Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 15 Ásdís Valdimarsdóttir lágfiðluleikari Gengin til liðs við heimskunnan strengjakvartett ÁSDÍS Valdimarsdóttir lágfiðlu- S leikari hefur gengið til liðs við hinn heimskunna strengjakvartett Chil- ingirian í London. „Þetta er draum- ur lágfiðluleikarans og í raun það besta sem ég get hugsað mér að gera,“ segir Asdís sem hefur verið búsett í Frankfurt í Þýskalandi undanfarin ár og starfað með Deutsche Kammerphilharmonie. Mun hún flytja búferlum til London í haust og taka til óspilltra málanna við tónleikahald með Chilingirian. Chilingirian hafði um hríð verið á höttunum eftir nýjum lágfiðluleik- ara en sá sem fyrir var sagði skilið við kvartettinn til að geta sinnt tónsmíðum. Mörgum var boðið að spreyta sig með kvartettinum og var Ásdís í þeim hópi. Strax að leik loknum var henni boðið starfið. „Ég hélt að ég yrði að bíða lengi eftir niðurstöðunni en þeir virtust alveg vissir í sinni sök. Þetta snýst ekki um það hver getur spilað best held- ur hver passar best inn í kvartett- inn. Það má nefnilega lílq'a strengjakvartett við eitt hljóðfæri sem fjórir spila á.“ Fjórir listamenn frá fjórum löndum Chilingirian var stofnaður árið 1971. Tónlistarmennirnir koma Ásdís Valdimarsdóttir hver úr sinni áttinni og nú skipa kvartettinn Armeni, Suður-Afríku- búi og Breti, auk Ásdísar. Hinir tveir fyrstnefndu hafa tekið þátt í starfinu frá upphafi. Ferðalög setja sterkan svip á starf kvartettsins og hefur hróður hans borist víða. Á næsta starfsári mun Chilingirian til að mynda fara til Norðurlandanna, meginlands Evrópu, Suður-Afríku og Banda- ríkjanna. • ÚT ER komin bókin Leifur Breiðfjörð eftir Aðalstein Ingólfs- son listfræðing. Leifur Breiðfjörð er kunnasti gler- listamaður okkar íslendinga og brautryðjandi í sinni grein. Glerlistaverk hans er að finna í guðshúsum og opinberum bygging- um um allt land, svo og í Þýska- landi og Skotlandi. Bókinni er ætlað að gefa grein- argott yfirlit yfir glerlist Leifs Breiðfjörð. Birtar eru litljósmyndir af um sjötíu verkum eftir hann og ritar Aðalsteinn Ingólfs- son listfræðingur ítarlegan t.exta um glerlist á íslandi og verk Leifs í því samhengi. Útgefandi er Mál og menning. Bókin Leifur Breiðfjörð eftir Aðalstein Ingólfs- son ergefín út á þremur tungumál- um, íslensku, ensku ogþýsku. Hún er 68 bls., unnin íprentsmiðjunni Oddahf. Verð 4.980 kr. Nýjar bækur Leifur Aðalsteinn Breiðbjörð Ingólfsson Framhjáhald í Flórída KVIKMYNPIR Bíóhöllin Fjör í Flórída „Miami Rhapsody" ★ ★ Leikstjóm og handrit: David Frankel. Aðalhlutverk: Sarah Jessica Parker, Antonio Banderas, Mía Farrow og Paul Mazursky. Hollywood Pictures. 1995. RÓMANTÍSKA gamanmyndiii Fjör í Flórída segir af skrautlegum framhjáhaldssögum í lítilli fjöl- skyldu sem býr í Miami og stendur tæpast undir þeim öllum. Höfundur myndarinnar og leikstjóri, David Frankel (hann er einnig meðfram- leiðandi), gengur kannski full greinilega í gamansmiðju Woody Allens í frásagnarhættinum; margt samtalið er þó sniðuglega samið og setningarnar gamansamar án þess að búa yfir neinni dýpt. En maður á bágt með að trúa að svo mikið framhjáhald rúmist í einni fjöl- skyldu og sögurnar verða einhvem- veginn allar mjög svipaðar áður en bundnar eru fallegar slaufur á þær undir lokin og allt fellur aftur í skorður að hætti Hollywoodmynd- anna. Sarah Jessica'Parker leikur mjög hressilegan sögumann myndarinnar sem talar inn í myndavélina í byrjun og leiðir áhorfandann um framhjá- höld sinnar undarlega svikulu fjöl- skyldu. Þau eru rakin í röð endur- lita svo maður má hafa sig allan við að fylgjast með í nútíð og for- tíð. Faðir hennar heldur framhjá og móðir hennar svarar með því að sofa reglulega hjá sér helmingi yngri manni. Eldri bróðirinn heldur framhjá óléttri konu sinni því hún vill ekkert kynlíf eins og á stendur og yngri systirin giftir sig og drífur þegar i að finna sér elskhuga m.a. af því nýi maðurinn er svo nískur! Þetta er auðvitað ofhlaðin frá- sögn og missir allan trúverðugleika þegar líða tekur á myndina. Með kynnum Jessicu Parker af hjónalífi nútímans frá giftingu (yngsta syst- irin) til miðaldra lífsins (eldri bróðir- inn) og loks efri áranna (foreldrarn- ir) vill Frankel gera fjörlega og gamansama úttekt á hjónabandinu, ást, framhjáhaldi, sambúð án gift- ingar, hræðslu við giftingu og öðru í þeim dúr. Sumt er skondnara en annað (geðtrufluð ástkona föðurins er kölluð Zelda) en mest eltir höf- undurinn persónurnar um götur og hús Miami á meðan þær masa lát- laust hver um aðra. Woody Allen ræður betur við þetta frásagn- arform en nokkur annar þegar hann er ekki að herma eftir Bergman. Tilraun Frankels er stundum fjörleg og skemmtileg en að mestu bitlaus. Arnaldur Indriðason Vatnslita- myndir í Eden NÚ STENDURyfir sýning á 25 vatns- litamyndum Harðar Ingólfssonar í Eden í Hveragerði og er þetta fjórða sýning listamannsins. Hörður nam myndlist í Mynd- lista- og handíða- skóla íslands á ár- unum 1946-49, þar sem hann lauk teiknikennaraprófí. Einnig hefur hánn farið í framhaldsnám- í Ósló og sótt ýmis myndlistarnámskeið. Allar myndirnar á sýningunni eru málaðar á síðustu tveimur árum. Sýningunni lýkur 22. maí. ♦ ♦ ♦----- Þrjár lúðrasveitir SAMEIGINLEGIR tónleikar þriggja lúðrasveita, Laugarnesskóla, Árbæj- ar og Breiðholts og Vesturbæjar verða haldnir í Ráðhúsinu í dag kl. 16. Yfir 130 börn koma saman og halda upp á 40 ára afmæli sveit- anna. Aðgangur er ókeypis. Hörður Ingólfsson NORRÆNT TÓNSKÁLDAVERKSTÆÐI Sinfóníuhljómsveit Stavanger býður norrænum tónskáldum, fæddum eftir 1. janúar 1960, að koma á tónskáldaverkstæði, sem verður starfrækt fram til nóvember 1996. Á grundvelli innsendra skissa/ófullgerðra verka, verða 5 tónskáld valin til að vinna með hljómsveitinni á meðan verkið er skrifað. Faglegur ráðgjafi, stjórnandi og tónlistarmenn munu gefa ábendingar og verkið er hægt að lagfæra og bæta eftir því sem skrifunum vindur fram. Tvö verkstæði verða í gangi í október '95 og í maí '96. Eitt eða tvö verk verða flutt á tónleikum í Stavanger haustið 1996. Frestur til að senda inn fyrstu skissur/ófullgerð verk (tónlist hámark 10 mínútur í flutningi) er 1. ÁGÚST 1995. Nánari upplýsingar gefa samtök tónskálda í hverju landi um sig, eða hægt er að snúa sér til Stavanger Symfoniorkester, sími 00 47 51 50 88 30, heimilisfang: Bjergsted, 4007 Stavanger, Noregi. - « STAVANGER SYMFONIORKESTER FEGRUM MIÐBORG REYRJAVÍRUR HREINSUNARDAGAR í MIÐBORG REYKJAVÍKUR 15.-19. MAÍ Hvetjum húseigendur; verslunareigendur og starfsfólk fyrirtækja og stofnana til að taka til hendinni og hreinsa sitt næsta umhverfi. Ókeypis ruslapokar verða afhentir í bækistöð Gatnamálastjóra við Vegamótastíg (fyrir ofan Laugavegsapótek). Skilja má ruslapoka eftir á gangstéttum við húsveggi. Ekki má setja byggingarefni né umbúðir í pokana. TILBOÐ Jes Zimsen, Hafnarstræti 21, og Brynja, Laugavegi 29, eru með sérstakt tilboð á meðan á hreinsunardögum stendur. Skófla kr. 1.500 Strákústur kr 550 Skófla og kústur kr. 1.950 í framhaldi af hreinsunardögum eru húseigendur hvattir til að mála og fegra hús sín. LÁTTU EKKI ÞITT EFTIR LIGGJA Þróunarfélag Reykjavíkur Borgarstjórinn í Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.