Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAÚGARDAGUR 13. MAÍ 1995 aa ______BRÉF TIL BLAÐSINS_ Hver borgar veiði- leyfagjaldið? Ný sending af Bellini mokkasínum og söndulum SKO GLUGGiNN Reykjavíkurvegi 50 - Simi 654275 SKÆDI MÍLANO KRINQLUNNI8-12 S. 689345 LAUGAVEGI «1*J. SÍMi 10*55 Frá Guðvarði Jónssyni: ÞAÐ HAFA orðið mikil skrif um hugmyndir Árna Vilhjálmssonar um veiðigjaldið og eftir viðbrögðup- um að dæma mætti ætla að það hafí opnast ný auðlind í kjölfar greinarinnar, en það sem mér finnst einkenna öll þessi skrif er það að menn líti á veiðigjaldið eins og þap sé óháð öllu öðru í þjóðfélag- inu. Ég sé ekki að það liggi alveg ljóst fyrir, hver muni borga veiði- gjaldið. í rúm 50 ár hef ég hlustað á harmakvein útgerðar og fisk- vinnslu um erfiða rekstrarstöðu, og rikisstjómir hafa í gegnum árin þurft að gera marga tugi gengis- fellinga og ýmsar aðrar ráðstafanir til þess að lagfæra rekstrarstöðu sjávarútvegsins. Forustumenn at- vinnurekenda hafa alltaf ítrekað það við launafólk, þegar kjara- samningar hafa staðið yfir, að rekstrarstaðan væri erfið og þess vegna væri ekki um neitt að semja, til hækkunar launa. Þeir voru held- Ofstæki í bruna- vörn um Frá Árna Brynjólfssyni: VEGNA fréttar á annarri síðu í dag, „Svölum lokað í leyfisleysi", langar mig til að bæta við þessa annars ágætu frétt. í Svíaríki er engin fyrirstaða að setja svala- skýli alveg upp á níundu hæð, þótt hér sé bannað að gera slíkt ofan annarrar hæðar, nema að hluti af svölunum sé utan skýlis eða a.m.k. 140 sm op sé á skýl- inu. Óheimilt er að setja glugga þótt opnun sé jafn mikil eða meiri (t.d. renniglugga). Starfsmönnum á skrifstofu byggingafulltrúa er kunnugt um að svalaskýli þykja sjálfsögð í nærliggjandi löndum, þótt starfs- menn Brunamálastofnunar láti sem þeir viti ekki. Þetta gengur svo langt, að á þeim bæ er því haldið fram, að sé sett skýli á svalir jafngildi það því að svalir séu ekki lengur á íbúðinni. Þörfín fyrir svalaskýli er mun meiri hér hjá okkur en í nálægum löndum vegna veðurfarsins, sólar er sjaldnast notið nema í skjóli og margir aldraðir og sjúkir eiga ekki kost á annarri útivist en á svölum. Engar haldgóðar röksemdir liggja að baki þessu banni. Af þessari ástæðu erum við þakklát fyrir að flutt skuli vera frétt af þessu máli, ef vera kynni að það ýtti við ráðamönnum. ÁRNIBRYNJÓLFSSON, Verktakavali, Rauðalæk 16, Reykjavík. ur ekki í neinum vafa um það, Þórarinn V. Þórarinsson og Magn- ús Gunnarsson, að staðan væri þröng í síðustu kjarasamningum og ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins færði hluta af skött- um fyrirtækja yfir á launafólk til þess að laga fjárhagsstöðu fyrir- tækja. Svo er allt í einu komin upp sú staða að sjávarútvegsfyrirtækin séu orðin svo vel stæð, að þau geti farið að borga milljarða í veiði- gjald, án þess að það valdi vaxta- hækkun, vegna afskrifta veiði- gjalds í bönkum og auknum erfið- leikum á afkomu heimilanna. En mér finnst skrítið hvað ríkis- valdið er gjafmilt þegar það leyfir vinnslu á fiski út á sjó í jafn mikl- um mæli og raun er á og einnig útflutning á ferskum fiski og fleygja frá sér milljörðum í tekjum af vinnslu fisksins, í gegn um skatta frá fiskvinnslu og starfs- fólki vinnslunnar, einnig frá þjón- ustu fyrirtækjum við skipin t.d. matvöruverslunum, vélsmiðjum, olíufélögum, veiðarfæraverslunum og málurum svo eitthvað sé nefnt. Milljörðum fyrir þessa þjónustu er ausið í erlend fyrirtæki. Með þessu er magnað upp atvinnuleysið í landinu og Alþingi snýr við hlut- verki sínu og beitir sér fyrir að bæta stöðu atvinnulausra til fram- færslubóta. Með fínnst að það þurfi að sýna fram á það í umræð- unni um veiðigjald, að það hafi ekki neikvæð áhrif á vaxta- og launakerfið. Ég er hreint undrandi á því að Alþingi skuli leyfa þá óhæfu að kvótinn, sem einungis er ætlaður sem rammi utanum það magn sem veiða má af fiski, skuli vera seldur á okurverði á kostnað þjóðfélags- ins, af þeim sem fengu kvóta út- hlutað, og einstaklingum gefinn kostur á því með þessum hætti, að nota kvótann sem féþúfu. GUÐVARÐURJÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Lmig&mgf 34, sími. 851-4301 IVýkoiiiið itiikið úrval Slakir jakkar og buxur blússur - skyrtur- peysur o.fl. |fÁt I á sumarhúsgögnum Ambassador stóll I verslun okkar við Eyjaslóð 7 eru til sýnis flestar gerðir sumarhúsgagna sem Seglagerðin Ægir hefur til sölu í sumar. Húsgögn úr furu og plasti frá þekktum framleiðendum. Sjón er sögu ríkar. Furuhúsgögn frá 2 'J 2 stólar, sófi, púðar óg borð Plaststólar með stillanlegu baki frá kr. 3.700- Hjólaborð Tréhúsgögn frá HARBO Plasthusgögn frá Hartman PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Opið: Laugardag kl. 10-16 Sunnudag kl. 13-15 Visa Euro Raðgreiðslur Allt að 36 mán. SEGLAGERÐIN ' ÆGIR Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 562-1780

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.