Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 12
1.2 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Messur AKUREYRARPRESTAKALL: Hátíðarguðsþjónusta verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag. Dr. Hjalti Hugason dósent prédikar. Séra Birgir Snæbjörnsson prófastur, séra Þórhallur Höskuldsson og séra Bolli Gústavsson vígslu- biskup þjóna fyrir altari. Kór Akureyrarkirkju mætir allur. Frumfluttur verður sálmfor- leikur „í þennan helga herrans sal," eftir Hróðmar Inga Sigur- björnsson. I lok messu frum- flytur Asako lchihashi ásamt dönsurum dans við Brúðkaup- ið í Kana. Tónlistin er eftir tékkneska tónskáldið Petr Eben. Veglegri Kirkjulistaviku lýkur svo með sýningu í safn- aðarheimilinu á leikverki Við- ars Eggertssonar Guð/jón. GLERÁRKIRKJA: Guðs- þjónusta verður í kirkjunni næstkomandi sunnudag, 14. maí, kl. 11.00. Séra Sigríður Guðmarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Fundur æskulýðsfélagsins er kl. 18.00. HJÁLPRÆÐISHERINN: Hvannavöllum 10. Hjálpræð- issamkoma kl. 20.00 á sunnu- dag. Allir velkomnir. Heimila- samband fyrir konur kl. 16.00 á mánudag. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Samkoma í umsjá ungs fólks í kvöld kl. 20.30. Safnaðarsam- koma (brauðsbrotning) á morgun kl. 11.00. Vakningar- samkoma, stjórn G. Rúnar Guðnason kl. 20.00 á morgun. Biblíulestur, Vörður L. Traustason, miðvikudag kl. 20.30. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Eyr- arlandsvegi 26, Messur í dag, laugardaginn 13. maí, kl. 18.00 og á morgun, 14. maí, kl. 11.00. Þrír nem- ar ljúka 8. stigi ÞRÍR nemendur söngdeildar Tón- listarskólans á Akureyri, sem eru að ljúka 8. stigs prófi, koma fram á tónleikum á sai skólans í dag, laugardaginn 13. maí. Á mánudag koma fram á tónleikum tveir nem- endur sem luku almennu söng- prófi í vor. Á fyrstu tónleikunum á morgun sem hefjast kl. 15.00 syngur Elma Atladóttir. Hún er úr Suður-Þing- eyjarsýslu og hefur stundað nám við skólann síðustu ár. Dagný Pétursdóttir stundaði nám sitt einnig frá byrjun við skólann. Dagný er Austur-Húnvetningur, en er nú organisti og starfar á Grenjaðarstað. Tónleikar Dagnýj- ar hefjast kl. 16.00. Rósa Kristín Baldursdóttir syngur á tónleikum kl. 17.00, hún er m.a. þekkt fyrir störf sin sem sljórnandi og með- limur Tjarnarkvartettsins. Við hljóðfærið er Gerrit Schuil, sem kennt hefur við Tónlistar- skólann á Akureyri síðustu tvö ár. Margrét Sigurðardóttir og Magnús Friðriksson koma fram á tónleikum í Gagnfræðaskólanum næstkomandi mánudagskvöld, 15* maí kl. 20.30. Þau luku almennu söngprófi í vor og er það í fyrsta skipti sem slíkt próf er þreytt. Inntökupróf í söngdeiid verða haldin næstkomandi þriðjudag, 16. maí, kl. 18.00. Öflugt starf verður við söngdeildina næsta vetur, stofnaður verður skólakór og fengist við stór verkefni í til- efni af 50 ára afmælis skólans næsta ár. Stofnað verður til kvöldnámskeiða fyrir kórfólk verði áhugi fyrir hendi. Morgunblaðið/Rúnar Þór Mjólk og kleina eftir brenniboltann ÞÓ SVO handboltinn sé ofar- lega í huga barnanna þessa dag- ana, í miðri heimsmeistara- keppni, var efnt til grunnskóla- keppni í brennibolta á Akureyri í gær og mátti þar sjá mörg góð tilþrif. Þessi ágæti leikur var mikið stundaður á árum áður en fátítt er að börn leiki þessa íþrótt núorðið. Ef til vill verður breyting þar á, áhuginn hafi kviknað á grunnskólamótinu. Mjólkurdagsnefnd verðlaunaði keppendur með ísköldu mjólk- urglasi og kleinu að keppni lok- inni. Ljóð Hjart- ar best LJÓÐ Hjartar Pálssonar rithöfundar í Reykjavík „Farið um Vatnsdal" bar sigur úr býtum í ljóðasamkeppni dagblaðsins Dags og Menningarsam- taka Norðlendinga, Menor. Dómnefnd teysti sér ekki til að gera upp á milli ljóðanna „Hljóða- kletta“ eftir Hallgrím Indriðason, Akureyri, og „Sumartungls“ eftir Jóhann Árelíuz, og varð niðurstaðan því sú að bæði hlytu þau 2. verðlaun. DAGNÝ Pét- ursdóttir, Elma Atla- dóttir og Rósa Kristín Baldursdóttir sem Ijúka 8. stigi söngn- áms við Tón- listarskólann á Akureyri syngja á tón- leikum í skólanum á morgun en Gerrit Schuil verður við hljóðfærið. Kirkjan fræðir KIRKJAN fræðir er yfirskrift mál- þings sem haldið er í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju í dag, laugardag, en það hefst kl. 14.00. Erindi flytja séra Bolli Gústavsson vígslubiskup, dr. Hjalti Hugason dós- ent, Margrét Bóasdóttir söngkona, Edda Möller, framkvæmdastjóri Skálholtsútgáfunnar, og séra Jón Helgi Þórarinsson, sóknarprestur á Dalvík. Fundarstjóri er dr. Haraldur Bessason. -----»- ♦ ♦--- Vortónleikar MA KÓR Menntaskólans á Akureyri heldur vortónleikar sína á morgun, sunnudaginn 14. maí kl. 14.00 á sal skólans. Á efnisskránni eru íslensk lög, kirkjuleg og veraldleg, þar af frum- flutningur nýrrar útsetningar Hróðmars Sigurbjömssonar, norræn; lög og negrasálmar. -------------- Vortónleikar FYRSTU vortónleikar Tónlistarskóla Eyjafjarðar verða í Laugaborg næst- komandi mánudagskvöld, 15. maí kl. 20.30. Fram koma nemendur úr söngdeild skólans. KJARNABYGGÐ - AKUREYRI Orlofshúsahverfl við Kjarnaskóg ÚTBOÐ Úrbótamenn hf. Akureyri óska eftir tilboðum í að byggja undirstöður og lagnakjailara ásamt til- heyrandi lögnum fyrir 10 orlofshús við Kjarna- skóg, Akureyri. Verktaki skal ennfremur taka við húsunum á byggingarstað og hífa þau inn á undirstöður og festa niður. Einnig tilheyrir verk- inu gerð malarstígs frá húsum að götu. 5 hús skulu vera fullfrágengin eigi síðar en 15. júlí nk. Verkinu skal að fullu lokið 31. júlí nk. Útboðsgögn eru til sölu á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., Glerárgötu 30, Akureyri, frá og með föstudeginum 12. maí nk. og kosta þau kr. 5.000. Tilboð skulu hafa borist Verk-fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, Glerárgötu 30, Akureyri, eigi síðar en mánudaginn 22. maí nk. kl. 14.00 og verða þau opnuð þar í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Úrbótamenn hf. Akureyri. Glæsileg raðhús á Akureyri Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. er með í byggingu 16 raðhúsa- íbúðir við Huldugil í Giljahverfi á Akureyri, en það hverfi er verið að byggja upp. í næsta nágrenni verða verslanir, grunnskóli og leikskóli. íbúðirnar eru seldar allt frá því að vera tilbúnar undir málningu og upp í það að vera fullbúnar. Stærð íbúða er frá 123 til 140 fm fyrir utan bílskúr en áföst bifreiðageymsla fylgir hverri íbúð. Auk þess er um 20 fm herbergi yfir bílskúr. Hægt er að gera ýmsar breytingar á innra skipulagi íbúða, s.s. stærð herbergja, í samráði við seljanda, sem hefur lítinn eða engan kostnaðarauka í för með sér. íbúðirnar eru afhentar eftir óskum hvers og eins allt frá nokkrum vikum upp í 1’A ár. Hafið samband og við sýnum ykkur íbúðirnar. Tryggið ykkur vandaða eign á góðu verði. Trésmíðaverkstæði Sveins Heiðars hf. Skipagötu 16, 600 Akureyri. Símar 96-12366 og 985-27066. Fax 96-12368 Skrifstofan er opin frá kl. 14-17, mánudaga - föstudaga Sveinn Heiðar Jónsson, framkvæmdastjóri, Bæjarsíðu 5,603 Akureyri sfmi 96-21589

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.