Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ1995 25 AÐSENDAR GREINAR Fagmennska í bifreiðaskoðun EINS OG kunnugt er hafa mikl- ar breytingar átt sér stað á undan- fömum árum í skoðun ökutækja hér á landi. Talsverð umræða hef- ur fylgt þessum breytingum, sem ekki hefur alltaf verið málefnaleg og oftar en ekki snúist um aukaatr- iði fremur en aðalatriði. Sjónarmið okkar bifvélavirkja, sem hafa starfað við ökutækjaskoðun og tekið þátt í að móta þessar breyt- ingar, hefur ekki mikið heyrst í þessari opinberu umræðu og þess vegna tel ég tímabært að tjá mig, faglega og fordómalaust. Þegar Bifreiðaskoðun íslands hf. tók til starfa árið 1989 þurfti að byija frá grunni, svo þágar voru þær aðstæður sem Bifreiða- eftirlitið gamla hafði búið við. Markmiðið var að koma á fót full- komnum skoðunarstöðvum í öllum kjördæmum og samræma íslenskar reglur um skoðun ökutækja þeim reglum sem giltu í nágrannalönd- unum, þannig að öryggisskoðun ökutækja væri sambærileg þvi sem almennt gerist í Evrópu. Til þess að gera þetta kleift þurfti að mennta og þjálfa skoðunarmenn, efla gæðavitund þeirra og og tryggja hlutlaus vinnu- brögð. Þá var líka stigið það heillaspor að krefj- ast bifvélavirkjamennt- unar til þess að geta starfað sem skoðunar- maður. Mér eru enn í fersku minni vinnuaðstæður og aðbúnaður þeirra sem störfuðu við skoð- unina á Bíldshöfðanum og þar áður í Borgar- túni. Þegar erlendir skoðunarmenn komu hingað í heimsókn og horfðu á kollegana skoða undir berum himni í rigningu, slyddu og myrkri var vont að vera til. Ekki var laust við að menn væru hálfskömmustulegir þegar leiftur- ljós myndavéla útlendinganna dundu á skoðunarmönnum. Það er ekki lengra síðan en 1989 að bílar voru skoðaðir við þessar aðstæður í Reykjavík. Þegar skoðunarstöð Bifreiða- skoðunar að Hesthálsi var tekin í notkun árið 1990 voru fyrst skapaðar aðstæður til þess að þróa nýjar og betri skoð- unaraðferðir. Hversu vel hefur tekist til held ég að sé fyrst og fremst vegna þess hve allir starfsmenn Bifreiðaskoðunar, bæði skoðunarmenn og aðrir, tóku virkan þátt í undirbúningn- um. Gæðahópar, þar sem 4-5 starfsmenn voru í hverjum hópi, unnu að þessari þró- un og er mér til efs að starfsmenn í nokkru fyrirtæki sem viðkemur bílum hér á landi hafi gengið í gegnum jafnstranga menntunaráætlun og skoðunar- menn Bifreiðaskoðunar á þessum tíma. Liggur við að tala megi um byltingu og er sú bylting ekki ein- skorðuð við skoðunarstöðvarnar því framfarir í starfi þeirra hafa haft mikil áhrif til bóta á bílaverk- stæðunum. Óhætt mun að fullyrða að vinna þeirra sé nú miklu fag- mannlegri og öruggari en var fyr- ir nokkrum árum. Víða eru komin Svanberg Sigurgeirsson. Með skoðunarstöð Bif- reiðaskoðunar að Hest- hálsi, segir Svanberg Sigurgeirsson, var fyrst sköpuð aðstaða til að þróa betri skoð- unaraðferðir. tæki sem til skamms tíma voru nánast óþekkt hér. Nægir þar að nefna búnað til hemlaprófana og mengunarmælinga. Ástand bíla- flotans hefur batnað mikið á allra síðustu árum vegna þessarar vönduðu skoðunar og var ekki vanþörf á. Sannleikurinn er sá að við íslendingar vorum mörgum áratugum á eftir öðrum þjóðum í bílaskoðun þótt óvíða sé eins mik- il þörf fyrir örugg farartæki og hér á landi. Hlutleysi, öguð vinnubrögð og nákvæmar verklagsreglur eiga að leiða til þess að ekki skipti máli hvenær, hvar eða hver skoðar bíl- inn. Niðurstaðan af skoðuninni á að vera sú sama óháð því hvaða skoðunarmaður framkvæmir verk- ið. Það er þetta sem er forsenda faggildingarinnar, sem er eins kon- ar gæðastimpill á skoðunina. Að fullnægðum þessum skilyrðum er síðan hægt að heimila fleiri aðilum að sinna þessari öryggisgæslu í samkeppni um verð og þjónustu án þess að það bitni á gæðum skoðunarinnar. Tvö fyrirtæki til viðbótar við Bifreiðaskoðun íslands hf. hafa nú haslað sér völl á þessu sviði, sem á að geta verið til hags- bóta fyrir neytendur. Ég hef verið í hópi þeirra sem fagna auknu frelsi, sem er til þess fallið að bæta þjónustu við neyt- endur og lækka verð. Ég vil þó vara menn við og minna á að best er að ganga hægt um gleðinnar dyr og láta ekki samkeppnina hafa neikvæð áhrif á gæðin. Því miður sýnast mér blikur vera á lofti vegna þess að athuga- semdum í skoðun hefur fækkað umtalsvert frá því samkeppnin bytjaði og afköst skoðunarmanna eru orðin mun meiri en áður var. Ég vil sérstaklega beina orðum mínum til bifvélavirkja, hvort sem þeir starfa hjá Bifreiðaskoðun ís- lands hf, Aðalskoðun hf, Athugun hf. eða á endurskoðunarverkstæð- um, og hvetja þá til þess að forð- ast neikvæð áhrif á dómgreind sína og fagmennsku. Við skulum hafa það hugfast að fjárhagslegur ávinningur af auknum afköstum, lækkað'skoðunargjald og „liðlegri" þjónusta verður léttvæg í huga þolandans, sem lendir í alvarlegu umferðarslysi sökum biiunar í öku- tæki sem rekja má til lélegrar skoð- unar. Verum þess minnugir, að það er skylda okkar og aðalhlutverk sem fagmanna að stuðla að auknu umferðaröryggi. Höfuadar er bifvélavirki og skoðunarmaður hjá Bifreiðaskoðun íslands hf. Síld hlutlausa blaðsins í GREININNI „Hveijir eiga sfldina?“ sem birtist í Morgun- blaðinu síðastliðinn fimmtudag er súlurit sem sýnir veiðihlutfall íslendinga, Norð- manna, Rússa og Fær- eyinga úr norsk- íslenska síldarstofnin- um árin 1950-1970. Síðan segir: „Eins og sjá má á meðfylgjandi súluriti var veiði ís- lendinga úr stofninum lengi vel sáralítil mið- að við afla Norð- manna.“ Af þessu súluriti og ofangreindum orðum mætti ráða að síldveiðar íslendinga hafi engar verið á fyrra helmingi aldarinnar. Það er nú öðru nær. Veiðar íslend- inga á norsk-íslensku síldinni voru í lok kreppuáratugar- ins, segir Birgir Sig- urðsson, nam verðmæti síldarafurða meira en 40% af útflutningstekj- um þjóðarinnar. þá geysimiklar og gefa án vafa allt aðra mynd en súluritið í Morg- unblaðinu. Súluritið gefur enn rangari heildarmynd af veiðum norsk-íslensku síldarinnar en ella vegna þess að langt fram á sjötta áratuginn varð nær algjör afla- brestur á síldarmiðunum við ís- land. Aflinn glæddist fyrst veru- lega árið 1959 vegna nýrrar tækni en hafði þó fjórum sinnum orðið meiri fyrr á öldinni. Það eru því meiriháttar mistök að nota ein- göngu tímabilið 1950-1970 til samanburðar á veiðum úr þessum stofni. í lok kreppuáratug- arins nam verðmæti síldarafurða meira en 40% af útflutnings- tekjum þjóðarinnar. Það var ekki af engu sem Siglufjörður var nefndur „fiskernes Eldorado" og „mesti síldarbær í heimi“ á þessum áratugum. Norðmenn höfðu þá iðulega um 300 sfld- arskip hér við land en eftir árið 1916 söltuðu íslendingar ávallt meira en þeir af síld sem veiddist á íslands- miðum. Uppistaðan í þessum miklu sfldveiðum á fyrra helmingi aldarinnar var norsk- íslenska síldin þótt tveir alíslenskir stofnar kæmu þar líka við sögu. í ofannefndri grein segir og að norsk-íslenska síldin hafi haldið sig innan núverandi íslenskrar lögsögu 6-7 mánuði á ári. Réttara er 7-8 mánuðir eins og dæmin sanna. Morgunblaðið hefur tekið upp hógværa hlutleysisstefnu í íslensk- um stjórnmálum. Þessi hlutleysis- stefna hefur nú færst yfír á síidina ef marka má greinina „Hveijir eiga síldina?" Til þess að bijóta ekki í bága við hlutleysisstefnu blaðsins kallar greinarhöfundur umræddan stofn hvorki norskan né norsk-ís- lenskan heldur aðeins vorgotssíld. Gallinn við þessa skyldugu hóg- værð er sá að þegar allt var hér með blóma í sfldinni var hér önnur vorgotssíld sem nefnd var íslenska vorgotssíldin til aðgreiningar frá þeirri norsk-íslensku. Og er nú úr vöndu að ráða næst þegar blaðið tekur að sér að upplýsa þjóðina um sögulegan rétt hennar til þessa síldarstofns er senn mun sækja á fornar íslenskar slóðir. En hvernig væri að kynna sér síldarsöguna betur? Höfundur er rithöfundur. Birgir Sigurðsson. ISLENSKT MAL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 796. þáttur Haraldur Guðnason í Vest- mannaeyjum vakir enn á verðin- um um íslenskt mál og hefur sinn sérstæða hátt á að gagn- rýna málskemmdir og misyrð- ingar. Hann skrifar mér enn vin- samlegt bréf, og mun ég birta meginefni þess í tveimur hlutum. Hefst svo fyrri hluti: „Enn eru menn að þýða „yfír á“ íslensku og fara „yfír í“ þetta eða hitt húsið. Svo „taka menn yfír“ og „fara yfír grensuna" í fjölmiðlum. Kennari sagði í blaðaviðtali: „Á fundinum var foreldrum bent á, að þeir gætu tekið yfir og farið sjálfír með bömin.“ [Umsjónarmaður: í sumum dæmum hér er H.G. heldur vandfýsinn. En enskuslettan „take over“ er ein hin allra hvim- leiðasta um þessar mundir og fullkomlega þarflaus. Menn „taka ekki félagið yfir“, heldur taka við (stjórn á) félaginu eða fyrirtækinu o.s.frv. Auðvitað er hægt að orða þetta á margan annan veg, svo að skammlaust sé.] Haraldur áfram: „Sláttur. Maður sló í gegn og sló til og sló svo á þráðinn. Þetta var mik- ill sláttur. í fjölmiðli: „Það eru einhver 2-300 þúsund krónur og svo- leiðis langt út úr korti.“ [Um- sjónarmaður: Tvenns konar mis- notkun á orðinu einhver veður nú uppi. Annars vegar er sú tegund sem H.G. tók dæmið af; nýleg hrá þýðing úr ensku some. Hitt er þegar sagt er: „Þetta er eitthvað sem kemur á óvart“ í stað: Þetta kemur á óvart. Þetta hið síðara er ekki síður dönskusletta en enskusletta.] Bréfritari: „Lærðir viðmæl- endur ríkisútvarpsins tala um nostalgíu (sem hver étur eftir öðrum, periódu og súkkses, og fleira í þeim dúr.“ [Vissulega er margt af slíku ofnotað til muna. Umsjónarmað- ur Qallar ekki ítarlega um erlend tökuorð að sinni, en þakkar þá sjálfsögðu viðleitni fjölda manna að búa til íslensk orð yfír sem flest fyrirbæri.] Verður svo síðari hluti bréfs Haralds Guðnasonar geymdur um sinn. ★ Jóna Rúna Kvaran skrifar mér meðal annars svo og þakka ég bréfritara efni bréfsins og góðar óskir. Ég var einmitt að fárast yfír málfátækt ekki fyrir löngu: „Ég ákvað að skrifa þér í kjöl- far þess að þú birtir bréf frá Ólafi Stefánssyni 11.3. 1995, þar sem hann bendir á tilmæli Ómólfs Thorlaciusar um nýtt orð yfír ritskoðun, ef um væri að ræða t.d. kvikmyndir eða myndverk. Ólafur kom með ýmsar athygliverðar hugmyndir um möguleg orð. Vonandi sakar ekki, þó að ég af áhuga fyrir nýsmíði bæti fleiri orðhugmynd- um í hans ágæta orðapott. Mér virðist sem Örnólfur með málaleitan sinni sé að leita að orði yfír einhvers konar eftirlit með innihaldi myndmálshug- verka. Ég sting uppá til um- hugsunar varðandi myndmál orðunum: „myndmat, mynd- skoðun, myndeftirlit, myndað- hald, myndgreining." Áftur á móti sting ég uppá þessum orð- um til gamans, frekar en af til- efni, ef einungis um er að ræða ritmál: „ritgæsla, ritrannsókn, riteftirlit, ritforsjá og ritálit." Sennilega má fínna með fyrir- höfn eitthvað ennþá nærtækara. Mögulega má nota sum orðanna til að auka fjölbreytni tungu- taksins, þó af öðrum tilefnum væri, en þó skyldum. Hugsan- lega má segja að þau tengist einhvers konar skoðun, forsjá, áliti eða mati á hugverkum í mynd- eða ritformi. Persónulega þykir mér orðin myndmat og myndeftirlit lýsa framkvæmd- inni sem um ræðir best. Orðið myndskoðun er hentugt, sökum þess að það er skylt orðinu rit- skoðun, sem þykir hreint ágætt, þó það notist betur yfír ritmál en myndmál. Ég vil að lokum þakka þér innilega fyrir einstaklega áhuga- verða og lærdómsríka þætti í gegnum langa tíð. Með vinsemd og góðum kveðj- um.“ ★ Áslákur austan kvað: Af hestinum Steingrímur stökkur (stuðfjöðrin úr honum hrökkur) og liggur í roti eins og læða á goti eða lýsisbræðslureykmökkur. ★ Allt í einu var hvað eftir ann- að sagt á Stöð II á sunnudags- kvöldi: Vopnahléið í Bosníu „fell- ur út“. Ég er ansi hræddur um að hér hafí blandast saman að falla úr gildi og renna út. Margt er það sem fellur úr gildi, þegar tímar líða, en látum Jón skáld Helgason sýna okkur dæmi um hitt: Svo endar hver sitt ævisvall og yfirgefur skál og stút, er gellur tímans grimma kall: „Þitt glas er runnið út!“ Vissulega hef ég orðið þess rækilega var að fréttamenn í vörpunum vilja vanda sig nú og taka leiðbeiningum. Ég hef veitt því sérstaka athygli að meiri til- breytingar gætir nú hjá sumum í orðavali. „Tala látinna á“, ekki alltaf „eftir að hækka“, og það er ekki alltaf „búið að ráða nið- urlögum eldsins". Þá er dæmi um gott mál: „C.C. er hæst setti embættis- maður..Þarna hefði líka ver- ið hreint svakalegt að segja *háttsettasti. Og orðasambandið að renna sér (á skíðum) stóð keikt um páskana, en flatsögnin að „skíða“ var á maklegu undan- haldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.