Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Ferliverk HAUSTIÐ 1992 setti þáverandi heil- brigðisráðherra Sig- hvatur Björgvinsson fram nýja reglugerð sem snertir starfsemi á sjúkrahúsum. Reglu- gerð um ferliverk, eins og hún heitir, tók gildi frá og með 1. október 1992. í kynningarbréfi með reglugerðinni var tilgangurinn skil- greindur sem svo: .. „Reglugerðin veitir sjúkrahúsum mögu- leika á að veita fleiri sjúklingum göngu- deildarþjónustu án þess að öryggi sé skert og auka hagræðingu í rekstri.“ í þeirri vinnu sem fram fór til undirbúnings setningar reglu- gerðarinnar kom fram hjá Guðjóni Magnússyni í heilbrigðisráðuneyt- inu að færa þyrfti starfsemi sjúkra- húsanna til sama horfs og tíðkast í nágrannalöndum okkar hvað það varðar að aðgerðir framkvæmdar á sjúkrahúsum (innlagðir sjúklingar) skuli vera 60% hlutfall, en göngu- deildaraðgerðir verði 40%. í dag er skiptingin 80% innlagðir og 20% göngudeild. Til þess að ná þessu fram þurfti að breyta töluvert forsendum fyrir göngudeildaraðgerðum og var meg- Nýr heilbrigðisráðherra verður að breyta eða fella úr gildi reglugerð um ferliverk, segir Arní Sverrísson, enda óásættanlegt að búa við óbreytt ástand. inmarkmiðið að skilgreina slíka þjónustu sem 24 tíma þjónustu. Þá er átt við það að sjúklingur sem sækir þjónustu til sjúkrahúss og þarf að jafnaði ekki á meiri þjón- ustu að halda en rúmast innan sólar- hrings skal skilgreindur sem göngu- deildarsjúklingur. Þar sem þarna var á ferðinni umtalsverð breyting þótti ástæða til að finna nýtt orð "*yfir þessa þjónustu og var orðið „ferliverk" fyrir valinu. í áðumefndu kynningarbréfi em ferliverk skilgreind með eftirfarandi hætti: „Með reglugérðinni er ferli- verkaþjónusta skilgreind á þann hátt að samræmis gæti hvort heldur sama læknisverk er stundað á læknastofum eða sjúkrahúsum svo og hvort unnið er á stómm tækni- væddum sjúkrahúsum eða minni landsbyggðarsjúkrahúsum. Ferli- verk em skilgreind sem þau læknis- verk, sem vinna má á stofum al- mennra lækna, sérfræðinga eða göngudeilda sjúkrahúsa án þess að til innlagnar þurfi að koma nema í undantekningartilvikum. Til viðmið- unar um hvaða læknisverk komi hér til álita má benda á flest þau læknis- verk, sem talin eru upp í II. kafla gjaldskrár L.R. (sérfræðigjald- skrár). Sé læknisverkið að jafnaði gert á stofu (eða göngudeild) telst það ferliverk skv. reglugerðinni og gildir þá einu þótt einstaka sjúkling- ur kunni að þurfa á skammvinnri innlögn að halda í framhaldi af að- gerð.“ Þegar litið er yfír þann tíma sem reglugerðin hefur verið í gildi þá er ljóst að illa hefur til tekist að mínu mati, en þar era tvö megin atriði helstu orsökin. Þessi atriði em: Sjúklingur þarf nú að greiða fyr- ir þjónustu sem áður var gjaldfrí. Greiðslan er í samræmi við reglu- gerð um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu. Sérfræðingur getur ákveðið sjálf- ’ur hvort sjúklingur er lagður inn eða meðhöndlaður sem „ferliverk" á grandvelli þess hvemig hann sjálfur túlkar reglu- gerðina. Þegar þessi tvö atriði em skoðuð nánar kem- ur í ljós að veruleg mis- munun á sér stað innan heilbrigðiskerfísins, svo mjög að ekki verður við unað og mun ég nefna nokkur dæmi þar um. Dæmi 1. Tveir sjúklingar liggja á sömu stofu í rúmum hlið við hlið og vom í sömu aðgerð. Annar sjúkling- urinn þurfti að borga (ferliverk), en hinn borgaði ekkert (var lagður inn). Ástæðan, jú sjúklingamir vora hjá sitt hvomm sérfræðingnum og þeir túlka reglugerðina með mismunandi hætti. Dæmi 2. Tveir sérfræðingar í sömu sér- grein eru með stofu hlið við hlið í læknamiðstöð, en starfa á sitt hvom sjúkrahúsinu. Annar getur boðið sínum sjúklingum að fá aðgerðina frítt en hinn verður að segja sínum sjúklingum að því miður geti hann ekki framkvæmt aðgerðina nema sjúklingurinn borgi allt að c.a. 18.000 kr. Þarna starfa sjúkrahúsin með mismunandi áherslu á ferli- verkum*. Dæmi 3. Tveir sérfræðingar í sömu sér- grein starfa á sitt hvom sjúkrahús- inu. Annar er í fastlaunaðri stöðu og sinnir sínu starfi án þess að það hafi einhver áhrif á launagreiðslur, en hinn er undirverktaki á sínu sjúkrahúsi og fær greitt fyrir hvert unnið læknisverk, þannig að afköst ráða því hversu Iaunin em há. Nú kemur frá ráðuneytinu ný reglugerð um ferliverk, og hvað gerist? Sá sem er á föstum launum hættir að leggja sjúklinga inn vegna minniháttar aðgerða, sinnir þeim áfram í vinnu- tímanum en eykur nú tekjur sínar með því að skrifa reikning fyrir hverja aðgerð og sendir til Trygg- ingastofnunar ríkisins. Hinn sér- fræðingurinn heldur áfram að þjón- usta sína sjúklinga með nákvæm- lega sama hætti og áður, nema að í staðinn fyrir að fá greiðsluna frá sjúkrahúsinu fær hann greitt frá TR og borgar sjúkrahúsinu 40% í aðstöðugjald vegna aðgerðarinnar. Dæmi 4. Vegna mikils álags hefur aðstaða fyrir minni aðgerðir á stóm sjúkra- húsi (A) minnkað vemlega, þannig að gerðir em samningar við minna sjúkrahús (B) um að leggja til að- stöðu fyrir sérfræðinga sjúkrahúss A til þess að framkvæma þessar minni aðgerðir á sjúkrahúsi B. Það er langur biðlisti eftir þessum að- gerðum á sjúkrahúsi A og strax er hafist handa. En þá kemur babb í bátinn. Fram að þessu hafa allir sjúklingar sem farið hafa í þessa tilteknu aðgerð á sjúkrahúsi A verið lagðir inn, en nú verða sjúklingar sem fara í aðgerðina á sjúkrahúsi B að borga fyrir, þar sem aðgerðin er ferliverk. Sjúklingar númer 1,2,3 og 4 á biðlistanum þurfa að borga á sjúkrahúsi B en sjúklingur númer 5 borgar ekkert á sjúkrahúsi A, og svo koll af kolli. Til þess að full- komna afskræmingu þessa fyrir- komulags er sjúklingur númer 4 starfsmaður á sjúkrahúsi A og veit að einn og einn af biðlistanum sem er svo heppinn að fá aðgerðina á sjúkrahúsi A sleppur við að borga. Þessi sjúklingur verður mjög ósáttur við að þurfa að fara á sjúkrahús B og talar við sinn yfírmann, sem hringir til kollega síns á sjúkrahúsi B og spyr hvort ekki sé nú í lagi að leggja þennan eina sjúkling inn svo að hann sleppi við að borga. Svarið er nei, það skal engum mis- munað. Það næsta sem gerist í málinu er það að Sjúkrahús A til- kynnir sjúkrahúsi B að reikningur vegna þessa ákveðna sjúklings muni verða greiddur af sjúkrahúsi A. Árni Sverrisson Gjald fyrir aðgerð sem um er að ræði í þessu dæmi er c.a. 17.000 kr. Þessi dæmi sýna svo ekki verður um villst að veraleg mismunun er til staðar með tilvist reglugerðarinn- ar, bæði á milli sjúklinga, sjúkra- húsa og sérfræðinga. Til þess að reyna að koma í veg fyrir þessa mismunun hefur verið unnin listi yfir ákveðnar aðgerðir og læknisverk sem alltaf eiga að falla undir reglugerðina, en ein- hverra hluta vegna hefur ráðuneytið verið að pukrast með listann sem var unninn á vegum ráðuneytisins strax sumarið 1993. Listinn hefur verið sendur á faxi til nokkurra sjúkrahúsa án formlegrar staðfest- ingar, en það gerir ekkert til að leysa málið. Ég hef það á tilfinning- unni að hér sé verið að ota okkur á sjúkrahúsunum út í eitthvert forað sem menn þora ekki að setja nafn sitt við, enda er málið hápólitískt og var m.a. stungið ofan í skúffu við síðustu fjárlagagerð. í staðinn fyrir þann tilgang reglu- gerðar um ferliverk sem skilgreind- ur er í fyrstu málsgrein pistilsins þá gæti allt eins staðið,: „Regiugerð- in veitir sérfræðingum möguleika á því að mismuna sjúklingum sínum, og auka tekjur sínar á kostnað ríkis- ins, auk þess sem ráðuneytið getur aukið vanda þeirra sjúkrahúsa sem lent hafa í mestum niðurskurði. Þá mun aðgengi sjúklinga með peninga aukast í heilbrigðiskerfinu á kostnað þeirra sem enga peninga eiga. Það skal þó tekið fram að sjúkrahúsum er í sjálfsvald sett hvort þau fara eitthvað eftir þessari reglugerð." Það er deginum ljósara að nýr heilbrigðisráðherra verður að taka á þessu máli annaðhvort með því að fella reglugerðina úr gildi, eða að ganga frá málinu með það skýr- um hætti að allir sitji við sama borð. Það er algerlega óásættanlegt að búa við óbreytt ástand. Höfundur er framkvæmdastjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Iþróttir og áfengi ÞAU em skýr skila- boðin sem æsku Islands hafa verið gefin síðustu daga: íþróttir og áfengi eiga svo sannarlega samleið! Handknatt- leikssambandið hefur mælt eindregið með því. Æðstu yfirvöld Reykjavíkurborgar og fjölmennra bæjarfélaga hafa staðfest það. Þeg- ar mikið stendur til í íþróttaheiminum er óhugsandi að komast af án áfengis. Já, svo djúp er lotning manna fyrir bijóstbirtunni góðu að jafnvel landslögum er vikið til hliðar svo hægt sé að leggja rauð- an dregil fyrir Bakkus. An hans væri líka alveg óhugsandi að halda sanna heimsmeistarakeppni í einni vinsælustu íþróttagrein í heimi. Eða hvernig færi annars fyrir stemmn- ingunni í Höllinni? Það vita allir (og Með Bakkus sér við hlið, segir Þórarinn Bjömsson, er nefnilega hægt að hrópa hærra. syngja gjarnan líka) hversu það er mikið lifandi, skelfíngar, ósköp miklu skemmtilegra að vera svolítið hífaður. Jafnvel steinrunnum þurs- um liðkast um málbeinið þegar bijóstbirtan hefur tendrað ljós sitt innra með þeim og slíkt er ekki amalegt _þegar hrópa þarf hátt: ÁFRAM ISLAND! Með Bakkus sér við hlið er nefnilega hægt að hrópa hærra og skemmta sér betur. Þess vegna er líka svo bráðnauðsynlegt að sem allra styst sé í næstu bjór- sölu þegar jafn mikil- vægur íþróttaviðburður á sér stað og heims- meistarakeppni í hand- bolta. Að ekki sé nú talað um hve auglýsin- gatekjurnar hefðu ann- ars orðið rýrar og allt saman líklega farið á hausinn. Bakkus eykur ekki aðeins ánægjuna, hann styrkir líka ijár- hagsstöðuna. Ég þýst við að þeir sem þekkja Bakkus náið hljóti að taka undir það. Og hver veit nema hann styrki líka heilsuna? I nýlegri könnun á vegum Rann- sóknastofnunar uppeldis- og menntamála kemur fram, að vorið 1992 reyktu daglega um 24,7% þeirra unglinga í 10. bekk sem stunda nánast aldrei íþróttir á meðan einungis 7,5% þeirra sem æfa íþrótt- ir 5 sinnum í viku eða oftar reykja daglega. Munurinn er afgerandi enda almennt viðurkennt að reyking- ar séu óhollar og því óæskilegar fýrir þá sem ná vilja langt í íþrótt- um. Þegar á hinn bóginn áfengis- notkun er skoðuð kemur í ljós að um 70,6% unglinga í 10. bekk sem stunda nánast aldrei íþróttir neyta áfengis en 63,5% þeirra sem æfa 5 sinnum í viku eða oftar. Hér vekur athygli hve munurinn er sláandi lít- ill milli þessara tveggja samanburð- arhópa, enda virðist sú skoðun nú hafa skotið rótum meðal fyrirmanna og sumra leiðtoga íþróttahreyfingar- innar að áfengi og íþróttir eigi ágæta samleið, ekki síst þegar mikið stend- ur til. „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina sér leyfíst það“ — og lái þeim það enginn! Höfundur er framkvæmdastjóri Skógarmanna KFUM. Þórarinn Björnsson Launamisréttið eykst - hvað er til ráða? SKYRSLA Jafnrétt- isráðs um launamynd- unina og kynbundinn launamun fékk óskipta athygli íjölmiðla þegar hún var birt í byijun þessa árs. Stjómmála- fólk gerði hana að um- talsefni í kosningabar- áttunni og af umræð- unni mátti skilja að nú væri nóg komið. Ekki yrði lengur setið hjá og horft á óréttlætið magn- ast ár frá ári. Eftir kosn- ingar hefur málið ekki farið jafn hátt og marg- ur hefði ætlað, en jafn- Bryndís Hlöðversdóttir karla og kvenna eykst í samræmi við aukna menntun en flesta sem fylgst hafa grannt með jafnréttisumræðunni í gegnum árin hefur grunað þetta nokkuð lengi. Ekki er mark- tækur munur á kaupi karla og kvenna sem einungis hafa lokið gmnnskólanámi, konur með framhaldskóla- menntun hafa um 78% af launum karla með sömu menntun og eftir háskólaprófið hafa kon- umar einungis 64% af réttisumræðan hefur þeim mun meira snúist um rýran hlut kvenna í embæt- taúthlutunum eftir kosningar, sem er vissulega áhyggjuefni. Kaldur raunveruleikinn Því hefur jafnvel verið haldið fram að konur séu svo illa settar sem raun ber vitni vegna þess að þær hafi skilgreint sig sem kúgaðan og undirokaðan hóp, en ekki sem ein- staklinga. Það má eflaust velta því fyrir sér hvort eitthvað í kvennabar- áttunni hafí mátt vera öðruvísi í gegnum tíðina og er okkur öllum hollt að líta til baka annað slagið og meta gjörðirnar. Skýrsla Jafn- réttisráðs staðfestir hins vegar svo ekki verður um villst að raunveru- leikinn er dapurlegur fyrir konur launalega séð, hvort sem þær vilja skilgreina sig sem hóp eða einstakl- inga. Einkum er hlutskiptið sorglegt þegar að menntun og áhrifum henn- ar á laun kemur. Menntun og laun Mennt er máttur segir máltækið, en það lítur út fyrir að mátturinn sé mismikill eftir því hvort kynið á í hlut. Skýrslan góða sýnir svo ekki verður um villst að munur á launum launum karlanna. Ekki er rétt að draga þá ályktun af skýrslunni að menntun sé einskis virði launalega séð fyrir konur, því hún leiðir til vemlegrar launahækkunar hjá báð- um kynjum. Karlar fá hins vegar meira í vasann fyrir menntunina en konur. Stöðuhækkanir og „kvenlegt eðli“ Könnunin bendir til að konur hafí almennt séð töluverðan áhuga á stöðuhækkunum, en yfirmenn virð- ast hins vegar ólíklegir til að biðja konur um að koma fram fyrir hönd fyrirtækisins út á við. Eftir því sem konur hafa minni menntun er lík- legra er að viðbrögð vinnuveitanda við beiðni um stöðuhækkun verði jákvæð, en eftir því sem menntun karlanna er meiri em þeir líklegri til að fá stöðuhækkun. Þessi þáttur könnunarinnar er eftirtektarverður og býður upp á frekari skoðun þar sem könnunin gefur aðeins vísbend- ingar í þessa átt. Það heyrist nefni- lega enn sú fráleita skoðun að konur vilji ekki hafa áhrif eða taka við stöðuhækkunum, þegar þeim bjóðast þær, slíkt henti ekki hinu „kvenlega eðli“. Slíkar alhæfíngar em út í hött Kvenréttindafélag ís- lands boðartil morgnn- verðarfundar um launa- misréttið, segir Bryndís Hiöðversdóttir, þriðju- daginn 16. maí að Hótel Sögu kl 8.15-10.00. og til þess eins fallnar að viðhalda fordómum. Krefjumst leiðréttingar Launamisréttið sem viðgengst hér á landi má ekki láta óáreitt. Það er eitt af mikilvægustu hlutverkum okk- ar í dag að sjá til þess að komandi kynslóðir kvenna þurfi ekki að búa við sama óréttlæti og kynsysturnar í gegnum tíðina. Kvenréttindafélag íslands er þverpólitískt félag sem hefur starfað frá árinu 1907 með það að markmiði að vinna að jafnrétti kynjanna. Félagið lítur á það sem eitt af sínum mikilvægustu hlutverk- um að fylgjast með þróun jafnréttis og halda umræðunni um það vakandi. Félagið hefur nú boðað til morg- unverðarfundar um launamisréttið og leiðir til úrbóta í Skála, Hótel Sögu, kl. 8.15-10.00 þriðjudaginn 16. maí. Stuttar framsögur verða um efnið og umræður að þeim lokn- um. Þennan sama dag kemur Al- þingi saman í fyrsta sinn eftir kosn- ingar og fyrir fundinn verða lögð drög að áskoran til stjórnvalda um að láta málið ekki leggjast í þagnar- gildi. Allt áhugafólk um efnið er hvatt til að mæta á fundinn og leggja þannig sitt af mörkum. Höfundur er alþingismaður og formaður Kvenréttindafélags íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.