Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 15 VIÐSKIPTI Miklar tilfærslur á hefðbundnum innlánum í bankakerfinu Innlán í Búnaðarbanka meiri en í Islandsbanka Sparisjóðir ná til sín stærstum hluta af nýjum innlánum BÚNAÐARBANKINN hefur á síð- ustu misserum aukið innlán sín töluvert og er nú orðinn stærri en Islandsbanki í þeim efnum. Innlán Búnaðarbankans námu 33.674 milljónum í lok febrúar en innlán íslandsbanka 33.317 milljónum. Hafði Búnaðarbankinn á undan- gengnum tólf mánuðum aukið sín útlán um 2.580 milljónir en á sama tíma hafði íslandsbanki misst um 1.609 milljónir, eins og sést á með- fylgjandi töflu. Eftir sem áður eru umsvif ís- landsbanka mun meiri á öðrum sviðum sem snerta útlán, erlend endurlán, ábyrgðir o.s.frv. Þannig voru lán og endurlán íslandsbanka í lok febrúar 41.322 milljónir en 38.045 milljónir hjá Búnaðarbanka. Sparisjóðir með 2,8 milljarða aukningu Landsbankinn heldur nokkuð sínum hlut í innlánum en þau dróg- ust saman um 359 milljónir á tíma- bilinu. Stærstur hluti heildaraukn- ingar innlána féll hins vegar í skaut sparisjóðanna sem voru með 31.392 milljónir í innlánum í lok febrúar sl. og höfðu aukið þau um 2.778 milljónir á tólf mánuðum. Þá hafa innlánsdeildir kaupfélaga og Póstgíróstofan aukið innlán, eins og sést á töflunni. Innlán námu samtals 160.434 milljónum í lok febrúar og höfðu aukist um 3.541 milljón á tólf mánuðum. Verðbréfaútgáfa er ekki meðtalin í þessum tölum er hún nam lok febrúar 23.234 milljónum. Hjá Búnaðarbankanum er þessi Innlán innlánastofnana* Milljónir króna Innlánastofnun Staða í lok tímabils Breyting, 1. mars '94- 28. feb. '95 1993 1994 Febrúar 1994 Febrúar 1995 Landsbanki 61.195 60.097 59.881 59.522 -359 íslandsbanki 34.881 34.768 34.926 33.317 -1.609 Búnaðarbanki 32.533 34.185 31.094 33.674 +2.580 Sparisjóðir 29.279 31.694 28.614 31.392 +2.778 Innlánsd. kaupfél. 2.078 2.099 2.123 2.194 +71 Póstgíróstofa 270 416 264 341 +77 INNLÁN ALLS: 160.220 163.252 156.893 160.434 +3.541 * Án verðbréfaútgáfu Helmild; Hagtölur mánaðarins árangur í innlánsaukningu þakkað- ur góðu markaðsstarfi bankans og því að tekist hafi að byggja upp góða ímynd. Þá hafi viðskiptavinir almennt haldið tryggð við bankann. Tryggvi Pálsson, framkvæmda- stjóri Islandsbanka, segir minnkun innlána hjá bankanum frá ársbyij- un vera skammtímasveiflu og bú- ast megi við því að hún muni ganga til baka á árinu. Skýringin á þessu felist m.a. í sveiflum í inneign nokk- urra stórra aðila. Til að mæta þessu hafi íslandsbanki aukið útgáfu sína á bankavíxlum. Þá segir Tryggvi að ekki megi gleyma því að bank- inn hafi auk þess til ráðstöfunar endurlánað erlent lánsfé. „Við höf- um sótt töluvert í góð útlánsvið- skipti og fjármagnað þau á þann hátt sem þykir hagkvæmastur. Hreyfingar í innlánum geta orðið m.a. vegna þess að bankarnir eru misviljugir að bjóða sérkjör fyrir stærri upphæðir. Þau kjör eru svip- uð og á því fé sem aflað er með sölu markaðsverðbréfa. Það er því alveg eins hægt að selja markaðs- Athugasemd frá N.H.K. Intematíonal MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fulltrú- um N.H.K. International Ltd. hér á landi. '„N.H.K. International Ltd. er breskt jvátryggingamiðlunarfyrirtæki með .höfuðstöðvar í viðskiptahverfinu í Eondon. Með nýjum lögum um vá- itryggingar var í fyrsta skipti heimil- uð starfsemi löggiltra vátrygging- amiðlara hér á landi og fékk N.H.K. International Iöggildingu á íslandi 28. febrúar sl. ásamt tveimur af ís- lenskum starfsmönnum sínum, þ.e. Gísla Maack og Halldóri Sigurðssyni. . N.H.K. International miðlar svo- kölluðum stóráhættuvátryggingum, þ.e.a.s. vátryggingum fyrir atvinnu- fyrirtæki. Með því að bjóða íslensk- úm fyrirtækjum þjónustu sína í miðl- un þessara vátrygginga mun N.H.K. International hafa að leiðarljósi að nýta margra ára alþjóðlega reynslu fyrirtækisins í vátryggingamiðlun, sem hingað til hefur ekki verið til staðar hér á landi. Starfsemi vátryggingamiðlarans felst í að vinna fyrst og fremst fyrir tryggingatakann og gæta hagsmuna hans gagnvart vátryggingafélögun- um. Vátryggingamiðlarinn leitar hagstæðustu iðgjalda og bestu vá- tryggingaskilmála og gætir hags- muna vátryggjandans þegar tjón verður. Það er væntanlega af þess- ari ástæðu að forstjóri íslensks vá- tryggingafélags lætur hafa eftir sér í viðtali við Morgunblaðið í gær, að ekki sé þörf fyrir starfsemi vátrygg- ingamiðlara. Vátryggingamiðlari stuðlar að jafnræði milli aðila vá- tryggingasamnings. Nú þegar hefur á þriðja tug öflugra evrópskra vá- tryggingafélaga fengið skráningu hér á landi án þess að setja á stofn útibú eða starfsstöð og munu því nýta sér þjónustu löggiltra íslenskra vátryggingamiðlara við að bjóða fyr- irtækjum vátryggingavernd. Eitt af þessum fyrirtækjum er Lloyd’s- markaðurinn í London, sem hefur innan sinna vébanda nokkur hundr- uð vátryggjendur sem vinna ein- göngu með svo kölluðum Lloyd’s- miðlurum eins og N.H.K. Internati- onal. Hinn alþjóðlegi vátryggingamark- aður býður ekki „tímabundin kynn- ingariðgjöld” né vinnur á undirboð- um eins og mátti skilja í ofangreindu viðtali. Hvert einstakt tilvik er áhættumetið og verðlagt og dreifing áhættunnar fer strax fram. Það hefur nú þegar komið í ljós að íslenskir vátryggjendur njóta hagræðis af viðskiptum við þennan stóra vátryggingamarkað því að með tilstuðlan N.H.K. International hefur verið hægt að lækka iðgjöld í farm- tryggingum um allt að 35% fyrir einstök fyrirtæki. Þau hafa þá jafn- framt getað hækkað skilaverð sitt til framleiðenda á íslenskum útflutn- ingsvörum og lækkað kostnað sinn á innfluttum varningi til íslenskra neytenda. Þar sem áratuga fákeppni á ís- lenskum vátryggingamarkaði er lok- ið, þá hljóta innlend vátryggingafé- lög að verða að bregðast öðruvísi við en að útiloka starfsemi vátrygg- ingamiðlana." Barcelona íjúKogágúst frá kr. 29.900 Heimsferðir fljúga í leiguflugi til Barcelona í júlí og ágúst. Kynnstu þessari heillandi borg sem er minnisvarði um marga frægustu listamenn Spánar, með ótrúlega fjölbreyttu mannlífi innanum listasöfn, kirkjur, veitingaliús og skemmtistaði og er um leið ein af háborgum tískunnar, ein framsæknasta borg Evrópu í dag. 29.900 Verð kr. ^ \j \ LP Flugsæti. Skattar og forfallagjald kr. 3.660 ekki innifalið. Verðkr. 47.460* Vika á Hotel Cortes m.v. 2 í herbergi. *Innifalið í verði: Vika í Barcelona, flug, gisting, skattar og forfallagjöld. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð. Sími 562-4600. verðbréf eins og bjóða viðskiptavin- um sérkjör. Síðan hefur orðið sú breyting að bankarnir eru ekkert síður að beijast um útlánsviðskipti en innl- ánsviðskipti. Það er orðið jafnmikil- vægt að finna góðan viðskiptamann í útlánum og í innlánum." Innlánsaukning þökkuð nánum tengslum við viðskiptavini Baldvin Tryggvason, sparisjóðs- stjóri Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, segir árangur sparisjóð- anna því einkum að þakka að boð- leiðir séu stuttar þannig að tengsl- in milli stofnananna og viðskipta- vina verði nánari en ella. „Þessar stofnanir eru nátengdar heima- byggðinni á hvetjum stað og menn vilja skipta við þá stofnun sem starfar í þeirra eigin heimabyggð. Fólki hefur líkað betur að skipta við minni stofnanir og sama gildir um fyrirtæki. Við eigum í viðskipt- um við mörg smærri fyrirtæki og höfum stöðugt aukið okkar við- skipti við fyrirtæki í verslun og iðnaði. Við höfum hins vegar tapað útlánum til verslunar, byggingar- iðnaðar og fiskeldis." Baldvin segir aðspurður að spari- sjóðir hafi ekki boðið betri vaxta- kjör en bankarnir þó kjörin séu ætíð góð. „Innlánsvextirnir hjá okkur eru í hærra lagi og okkar vaxtamunur hefur verið þokkaleg- ur. Við höfum þurft að legga gífur- legar fjárhæðir í afskriftarreikn- inga og hlutfallslega hafa framlög okkar verið mjög há.“ 5TEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Leðurskór á lágmarksverði Verö frá: 2495,- Stærðir: 28-39 Litur: Hvítt/grænt/svart Stærðir: 28-46. Litur: Hvítt/blátt Póstsendum samdœgurs • 5% staðgreiðsluafsláttur STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN 8-12 SÍMI 689212 -i? Ioppskórir VEITUSUNDI - SÍMI: 21 VIÐ INGÓIFST0RG nn 212 STEINAR WAAGE ✓ SKÓVERSLUN EGILSGÖTU 3 SÍMI 18519 Jr CIVIC DX Nú með vökvastýri og loftpúðum fyrir ökumann og farþega ! |\Ct. 1.195.000 Honda á íslandi » Vatnagörðum 24 • Sími: 568-9900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.