Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 9 FRÉTTIR Byijar velí Grenlæk MJÖG góð veiði hefur verið í svo- kölluðu Flóði í Grenlæk að undan- förnu, en veiði hófst þar um síð- ustu mánaðamót. í opnun veiddust um 250 fiskar og afli síðan verið á góðum nótum. Þess má geta, að í tengslum við rannsóknarve'rkefni á sjóbirtingi í ám á Suðurlandi var fískur veiddur og merktur síðustu dagana áður en svæðið var opnað formlega. Er skemmst frá að segja, að 300 sjó- birtingar veiddust og kom mönnum nokkuð á óvart hve mikill fiskur var á svæðinu. Þarna voru á ferð- inni forystumenn í stangaveiðifé- laginu Armönnum ásamt Magnúsi Jóhannssyni, fiskifræðingi hjá Veiðimálastofnun á Selfossi. Meiri merkingar ... Tvær síðustu helgar hafa menn aðeins getað athafnað sig með stöng fyrir neðan Ægissíðufoss í Ytri-Rangá, en liður í sjóbirtings- verkefninu er þar í gangi. Þar hafa veiðst um það bil 20 fiskar, sjóbirt- ingur, bleikja og staðbundinn urr- iði, 1-4 punda fiskar. Hafa fiskarn- ir verið merktir. Verkefni þetta byijaði aðeins í fyrra og vakti at- hygli manna að einn fiskur, merkt- ur j fyrra, hefur veiðst nú í vor. I vikunni sást „stór og bjartur" fiskur stökkva í Símastreng, þar sem Ytri-Rangá og Þverá renna saman. Þröstur Elliðason, leigutaki árinnar, sagði það vel hafa getað verið hoplax, en þó hefði athygli vakið, að allur siíkur fiskur virtist vera genginn út fyrir löngu þar eð enginn slíkur hefði veiðst eða sést í vísindaveiðunum sem um ræðir. Vel er þekkt víða, að fyrstu laxar sem ganga á vorin komi um eða upp úr miðjum mai. Er það þekkt af Borgarfjarðarsvæðinu og úr hafbeitarstöðvum. Ekkert verður þó fullyrt um fiskinn sem sást skvetta sér í Símastreng. Þá hefur fiskur víðar verið merktur, þannig gekkst Haukur Geir Garðarsson fyrir því á dögun- um, að hoplax var veiddur og merktur í Laxá í Leirársveit. „Við fórum vestur til að fá úr okkur veiðiskjálftann. Náðum átta löxum og einum stórum sjóbirtingi sem allir voru merktir eftir kúnstarinn- ar reglum. Nokkrum smærri sil- ungum var hins vegar sleppt aftur í ána. Þetta var verulega skemmti- legt, hoplaxinn gráðugur og tök- urnar glæsilegar. Fiskurinn var aðallega um miðbik árinnar, en minna efst og neðst,“ sagði Hauk- Norðurártilboði fundið margt til foráttu Fjörtíu manna aðalfundur Veið- ifélags Norðurár fjallaði á fimmtu- dagskvöld um tilboð Péturs Péturs- sonar kaupmanns í alla stangaveiði VEIÐIMAÐUR með tvo væna við Laxfoss í Norðura. í ánni árin 1996 til 2000. í fréttum Péturs að bankatryggingarnar hefur komið fram að Pétur bauð umræddu áttu ekki að taka gildi 32 milljónir fýrir fyrsta árið og fyrr en þijátíu dögum fyrir gjald- alls um 150 milljónir árin fimm, daga. Fyrsti gjalddaginn væri auk þéss sem hann ætlaði að reisa lO.janúar og það þýddi að landeig- nýtt veiðihús fyrir veiðisvæðið endur hefðu ekki slíka tryggingu Norðurá 2. Hefur og komið fram í höndunum fyrr en snemma í des- að Pétur hafi boðið bankatryggingu ember. Ef eitthvað kæmi upp á fyrir umræddum upphæðum og að væri það óásættanlegt að sitja uppi hann gerði tilboðið í samkrulli við með ána óútleigða í desember eða evrópska „veiðiskrifstofu" eins og haft var eftir honum. Á fundi lan- deigenda var hins vegar margt fundið að tilboði Péturs og niður- staðan að svo komnu máli var að staðfesta gjörð stjórnar veiðifélags- ins sem hafnaði boðinu á dögunum. Hins vegar mun vera vilji fyrir því að setja ána í útboð í haust og sjá hvað rekur á fjörur. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins var það eitt og annað sem landeigendur voru ekki sáttir við í tilboðinu sem fyrr greinir. Skal sumt af því tínt hér til. í fyrsta lagi má nefna, að Pétur lagði tilboð- ið fram í eigin nafni og fleiri án þess að umræddir „fleiri“ væru til- greindir. Ekki gátu landeigendur fengið uppgefið hjá Pétri hveijir „fleiri“ væru og því ekki talið við- eigandi eða viðunandi að leigja ána einhveijum sem menn hefðu ekki hugmynd um hveijir væru. I öðru lagi kom fram gagnrýni' á þann hluta tilboðsins sem fjallaði um bankatryggingu á greiðlsum. Hafði Pétur bent mönnum á að hafa samband við viðskiptabanka sinn til staðfestingar, en þegar það var gert kom í ljós að ekki var trygging fyrir hærri upphæð heldur en 6,5 milljónum af 32 milljónum og bankinn hefði ekki upplýsingar um það hvernig Pétur og félagar hans ætluðu að leggja fram trygg- ingar gegn tryggingu fyrir mis- muninum. Hér er aðeins um fyrsta árið af fimm að ræða. í þriðja lagi kom fram í tilboði jafnvel janúar. { ljórða lagi var í tilboði Péturs talan 32 milljónir. Það væri föst tala og ekki verðtryggð. Þó menn gæfu sér að það yrði ekki meiri verðbólga heldur en tvö prósent á ári þá væri ljóst að landeigendur væru ekki að græða meira á tilboð- inu heldur en þeir fá þegar í sinn hlut með útleigunni til Stangaveiði- félags Reykjavíkur. Og hvað væri þetta há tala í raun, t.d. árið 2000, síðasta árið í tilboði Péturs? I fimmta lagi krafðist Pétur for- leiguréttar að leigutíma loknum, en landeigendur kæra sig ekki um slíka klásúlu. I sjötta lagi má nefna fyrirvara um uppkaup neta í Hvítá, að tryggt væri að þau brygðust ekki á leigu- tímanum. Þótt bændur hafi það að markmiði, töldu þeir sig ekki geta ábyrgst neitt í þá veru. Og í sjöunda lagi má nefna það sjónarmið sem upp kom, að lan- deigendur við Norðurá hafa um langt árabil átt gott og farsælt samstarf við íslenska stangaveiði- menn og Stangaveiðifélag Reykja- víkur og ekki sé vilji fyrir því að varpa slíku fyrir róða þegar svo mikið vantaði upp á að menn gætu treyst því sem þeir höfðu í hðndun- um, þ.e.a.s. í tilboð Péturs Péturs- sonar. Viðmælandi Morgunblaðsins, sem sat fundinn, sagði að lokum að samkvæmt ofanskráðu hafi til- boðið komið landeigendum fyrir sjónir sem mjög ófullkomið. Kópavogur/Garðabær/Hafnarfjörður Sameiginleg vatnsveita í athugun SAMEIGINLEG vatnsveita fyrir bæjarfélögin fjögur, Hafnarfjörð, Kópavog, Garðabæ og Bessa- staðahrepp er hugmynd sem gæti orðið að veruleika, að sögn Gunn- ars Birgissonar, forseta bæjar- stjórnar Kópavogs. Gunnar sagði að óháðir aðilar hefðu verið ráðn- ir til þess að gera kostnaðaráætl- un vegna veitunnar; hver kostn- aðurinn yrði við framkvæmdina og reksturinn sjálfan í framtíð- inni, svo og verð til neytandans. Kópavogsbúar eru háðir vatns- kaupum frá Reykjavík og sagði Gunnar þá ósátta við hækkun á afgjöldum sem renna í borgarsjóð Reykjavíkur. I samtali við Magnús Jón Árna- son, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, kom fram að mælingar hafa sýnt að nægilegt vatnsmagn er á Kaldársvæðinu fyrir bæjarfélög- in. Eitt ár í framhaldsskóla í Danmörku Ert þú á aldrinum 14-18 ára? Hefur þú áhuga á að stunda nám í eitt ár í skóla þar sem mikið er um að vera og þar sem þú getur eignast nýja félaga frá öðrum löndum? Þá er Vamdrup Efterskole fyrir þig! Verkleg og bókleg kennsla * Nútímalegar kennsluaðferðir * Próf á grunn- og menntaskólastigi * Fjölbreytt tómstundastarfsemi: Blak, körfubolti, fótbolti, leiklist, tónlist * Námsferðir til t.d. Englands, Spánar, Týrklands * Við tökum við nemendum frá Danmörku, öðrum Norðurlöndum og Evrópu * Kynningar- fundur verður haldinn í Reykjavík! Byijað 1. ágúst! Ennþá laus pláss! Skrífið eða hringið! Vamdrup Efterskole, Kærmindevej 8, DK-6580 Vamdrup. Sími 00 45 48798945. Símbréf: 00 45 43995982. Garðahreppur árg. 1953 Varst þú í gagnfræðaskóla Garðahrepps og ert árg. 1953? Við ætlum að hittast 27, maí 1995 í tilefni þess að í vor eru 25 ár frá því að við útskrifuðumst úr 4. bekk. Einnig þeir sem fóru aðrar námsbrautir, t.d. landspróf eða hættu eru hvattir til að mæta. Hafðu samband við okkur sem allra fyrst og í síðasta lagi 15. maí til að tilkynna þátttöku og fá upplýsingar. Hringdu í: Guðbjörgu Ólafsdóttur, sími 565 1529, Dagmar Gunnarsdóttir, sími 565 7990, Jón Inga Jónsson, sími 565 2737, Harald Hermannsson, sími 588 7407, Hallgrím Victorsson, sími 565 4937, Helgu Harðardóttur, sími 568 8068. Aðalfundur Minnum á aðalfund Vinnuveitendasambands íslands þriðjudaginn 16. maí nk. kl. 11.30 á Scandic Hótel Loftleiðum, Þingsal 1. LÍFSSKÓLINN VESTURBERGI 73 —Sími 557 7070 — Selma Júlíusdóttir ilmfræð- ingur heldur námskeið í meðferð ilmolía og sogæða- nuddi, helgina 20.-21. maí. Námskeið verður haldið laugardaginn 27. maí, í eyrnapunktanuddi og um forvarnir gegn jafnvægisleysi líkamans. Verðdæmi: Sumarhús Verð Fullbúið að utan og fokhelt 40 fm 1.581.250,- að innan m. 20 fm svefnloftí og 44 fm 1.788.600,- uppsettum miiliveggjagrindum 49 fm 1.988.850,- Fullbúið með parketi, eldhúslnnréttingu. 40 fm 2.582.750,- rúmstæðum, baðherb. m. sturtú o.fl. o.fl. 2.759.300,- 49 fm 3.293.350,- Það er kom ið sumar! A næstu dögum sýnum við og seljum stórglæsileg og vönduð sumarhús (heilsárshús) í ýmsum stærðarflokkum á frábæru verði. Líttu við í Borgartúni 25-27 eða á vordögum Húsasmiðjunnar og skoðaðu húsin. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Sumarhúsasmiðjunni, síma 552-2050 eða 989-27858. Einnig veitirFasteignasalan Hóll upplýsingar i síma 10090. Teikningar á staðnum. Hægt er að kaupa húsin á hvaða stigi sem er. Með öllum sumarhúsum fylgir ca 12 fm verönd! Mjög sveigjanleg greiðsiukjör. Hafðu samband! Sumarhúsasmiðjan hf. Borgartúni 25-27,105 Reykjavík, sínft 552-2050, verkst.sími 551 -0850, bílas. 989-27858, fax 552-2002, kt. 480587-1119.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.