Morgunblaðið - 13.05.1995, Page 1

Morgunblaðið - 13.05.1995, Page 1
72 SIÐUR LESBOK/C/D 107. TBL. 83. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Kosningar og þjóðaratkvæði í Hvíta-Rússlandi Forsetinn vill auka tengslin við Rússa Minsk. Reuter, The Daily Telegraph. ALEXANDER Lúkashenko, forseti Hvíta-Rússlands, veittist í gær að andstæðingum sínum og hvatti kjós- endur í þingkosningum og þjóðarat- kvæði á morgun til að samþykkja til- lðgur hans um aukin völd forsetans og nánari tengsl við Rússland. Marg- ir Hvít-Rússar óttast að landið verði innlimað í Rússland en efnahagurinn er í rúst og er því ekki víst að stjóm- völd í Moskvu séu þess fýsandi vegna þeirra byrða sem sameining hefði í för með sér. Lúkashenko kom fram í þriggja tíma sjónvarpsþætti þótt hann væri ekki sjálfur í framboði. Hann kvaðst ekki ætla að neyta atkvæðisréttar síns í þingkosningunum, hinum fyrstu frá hruni Sovétríkjanna árið 1991. Fram- bjóðendur meira en 30 flokka hafa hins vegar ekki fengið að kynna sjón- armið sín í sjónvarpi og þeir hafa að- eins fengið jafnvirði 3.600 króna hver til að fjármagna kosningabaráttuna. Talið er að litlar breytingar verði á þinginu og að sósíalistar, kommún- istar og Bændaflokkurinn verði þar áfram í meirihluta gegn fámennum en vel skipulögðum þjóðemissinnum. Lúkash'enko gagnrýndi þjóðemis- sinna harðlega í sjónvarpsþættinum og kvaðst myndu beijast gegn því áð „fasistar“ kæmust til valda. Sovétfáninn endurvakinn? Fjórar tillögur verða bomar undir þjóðaratkvæði. Kjósendur verða spurð- ir hvort þeir vilji nánari tengsl við Rússland og hvort taka eigi upp skjald- armerki og rauð-grænan fána sem lýðveldið notaði í tíð Sovétríkjanna, en þó án vígorðsins „Öreigar allra landa sameinist" og hamars og sigð- ar. Ennfremur er spurt hvort rúss- neska eigi að verða ríkismál landsins ásamt hvít-rússnesku sem fáir tala. í fjórðu spumingunni er spurt hvort veita eigi forsetanum vald til að leysa upp þingið sem hefur átt í deilum við Lúkashenko mánuðum saman. Búist er við að Hvít-Rússar verði við ósk Lúkashenkos og samþykki allar tillögumar fjórar. Forsetinn vann yfirburðasigur í forsetakosning- um í fyrra með loforðum um að upp- ræta spillingu, lækka verðlagið og koma aftur á nánum tengslum við Rússland. RíkisfjiUmiðlarnir hvetja fólks óspart til að greiða atkvæði með tillögunum. „Stjómin sem nú situr er alræðis- sinnuð og stefnan byggist á hug- myndafræði kommúnista og fasista", segir talsmaður helsta stjómarand- stöðuflokksins, Zenon Pozníak. Mál- gögn stjómarandstæðinga fást ekki prentuð í höfuðborginni og verða að notast við prentsmiðjur í 200 kíló- metra fjarlægð. Reuter Aldrei of seint að slá ígegn HELENA Meirelles, brasilísk þjóðlagasöngkona, hefur loks síegið í gegn en hún stendur á sjötugu. Hefur hún spilað opin- berlega frá barnsaldri en öðlaðist frægð er bandarískt tónlistartímarit vakti athygli á tilfinningaþrunginni tónlist hennar. A myndinni, sem tekin er í virtum jazzklúbbi í Rio de Janeiro, er Meirelles að spila í sinni fyrstu tónleikaför í hei- malandinu. Hún átti erfiða æsku og lærði gítarleik á laun af bræðrum sínum vegna hót- ana föður hennar um að höggva af henni fingurna vegna gítaráhugans. Á unga aldri spilaði hún á pútnahúsum og hljóp jafnvel í skarðið fyrir vændiskonurnar ef svo bar undir. Hún á tvö misheppnuð lijónabönd að baki en þriðji eig- inmaðurinn var viðskiptavinur hennar í vændishúsi og hefur hjúskapurinn varað í 36 ár. Ukraínumenn hylla Clinton forseta BILL Clinton Bandaríkjaforseti veifar til mannfjölda fyrir utan ríkisháskóla Úkraínu í höfuð- borginni Kíev í gær eftir að hafa flutt ávarp sitt. Tveggja daga heimsókn forsetans til Úkraínu lauk í gær með því að hann undirritaði ásamt starfs- bróður sinum, Leoníd Kútsjma, samninga um aukið samstarf á ýmsum sviðum. Bandarikjamenn heita Úkraínu m.a. fjárhagsað- stoð við að eyða kjarnavopnum Sovétríkjanna gömlu. „Þjóð ykk- ur hefur lagt fram drjúgan skerf til heimsfriðarins," sagði Clin- ton í ræðu sinni en Úkraina hef- ur ákveðið að afsala sér réttin- um til að eiga kjarnavopn. Stúd- entarnir fögnuðu Clinton ákaft og gamalt fólk táraðist af gleði. Forsetinn hét Úkraínumönnum stuðningi við að varðveita ný- fengið sjálfstæði. Friðargæslan í Bosníu endurmetin Friðargæsluliðunum sagt að svara hiklaust með skothríð sé á þá ráðist París, Sanyevo, SÞ. Reuter. BOUTROS Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna (SÞ), hvatti í gær til þess að allt friðargæslustarf á vegum samtak- anna í lýðveldum gömlu Júgóslavíu yrði endurskoðað. Hann átti fund í París í gær með hernaðarlegum og pólitískum embættismönnum SÞ á átakasvæðunum. Boutros-Ghali mun gefa öryggis- ráðinu skýrslu um niðurstöður fund- arins og taldi forseti þess, Frakkinn Jean-Bernard Merimee, í gær ósennilegt að gæsluliðið yrði kallað burt. „Ástandið er mjög alvarlegt," sagði fulltrúi Boutros-Ghalis í New York, Joe Sills. „Ég tel að menn hafi það í vaxandi mæli á tilfinning- unni að það sem við séum beðnir að annast [í Bosníu] sé ógerlegt.“ meðal friðargæsluliðanna að undan- förnu. Tveir franskir gæsluliðar voru skotnir í sl. mánuði og skotið var á franskan gæsluliða í Sarajevo í gær. Óbreyttir borgarar í múslima- borginni Bihac, sem er eitt svo- nefndra griðasvæða SÞ en umsetin Serbum, fengu birgðir neyðargagna frá Rauða krossinum á fimmtudag eftir margra vikna einangrun og er örvænting sögð ríkja meðal fólksins. „Þið getið ekki útvegað okkur mat en fáið okkur þá eitur svo að við getum losnað úr þessu víti,“ sagði einn íbúanna við fulltrúa SÞ. Rætt við NATO Boutros-Ghali sagði á fimmtudag að hann væri mótfallinn því að her- liðið hyrfi á braut að hluta eða öllu leyti. Hann sagðist þó ræða við tals- menn Atlantshafsbandalagsins, NATO, um þær aðgerðir sem und- irbúa þyrfti ef brottflutningur liðsins yrði ákveðinn. Rupert Smith hershöfðingi, yfir- maður gæsluliðanna í Bosníu, hefur skipað mönnum sínum að svara hik- laust með gagnárás sé ráðist á þá og skipti ekki máli hver eigi í hlut. Óánægja hefur farið hratt vaxandi Of marg- arráð- stefnur New York. Reuter. MADELEINE Albright, sendi- herra Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum (SÞ), lagði í gær til að bann yrði sett við frekara ráðstefnuhaldi á veg- um samtakanna. Albright hvatti til þess að starfsemi SÞ yrði stokkuð upp og gerð hagkvæmari og skil- virkari. Fulltrúar aðildarríkja yrðu að starfa með markviss- ari hætti og biðja ekki um nýjar skýrslur, leggja fram nýjar ályktanir eða ákveða nýjar r-áðstefnur nema að vandlega athuguðu máli. „Erum við að eyða meiri starfsorku og fella fleiri tré eingöngu til að endurtaka eitt- hvað sem þegar hefur verið sagt - og þýða það á sex tungumál SÞ - hundrað sinn- um?“ Albright lagði til að kvennaráðstefna SÞ í Peking í september yrði síðasta fjöl- menna ráðstefna stofnunar- innar. Á undanförnum árum hefur hún haldið mörg þúsund manna fundi um allt frá um- hverfis- og mannréttindamál- um til mannfjölgunar og fé- lagslegrar þróunar. Hjakkað í sama fari „Við verðum að nýta þá krafta og fjármuni, sem til þessa hafa farið í markmiðs- setningu til þess að ná mark- miðunum frarn." Sagði Al- bright að stofnunin hjakkaði í sama fari. Hún taldi rétt að huga að einkavæðingu ákveð- inna starfssviða samtakanna til að auka skilvirkni. Lið SÞ kall- að á brott?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.