Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 31 FRÉTTIR Kópavogskaupstaður 40 ára Hátíðarguðsþj ónusta í Kópavogskirkju I TILEFNI 40 ára afmælis Kópa- vogskaupstaðar verður sameiginleg hátíðarguðsþjónusta Digraness-, Hjalla- og Kársnessókna í Kópa- vogskirkju sunnudaginn 14. maí kl. 11. Sóknarprestar safnaðanna þjóna við guðsþjónustuna. Kór Kópavogs- kirkju syngur, Guðrún Birgisdóttir leikur á flautu og Kvartett Kópa- vogskirkju syngur stólvers. Organ- isti er Örn Falkner. Boðið verður upp á veitingar að lokinni guðsþjón- ustu. Leirudagur Svokallaður Leirudagur er hald- inn milli kl. 11 og 18 en þá fer fram kynning á umferðarfarfuglum sem eiga leið um íslands frá V-Evr- ópu til varpstöðva í Kanada og á Grænlandi. Á Kópavogsleiru, vestan við Kópavogshæli, verða farfuglafræð- ingar til staðar milli kl. 11 og 14 með sterkan sjónauka og veita fólki aðstoð við fuglaskoðun. Náttúru- fræðistofa Kópavogs verður opin milli kl. 11-18 og þar verða til sýnis ýmsir farfuglar og ýmislegt sem tengist fuglunum m.a. lifandi fæðudýr, skýringar á farleiðum og margt fleira. Leirur eru mikilvægir viðkomu- staðir margra farfugla á íslandi, en leirurnar sem myndast aðallega af fíngerðum árframburði eru mjög lífríkar. Töluvert hefur sorfið að leirum á höfuðborgarsvæðinu í KÓPAVOGSLEIRA ásamt margæsum og í baksýn sést Kópavogskirkja. gegnum tíðina, einkum vegna upp- fýllingar og hafnargerðar. Nú er ráðgert að gera Kópavogs- leiru að friðlandi og eru bæjaryfir- völd að vinna t málinu. Ef að verð- ur eru vænlegar horfur til þess að fargestir á borð við margæs, rauð- brysting og tildru sjáist á leirum í mesta þéttbýli landsins. Náttúrufræðistofa_ Kópavogs og Fuglavemdarfélags íslands standa fyrir Leirudeginum. Frá Laugaveginum. Vertíðarlok á Laugaveginum Verslanir opnar til kl. 16 í dag HÉR á árum áður voru vertíðarlok mikill viðburður og ástæða var til að gera sér rækilegan dagamun. Kaupstaðarferð var ómissandi hlut- ur þess tímabils og var jafnan mik- il gleði tengd þessum atburði, segir í fréttatilkynningu frá Laugavegs- samtökunum. Mikið verður um að vera á Laugaveginum í dag en verslanir verða opnar til kl. 16. Þjóðdansafé- lagið sýnir listir sínar og Þórður Sjóari mætir í sinni múnderingu með harmonikuna og leikur fyrir fólk frá kl. 14-16 frá Laugavegi niður Bankastræti og Austurstræti og niður á Höfn. Hópur sjómanna mun ganga niður Laugaveg með sjóhatta og boðið verður upp á kandís upp á „gamla mátann" eða góðar bolsíur (btjóstsykur). Hljóm- sveitin Kamival leikur víða um Laugaveginn frá kl. 13-15. Einnig mælast Laugavegssamtökin til þess við fólk að það lífgi upp á stemmn- inguna og klæðist íslenskum bún- ingum. Allskonar tilboð verða í gangi í dag, fólk færir sig út á götu, varn- ingur settur fram á gamla mátann og gluggar verða skreyttir sérstak- lega í tilefni dagsins. Kynningar og skemmtidagskrá verður í stóra Miðbakkatjaldinu við Höfnina og þar verður boðið upp á kaffí og með því. Mörg fyrirtæki verða þar með aðstöðu sem minnir á fyrri tíma. Guðsþjónusta og kaffisala Kvenfélags Breiðholts GUÐSÞJÓNUSTA og kaffísala verður að venju í Breiðholtskirkju í Mjódd í umsjón Kvenfélags Breið- holts sunnudaginn 14. maí. Sr. Sigrún Óskarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Æskulýðssambands kirkjunnar í Reykjavíkurprófasts- dæmum, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sóknarpresti, Hrafn- hildur Guðmundsdóttir syngur ein- söng og kvenfélagskonur annast ritningarlestra. Að guðsþjónustu lokinni verður kaffisala kvenfélagsins í safnaðar- heimilinu og verða þar að venju í boði rausnarlegar veitingar. Rafiðnaðarsam- band Islands veitir styrki UNDANFARIN ár hefur sú vinnu- regla verið viðhöfð hjá Rafíðnaðar- sambandi Islands að hafna öllum beiðnum um styrktarlínur og styrki sem eru orðnar 2-5 á hverjum degi allan ársins hring. í stað þess hefur á þingum og sambandsstjórnarfundum sam- bandsins verið árlega úthlutað ein- um styrk, enda er það í samræmi við^lög og reglugerðir sjóðanna.^ Á sambandsstjómarfundi RSÍ í ráðstefnusölum Rafiðnaðarskólans dagana 28. og 29. apríl var ákveðið að styrkja eftirtalin þijú verkefni árið 1995: Uppbygging íþrótta- og unglingastarfs á Súðavík 325.000 kr., Bamadeild Landspítalans vegna tækjakaupa 100.000 kr. og Þroskahjálp á Suðumesjum vegna kaupa á vatnsþjálfunarpotti 75.000 kr. Kaffisala Kvenfélags Háteigssóknar KAFFISALA Kvenfélags Háteigs- sóknar verður sunnudaginn 14. maí kl. 14.30-16.30 í safnaðarheimili Háteigskirkju, gengið inn að norð- an._ Ágóði þessarar kaffisölu rennur til að búa safnaðarheimilið sem best svo að það geti þjónað tilgangi sinum. Safnaðarheimilið stendur nú nær fullbúið og gefst tækifæri til að skoða það og sjá hversu vel hefur til tekist. Fuglaskoðun á Seltjarnarnesi NÁTTÚRUGRIPASAFN Seltjarn- amess stendur fyrir fuglaskoðun á sunnanverðu Seltjarnamesi sunnu- daginn 14. maí kl. 13. Þar er mjög gott fuglaland og mikið líf um þessar mundir. Öllum er heimil þátttaka. Safnast verður saman við fuglaskiltið við Bakka- tjörn. Leiðbeinandi verður Stefán Bergmann, líffræðingur. Morgunblaðið/Sverrir KJARTAN Gunnarsson apótekari (t.v.) ásamt Alfreð ísakssyni yfírlyfjafræðingi í nýja apótekinu í Domus Medica. Iðunnarapótek opnað í Domus Medica LYFJABÚÐIN Iðunn hefur verið flutt af Laugaveginum og opnuð undir nafni Iðunnarapóteks í Dom- us Medica. Nýja apótekið er tölvuvætt og innréttingar allar af fullkomnustu gerð. Innréttingar í afgreiðslu eru smíðaðar og hannaðar í Danmörku en aðrar innréttingar og lyfja- geymslur með fujlkomnum kæli- kerfum koma frá Ítalíu. Að sögn Kjartans Gunnarssonar apótekara hefur verið ákveðið að á nýja staðnum verði mjög komið til móts við þarfír viðskiptavinarins og m.a. er sérstakt viðtalsherbergi þar sem viðskiptavinir geta rætt við lyfjafræðing eða lyfjatækni og fengið allar þær upplýsingar sem þeir mega veita. Kjartan segir nýju aðstöðuna mikla framför frá því sem var á Laugavegi þar sem Lyfjabúðin Ið- unn var á þremur hæðum og þurfti á hverju ári að kosta nokkru til til að uppfylla ströngustu kröfur um meðferð lyfja. Nýja húsnæðið sé 240 fermetrar á einni hæð, vinnuað- staðan öll betri og þar hægt að afgreiða lyf á örfáum mínútum. Starfsmenn Iðunnarapóteks eru 15, þar af þrír lyfjafræðingar fyrir utan Kjartan. Hann er búinn að vera í faginu frá 1945 og er að hættá en hann segist ekki hafa vilj- að hætta nema koma apótekinu í nútímalegt horf. Innréttingarnar úr gamla apó- tekinu þykja hinar merkustu og hefur Reykjavíkurborg tekið að sér að varðveita þær. Þær verða fluttar í Lyfjaminjasafn á Seltjamamesi. Fermingar á sunnudaginn FERMING í Selfosskirkju kl. 14. Prestur sr. Þórir Jökull Þorsteinsson. Fermd verða: Sigríður Ósk Harðardóttir, Sílatjörn 4. Tinna Osk Bjömsdóttir, Vallholti 16. Ásdís Henný Pálsdóttir, Lágengi 3. Áslaug Ingvarsdóttir, Grashaga 13. Haukur Þorvaldsson, Engjavegi 89. FERMING í Hólskirkju, Bol- ungarvík kl. 11. Prestur sr. Agnes M. Sigurðardóttir. Fermd verða: Andri Bachmann Jósteinsson, Hólsvegi 7. Árelía Oddbjörnsdóttir, Bakkastíg 12b. Benedikt Eggert Pálsson, Vitastíg 13. Halldór Kristinn Helgason, Holtabrún 16. Hávarður Olgeirsson, Dísarlandi 10. Kristinn Ísak Arnarsson, Bakkastíg 8b. Magnús Már Einarsson, Holtastíg 11. Pétur Runólfsson, Ljósalandi 9. Soffía Ásrún Ingimarsdóttir, Hafnargötu 49. Stefanía Sigurðardóttir, Hjallastræti 26. Þómnn Eik Rögnvaldsdóttir, Traðarlandi 4. FERMING í Hjarðarholtskirkju í_ Dölum kl. 13.30. Prestur sr. Óskar Ingi Ingason. Fermd verða: Drengir: Guðmundur Bergmann Bjarkason, Búðarbraut 3, Búðardal. Hjalti Karl Kristjánsson, Gunnarsbraut 5, Búðardal. Ægir Jónsson, Gyllastöðum 2, Laxárdal. Stúikur: Heiðrún Harpa Marteinsdóttir, Sunnubraut 2, Búðardal. Kolbrún Þóra Ólafsdóttir, Engihlíð, Laxárdal. tilsölu FERÐAFÉLAG </> Flugvél fyrir jeppa KITFOX III 1992 í skiptum fyrir góðan 4x4 að mati 2,0 millj. kr. ® ÍSLANDS Næstu náttúruminiaaönaur § (sl. fagmanni í Lúxemborg. Uppl. ( síma (352) 789096, fax: (352) 789096. CompuServe: 100305,3311 Internet: 100305.3311@compu- serve.com. KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. Sunnudaginn 14. maf kl. 13.00 Náttúruminjagangan - fjórði áfangi. Elliðavatn - Selgjá (N-a). Á sama tfma er f boði styttri fjölskylduganga frá Víf- ilsstaðahlfð að Selgjá (N-b). Brottför verður frá Umferðar- miðstöðinni, austanmegin, og Mörkinni 6. Verð kr. 500, f rftt fyrir börn með fullorðnum. Ath.: Engin ferð kl. 10.30 á sunnudaginn. Miðvikudaginn 17. maf kl. 20.00 (kvöldganga) verður næsta rað- ganga og liggur þá leiðin frá Selgjá um Búrfellsgjá í Kaldárs- el (N-S). Komið með í skemmtilegar og léttar gönguferðir. Það er aldrei of seint að byrja í raögöngunum. Ferðafélag (slands. ■sími 614330 Dagsferð sun. 14. maí. Kl. 10.30 Miðvell við Þingvalla- vatn. Létta fjallganga. Einstakt útsýni yfir Þingvallavatn, Grafn- ing og Þingvallasveit. Verð 1400/1600. Frítt frá börn yngri en 6 ára. Brottförfrá B.S.Í. bensinsölu, miðar við rútu. Útivist. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía f dag er Dagur fyrir þig í Fíladelffu. Kl. 13.30 hefst dagskrá stendur fram eftir degi. Friðrik Schram lltur inn og segir okkur frá verki heilags anda ( lífi sínu í dag „Toronto blessing" og Danny Chambers ásamt hljóm- sveit verða á staðnum. Við vilj- um hvetja sem flesta til að koma og taka þátt í lofgjörð og bæn til Guðs og munum að þegar við væntum einhvers frá Honum veröum við ekki fyrir vonbrigð- um. Aögangur er ókeypis en hægt veröur að kaupa léttar veitingar gegn vægu gjaldi. Kl. 20.30 hefjast síðan tónleikar með Danny Chambers og hljóm- sveit. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Krist- insson. Almenn samkoma kl. 16.30. Miðvikudagur: Aðalfundur safn- aðarins kl. 19.00. Föstudagur: Almenn samkoma kl. 20.30 á vegum Hjálpræðis- hersins. Laugardagur: Afmælissamkoma Hjálpræðishersins kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.