Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAI1995 21 AÐSENDAR GREINAR Um tónlistarhús I MORGUNBLAÐINU 10. maí sl. er snöfurlegur leiðari: Tónlistarhús næsta verkefni. Þar er Bjöm Bjama- son, menntamálaráðherra, hvattur til að koma þessu máli á góðan rekspöl. Ég vil taka undir flest, sem sagt er í þessum leiðara. Málið hefur ver- ið lengi á döfinni, en lítið gerst. Stjórnvöld og stjórnmálaflokkar hafa hummað fram af sér að taka ákvörðun og móta stefnu. Maður sér stundum-myndir af köllum taka við virðingarverðum framlögum til Tón- listarhúss, af og til eru haldin snobb- böll. Annað gerist ekki. Svo heyrir maður að unnið sé að málinu „bak við tjöldin“, það sé á „viðkvæmu stigi“ og þá má væntanlega ekkert segja, hvað þá gagnrýna. Málið hef- ur verið svæft. Ekkert heyrist frá tónlistarmönnum sjálfum, tónskáld- um, hljóðfæraleikurum, söngvurum og tónlistarkennurum. Ef reist verður tónlist- arhús verður að hætta við eitthvað annað eða slá því á frest, segir Atli Heimir Sveinsson, sem telur að m.a. megi hætta við íþróttahús ogjarðgöng, Eftirtektarvert er, að enginn tón- Iistarmaður er í stjórn Samtaka um byggingu tónlistarhúss. Bandalag íslenskra listamanna hélt fund, rétt fyrir kosningar, að hætti löggiltra þrýstihópa, þar sem frambjóðendum var stillt upp, skotið á þá úr dauða- færi, og þeir látnir lofa upp í ermina á sér, sem þeir fóru auðvitað létt með. Þetta kann að hafa verið nokk- ur skemmtun fyrir suma, en er ann- ars merkingarlítið. Ég vil fá tónlistarhús. Rökin fyrir því eru tíunduð í Morgunblaðsleiðar- anum. Ég vil að stjórnvöld og stjórn- málaflokkar lýsi yfir afdráttarlausri afstöðu í málinu, og móti stefnu í samráði við tónlistarfólk og almenn- ing. Menn hafa ekki vitað hvers konar hús á að reisa. Talað hefur verið um „ráðstefnu- og tónlistarhús“, „fjöl- notahús", „hús fyrir allar tegundir tónlistar" og „óperu- og tónleika- hús“. Allt þetta fínnst mér rugl. Ég vil tónleikahús, sem gegnir nákvæm- lega sama hlutverki og önnur tónlist- arhús í löndunum í kring um okkur: tónlistarhús sem verður aðsetur og heimili Sinfóníuhljómsveitar íslands. Hús sem gegnir sama hlutverki fyrir tónlist og Þjóðleikhúsið fyrir leiklist og háskólabyggingar fyrir kennslu og rannsóknir. Ég vil að stjórnvöld taki hags- muni þjóðarinnar fram yfir hags- muni þrýstihópa. Því legg ég til að enn verði kannað hvort ekki megi breyta einhverju húsnæði, sem þegar til er, í myndarlegt tónlistarhús. Ég sé ekki í fljótu bragði hvað kæmi til greina. Það er sjálfsagt að kanna þennan valkost, sem telja má lak- ari, en væntanlega kostnaðarminni. Það er til teikning að tónlistar- húsi. Hún er ekki eftirminnileg bygg- ingarlist, og gölluð að mig minnir. Kannski má lagfæra hana, kannski ekki. Við höfum nógar fyrirmyndir að prýðilegum tónleikahúsum allt í kringum okkur, beggja vegna Atl- antshafs, svo hönnunin sjálf er ekk- ert vandamál. Það er löngu búið að „finna upp“ góð tónleikahús. Þar þurfa að vera tveir salir, ann- ar fyrir stór hljómsveitarverk, og svo minni kammermúsiksalur. I stóra salnum þarf að vera rúm fyrir sinfó- níuhljómsveit af stærstu gerð, ásamt kórum og einsöngvurum. Þar þarf líka að vera voldugt orgel. Þá þarf tækniver til hljóðritunar og mynd- sendinga fyrir báða salina. Þar þarf að rúmast fullkomnasti tæknibúnað- ur sem til er á hveijum tíma, með gervihnattasambandi og öðru tilheyr- andi. Þá þarf mörg æf- ingaherbergi, hljóð- færageymslu fyrir slag- verk og ýmislegt annað. Ég geri mér ekki grein fyrir hversu marga áheyrendur hús- ið ætti að rúma, stóri salurinn og kammer- músiksalurinn. Hér þarf að hugsa til fram- tíðar. Ég held að tón- leikahús af „minni gerðinni", sé miðað við nágrannalöndin, myndi henta okkur. Tónlistarhús á að Atli Heimir Sveinsson vera í miðbænum, ná- lægt kjarnanum: Dóm- kirkju, Alþingi, Stjórn- arráði, Ráðhúsi, Þjóð- leikhúsi, veitingastöð- um og öðru því sem skapar borgarlíf. Upp- haflegt staðarval, eða -úthlutun í Laugardal var útúrborulegt, bar vott um þröngsýni og vanþekkingu. Ég vil fá tónlistarhús nálægt höfninni, andspænis Seðlabankanum. Hver á að reisa húsið og borga það? Ríkið. Alveg eins og þjóðleikhús eða há- skóla. Ég veit ekki hvort þátttaka Reykjavíkurborgar og annarra ná- grannasveitarfélaga sé heppileg. Og hvað mun myndarlegt tónlistarhús kosta? Kostnaðurinn fer eftir því hversu vandað er til hússins og hversu lítið eða mikið fer í súginn af byggingarfénu. En hér á að byggja, til framtíðar, næstu hundrað ára a.m.k. Þær tölur, sem nefndar hafa verið, allt að einum milljarði, eru algjörlega óraunhæfar. Það er enginn sparnaður fólginn í því að blekkja sjálfan sig og aðra með of lágum tölum, sem allir vita að eru út í bláinn. Það er óhætt að þre- til fjórfalda þennan milljarð, sem talað er um (margfalda með pí!). Þá nálgumst við raunveru- legan kostnað. Við skulum ekki nota „flugstöðvaraðferðina". Það spar- aðist ekkert á henni. Um daginn var ég í Gautaborg, og Juhani Raiskainen, óperustjóri, bauð mér að skoða nýju óperuna þar. Flott hús með allri fullkomnustu aðstöðu. Ég spurði hann hvað húsið hefði kostað. „Um fimm milljarða" svaraði hann. Ópera er dýrari en tónleikahús. En ég hef ekki trú á því að maður byggi ódýrar hér á Islandi en í Svíþjóð. Ég vil ekki auka þjóðarskuldina, heldur minnka hana. Éf reist verður tónlistarhús, verður að hætta við eitthvað annað eða slá því á frest. Mér finnst mega hætta við, eða al- veg afskrifa, tvö til þrjú íþróttahús eða -mannvirki, eina til tvær heilsu- gæslustöðvar og ein jarðgöng. Þetta er sennilega andvirði myndarlegs tónleikahúss. Ef menn vilja gæti það orðið tilbúið fyrir árið 2000. Höfundur er tónskáld. HJ|8 Sjón er sögu ríkari / tilefni byggingadaga sýnum viö hinar vinsœlu Permoform íbúöir aö Vallengi 1-15 í Grafarvogi. Opiö laugardag og sunnudag kt 13-17. Sjdumst! So«, V£0| *M Œ i 2 > » í 5 HAi-LSveour x % / c? GRAFARVOGUR Allar nánari upplýsingar á staðnum. Ármannsfell hf. Funahöföa 19 • sími 587 3599

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.