Morgunblaðið - 13.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 13.05.1995, Síða 1
JHo rgmtMafófc • Bókasafn Vatíkansins/2 * • Alftnesingurinn Grímur/4 • Ljósmyndarinn Nadar/8 MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 BLAÐ Isabel Allende skrifar um líf sitt og dauða dótturinnar Listaklúbbur Leikhúskjallarans I svörtu landi JÓLIN 1992 lést 28 ára gömul dóttir rithöfundar- ins Isabel Allende, Paula, eftir að hafa legið í dái í eitt ár en hún þjáðist af efnaskiptasjúkdómi. Allende sat yfir dóttur sinni síðasta árið og ákvað að fara að ráðum útgefanda síns, sem lagði til að hún skrifaði sögu sína á meðan hún biði þess að örlög dóttur hennar réðust. Bókin sem ber heitið „Paula“ kom út á síðasta ári og hefur verið þýdd á norsku og dönsku. Verið er að þýða hana á íslensku og kemur hún út síðar á þessu ári hjá Máli og menningu. Paula bjó í Madríd og var orðin mikið veik er móð- ir hennar kom til borgarinnar vegna kynningar á nýj- ustu bók sinni. Allende náði að kveðja dóttur sína áður en hún missti meðvitund. „Á því augabliki stöðvað- ist líf mitt einnig, við fórum báðar yfir dulmagnaðan þröskuld og inn í svart land,“ skrifar Allende. I bókadómi sem birtist í Politiken segir að bók Al- lende fjalli um dvölina í þessu svarta landi. I henni skrifi Állende sögu sína og sögu ættar sinnar handa dótturinni, svo að hún geti munað, vakni hún til lífs- ins. Niðurstaðan er sjálfsævisöguleg skáldsaga sem lesendur fýrri bóka Allende muni taka fagnandi þar sem þeir kannist við fjöldamargt sem þar sé sagt frá. Ævisaga Allende segir frá dvölinni hjá afa og ömmu, hjóna- bandi foreldranna sem sigldi í strand, stjúpföðurnum og diplómatinum Ramon sem fjölskyldan fylgdi um heim allan, fyrra hjónabandið og baráttan við að skipta tímanum á milli eiginmanns, barna og ritstarfa. Hún fjallar um sjálfskipaða útlegð sína í Venesúela og hryll- inginn í Chile sem varð til þess að hún flúði föðurland sitt. Starf sitt sem blaðamaður og sjónvarpsfrétta- kona, tilraunin til að ná fótfestu í Venesúela, mislukk- uð ástarsambönd, hvernig fyrra hjónabandið rann út í sandinn og að síðustu Willi, nýju ástina. Kafað djúpt í sálarkima Bókin hefur fengið góða dóma, Állende þykir takast vel að flétta saman sögu sinni og því hvernig hún upplifir veikindi dótturinnar. Þá dragi hún upp sann- ferðuga mynd af Paulu. „Fjarlæg, þögul og lömuð eins og þú ert, þú vísar mér veginn,“ skrifar Allende. Og það eitt er víst að dóttir hennar hefur vísað henni veginn að þeim sálarkimum sem fæstir þora eða þurfa að opna. Fj órír ungir tónlistarmenn FJÓRIR ungir tónlistarmenn halda tónleika í Listaklúbbi Leikhúskjallarans, mánu- daginn 15. maí. Þetta eru gítar- leikararnir Hinrik Bjarnason og Rúnar Þórisson, hörpuleikarinn Sophie Schoonjans og flautuleik- arinn Guðrún Birgisdóttir. Hinrik og Rúnar leika saman spænsk og suður-amerísk lög og er efnisskrá þeirra á léttum nótum. Sophie og Guðrún munu leika franska tónlist og verk eftir Atla Heimi Sveinsson og Jón Hlöðver Áskelsson. Hinrik Bjarnason stundaði framhaldsnám í gítarleik í Svíþjóð undir handleiðslu prófessoranna Per-Olafs Johnsons og Görans Söllshers. Að því búnu lá leið hans til Þýskalands þar sem hann lagði stund á klassískan gítarleik við tónlistarháskólann í Aachen. Rúnar Þórisson stundaði fram- haldsnám í klassískum gítarleik í Svíþjóð undir handleiðslu prófess- oranna Per-Olafs Johnsons, Gör- ans Söllshers og Gunnars Spjuths lektors. Rúnar lauk prófí í tónvís- indum frá Lundúnaháskóla árið 1993. Guðrún Birgisdóttir stundaði framhaldsnám í flautuleik hjá Per 0jen í Ósló og Ecole Normale de Musique í París og lauk þaðan einleikaraprófi 1979. Þá tók við nám í einkatímum hjá Reymond Guiot og Pierre-Yves Artaud þar sem hún var styrkþegi franska ríkisins til ársins 1982. Síðan hef- ur Guðrún starfað mikið við leik- húsin hér í Reykjavík og verið flautuleikari við Islensku óperuna' um margra ára skeið. Sophie Schoonjans er fædd í Belgíu. Upphaflega lærði hún á píanó en sneri sér síðan að hörpu- leik. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna víða um heim fyrir leik sinn á hörpu. Einnig hefur Sophie leikið með fjölda kammerhljóm- sveita og minni hljómsveita og haldið einleikstónleika í heima- landi sínu og víðar. Sophie flutti til Islands árið 1992 og réðst sem tónlistarkennari til Þórshafnar og var þar til ársins 1994. Síðan hef- ur hún leikið m.a. með Sinfóníu- hljómsveit íslands og Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands. Síðustu einleikstónleikar Ingvars Jónassonar UM MARGRA ára skeið hefur Ingvar Jónasson víóluleikari tekið þátt í íslensku tónlistar- lífi. Hann hyggst nú hætta flutn- ingi einleiks- og kammertónlist- ar, en heldur áfram að leika með Sinfóníuhljómsveit íslands. „Nú er nóg komið og unga fólk- ið á að taka við og sjá um þessa hluti,“ segir Ingvar. Þessir síðustu tónleikar Ing- vars verða í Gerðarsafni á mánudagskvöld en með honum spilar Anna Guðný Guðmunds- dóttir píanóleikari. Á efnis- skránni eru sónötur eftir J. Brahms og D. Sjostakovits. „Þetta eru verk sem ég hef spil- að oft áður og þykir vænt um,“ segir Ingvar. „Sónöturnar voru báðar samdar í lok starfsævi þessara tónskálda. Þannig fianst mér viðeigandi að ljúka mínum stafsferli með þessum verkum. Sjostakovits lauk sinni sónötu ekki fyrr en hann var lagstur banaleguna á sjúkra- húsi. Mér hefur alltaf fundist að með þessu verki hafi hann samið sína eigin sálumessu. En sónata Brahms var næstsíðasta tónsmíð hans. Hann samdi verk- ið fyrir píanó og klarinett eða víólu. Á þeim tíma var fágætt að samið væri fyrir víólu sem einleikshljóðfæri. Nýtt íslenskt verk eftir Jón Nordal Á tónleikunum verður einnig frumflutt nýtt íslenskt verk eft- ir Jón Nordal sem hann samdi fyrir Ingvar. „Við Jón höfum verið félagar og vinir frá því við vorum saman í tónlistarskól- anum á okkar yngri árum, en þetta verk sem Jón samdi fyrir mig kallar hann Lítið næturljóð. Tónleikarnir í Gerðarsafni verða mínir síðustu hér í Reykjavík en svo mun ég halda eina tónleika fyrir norðan og þá ætla ég að binda endahnút- inn á ferilinn með því að taka þátt í vígslu nýrrar kirkju á Isafirði síðar í mánuðinum.“ Ingvar Jónasson ólst upp á ísafirði og hélt sína fyrstu tón- leika þar árið 1940, þá aðeins 13 ára að aldri. „Þetta voru svona heimatónleikar, en faðir minn, sem var organisti í kirkj- unni, spilaði einnig, sem og móðir mín, sem lék á píanó og söng. Þannig þykir mér núna 55 árum síðar ákaflega vænt um að fá að taka þátt í vígslu nýrrar kirkju á ísafirði." Hefur tekið þátt í mörgum tónlistarviðburðum Um árabil hefur Ingvar verið tónlistarkennari ásamt því að starfa með hljómsveitum bæði á íslandi og erlendis. Á löngum starfsferli sínum hefur hann tekið þátt í mörgum tónlistar- viðburðum. „Ég man eftir því þegar Þjóðleikhúsið var vígt, þá var mikið um dýrðir. Allan ljósabúnaðinn og tækninýjung- arnar þurfti að sýna. En tækni- mennirnir kunnu ekki mikið á hann þannig að æfingar voru langar. Lengsta æfing sem ég lief setið var þá, alls 14 stund- ir.“ Tónleikar Ingvars og Önnu Guðnýjar í Gerðarsafni verða mánudaginn 15. maí kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.