Morgunblaðið - 14.05.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 14.05.1995, Síða 1
96 SIÐUR B/C/D regttttKMtaMfe1 STOFNAÐ 1913 108. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Vara við raf- magnsbílum RAFMAGNSBÍLAR geta valdið alvar- legri mengun en bensínknúnir bílar. Þetta er niðurstaða vísindamanna við Carnegie Mellons háskóla í Pittsburgh sem segja að námuvinnsla, bræðsla og endurvinnsla blýs í rafgeyma bílanna geti valdið bánvænni mengun og stefnt lífi þúsunda manna i hættu. Vísindamennirnir segja að fram- leiðsla eins rafmagnsbíls valdi sex sinn- um meiri blýmengun í andrúmsloftinu en smábíll sem knúinn er bensíni með blýi. Þeir áætla að ef aðeins fimm af hundraði 200 milþ'óna bíla í Bandaríkj- unum yrðu knúnir með rafgeymum úr blýi myndu 21.000 tonn af blýi berast út í andrúmsloftið á ári. Ekki þarf mikið af blýi til að valda heilaskemmd- um í börnum og mikið magn getur valdið dauða eða dái. Móðir óþekkra afa skömmuð ELLEN White í Manchester varð held- ur betur hissa þegar hún fékk bréf frá borgaryfirvöldum þar sem kvartað var yfir því að synir hennar lékju knatt- spyrnu á götunum. Konunni var sagt að synirnir hefðu ásamt fleiri drengjum verið nágrönnunum til ama með ærsla- fullu boltasparki við heimili hennar. Embættismennirnir urðu hins vegar álíka forviða þegar þeir komust að því að móðirin er níræð og synir hennar 59, 60 og 64 ára, að sögn The Independ- ent „Mamma varð æst þegar hún fékk bréfið," sagði einn sonanna. „Hún á það til í eliinni að hafa áhyggjur af slíkum hlutum. En mér fannst þetta fyndið. Við erum allir orðnir íifar og höfum ekki búið í húsinu í mörg ár. Ég er enginn Eric Cantona - miklu frekar líkur Stanley Mathews." Staða ösku- bakkans rædd ÞEIR sem beijast gegn reykingum eru ekki hrifnir af sýningu sem hefst í Hönnunarsafninu í Lundúnum í vik- unni. Þar snýst allt um öskubakka. Á sýningunni verða sýndir níu nýir ösku- bakkar og hönnuðir frá fjölmörgum löndum koma þangað til að ræða stöðu öskubakkans undir lok 20. aldarinnar. „Við ætlum að velta fyrir okkur ösku- bakkaheimspekinni," sagði einn af að- standendum sýningarinnar. Reykingar eru yfirleitt bannaðar á söfnum en í Hönnunarsafninu verða reykingamenn boðnir sérstaklega velkomnir. Frjáls eins og fuglinn á svifdreka Morgunblaðið/Halldór Kolbeinsson Fólk fiýr heimili sín í Grikklandi Snarpur skjálfti veldur skelfingu Aþenu. Reuter, LANDSKJÁLFTI, sem mældist 6,6 stig á Richter-kvarða, reið yfir norðurhluta Grikk- lands í gær, laugardag. Margar byggingar eyðilögðust eða skemmdust í jarðskjálftan- um, rafmagns- og símalínur slitnuðu og fólk hljóp skelfingu lostið út á göturnar. Fyrstu fréttir af skjálftanum hermdu að 15 manns hið minnsta hefðu verið fluttir á sjúkrahús. Fólkið meiddist ekki alvarlega, en sumir beinbrotnuðu þegar þeir flúðu í ofboði af heimilum sínum. Gömul hús hrundu Jarðskjálftafræðistofnunin í Aþenu sagði að skjálftamiðjan hefði verið á Kozani- svæðinu nálægt landamærunum að Albaníu, um 135 kflómetrum vestur af Salonika, stærstu borginni í norðurhluta Grikklands. Skjálftinn reið yfir á hádegi að staðartíma þegar margir voru í verslunum að kaupa inn fyrir helgina. Lögreglan sagði að raf- magnslaust hefði orðið á mörgum stöðum á þessum landshluta og mörg gömul stein- hús hefðu hrunið. Óttast eftirskjálfta Kozani er ekki mjög þéttbýlt svæði. Eng- ar fréttir höfðu borist frá nokkrum af- skekktum þorpum, en vitað var að 35 hús eyðilögðust í þorpinu Kalamitzi. Efnt var til fundar í varnarmálaráðuneyt- inu til að ræða hugsanlegar neyðaraðgerðir og grískir embættismenn sögðu að margir íbúanna myndu ekki vilja dvelja á heimilum sínum þar sem þeir óttuðust öfluga eftir- skjálfta. Sprengjutil- ræði í Tókýó Tókýó. Reuter. TÍMASPRENGJA sprakk á alþjóðaflug- vellinum í Tókýó í gær og banvænar málmkúlur dreifðust yfír karlasalerni. Lögreglan sagði að það hefði verið mesta mildi að enginn skyldi hafa dáið eða særst, en salemið var mannlaust. Sprengjutilræðið var í flugstöð, sem 30 japönsk og erlend flugfélög nota og mjög margir farþegar fara um. 60.000 lögreglumenn á verði Að sögn lögreglunnar var öryggisvið- búnaðurinn á flugvellinum aukinn „til muna“ og ekki er útilokað að tilræðið tengist eiturgasárásunum í Tókýó síð- ustu tvo mánuði. Grunur leikur á að sértrúarsöfnuður- inn Aum Shinri Kyo (Æðri sannleikur) hafi staðið fyrir árásunum og rannsókn málsins hefur náð hámarki. Japanskir fjölmiðlar sögðu í gær að leiðtogi safnað- arins, Shoko Asahara, yrði hugsanlega handtekinn á næstu dögum. Um 60.000 lögreglumenn voru á verði við lestar-, strætisvagna- og flugstöðvar vegna ótta við frekari tilræði. PKÓF- rsm* 10 Álagió er míkió ó nemendur í háskólanum, einkum þar sem fjöldatakmörkunum er beitt enda er fallið yfir 80%. MARGSLUNGNI MITTERRAND 12 BR YGGJUSTRAKUR OG KEPPNISMAÐ UR msnmmnmiF Á SUNNUDEGI HEIL KYNSLÓD ^ ÍRASKRA BARNA AD ÞURRKAST ÚT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.