Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ STKEITi / ■ Eg varð að taka inn róandi lyf til að geta haldið ófram nómi. ■ Felst „standard" í því að nó inn fólki sem er spennuþolið en hugsanlega hrótt tilfinningalega séð? ■ Við teljum okkur vera í alþjóðlegri samkeppni og verðum því að stand- ast þessar kröfur. isfræði og lögfræði, þar sem fallið er hæst, kemur í ljós að áfallið er mikið, einkum fyrir þá nemendur sem hafa ætíð þótt vera frábærir námsmenn. í þessum fögum eiga menn allt undir einu prófí komið, því ef þeir falla verða þeir að bíða frá sjö mánuðum upp í heilt ár til að geta þreytt prófið á nýjan leik. Við það bætist að þeir fá ekki tú- skilding frá lánasjóði og verða að treysta á örlæti ættingja sinna. Því er spennan gífurleg og lestur og vökur oft meiri en eðlilegt getur talist. að bæta við námsefni fyrir hvert próf þarna í lagadeildinni, bæklingur hér og bæklingur þar og þannig auka þeir kröfurnar með hverju prófi.“ „Eg hef haft mjög miklar áhyggj- ur af því andlega álagi sem börn mín hafa búið við. Það sem er iagt á þessa nemendur í sjálfu náminu og á ferlinu öllu er ekki mannlegt. Það er enginn stuðningur við þetta fólk og þetta háa fall er alls ekki eðlilegt. Það er verið að reyna að bola þeim í burt með því að hafa álagið ómannúðlegt.“ Álqgió er mikió á nemendur í háskólanum, einkum þar sem fjöldatakmörkunum er beitt enda er fallió yfir 80%. Margir þurfa á lyfj- um aó halda til aó geta þraukaó, andlega og fjárhagslega. Kristin Marja Bald- wrsdottir ræddi vió nemendur og nokkra stjórnendur í háskólanum um þann veruleika sem sumir stúdentar búa vió. PRÓFIN standa nú sem hæst hjá framhaldsskólanemend- um með tilheyrandi spennu og kvíða. Streitan sem þeir búa við er þó ekkert í líkingu við þá próf- streitu sem háskólanemar þjást af þegar þeir ná ekki prófum í ákveðn- um greinum. Þar gildir ekki ein- göngu að hafa þekkinguna og vera samviskusamur, iieldur líka að hafa mikið pressuþol og vera lunkinn á prófum. Fallið er gífurlegt og menn hafa spurt sig hvort eitthvað kunni að vanta upp á mannlega þáttinn síðar meir þegar nemendur eru vald- ir inn með núverandi hætti. í sumum greinum, eins og til að mynda í lækn- isfræði og lögfræði, eru nemendur stundum á byrjunarreit í heil tvö til þijú ár, heilsutæpir, auralausir og fullir efasemda um tiigang lífsins. Lánasjóður léttir þeim ekki lífið nema síður sé og möguleikarnir til að nýta það námsefni sem þeir hafa þó legið yfír nótt og dag eru engir. í Háskóla íslands eru formlegar fjöldatakmarkanir í læknisfræði, þar sem 30 efstu nemendur komast yfír á annað ár, í hjúkrunarfræði þar sem 60 komast áfram, í sjúkraþjálfun þar sem 20 komast áfram og í tann- læknadeild þar sem 6 komast áfram. í öðrum deildum er lágmarksein: kunn ekki alls staðar sú sama. í lagadeild er þess krafíst að nemend- ur fái 7,0 í almennri lögfræði til að komast yfir á annað ár, í verkfræði og raunvísindadeild er lágmarksein- kunn í flestum greinum 4,0 og lág- markseinkunn í öðrum deildum er alla jafna 5,0. Nemendur tala því um dulbúnar fjöldatakmarkanir í lagadeild. Þess má geta að nemendur sem fá ein- kunnina 5,0 í læknisfræði eru ekki fallnir þótt þeir komist ekki áfram, og fá því námslán, en nemendur sem ná ekki einkunninni 7,0 í lagadeild fá ekki námslán. Það er því spurning hvort ekki sé verið að mismuna nem- endum í þessu tilviki. Fjöldalakmarkanir En hver er ástæðan fyrir fjölda- takmörkunum? „Kennslugeta deildarinnar hefur verið metin ítrekað, síðast fyrir tveimur árum og var reyndar af sumum talin vera ívið minni en hún er núna,“ segir Einar Stefánsson, varaforseti læknadeildar. „Þetta mat byggist á þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er til að kenna klíniskar og verklegar greinar." Það er aðstöðuleysi á sjúkrahús- um sem veldur því að fleiri komast ekki að í læknadeild, en hver er ástæðan fyrir hinni dulbúnu síu í lagadeild? Hvers vegna er lágmarks- einkunnin 7,0 í lagadeild en ekki í öðrum deildum? Og er eitthvað til í þeim orðrómi að það sé stétt lög- fræðinga úti í bæ sem stjómi því hversu margir nýir lögfræðingar nái því að útskrifast? „Almenn lögfræði er aðfarargrein eða yfirlitsgrein og því eðlilegt að gera kröfur um hærri einkunn þar en í öðrum greinum," segir Þorgeir Örlygsson, deildarforseti lagadeild- ar. „Frá árinu 1949 hefur fyrsta einkunn verið áskilin í lögfræði. Hún var þá 10 og 'h sem jafngildir 7,0 á núverandi einkunnaskala. Laga- námið er erfitt nám og það hefur verið talið eðlilegt að gera miklar kröfur í upphafí þannig að mönnum sé ljóst að hverju þeir gangi. Lagadeildin er ekki með neina stéttarhagsmunagæslu fyrir starf- andi lögfræðinga. Hún gerir fyrst og fremst akademískar kröfur til nemenda sinna. Það hefur verið tal- inn kostur deildarinnar og hún út- skrifar þar af leiðandi góða lögfræð- inga.“ Fall Ef litið er á einstaka kennslu- greinar er fallið langhæst í laga- deild, eða 83,7%. Af þeim 190 nem- endum sem þreyttu próf á fyrsta ári nú í janúar náði 31, en 159 nemend- ur sátu eftir. í læknisfræði var fallið, eða tala þeirra sem komust ekki áfram, 80,8%. Af 156 nemendum sem þreyttu prófið sátu 126 nemendur eftir. í öðrum greinum þar sem fjölda- takmörkunum er beitt er fallið, eða tala þeirra sem komast ekki áfram, hæst í sjúkraþjálfun, 78%, í tann- læknadeild 57% og í hjúkrunarfræði 50%. í greinum þar sem fjöldatakmörk- unum er ekki beitt, hvorki formleg- um né dulbúnum, eru ákveðin próf sem hindra nemendúr í að komast áfram upp á annað ár. Þar er fallið hæst í raunvísindadeild 46,8%, í við- skiptadeild 41,9%, í félagsvísinda- deild 39,7%, í heimspekideild 32,8% og í verkfræðideild 17,4%. Á lyf jum til aó þrauka I ofannefndum greinum féllu, eða komust ekki áfram, rúmlega 600 nemendur, þar af 280 í læknisfræði og lögfræði. Þá eru ekki meðtaldir þeir nemendur sem falla í greinum sem hér hafa ekki verið nefndar. Og hvaða áhrif skyldi það hafa á nemendur að falla, andlega og ekki síður fjárhagslega? í samtali við nokkra nemendur sem hafa þá reynslu að baki úr lækn- Þeir nemendur sem eftirfarandi ummæli eru höfð eftir náðu í annað, þriðja eða fjórða sinn og héldu áfram námi, annaðhvort í sömu deild eða annarri. „Ég vissi að hvetju ég gekk þegar ég innritaði mig í deildina, samt var þetta áfall. Ég hafði alltaf verið með þeim hæstu í skóla og skyndilega var ég orðinn fallisti." „Ég skammaðist mín hroðalega og fékk svo mikla minnimáttarkennd að hegðun mín breyttist. Eftir fallið fór ég að fá magaverki og hef nú verið með magabólgur og á sterkum magalyfjum í þau þijú ár sem ég hef verið í deildinni." „Ég var lengi reiður og svekktur, því ég hafði oft lesið í tíu til tólf tíma á dag. Ég hélt þó áfram en þetta hefur verið hálf dapurlegur tími, auk þess sem ég er orðinn stór- skuldugur.“ „Eftir að ég hafði jafnað mig eft- ir fyrsta áfallið fór ég að telja sjálfri mér trú um að það væri eitthvað að mér. Ég fékk í ristilinn eftir fyrsta prófíð og var á lyfjum í tvö ár. Þeg- ar ég náði loks prófí í deildinni hætti ég, því ég sá að þetta var ekki það sem ég hafði áhuga á. Heilsan batn- aði um svipað leyti og ég skipti um deild.“ „Ég fór varla út í mánuð eftir fallið og brast í grát af minnsta til- efni. Ég varð að taka inn róandi lyf til að geta haldið áfram námi.“ „Ég missti gjörsamlega sjálfs- traustið og komst að þeirri niður- stöðu að ég væri of heimskur til að stunda alvarlegt nám. Ég hætti þó ekki því ég sá að það voru fleiri á sama báti og ég. Það er ekkert leynd- armál að það er annar hver nem- andi á róandi lyfjum og magalyfjum í þessum deildum og sumir verða að taka inn svefntöflur þegar álagið er mest.“ Þegar rætt var við foreldra nokk- urra nemenda í þessum greinum kom greinilega fram óánægja þeirra, áhyggjur og reiði. „Það eru ómannúðlegar kröfur og gjörsamlega óraunhæft að ætlast til þess að nemendur komist yfir þetta efni sem þeim er ætlað í læknisfræð- inni. Við höfum oft venllegar áhyggjur af geðheilsu sonar okkar.“ „Okkur fínnst þeir ævinlega vera Innlstcaóulausar ávfsanir Til að kóróna áfallið bætast fjár- hagsáhyggjumar við. Prófstreitan eykst til muna þegar nemandinn veit að ef hann stendur sig ekki, og á ekki foreldra sem geta haldið hon- um uppi, lendir hann í skuldasúpu eða verður að hætta námi og leita sér að vinnu. í því láglaunalandi sem ísland er orðið fer þeim foreldrum fækkandi sem geta kostað háskólanám bama sinna. Þeir sem hafa ekki tök á að vinna með náminu, námsins vegna eða fá ekki atvinnu, verða að leita á náðir lánasjóðs. Námslán eru greidd að vori eða um jólin eftir að námsmaður hefur lokið prófum og fullnægjandi ein- kunnum hefur verið skilað inn til lánasjóðsins. Margir námsmenn verða því að framfleyta sér með yfir- drætti á ávísanareikningi þar til lán- in eru útborguð. Vextir á þessum yfírdráttarlánum eru 10-13%. Lána- sjóður lánar svo fyrir þessum vöxt- um svonefndar váxtabætur, en lánar ekki fyrir vöxtum yfír sumarið. Þá vexti verður nemandinn að greiða strax. „Þannig bera námsmenn kostn- aðinn af vöxtunum og greiða umtals- verðar fjárhæðir til bankakerfisins,“ segir Guðmundur Steingrímsson, formaður stúdentaráðs. „Það er talið að þessi fjárhæð geti numið allt að 50-80 milljónum króna á ári. Náms- maður sem nær- ekki 75% náms- árangri vegna veikinda eða falls verður að taka haustpróf og það kostar hann kr. 5.050. Það er sá vaxtakostnaður sem hann greiðir yfír sumarið. Ef hann nær ekki haustprófi er skuld hans á yfírdrátt- arreikningi orðin kr. 225.450. Ef þessi námsmaður er með tvö böm á framfæri þarf hann að greiða vaxtakostnað að upphæð kr. 11.321 og ef hann nær ekki haustprófí er skuld hans á yfírdráttarreikningi orðin kr. 500.614. Það getur því kostað námsmenn háar fjárhæðir að bregðast bogalist- in eða bara veikjast á óheppilegu augnabliki. Þetta eru mjög strangar námsframvindukröfur og ég held að menn hafi ekki áttað sig á þessum göllum eftirágreiðslukerfisins."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.