegar liðið ferðast og þeir félagar verða oft fyrir barðinu á uppátækjum leikmann- anna. Á ferð í Dortmund í Þýska- landi í vetur losuðu leikmennirnir allar festingar úr rúmi Holmgrens, sem er ekki í hópi léttari manna. Síðan hringdu leikmennirnir upp á herbergi þegar Holmgren kom inn, þeir vissu nefnilega að hann settist alltaf á rúmið þegar hann talar í símann. Heimildir herma þó að gólfplatan hafí haldið í það skiptið...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.