Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 C 3 ljósritaðar með sérstakri tækni, sem síar burt allt annað af seðlun- um en skrift, því margir seðlarnir eru slitnir og illa læsilegir og skil- ar ljósritum, sem eru í mörgum tilfellum mun læsilegri en seðlarn- ir sjálfir. Ljósritunum var síðan skipt nið- ur á sjötíu manns, sem sitja heima við tölvurnar sínar og slá seðlana inn. Þessir sjötíu eru allir útskrif- aðir úr bókasafnsskóla Vatíkans- ins, sem hefur gott orð á sér. Með reglulegu millibili eru upplýsingar sóttar á tölvur þeirra og þaðan ganga þær áfram til þrjátíu manna hóps sérfræðinga í sjálfu Vatíkan- inu. Sá hópur les yfir og leiðréttir eftir þörfum. Verkið hófst í fyrra- vor og á að ljúka að ári. Kostnaður- inn við að koma spjaldskránni í tölvutækt form er um 1,5 milljónir Bandaríkjadala, eða einn dalur á hverja bók eða handrit. Hann skiptist á Vatíkansafnið, tölvufyr- irtækið IBM, sem notar verkefnið sem tilraunaverkefni og háskólann í Rio de Janeiro í Brasilíu. Safnið lokar á sumrin og þá er dyttað að því sem þarf. í sumar verður komið fyrir tölvutengingum í lestrarsalnum, en ekki aðeins þannig að tölvumar fái straum, heldur verða einnig innbyggð mót- aldstengi, svo innangengt verði úr tölvum, sem gestirnir hafa með sér, út á tölvunet beint frá salnum. Þorláks saga helga kemst líka á Internet Með því að biðja um að sjá hve margar af um sex hundruð þúsund bókum safnsins væru íslenskar, fundust nítján bækur. Ein þeirra er Þorláks saga helga í útgáfu Ásdísar Erlingsdóttur. Ef upplýs- ingarnar um Þorláks sögu eru dæmigerðar fyrir aðrar upplýs- ingar skrárinnar þá er ekki mikið um villur, því stafsetning íslenskra orða var hárrétt og þ, ð og komm- ur á réttum stöðum. Weston sagði að íslensku stafirnir hefðu verið eitt af mörgum sérhæfðum vanda- málum, sem þurfti að glíma við í tölvuvinnslunni. Þar með er Þorláks saga komin á Internet, reyndar ekki sagan sjálf, heldur aðeins upp- lýsingar um útgáfuna hennar Ás- dísar. í tölvusalnum er einnig unnið að því að gera skrána aðgengilega bæði á ítölsku og ensku, þannig að allar upplýsingar séu á báðum málum. I framtíðinni verður líklega fleiri málum bætt við og sú vinna er að hluta vélræn, því þýðing á einu orði á einum stað gengur sjálf- virkt í gegnum allan gagnabank- ann. En í gagnabanka Vatíkansafns- ins eru ekki aðeins upplýsingar um bækur og handrit, heldur einnig safn lýsinga úr handritum, en svo nefnast myndskreytingar í handrit- um. Fyrir nokkru vann hópur und- ir stjórn fransks fræðimanns að því að renna inn á tölvu lýsingum úr þremur handritasöfnum Vatíkan- safnsins. Þeir sem hafa áhuga á að skoða handritalýsingar þurfa því ekki annað en að hringja inn á Internet og geta þá bæði skoðað og sótt sér lýsingar að vild. Vatíkanbókasafnið er firna skemmtilegt dæmi um hvernig ný tækni gjörbreytir ekki aðeins að- stöðu þeirra sem vinna við safnið og nota það, heldur rýfur einangrun þess og opnar það umheiminum. Skömmu eftir að ég hafði heimsótt safnið hitti ég finnskan lækni. Er hann heyrði að ég hefði nýlega heimsótt Vatíkanbókasafnið brosti hánn út að eyrum og sagðist hafa rekist þangað inn nýlega, þegar hann var að leita að upplýsingum á Internetinu. Honum fannst for- síða safnsins forvitnileg og leit þar við. Er hann sá handritalýsingarnar fletti hann þeim og fannst þær svo fallegar að hann sótti sér nokkrar heim. Nú liggja þær í tölvunni hans og liann ætlar að huga að þeim nánar síðar. Aðrir sem áhuga hafa geta fetað í fótspor hans og leitað upp bókasafnið á netinu ... Tónlistarverðlaun Ríkisútvarpsins 1995 Flutningur verka aðalatriði VERÐLAUNAHAFARTónvakans 1994, Guðrún María Finnbogadóttir og Þorkell Sigurbjörnsson ásamt Heimi Steinssyni útvarpsstjóra. TÓNVAKINN, tónlistarverð- laun Ríkisútvarpsins, eru tviskipt verðlaun sem er ætlað að styðja við íslenska tón- menningu og vekja athygli á inn- lendum tónlistarmönnum og tón- bókmenntum. Verðlaunahafar Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld og Guðrún María Finnbogadóttir söngkona hlutu verðlaun Tónvak- ans í fyrra. Þorkell sagði að heiðurs- verðlaunin hefðu verið skemmtileg og óvænt fyrir sig. Aðalatriðið væri að verk tónskálda væru tekin upp af útvarpinu og flutt. Þótt tónskáld hefðu fengið heiðursverðlaunin væru þau þó ekki bundin við tón- skáld. Þorkell hefur nýlega tekið sæti í dómnefndinni. Þorsteinn Gauti Sigurðsson píanóleikari hlaut verðlaun 1993. Hann sagði að í ár yrðu þær breyt- ingar að sá sem vinnur yrði þátttak- andi í Norræna bíenalnum. Hann sagði að það hefði einkum haft gildi fyrir sig að fá að taka upp fyrir Ríkisútvarpið og það hefði verið flutt. í framhaldi af því nefndi hann að hann hefði komið fram með Sin- fóníuhljómsveitinni og fyrir útvarp- ið hefði hann verið að ljúka við að leika píanókonsert nr. 2 eftir Rac- maninof. Áður hefði hann m. a. leikið píanókonsert eftir Jón Nordal. Heiðursfé 1995 Heiðursfé 1995 verður veitt starfandi tónlistarmanni á miðjum aldri sem þykir eiga þann heiður skilinn vegna starfa í þágu íslenskr- ar tónmenningar. Tilnefningar vegna heiðursfjár Tónvakans skulu berast tónlistarráðunaut útvarps eigi síðar en 1. ágúst. Utvarpsstjóri afhendir heiðursféð á sérstökum hátíðartónleikum Rík- isútvarpsins og Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í Háskólabíói, væntan- lega 26. október. Þá verður einnig veitt keppnisfé Tónvakans, 250 þúsund krónur. Keppni Tónvakans Keppni Tónvakans er í þremur hlutum. Keppnin er jafnt fyrir söngvara og hljóðfæraleikara. Þátt- takendur skila hljóðritun á snældu með hljóðritun sem skal vera að minnsta kosti 15 mínútur að lengd og berast dómnefnd eigi síðar en mánudaginn 15. maí. Mánudaginn 22. maí verður tilkynnt hveijir taka þátt í öðrum hluta keppninnar sem fer fram viku síðar. I öðrum hluta flytja keppendur allt að 20 mínútna efnisskrá hver. Allt að sex keppendur verða vald- ir til þátttöku í þriðja hluta keppn- innar mánudaginn 31. júlí. Hann felst í því að flytja amk. 40 mín- útna efnisskrá fyrir dómnefnd í sal líkt og um tónleika væri að ræða. Sigurvegari keppninnar kemur fram á lokatónleikum í beinni út- varpssendingu á Rás 1 sunnudaginn 17. september. Nafn sigurvegara verður fyrst gert heyrinkunnugt þann dag. Þriggja manna dómnefnd ákvarðar sigurvegara hvers áfanga keppninnar. Dómarar mynda síðan allsheijardómnefnd sjö manna sem ákvarðar hver skuli hljóta heiðursfé Tónvakans. Hínn kosmíski Beethoven __________TÓNLIST_____________ Sígildir diskar MISSA SOLEMNIS Ludwig van Beethoven: Missa Solemnis f. ein- söngvara, kór, hljómsveit og orgel í D-dúr, Op. 123. Charlotte Margiono S, Catherine Robbin MS, William Kendall T, Alastair Miles B. Monteverdi kórinn og Orchestre Révolutionnaire et Roman- tique u. stj. Johns Eliots Gardiners. Upptaka: DDD, London 11/1989. Archiv 429 779-2. Lengd: 71:39. Verð: 1899 kr. „VIRT fremur en elskuð“. Þannig skrifar Joseph Kerman í diskbæklinginn um þá tón- smíð sem þykir ásamt H-rnoll messu Bachs standa hæst meðal kirkjuverka allra tíma: Hátíðarmessu Beethovens í D-dúr Op. 123, og bætir við, að hún sé að jafnaði sjaldan flutt. Til sanns vegar má færa, að H-moll messan - sem er m.a.s. þriðjungi lengri - er mun vin- sælli á hljómleikapalli. En meðan messa Bachs er klofin niður í 24 tiltölulega auðmelt „núm- er“ líkt og kantata í þætti, nemur Missa Sol- emnis hvergi staðar milli höfuðþátta messu- formsins Kyrie, Gloria, Credo, Sanctus og Agnus Dei. Hún lýtur lögmálum rómantískrar sinfóníu. Hún er að vísu ekki ein um það. Margar sinfónískar messur hafa verið samdar eftir að Beethoven leið. En Missa Solemnis hefur frá fyrstu tíð þótt einstaklega njörvuð og tormelt tónsmíð, og á það sammerkt með ýmsum öðr- um risaverkum frá efri árum tónskáldsins eins og Hammerklavier-sónötunni og síðustu strengjakvartettunum, burtséð auðvitað frá því, að umfang verksins í tíma og raddafjölda slær ekki einasta flestu öðru við, heldur er rithátturinn einnig slunginn eins og gripdýra- skreytingarlist víkingaaldar í þrivídd. Enda virðist flestum túlkendum messunnar meira eða minna hafa svelgzt á fítonsflækjum verks- ins og útkoman í eyrum margra orðið að jötun- vöxnum óskapnaði. Sá er þetta ritar verður að játa að hafa til skamms tíma gengið í stóran boga fram hjá Missa Solemnis, enda fannst honum þar æði margt minna fremur á stjórnlausan gufuvalt- ara en tónlist. Maður skynjaði að vísu, að tón- skáldið væri að seilast út fyrir aðdráttarsvið jarðar að almættinu, en hefði jafnframt ofrisið á hleðslu og iburði. Sú afstaða hefur breytzt. Nærtækast væri að hrópa hin fleygu orð „Loksins, lnksins!“ Upprunahyggjustjórnandinn John Eliot Gard- iner hefur færzt ólíklegustu hluti í fang (mér var t.d. nýlega hermt, að nýjast hefði hann tekið Kátu ekkjuna fyrir), og ekki hefur undir- ritaður svo sem verið jafnhrifinn af öllu, t.a.m. af meðfei'ðinni á Oðum Purcells. En hér frem- ur karl ósvikið meistaraverk. Hnausþykk skel- in er hrokkin utan af Missa Solemnis, og innri kjarni hinnar kosmísku hollustujátningar Beet- hovens til föður andanna blasir óspjallaður við hlustandanum í kannski fyrsta skipti. Spilamennskan er svo tær, að flétturnar í hljómsveitinni drukkna ekki lengur í massa- graut - svipað og gerðist, þegar Pierre Boulez stjórnaði Niflungahring Wagners í uppfærslu Cherauds á 8. áratug og menn fóru loks að geta heyrt í víólu og 2. fiðlu - og Monte- verdi- kórinn hefur úthald og sprækleika til að hljóma líkt og upplifun fremur en kvöl. Hinn upphafni skírleiki sem til þarf í sam- söng einsöngvara, svo að berskjaldaður söngv- arakvartettinn njóti sín í hinni gríðarlegu um- gjörð fjöldans, þrátt fyrir vægðarlausar kröfur til styrks, hæðar og stundum hraða, kemur vel fram. Hvílíkir sólistar! Hvergi örlar á þreytu né doða. Andstæður heljarátakanna í Gloriu og Credo birtast hvað sterkast einmitt hjá þeim í Sanctus og Agnus Dei, um leið og risa- hljómsveitin skreppur saman í litla grúppu undir forystu einleiksfiðlu. Og ákallið um „ytri og innri frið“, að ekki sé talað um hin mögn- uðu angistaraugnablik, þegar hernaðarbrölt mannsskepnunnar bærir á sér í hljómsveitar- leiknum í Sanctus, ætti ef nokkuð að höfða til Homo sapiens í dag. Dona nobis pacem. Hlustið! Þetta er upplif- un. SINFÓNÍUR NR. 1-9 Ludwig van Beethoven: Sinfóníur nr. 1-9. Orc- hestre Révolutionnaire et Romantique u. stj. Johns Eliots Gardiners. Einsöngvarar í nr. 9: Luba Orgonasova (S), Anne Sofie von Otter (A), Anthony Rolfe Johnson (T) & Gilles Cachemaille (B). Upptaka: DDD, London/Snape/Barelona 11/1991- 3/1994. Arcliiv 439 900-2. Lengd (5 diskar) alls 3.59:33. Aukadiskur m. viðtal við stjórnandann. Vérð: 7.399 kr. SINFÓNÍUR Beethovens eru mest hljóðrit- uðu hljómkviður tónbókmenntanna. Fáanlegar heildarútgáfur á geisladiskum skipta tugum, sé gamli vínýllinn reiknaður með, hugsanlega hundruðum. En er þá ekki þegar vel fyrir löngu búið að segja það sem segja má í túlkun á þessum alþekktu öndvegisverkum? Svarið er nei. Hver kynslóð hlýtur að sjá sína hlið á sígildu verki. Hér er þessutan farnar tvær leiðir í senn: „his- tórisminn“ er kominn að Beethoven - og sagn- réttu útgáfur Gardiners á sinfóníunum níu gætu sem hægast orðið meginframlag kynslóð- ar n.k. aldamóta. Áherzlan sem Gardiner leggur á skýrleika, hin fremur litla hljómsveit (53-60, þar af 40 strengir), upprunalegt tempóval og dýnamík og ekki sízt notkun upphaflegra hljóðfæra og spilaaðferða gera að verkum, að í fyrsta sinn í kannski 150-70 ár heyrast verkin aftur í sem næst upphaflegri mynd. Nú virðist að vísu ekki svo langt um liðið að ætti að skipta vefulegu máli, miðað við það að hljóðfæri okkar tíma voru flest komin til skjalanna’ þegar upp úr 1840 (stálstrengir, nútímaventlar o.s.frv.) En hinn veikari og mjó- slegnari hljómsveitartónn fyrri tíma gerir engu að síður útslagið, þegar talið berst að tempó- kröfum tónskáldsins. Þær fóru í raun aldrei á milli mála (voru áætlaðar af höfundi sjálfum með hinum þá nýuppfundna taktmæli Málz- els), en þóttu snemma fáránlega hraðar og hafa því undantekningarlítið verið hunzaðar á hljóðritum. Og engin furða; því í 100 manna sinfóníuhljómsveitum með þykkum tóni nútím- ans mundi margt drukkna í graut ef farið væri eftir tempófyrirmælum tónskáldsins. Hin áleitna spurning er því: hefði Beethoven valið minni hraða, hefði hann getað heyrt nú- tímahljómsveit fyrir heyrnarmissinn? Ein af mörgum mótsögnunum við þessa erkitýpu allra rómantískra tónsnillinga er nefnilega sú, að meðan hann á síðasta tónsköpunarskeiði hugs- aði 50-100 ár fram, sat hljóðfærahljómur 18. aldar (eðlilega) eftir í innra eyranu - enda þótt kröfur hans til hljóðfæraleikara sam- tímans þóttu taka út yfir allan þjófabálk. Með tilkomu Gardiner-settsins nýja virðist vera kominn einhver merkasti viðmiðunar- punktur fyrir Beethoventúlkun í manna minn- um. Þó að erfitt sé að venjast einstökum stöð- um eins og dósaþunnum fiðlutóninum í upp- hafí Adagioþáttarins í Níunni og Allegrettóinu í Sjöunni, er enn erfiðara að veijast illmótstæði- legu fjörinu sem gegnumsýrir alla spila- mennsku og söng kórs og einsöngvara í Óðnum til gleðinnar. Það sem kynni að þykja áfátt í þunga og breidd, meira en jafnast af eldmóði og kristalstærri nákvæmni. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.