Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 C LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 Opið hús hjá Kór Laugarneskirkju KÓR Laugarneskirkju verður með opið hús sunnudaginn 14. maí kl. 15 í kirkjunni og kaffisölu á eftir í safnaðarheimilinu. Aðgangur er ókeypis en kaffið verður selt. Kór Laugameskirkju er að fara til Austurríkis 28. maí og heldur þar þrenna tónleika. Efnisval kórsins spannar vítt svið en aðaluppistaðan er ís- lenskar kórperlur, en einnig syngur kórinn úr „Magnificat" ertir Jóhann Sebastian Bach, madrígala og endar á negra- sálmum. Stjórnandi kórsins er Jónas Þórir og eru félagar yfir 40 talsins. Handgerðir leirvasar SÍÐASTI dagur sýningar á handgerðum leirvösum í Sneglu listhúsi verður á morgun sunnudaginn 14. maí og er þá opið frá kl. 14-17. Virka daga er Snegla listhús of)ið frá kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Að sýningunni standa sex leir- listakonur sem allar eru þátttak- endur í rekstri listhússins og þær eru; Arnfríður Lára Guðnadóttir, Elín Guðmundsdóttir, Ingunn Erna Stefánsdóttir, Jóna Thors, Sigríður Erla og Vilborg Guðjóns- dóttir Snegla listhús er staðsett á horni Grettisgötu og Klapparstígs. Kertalog a Hvolsvelli NÚ STANDA yfír sýningar á Kertalogi, leikriti Jökuls Jakobssonar hjá Leikfélagi Rangæinga. Sýnt er í húsnæði S?iumastofunnar Sunnu á Hvols- velli. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir, en Kertalog var einmitt fyrsta leik- stjórnarverkefni hennar fyrir 20 árum og nú er Kertalog 30. sýn- ingin sem hún setur upp. Með aðalhluverk fara þau Anna Helgadóttir og Sigurður Bjarni Sigurðsson. Næstu sýningar verða í dag, laugardag, kl. 15 og mánu- dagskvöld kl. 20.30. SELKÓRINN á Seltjarnarnesi efnir til vortónleika í Seltjarnar- neskirkju sunnudaginn 14. maí kl. 17. A efnisskrá tónleikanna eru bæði íslensk og erlend lög. íslenski hluti efnisskrárinnar er valinn sem kynning á íslensk- um þjóðlögum og sálmalögum í útsetningum íslenskra tónlistar- manna. Auk þess er eru nýrri kórlög eftir íslenska höfunda. * Islensk og erlend lög Af erlendum lögum verða fluttir nokkrir negrasálmar, þrjú ung- versk þjóðlög og fleira. Samsetning efnisskrárinnar tekur mið af ferð kórsins á Zemplén-tónlistarhátíðina í Ung- verjalandi í ágúst. Þar verða þessi lög flutt á fimm tónleikum í Búdapest og víðar. Verð aðgöngumiða á tonleik- ana er 1.000 krónur og verða þeir seldir við innganginn. Stjórnandi Selkórsins er Jón Karl Einarsson. Taktu lagið, Lóa á Smíðaverkstæðinu GÍFURLEG aðsókn hefur verið að leikritinu Taktu lagið, Lóa! sem sýnt hefur verið á Smíða- verkstæðinu undanfarna mánuði. Sýningar eru nú orðnar yfir íjöru- tíu talsins og uppselt hefur verið á hveija einustu sýningu. Leikendur eru Kristbjörg Kjeld, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Pálmi Gestsson, Ragnheiður Steindórs- dóttir, Hilmar Jónsson, Róbert Sýningar halda áfram í haust Arnfinnsson og Jón Ólafsson. Leikstjóri er Hávar Siguijónsson. Bráðlega verður gert hlé á sýn- ingum og eru aðeins þijár sýning- ar eftir í vor. Uppselt er á þær allar. Sýningar verða síðan teknar aftur upp í haust. KRISTBJÖRG og Ólafía í Taktu Iagið, Lóa. Heimur ævintýr- anna opnaður íslenska brúðuleikhúsið verður í sumar opið gestum og gangandi sem hafa áhuga á að skoða þær brúður sem Jón E. Guðmundsson hefur unnið seinustu áratugina. Súsanna Svavarsdóttir kom við í leikhúsinu og spjall- aði við listamanninn um safn hans og fram- tíð leikhússins. Morgunblaðið/Júlíus JÓN E. Guðmundsson á vinnustofu sinni í Islenska brúðuleikhúsinu. KÓNGAR, klaufar og drottn- ingar, álfar, dvergar og tröll, bændadætur, kúa- smalar, ömmur og nornir, hjóð- færaleikarar og sagnameistarar, sjóræningjar, draugar og beina- grindur, hundar og kettir eru með- al þeirra karaktera sem um þessar mundir prýða veggi íslenska brúðuleikhússins við Flyðru- granda. Meistari þeirra, Jón E. Guðmundsson, hefur nú — loksins — opnað leikhúsið sem safn og verður það opið í sumar á laugar- dögum og sunnudögum frá klukk- an 13-16. Það lætur ekki mikið yfir sér, þe|tta einstæða leikhús sem býður gestum og gangandi inn um lágar dyr að bílskúr sem snýr að KR-vell- inum þar sem hraðinn og spennan, hrópin og köllin gætu hæglega fullvissað mann um að engan frið sé að finna á þessum stað. Engu að síður þrífast þær vel, hlið við hlið, systurnar íþrótt og leiklist, önnur stórskorin, hin fíngérð, önn- ur vettvangur hávaða, hin staður kyrrðar — þótt báðar höfði þær til sömu þátta í mannssálinni. Þegar gengið er inn í þetta minnsta atvinnuleikhús á íslandi, með agnarlitlu leiksviði, litlum stól- um og Iágum sal, blasir við þvílík ævintýraveröld að hvert barn sem kemur þar inn hlýtur að minnast þess um aldur og ævi. Þama eru þær allar, persónurnar úr ævintýr- unum sem mamma og pabbi lesa á kvöldin, ásamt trönunum þar sem leikmyndirnar verða til, umhverfi þessara persóna, litaspjald og strigi á sínum stað og á sviðinu píanóleikari. Jón_E. Guðmundsson hefur nú rekið íslenska brúðuleikhúsið í 42 ár og eru sýningamar orðnar ótelj- andi. „Ég hef aldrei haldið tölunni saman,“ segir Jón, „hvorki fjölda uppsetninga né sýninga. Hins veg- ar er alveg hægt að telja þær sam- an, því ég hef alltaf haldið gesta- bók.“ Og víst er að Jón eyðir tíma sín- um í annað en tölfræði og saman- burð í tilverunni, því síðastliðið ár hefur hann verið að undirbúa sýn- inguna „Norður kaldan Kjöl“, sem verður færð upp í leikhúsinu í haust. „Þetta erk er eftir vin minn og samkennara til margra ára, Ragnar Jóhannesson," segir Jón. „Hann skrifaði þetta leikrit sér- staklega fyrir íslenska brúðuleik- húsið og það var sýnt í Norræna húsinu 1972. En ég hef hannað nýjar brúður fyrir þessa sýningu og uppsetningin verður allt öðru- vísi, þótt enn sem fyrr verði ég með marionettur.“ í janúar síðastliðnum hélt Jón upp á áttræðisafmæli sitt og það er ekki Iaust við að maður verði undrandi yfir öllum hans framtíð- aráformum og spyiji hvort hann hafi ekkert í hyggju að setjast í helgan stein. „Nei, síður en svo. Ég er alveg á móti því að gera fólk að gamal- mennum um sextugt. Mér finnst hún alveg kolvitlaus þessi pólitík að byija að beina fólki í átt að stofnunum um sextugt og tala um að nú eigi það að fara að hvíla sig af því að það hafi gert svo mikið. Um leið og fólk tengist stofnunum verður það að aumingjum og á ekki afturkvæmt. Þjóðfélagið er byijað að afskrifa það. Ég er þó ekki að tala um fólk sem er veikt og á enga möguleika á þeim bata sem gerir því kleift að sjá um sig sjálft. Fyrir okkur hin er bara svo langur og skemmtilegur tími eftir af lífinu um sextugt." Jón getur trútt um talað, því ekki hafa af- köst hans verið neitt lítil seinustu tuttugu árin. En hvemig sér hann famtíð þessa gríðarmikla safns fyrir sér? „Það má vel vera að þröngt sé um safnið hér í leikhúsinu mínu, en ég hef ekki efni að byggja hall- ir. Hins vegar er þetta eina safn sinnar tegundar á íslandi og auð- vitað vona ég að því verði fundinn staður þar sem betur fer um það. Ég hef verið svo lengi í þessu,“ bætir hann við, „og sem dæmi um það get ég sagt þér að elsta mynd- in sem ég á er frá því ég var 12 ára. Hún heitir Skrifarinn og er skorin út í mahóní. Meðal verka Jóns eru brúður, leikmyndir, mál- verk og skúlptúrar en hann segist enga hugmynd hafa um það sjálfur hvað þetta sé mikið. Hann viti það bara eitt að hann komist ekki að hefilbekknum lengur. Þó hefur hann selt brúður, auk málverka og skúlptúrs, og má finna þær á söfnum í Þýskalandi og á safni í Moskvu. Eftir að hafa skoðað brúðurnar og verkin, sem verða til sýnis í leikhúsinu í sumar, kemur ein praktísk spurning: Hvað ertu lengi að búa til eina brúðu? „Það tekur um það bil mánuð að búa til hveija brúðu,“ svaraði Jón, „og þá er ég að tala um að unnið sé í átta tíma á dag.“ Þau eru því æði mörg dagsverk- in sem gefur að líta á veggjum leikhússins og aldrei að vita nema Jón kippi niður einni og einni brúðu fyrir áhugasama gesti til að sýna þeim hvernig hún virkar; hvernig stjorntækin eru hönnuð og til að láta brúðurnar framkvæma það sem Jón ætlast til af þeim. Sem fyrr segir verður safnið opið á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 13-16 og er aðgangur ókeypis. Ennfremur er hægt að panga leiksýningar fyrir hópa og einstaklinga hjá Jóni gegn vægu gjaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.