Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 8
Hamskipti Jordans MICHAEL Jordan kom öllum á óvart með þvi að klæðast keppni- streyju númer 23 í leiknum gegn Orlando í fyrri nótt og félag hans, Chicago, var sektað um 25.000 dollara strax í gær vegna uppá- tækisins, en sektin svarar til einn- ar og hálfrar miljónar króna. Jordan hefur notað búning númer 45 frá þvi að hann hóf að leika að nýju og áttu þvi fáir von á því að hann skipti um núm- er því leikmaður má ekki skipta um númer á sama keppnistímab- inu samkvæmt reglum NBA- deildarinnar. Hins vegar hefur komið i ljós að Jordan hefur haft treyju númer 23 með sér í sérstökum kassa í hvern einasta leik frá þvi hann byrjaði aftur, en lét ekki verða af því að nota hana fyrr en nú. Hvorki leikmenn Chicago né þjálfarinn vissu af því fyrir leik- inn að Jordan yrði í treyju núm- Chicago Bulls sigraði Orlando Magic á útivelli í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni NBA deildar- innar í körfubolta, lokatölur 104:94. Þar með er staðan 1:1 og næstu tveir leikir verða á heimavelli Chicago á föstudags og laugardags- kvöld. Jordan lék hann mjög vel og skoraði 38 stig. Hittni hans í síðari hálfleik var hreint frábær, hitti úr 11 af 13 skotum sínum. Scottie Pippen lék einnig vel og betur en í síðustu leikjum, hann gerði 22 stig. Shaquille O’Neal skoraði flest stig Orlando, 25 talsins og tók 12 fráköst og fyrrum leik- maður Bulls sem nú er hjá Or- lando, Horace Grant gerði 23 stig er 23. Það var aðeins einn maður sem vissi það — sá sem skráir númerin á leikskýrsluna. Frá því Jordan byijaði að leika aftur hefur hann ekki verið í búnings- klefa með félögum sínum — held- ur í einkaklefa. Hann talaði ekki við leikmenn fyrir leikinn, var í upphitunargalla og fór ekki úr honum fyrr en leikurinn hófst og þá fyrst kom „super“ búning- og náði 15 fráköstum, Anfernee Hardaway skoraði 20 stig. Þetta var annar tapleikur Orlando í úr- slitakeppninni á heimavelli, en í deildarkeppninni í vetur töpuðu þeir einungis tveimur leikjum á heima- velli. „Við náðum að vanda leik okkar meira en í síðasta leik og þannig koma í veg fyrir að þeir fengju mikið af hraðaupphlaupum," sagði Phil Jackson, þjálfari Bulls og bætti við; „við héldum frumkvæðinu allan leikinn og það er mjög mikilvægt." „Það munaði því að Jordan skor- aði núna í leiknum úr færum sem hann var að klikka á í síðasta leik,“ sagði Anfemee Hardaway, leik- maður Orlando að leikslokum. urinn í ljós. Hann lék eins og hann gerði best áður og skoraði 38 stig og flest þeirra með stökk- skotum eins og hann var þekktur fyrir áður. Eftir Ieikinn fór hann beinustu leið í einkabúningsklefa sinn, klæddi sig í jakkafötin og strunsaði út úr íþróttahöllinni án þess að tala við nokkurn mann. Eftir leikinn fóru menn að geta sér til um ástæðu þess að hann skipti yfir í treyju númer 23 og var niðurstaðan sú að hann hefði verið að svara ummælum Nick Anderssons, leikmanns Or- lando, eftir fyrri leik liðanna sem Chicago tapaði. Þar sagði And- ersson að mikill munur væri á leikmanni númer 23 og númer 45 — og átti þar við Jordan áður en hann hætti, og eftir að hann byijaði aftur. „Númer 23 gat allt- af flogið framhjá okkur þegar hann vildi og var eins og geim- far, en númer 45 nær sér ekki einu sinni á flug.“ Því má bæta að auk sektarinn- ar sem Chicago, var Jordan sjálf- ur sektaður um 5.000 dollara — um 315.000 krónur — fyrir að vera í hvítum keppnisskóm! Fé- lagar hans voru nefnilega allir í svörtum, og skv. reglum NBA- deildarinnar verða allir leikmenn hvers liðs að vera í samlitum skóm í Ieikjum. Vernharð úr leiká EM ífyrstu glímu Klúðraði þessu etta eru mjög mikil vonbrigði því maður hafði gert sér svo miklar vonir,“ sagði Vernharð Þor- leifsson júdókappi í samtali við Morgunblaðið í gær, en þá hafði hann nýlokið keppni í 95 kílóa flokki á Evrópumeistaramótinu í júdó í Birmingham. Vernharð lenti á móti Spánveija í fyrstu viðureign og sá spánski vann eftir tveggja mínútna viðureign. „Þetta var alveg agalegt. Við vorum að beijast um að ná tökum og svo þegar um tvær mínútur voru búnar þá fer ég inn í tak, en við stoppuðum einhvern vegin báðir og svo vissi ég ekki fyrr en hann sóp- aði undan mér löppunum og allt var búið. Ég gæti auðvitað reynt að afsaka mig með því að ég væri með svartadauða eða eitthvað annað, en það væri ósatt. Ég klúðraði þessu einfaldlega og er mjög svekktur. Ég gæti best trúað að ég hafi van- metið mótheijann, talið að hann yrði engin hindrun. Ef þetta er rétt hjá mér þá er það auðvitað ekki nógu gott,“ sagði Vernharð í gær. I dag keppir Vernharð í opnum flokki og Eiríkur Ingi Kristinsson keppir í 71 kílóa flokki. „Það verður erfitt að beijast við þungaviktar- mennina, en maður verður að reyna sitt besta,“ sagði Vernharð. HANDBOLTI Þjálfari danska kvennalands- liðsins með fyrirlestur ÞJÁLFARI danska kvennalands- liðsins í handknattleik, sem er Evr- ópumeistari og silfurhafi frá síðustu heimsmeistarakeppni, Ulrik Wilbek, er staddur hér á landi til að fylgj- ast með danska karlalandsliðinu á HM. Ætlar hann að halda fund og fyrirlestur fyrir þjálfara og forráða- menn kvennahandbolta klukkan 11.00 á morgun, laugardag, í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og tekur þar meðal annars fyrir upp- bygginguna í Danmörku. Ulrik hefur verið með landsliðið í fjögur ár en var þar áður með yngri landslið Dana. Hann tók við íiðinu 1986 en þá þótti kvennahand- boltinn slakur og því lítt áhugaverð- ur hjá almenningi og íjölmiðlum. En þegar liðinu tókst að ná öðru sæti á HM 1987 í yngri flokkunum jókst áhuginn og liðið náði bronsi á HM 1991. Nú eru um 20 stúlkur í sérflokki, hafa til dæmis unnið 60 en tapað 2 leikjum undanfarin 2 ár. Liðið Viborg er Evrópumeist- ari en er að vinna önnur lið með 20 til 30 marka mun og því er vandamál hve fáar góðar stúlkur eru í handboltanum. Landsliðsþjálf- arinn fylgist með öllum liðum og þjálfarar vinna saman. A fundinum ætlar Ulrik að taka fyrir hvemig uppbyggingu hefur verið háttað frá 1986 til 1995 og hvemig hyggja skal að samvinnu meðal þjálfara. „Það þarf að hafa trú á kvennaboltanum og bjóða skemmtun, það vill fólk sjá. Ég vil frekar lenda í öðru sæti og láta fólk skemmta sér en að vinna og ef fleiri krakkar eru famir að stunda hand- bolta þegar ég hætti störfum, hef ég unnið vinnuna mína,“ sagði Ulrik Wilbek við Morgunblaðið. „ Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Baumruk og bömin PETR Baumruk, þjðlfarl og leikmaður Hauka í Hafnarfirðl síðastllðlð keppnlstímabll, hefur fylgst grannt með löndum sínum í landsliðl Tékklands. Hér er hann ásamt hafnfirska krakkahópnum, sem fylglr Tékklandi að málum í keppninnl. Reuter Aftur til fortíðar JORDAN var í treyju með gamla, góða númerinu í Orlando og sýndl snilldartakta. Sagan segir að Jordan hafi breytt um númer eftlr ummæll elns lelkmanna Orlando að leikmaður númer 45 væri ekki sá sami og sá sem áður lék í númer 23. Chicago vann í Orlando

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.