Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dalakofinn Full búð af nýjum sumarvörum. Ath: Við erum flutt í nýja verslunarhúsið Miðbæ, Hafnarfirði, sími 555 4295. Reiki- og sjálfstyrkingarnámskeið og einkatímar • Hefur þú áhuga á andlegum málefnum? • Þarftu á sjálfstyrkingu að halda? • Viltu ná betri tökum á lífi þínu og líðan? • Ertu tilbúinn að gera eitthvað í málinu? Námskeið í Reykjavík: 22.-23. maí 1. stig, dagnámskeið. 29.-31. maí 1. stig, kvöldnámskeið. ___________2. stig samkomulag. Upplýsingar og skráning 15.-17. maíí síma 587 1334. Guðrún Óladóttir, reikimeistari. Grilldagar '95 (til 21. maí) íslenskar gríllsteikur á sérstöku HM-boði: Grillsteik + kók =jmjm J30700* *Eftir sigur á Ungverjalandi * Hver íslenskur sigur þýðir 30 kr. verðlækkun Hverri steik fylgir númeraður miði. Við lok HM '95 verður dregið um hver hljóti sérstakan HM-handbolta nr. 5, áritaðan af íslenska landsliðinu. Laugardagar og sunnudagar eru fjölskyldudagar. Barnadiskur með tilheyrandi á aðeins 195 kr. W Jarlínn Sprengisandi VEITINGASTOFA ÍDAG BRIDS Umsjón Guómundur Páll Arnarson „ÞETTA verða fyrstu spilin sem ég tek upp í helvíti", sagði Bobby Wolff árið 1965 um þetta vandamál suðurs: Suður ♦ 9763 V ÁG5 ♦ KG ♦ ÁKDG Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 lígull 1 spaði ? Keppnisformið er tví- menningur og það eru allir á hættu. Eftir opnun á Standard-laufi er rétta end- ursögnin tvö grönd til að sýna 18-19 punkta og jafn- skipt spil. En spaðaströgglið setur strik í reikninginn, því suður á ekki fyrirstöðu í þeim lit. Þessi sagnþraut var fyrst notuð í spekingaþætti The Bridge World árið 1965 og síðan aftur 25 árum síðar. Þótt mikið vatn hafi runnið til sjávar í sagnvísindum á þessu 25 ára tímabili, hafði eitt ekki breyst í The Bridge World árið 1989: Dobl var enn til sektar. Nú til dags spila flestir hins vegar nei- kvæð dobl í þessari stöðu, sem gerir þetta vandamál léttvægt. Stuðningsdobl þekkist líka, en þá myndi doblið sýna þrílit í tígli. Stuðningsdobl eru þó ekki hentug í eðlilegu kerfi, þar sem opnun á einum getur verið mjög sterk. Enda spilar höfundur stuðningsdoblsins, Eric Rodwell, sterkt lauf, og fann upp sögnina til að eiga við innákomu á 11-15 punkta tígul. Bobby Wolff vildi segja þrjú lauf árið 1965, en var einn um þá skoðun. Greenberg: Dobi. Útilok- unaraðferðin. Verð að gera eitthvað og þótt enginn kost- ur sé góður er þessi skástur. Mathe: Pass. Mjög ólík- legt að þetta verði síðasta sögnin. Vil hlusta og taka ákvörðun síðar. Weiss: Tvö hjörtu. Neita að granda án spaðafyrir- stöðu og sé ekki annan möguleika til að sýna styrk- inn. Doblið hafði vinninginn árið 1965 og 1989, en næst- vinsælasta sögnin ’89 var ekki á blaði ’65, eða tveir spaðar. Þeirri sögn er ætlað að sýna hámarksopnun, jafna skiptingu án spaðafyr- irstöðu. Nema hvað! HOGNIHREKKVISI £G jp/AKF SfieRRA WET J VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Gæludýr Týndur páfagaukur GRÁR og hvítur dísarp- áfagaukur með gulan kamb hvarf um níuleyt- ið þann 9. maí frá Hvannhólma í Kópa- vogi. Hann hefur hugs- anlega lagt leið sína upp í Breiðholt. Annar samskonar páfagaukur fannst dauður og var komið með hann í Hvannhólmann, en það var ekki sá rétti. Þannig ef einhver annar saknar slíks gauks getur hann haft samband. Viti ein- hver um hinn gaukinn er hann beðinn að hringja í síma 42365. Týndur köttur Grá læða hvarf frá heimili sínu, Keldu- hvammi í Hafnarfírði, sl. laugardag. Þegar hún fór var hún með fjólubláa ól. Viti einhver um hana er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 650343. Með morgunkaffinu ÞAÐ hlýtur einhver að hafa gert símaat. Ekki vorum við að hringja í lögregluna. Víkveiji skrifar... VÍKVERJA brá því mjög í brún er hann kom til Frakklands, í gegnum Charles de Gaulle-flug- völl, skömmu eftir að Schengen komst í gagnið. Tvö hlið voru við vegabréfskoðunina, annað merkt „ESB og Sviss“ og hitt „Önnur vegabréf“. Víkverja minnti að Svisslendingar hefðu fellt EES í þjóðaratkvæðagreiðsu og átti því erfitt með að átta sig á því hvers vegna þeir væru þarna skráðir en ekki EES-ríkin. Hann brá sér því í ESB-röðina til að komast að hinu sanna. Vildi landamæravörðurinn ekki kannast við neina undanþágu fyrir íslendinga og Norðmenn en gafst þó að lokum upp á Víkveija og hleypti honum í gegn. Sama var uppi á teningnum nokkrum vikum síðar, er Víkveiji átti enn á ný leið um Charles de Gaulle- flugvöll, en í þetta skipti nennti Víkveiji ekki að standa í neinu stappi, enda engar biðraðir við landamæraskoðunina. Hann skil- ur hins vegar ekki enn hvers vegna svona er í pottinn búið á Charles de Gaulle, ekki síst vegna þess að þegar hann átti leið um Orly-flugvöll um svipað leyti var hlið fyrir „ESB, EES og Sviss“ við vegabréfaskoðunina. Hvernig stendur á því að íslensk og norsk stjórnvöld, sem lýsa því yfir að þau njóti reglna EES-samnings- ins, sjá ekki til þess að þeim sé fylgt eftir? XXX FRAMKVÆMD handboltahá- tíðarinnar miklu í Laugardals- höll er að ýmsu leyti sérkennileg. Þannig botnar Víkveiji hvorki upp né niður í þeirri reglu, sem gildir við miðasöluna, að menn verði að kaupa miða á alla leiki dagsins í höllinni ef þeir vilja sjá einn þeirra. Fullorðinn kunningja Víkveija langaði að fara með barnabam sitt að sjá einn af leikjum íslenzka liðs- ins, og fékk að vita að til þess yrði hann að borga sig inn á alla leikina. Skýringar á þessu fyrir- komulagi fékk hann hins vegar engar. Ef hann vildi fá sæti fyrir sig og snáðann, kostaði það hátt í sjö þúsund krónur. Þetta fannst afanum auðvitað ekki ná nokkurri átt og ákvað að nota frítímann einhvern veginn öðruvísi. Væri ekki nær að selja inn á hvern leik fyrir sig, en gefa afslátt ef menn kaupa miða á alla leiki dagsins? xxx FYRIR nokkrum vikum tók Schengen-samkomulagið, sem flest ríki Evrópusambandsins eiga aðild að, gildi. I samkomulag- inu felst m.a. að innri landamæri milli aðildarríkja Schengen eru felld niður og eftirlit á ytri landa- mærum hert að sama skapi. Eins og marga rekur eflaust minni til var það ríkisstjómum Norðurland- anna mikið kappsmál að þetta samkomulag yrði ekki til þess að vegabréfafrelsi á Norðurlöndum yrði afnumið og því rætt um þann möguleika að Island og Noregur, sem ein Norðurlandaríkja standa utan ESB, myndu gerast eins kon- ar aukaaðilar að Schengen, og taka að sér ytra landamæraeftirlit fyrir sambandið. Engin niðurstaða hefur fengist í þessum efnum ennþá en í kjölfar þess að Schengen tók gildi var greint frá því að vegna EES- samningsins giltu aðrar reglur varðandi íslendinga og Norðmenn þannig að hert landamæraeftirlit ætti ekki að bitna á þeim. Með gildistöku EES-samningsins fengu íbúar EES-ríkjanna utan ESB rétt til að stunda vinnu ojg táka sér búsetu í ESB-löndum. I samningn- um er kveðið á um einföldun landa- mæraeftirlits af þessum sökum og íslenskir og norskir borgarar eiga samkvæmt því rétt til að ganga í gegnum þau hlið, sem ætluð eru ESB-borgurum við komu til lands- ins, en slíkt flýtir vegabréfsskoðun til muna. Enginn breyting átti sem sagt að verða á þessu samkvæmt upplýsingum íslenskra og norskra embættismanna í fjölmiðlum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.