Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 1
NAMSSTEFNA sem nefnd er „Framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjón- ustu - græn ferðamennska" verður í Odda, stofu 101 í Háskólanum 19. maí nk. Námsstefnan er haldin í samvinnu^ við Menningarstofnun Goethe á íslandi og Endurmenntun- arstofnun HÍ og hana skipulögðu Ingiveig Gunnarsdóttir, ferðamark- aðsfræðingur og Ása María Björns- dóttir, hótel- og markaðsfræðingur. Ingiveig sagði að þeim færi fjölg- andi sem gerðu sér ljóst að umhverf- isvæn ferðamennska væri það sem koma skal. Þeir sem sæktu ráðstefn- ur um ferðamál og fylgdust með umræðum um ferðaþjónustu fyndu í æ ríkara mæli að ferðaskipuleggj- endur og aðrir með lifibrauð af ferðaþjónustu sæju að ferðamenn hugsuðu meira um hreinleika og náttúrufegurð við val á ferðamanna- stöðum. Hún taldi að framboð/eftir- spurn afþreyingar hlyti og að breyt- ast í samræmi við þetta. Hugmyndafræði grænnar ferða- mennsku kom fyrst fram sem and- svar við neikvæðum áhrifum fjölda- ferðamennsku sem gætt hefur víða og sums staðar lagt í rust vinsæl ferðamannasvæði. Ingiveig sagði að meginviðfangs- efnið væri að kynnast hugmyndafræði grænnar ferða- mennsku og líta á fyr- irmyndir að fram- kvæmd hennar frá Þýskalandi og Bret- landi. Einnig verði sjónum beint að ferða- þjónustu, dreifingu ferðamanna um land- ið, nýtingu ferða- mannastaða og sér- stök áhersla verður lögð á afþreyingar- þáttinn. Tveir erlendir gestafyrirlesarar tala á námstefnunni, frá Þýskalandi og Bretlandi. Aðrir fyrirlesarar eru Sigrún Helgadóttir, náttúrufræð- ingur, Bjarni Helgason, fornleifafr., Árni Björnsson, þjóðháttafr., Paul Richardsson, hjá ferðaþjónustu bænda, Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason, leikarar og Gunn- ar Steinn Pálsson, almannatengill. Coletta Burling, forstöðum. Goethe- stofnunarinnar setur námsstefnuna með erindi sem nefnist „Glöggt er gests augað." ¦ MorgunblaðiðVKristinn KIRKJAN, kirkjuholtið og krakkarnir á skóladagheimilinu Skólagerði með myndir sínar af frumbýlunum í bænum. Kirkja úr pappa og álfar úr leir KRAKKARNIR á skóladagheimilinu Skólagerði í Kópavogi haf a unnið að lík- ani af Kópavogskirkju, kirkjuklukk- unum, holtinu þar í kring og álfunum, frá því fyrir páska. Listaverkið var gert í tilefni 40 ára afmælis bæjarins og sýnt gestum og gangandi á afmælisdaginn, sem var í gær. Auk þess var foreldrum og systkinum boðið að berja dýrðina augum síðar um daginn og í grillveislu. Guðrún Björnsdóttir leikskólakennari átti liugiuyndiiia og hafði veg og vanda af framkvæmdinni. Hún segir að flestir hafi tekið þátt í verkefninu og verið áhugasamir og fróðleiksfúsir. Ófaar ferðir hafi verið farnar í kirkjuholtið til að allt mætti verða sem líkast fyrirmynd- inni. Til þess að sjá álfana berum augum freistaði ein stúlkan þess að spila á flautu til að laða þá úr fylgsnum sínum. Tiltæk- ið bar árangur og a.m.k. einn fullyrti að hafa séð álf læðast um holtið. Guðrún segir að krakkarnir hafi lært heilmikið um sögu bæjarins í tengslum við verkefnið, enda haft ýmsar heimildir uppi við. Auk likansins teiknuðu þeir, lituðu og klipptu út f rumbýlin og íbúa þeirra. „Við reyndum að hafa hráefnið sem náttúrulegast, hvítur pappi var not- aður í kirkjuna, sag, vírnet, endurunninn pappír og steinar úr fjörunni í holtíð og bjöllur og álfar úr leir," segir Guðrún. ¦ Aðeins 12% nota nýju símanúmerin ÍBÚAR á höfuðborgarsvæð- inu virðast heldur seinir að tileinka sér sjö stafa síma- númerakerfíð, sem verður allsráðandi frá og með 3. júní næstkomandi. Samkvæmt mæling- um Pósts og síma höfðu aðeins 12% símnotenda á svæðinu vanið sig á að bæta 5 eða 55 fyrir framan númerin um síðustu mánaðarmót. Notendur farsímakerfis nota sjö staf a númer heldur meira og sömu- leiðis fólk utan höfuðborgarsvæðis. „Vissulega finnst okkur þetta llt.il notkun á sjö stafa númerum, sérstaklega í ljósi þess að þau voru tekin í notkun fyrir jól og taka al- farið við 3. júní," segir Brandur Hermannsson, yfirtæknifræðingur hjá Pósti og síma. Símsvarar verða tengdir við úrelt símanúmer og munu þeir minna á 7 stafa númer- in ásamt því að greina frá nýju númeri. Upplýsingarnar verða á íslensku og ensku þegar hringt er innanlands, en þegar hringt er frá enskumælandi landi verða upplýs- ingarnar fyrst á ensku og svo ís- lensku. „Við erum ennfremur með símsvara á Norðurlandamáli, þýsku, frönsku og spænsku fyrir símhring- ingar frá viðkomandi löndum." Brandur segist undrandi á því að fólk hafí ekki verið duglegra að æfa sig í að nota 7 stafa síma- númer og koma sér upp tækni við að leggja þau á minnið. „Hver og einn fmnur eigin leið til að muna nýju númerin, en mörgum hefur reynst vel að beina athyglinni fyrst að síðustu 4 tölustöfunum og síðan hinum þremur." Svæðisnúmer munu falla niður eftir 3. júní og á meðfylgjandi töflu kemur fram hvernig símanúmer breytast á landinu. Um áramótin var númeri út úr landinu breytt úr 90 í 00, en Brandur segir að samkvæmt mælingum Pósts og síma reyni um 5% þeirra sem hringja til útlanda enn að nota 90-númerið. Símanúmer fyrir far- síma, talhólf, boðtæki, græn númer og símatorg munu einnig breytast 3. júní. Númer sem byrja á 984, 985, 988 og 989 breytast þannig að 9 sem fyrsti stafur fellur brott. Græn númer eru núna á sviðinu 99-6000 til 99-9999. Þau breytast þannig að í stað 99 kemur 800. Símatorgsnúmer eru núna á svið- inu 99-1000 til 99-5999. Þau breyt- ast þannig að í st'að 99 kemur 90 og þriðji stafur númersins segir til um gjaldflokk. Engin breyting verður á gjald- skrá Pósts og síma samfara breyt- ingum í 7 stafa númer, að sögn Brands, og verða símsvarar, sem svara gömlum núm- erum, gjaldfrí þjón- usta. Þá má geta þess að í október næstkomandi verða þriggja stafa þjónustu- og sérnúmer tekin í notkun. ¦• Neyðarnúmer, sem nú er 0112 verður þá 112. ¦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.