Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson LANDSLIÐSMENNIRNIR Júlíus, Sigurður og Gústaf syngja þjóðsönginn í æfingabúningum frá Adidas. A innfelldu myndinni er auglýsing- in frá Henson fyrir framleiðsluna sem Adidas mun krefjast lögbanns á. Gallarnir sem deilt er um eru eins og drengurinn sem snýr baki í myndina og maðurinn fyrir miðri mynd klæðast. Adidas vill lögbann á framleiðslu Henson FYRIRTÆKIÐ Sportmenn, umboðsaðili Adidas á íslandi, mun í dag krefjast þess að sýslumaðurinn í Reykjavík leggi lögbann við framleiðslu og dreifíngu Henson á HM-íþróttagöllum þar sem fram- leiðsla Henson sé nær óbreytt eftirlíking á æfíngabúningum þeim sem Adidas - einn stærsti styrktaraðili íslenska landsliðsins og HM í handknattleik - hafí framleitt fyrir íslenska handknattleiks- landsliðið og séu jafnframt til sölu á almennum markaði. Lést af brunasárum 65 ÁRA gamall maður lést á Land- spítalanum í fyrrakvöld af völdum brunasára sem hann hlaut í elds- voða á heimili sínu í Seláshverfi síðdegis í gær. Lögregla og sjúkralið voru kvödd að heimili mannsins á sjötta tíman- um á fimmtudag. Maðurinn hafði verið einn heima þegar eldur kom upp í húsgögnum í íbúðinni. Maðurinn var með mikil brunasár og var fluttur á Landspítalann og þar lést hann af sárum sínum í fyrrakvöld. Gunnar Jónsson, hdl., lögmaður Sportmanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að Adidas hefði selt þessa galla á almennum markaði frá því fyrir jól en á mið- vikudag hefði Henson farið að aug- lýsa í Morgunblaðinu æfingabún- inga, sem væru nákvæm eftirlíking af framleiðslu Adidas og auglýstir sem HM-íþróttagallar. Að vísu væru fjórar rendur á hliðum æfingabúninganna frá Hen- son en ekki þær þrjár rendur sem einkenndu alla framleiðslu Adidas, og búningamir væru merktir Hen- son í stað Adidas. Þá væri áletrun- in Island á baki Henson-búninganna en ekki á baki Adidas-búninganna. Að öðru leyti væri um nákvæma eftirlíkingu að ræða, allt niður í smæstu atriði. Gunnar sagði að Sportmenn teldu að með því að setja hina sérhönn- uðu framleiðslu Adidas á markað og gera hana aðgengilega almenn- ingi hefðu Adidas-búningar öðlast vernd samkvæmt lögum um hönn- unarvernd. Um gríðarlega hagsmuni væri að ræða fyrir Adidas, sem hefði hafist handa við hönnun þessara búninga fyrir heimsmeistarakeppn- ina fyrir fjórum árum og gæti ekki horft upp á það að eftirlíking af þessu tagi kæmi fram í vikunni sem keppnin hæfist. Þegar hefði verið skorað á Hall- dór Einarsson í Henson að draga galla sína til baka úr verslunum, en hann hefði ekki orðið við áskor- uninni. Því væri gripið til þess ráðs að krefjast lögbanns til að tryggja að Henson stöðvi framleiðslu og dreifingu á HM-göllum sínum. Halldór Einarsson, forstjóri Hen- son, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að hann vildi ekkert um málið segja á þessu stigi annað en það að fyrirtæki hans hefði ekki selt þessa framleiðslu sem HM- galla, aðeins sem íslands-galla. Hins vegar hefðu ákveðnar verslan- ir auglýst búningana sem HM-galla. Efasemdir um lögmæti sölimnar BÆJARRÁÐ Húsavíkur samþykkti í gær að nýta sér forkaupsrétt í hlutafj- árútboði Fiskiðjusamlagi Húsavíkur hf. og þar með að halda áfram viðskipt- um við íslenskar sjávarafurðir. Harðar deilur urðu um málið á bæjarráðs- fundinum. Siguijón Benediktsson, fulltrúi minnihlutans í bæjarráði, efast um að ákveðin atriði í samningi ÍS og FH standist lög. Bæjarráð sam- þykkti tillögu minnihlutans um að leitað yrði eftir áliti lögfræðings á því hvort salan stæðist lög. Samningur ÍS og FH gerir ráð fyrir að bærinn nýti sér forkaupsrétt í hlutafjárútboðinu og kaupi hluta- bréf fyrir 15 milljónir, en jafnframt að bærinn selji eignarhaldsfélagi ÍS, Tryggingu hf. og Olíufélaginu hf. hlutabréf fyrir 40 milljónir að nafn- verði á genginu 1,25. „Við efumst um að það standist lög að standa svona að málum. Húsa- víkurbær er opinber aðili og við telj- um mjög líklegt að hann verði að bjóða út sölu bréfanna," sagði Sigur- jón. Samið um viðskipti með olíu °g: tryggingar Siguijón sagði einnig mjög óeðli- legt að fyrirtækin setji það skilyrði fyrir hlutafjárkaupum að samningur verði gerður við þau um viðskipti með olíu og tryggingar. Hann sagði að siðferðilega væri rangt að gera samning um Svona viðskipti. Hann væri sömuleiðis á lögfræðilega gráu svæði. „Mér finnst óeðlilegt að hlut- hafar setji það skilyrði að fyrirtækið geti ekki leitað sér hagstæðustu kjara. Þessi viðskipti á að bjóða út og taka boðið frá þeim sem býður best,“ sagði Siguijón. Siguijón og Jón R. Salómonsson, fulltrúi Alþýðuflokks, lögðu fram frá- vísunartillögu við tillögur meirihlut- ans, en hún var felld. Siguijón lagði þá fram bókun þar sem hann segir afgreiðslu meirihluta sjóðsstjómar Framkvæmdalánasjóðs Húsavíkur, sem fer með hlut bæjarins í FH, ólög- mæta þar s'em uppjýsingum hafi ver- ið leynt fyrir sér. I bókuninni segist hann áskilja sér rétt til að kæra af- greiðslu meirihluta sjóðsstjómar til félagsmálaráðuneytisins. Evrópusöngvakeppnin fer fram í kvöld „Tilbúinað ganga á sviðið“ Dublin. Morgunblaðið. SÖNGVAKEPPNI evrópskra sjón- varpsstöðva fer fram í 40. sinn í kvöld. „Þetta hefur verið erfiður en fræðandi og skemmtilegur tími hér í Dublin og við sem hér erum fyrir Islands hönd erum tilbúin að ganga á sviðið þegar að okkur kemur,“ sagði Björgvin Halldórsson söngv- ari í samtali við Morgunblaðið. Enska útgáfa lagsins Núna sem Björgvin syngur í keppninni í kvöld er eitt af tíu mest spiluðu lögunum á útvarpsstöð í Dyflinni. Björg- vin er sjöundi i röð flytjenda sem koma fram í kvöld. Dyflinni iðar af lífi og er undirlögð af fólki frá hinum ýmsu þátttökulönd- um. Veðbankar eru á hveiju götuhorni og flestir veðja á að fulltrúar Slóveníu sigri keppnina að þessu sinni. Grunur um atkvæðakaup Nokkuð hefur borið á því að fáein lönd hafi reynt að kaupa atkvæði af öðrum þjóðum með þeim hætti að lofa ákveðnum stiga- fjölda gegn því sama á móti og hef- ur ýtt undir þá umræðu að breyta þurfi reglum keppninn- ar. Grunur leikur á að þetta hafi viðgengist í nokkur ár, en nú er svo komið að málið verð- ur tekið fyrir á fundi fram- kvæmdanefndar keppninnar eftir helgi. Björgvin Ilalldórsson Nefnd um sparnað í rekstri Reykjavíkurborgár gerir tillögu um sölu eigna fyrir 300 milljónir króna Seldar verði íbúðir og fasteignir stofnana NEFND um spamað í rekstri Reykjavíkurborgar hefur unnið út- tekt á hugsanlegri sölu fasteigna í eigu borgarinnar en stefnt er að sölu eigna fyrir um 300 milljónir króna. Meðal eigna sem selja mætti eru 12 íbúðir í miðborginni að verð- mæti samtals um 110 milljónir króna, fasteign við Laugaveg, hlutur borgarinnar í Heilsuverndarstöðinni, hús Gjaldheimtunnar við Tryggva- götu, fasteignin við Vonarstræti 4, Kvíabryggja og Saltvík auk þess sem til greina kemur að selja lönd eða spildur sem borgin á í öðrum sveitar- félögum. íbúðir í miðborginni í minnisblaði borgarlögmanns til nefndar um spamað í rekstri borgar- innar kemur fram að íbúð Reykjavík- urborgar að Pósthússtræti 13, hafi verið auglýst til sölu og að borgarráð hafi samþykkt að ganga að 8,9 millj. kauptilboði. Jafnframt að fasteignin við Laugaveg 92 hafi verið auglýst og að ásett verð sé 7 millj. Við Aðal- stræti 9 verða 11 íbúðir auglýstar til sölu og er heildarverð þeirra áætlað um 104 millj. Bent er á að verð íbúð- anna þyki hátt og því sé óvíst hvort þær seljist allar. Hugsanlega mætti nýta þær sem ekki ganga út til út- leigu á vegum Félagsmálastofnunar til eldri borgara og fækka um leið íbúðum sem stofnunin hefur heimild til að kaupa á þessu ári. Óvíst um sölu Heilsuverndarstöðvarinnar Fram kemur að rætt hafi verið við fulltrúa heilbrigðisráðuneytisins um hugsanleg kaup ríkisins á 60% hlut borgarsjóðs í Heilsuverndar- stöðinni að verðmæti 236 millj. Við- ræðum hafi verið frestað en vitað er að fjármálaráðuneytið hafi ekki sömu hugmyndir og heilbrigðisráðu- neytið. Tekið er fram að fyrirvari er um söluna. Nefndin hafi skoðað húsnæðið og að efasemdir séu með- al nefndarmanna um hvort rétt sé að selja það. Sala hlutabréfa í Pípugerðinni Ákveðið hafi verið að selja hús- næði borgarinnar við Áland 13, MS- félagið og verður það rýmt á þessu ári en félagsmálaráðuneytið hafi sýnt áhuga á að kaupa það fyrir sambýli. Söluverð er um 12-13 millj. Fram kemur að stjóm Pípugerðar- innar hf. telur ekki ráðlegt að selja þann 40% hlut í félaginu sem borgar- ráð hefur samþykkt að verði seldur. Ákvörðun stjórnarinnar þarfnist frekari skoðunar og þá hvort ekki eigi að selja allt hlutafé borgarinnar. Bent er á að ljúka þurfi viðræðum Reykjavíkurborgar og Reykjavíkur- hafnar um makaskipti á lóðum og lendum. Taka þurfi afstöðu til þess hvort og þá hversu mikið höfnin eigi að borga fyrir þau landsvæði sem höfnin fær í Laugarnesi og Eiðsvík gegn afsali lóða í Kvosinni. Þá komi einnig til greina að selja höfninni rampann sem borgarsjóður hefur gert upp á Faxaskála en kostnaður við hann varð 55 millj. Viðræður við Eimskip Þá hafa átt sér stað viðræður milli Eimskipafélagsins annars veg- ar og Reykjavíkurborgar og ríkisins hins vegar vegna sölu á húsi Gjald- heimtunnar við Tryggvagötu og er vilji til þess að af sölu verði. Ekki munu vera vandkvæði á að finna annað húsnæði í eigu opinberra að- ila undir starfsemi Gjaldheimtunnar. Fram kemur a.ð til standi viðræður VP. ríkisins við uppgjör milli ríkissjóðs og borgarsjóðs um hugs- anlega sölu borgar á eignum ríkis- ins. Er til dæmis horft til Vonar- strætis 4, brunabótamat er 47,9 millj, Kvíabryggju og Slatvíkur. Loks segir að til greina komi að selja lönd eða spildur sem borgin á í öðrum sveitarfélögum í nágrenninu og að slík sala gæti tengst samningum við sveitarfélögin á öðrum sviðum. ■ Leiðir til Iækkunar/22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.