Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HINN MARGSLUNGNI MITfERRAND Blað er brotið í sögu Frakklands þegar Frangois Mitterrand lætur af embætti forseta í byijun næstu viku, segir Steingrímur Sig- urgeirsson. Ferill Mitterrands hefur verið skrautlegur og hann oft umdeildur. Það er þó ljóst að hann hefur þegar markað sér sess í sögu Frakklands. Reuter MITTERRAND við niinningarathöfn um ungan Marokkóbúa, sem drekkt var í Signu þann 1. maí sl, EGAR ég verð stór ætla ég að verða annaðhvort páfi eða konungur," sagði Mit- terrand eitt sinn sem barn. Hann varð hvorugt. Og þó. Mitterrand hefur gegnt embætti Frakklands- forseta í fjórtán ár, jafnvel lengur en Charles de Gaulle hershöfðingi, sem árum saman var helsti póli- tíski andstæðingur hans en að sama skapi ein helsta fyrirmynd, er hann sjálfur náði hinu langþráða takmarki. De Gauelle gegndi „að- eins“ forsetaembætti í tíu ár. Sem forseti hefur Mitterrand nýtt sér hin „konunglegu" völd forsetaemb- ættisins til fulls og hið virðulega, alvarlega fas hans hefði sæmt flestum páfum vel. Ferill Mitterrands, sem fæddist í vesturhluta Frakklands árið 1916, er margbrotinn rétt eins og persónuleiki hans sjálfs. Hann ólst upp í fimm þúsund manna smábæ, skammt frá borginni Cognac, og starfaði faðir hans sem stöðvar- stjóri á lestarstöðinni i nágranna- borginni Angouleme. Umhverfí hans var klassískt, kaþólskt mið- stéttarumhverfi þessa tíma. Þrátt fyrir að hann hafi verið í sviðsljósi franskra stjómmála í hálfa öld er hann enn að mörgu leyti ráðgáta. Franz-Olivier Gies- bert, ritstjóri Le Figaro og höfund- ur bókarinnar „Le Président", seg- ir í nýlegri Spiegel-grein, að alla tíð hafí ferill Mitterrands einkennst af undarlegu samspili hins versta í samblandi við hið besta. Mitterr- and hafí verið kaldhæðinn en jafn- framt víðlesinn, hugsjónamaður en ólæknandi nautnaseggur, maður með framtíðarsýn en jafnframt macchíavellískur í hugsun. Það sé heldur engin tilviljun að Mitterrand hafi alla tíð verið mikill aðdáandi heimspekingsins Descartes, boð- bera efahyggjunnar, sem að mati forsetans endurspeglar best hina frönsku þjóðarsál. Samstarf við hægriöfgamenn A stúdentsárum sínum á fjórða áratugnum gældi Mitterrand við hreyfíngu hægriöfgamanna. Hann barðist í síðari heimsstyrjöldinni, særðist alvarlega og var tekinn tií fanga af Þjóðveijum. Þegar hann flúði fangabúðir Þjóðverja eftir ósigur Frakka gekk hann ekki strax til liðs við andspymuhreyf- inguna heldur leitaði sér athvarfs í Vichy. Hann átti ekki samstarf við hemámsliðið en var í nánum samskiptum við þá sem það gerðu. í nýlegri bók um fortíð Mitterr- ands, sem rituð er með samþykki hans, kemur fram að hann hafí verið aðdáandi Pétains og vinur Réne Bouscet, hins illræmda lög- reglustjóra Vichy. Þetta breyttist hins vegar árið 1943 er stríðsgæfan snerist Þjóð- veijum í óhag. Mitterrand lagði til atlögu við leppstjóm Pétains mar- skálks, gerðist andspymuhetja og var hylltur sem slíkur af de Gaulle í ævisögu hans þó svo að andað hafi köldu milli þeirra tveggja frá upphafí, vegna valdabaráttu innan andspyrnuhreyfíngarinnar. Giesbert segir hann vera hina fullkomnu persónugervingu Frakklands þessa tíma. Þess Frakklands sem hyllti Pétain áður en það hóf de Gaulle til skýjanna. Þegar stríðinu lauk var hann, einungis 27 ára gamall, einn þeirra fimmtán manna, sem de Gaulle fól stjórn landsins fyrstu dagana eftir frelsun landsins. Mitterrand stofn- aði lítinn flokk, vinstra megin við miðju, og gegndi ellefu sinnum ráðherraembætti á tímum fjórða lýðveldisins, fram til ársins 1958. Sameinaði sósíalista Á sjöunda áratugnum, í kjölfar stofnunar fímmta lýðveldisins, gerðist Mitterrand boðberi sósíal- isma og einn helsti andstæðingur de Gaulles í stjórnmálum. í júní- mánuði árið 1971 sameinaði hann hina mörgu flokka og flokksbrot franskra sósíalista í einn flokk, Parti Socialiste, á sögulegu þingi í bænum Epinay-sur-Seine. Flokkurinn var málsvari hefð- bundinna sósíalískra kreddna og átti náið samneyti við franska kommúnistaflokkinn. Árið 1972 undirrituðu flokkamir tveir sam- eiginiega stefnuskrá en Mitterrand gætti sín þó ávallt á því að ítreka það sem skildi flokkana að ekki síður en það er sameinaði þá. Hann barðist fyrir „sósíalisma hins mögulega", líkt og hann ritaði árið 1971, og lagði áherslu á húman- isma og baráttu fyrir mannréttind- um. Olíkt kommúnistum ákvað Mitterrand að hlíta þeim leikregl- um fímmta lýðveldisins, sem de Gaulle hafði mótað 1958. Sósíalist- ar sættu sig við hið lýðræðislega umboð ríkisvaldsins í stað þess að ætla að sækja valdið til hins „bylt- ingarsinnaða“ fjölda. Allt miðaði þetta að því að ná hinu æðsta valdi ríkisins í sínar hendur en Mitterrand hafði fyrst boðið sig fram til forseta árið 1965, þá gegn de Gaulle. Slagorð hans í kosningunum var „ungur forseti fyrir nútíma Frakkland" og meðal umdeildustu baráttu- mála hans var að leyfa sölu getn- Giesbert segir Mit- terrand vera hina fullkomnu persónu- gervingu Frakklands þessa tíma. Þess Frakklands sem hyllti Pétain áður en það hóf de Gaulle til skýj- anna. Hann sýndi lítil svip- brigði þegar Ijést var að hann hefði náð kjöri sem f orseti og þegar stuðningsmað- ur hrópaði til hans og spurði hvert yrði fyrsta verk hans svaraði hann rólegur: „Fara á fætur. Það er það fyrsta sem ég geri á hverjum morgni." aðarvarna. Þó að hann biði ósigur kusu 44,8% kjósenda hann í síðari umferðinni og Mitterrand var orð- inn að sjálfstæðu afli í frönskum stjórnmálum. Sést það best á þeg- ar næst var kosið til forseta, þrem- ur árum síðar, hlaut frambjóðandi sósíalista, Gaston Deferre, ein- ungis um 5% atkvæða gegn Ge- orges Pompidou. Mitterrandískur flokkur Sósíalistaflokkurinn var ekki aðeins umgjörð utan um ákveðna hugmyndafræði heldur kannski öðru fremur stökkpallur fyrir for- setaframboð Mitterrands. Til að ná því markmiði að komast í Elysée-höllina varð hann að sam- eina vinstrimenn og ýta kommún- istum til hliðar. Flokkurinn var sósíalískur en fyrst og fremst mitt- erandískur. Markmiðinu náði hann í þriðju tilraun, tíu árum eftir stofnun Sós- íalistaflokksins, í forsetakosn- ingunum árið 1981. Eftir að hafa hlotið 26% atkvæða í fyrri umferð kosninganna hlaut hann tæp 52% í þeirri síðari og sigraði þar með Valéry Giscard’d Estaing, sitjandi forseta. Mitterrand hafði beðið úrslit- anna í smábænum Chateau-Chinon í miðju Búrgundarhéraði, þar sem hann hafði verið borgarstjóri frá árinu 1959. Hann sýndi lítil svip- brigði þegar ljóst var að hann hefði náð kjöri sem forseti og þegar stuðningsmaður hrópaði til hans og spurði hvert yrði fyrsta verk hans svaraði hann rólegur: „Fara á fætur. Það er það fyrsta sem ég geri á hveijum morgni." Stefnuskrá Mitterrands fyrir kosningarnar var mjög vinstrisinn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.