Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 17 ÞESSI litli drcngur i Gwatemala var meö orma og útblósinn maga þegar hann kom til laeknisins. Hann var I jarska niður- dreginn, en þarna er honwm að batna og brosir i fyrsta skipti til Elisabethar. Fólkinu var nú kennt að byggja hús, þar sem hlutföllin væru ekki meiri en 5 á móti 7 og gaddavír notaður til styrktar veggjunum, en leirsteinarnir aðeins í veggnum hálfum og bárujárnsþak. Svo vorum við með heilbrigðis- verkefni, sem ég hafði á hendi. Við unnum fjögur saman í hóp, læknir, hjúkrunarkona, ljósmóðir og fram- kvæmdaaðili. Okkur var ætlað að þjálfa valið fólk úr þorpunum, þar sem einn hafði til dæmis ekki verið í skóla nerflh eitt ár. Síðan að að- stoða það við heimkomuna og kenna því að þekkja almenna sjúkdóma, læra einföldustu læknisráð og frum- meðferð, en að vísa þeim áfram á heilsugæslustöð eða til yfirhlaðinna læknanna, sem þeir réðu ekki við. Við vorum líka að kenna ljósmæð- rum, sem flestar voru einfaldlega konur sem höfðu tekið á móti börn- um. Eftir þriggja vikna námskeið voru þær gerðar út með ljósmæðr- atösku með skærum, umbúðum og öðru nauðsynlegu og brýnt fyr- ir þeim að koma fyrirburafæðing- um á heilsugæslustöðvar til lækna og ljósmæðra. Ég held þó að ég hafi lært meira en ég kenndi fólk- inu, því kurteisisvenjur þar krefj- ast þess að maður sitji og spjalli og þá lærir maður um hefðir og trú. Eitt sinn héldu þeir að ég mundi drepa barn. Ég hafði sett á bamið, sem var með háan hita, kalt vatn, en þarna var venjan að dúða barn með hitasótt eins og mögulegt var. Þeir vissu ekki að mikinn hita þarf að kæla niður, annars getur barnið dáið. Ef barn fékk mislinga vom þau vön að dúða það og setja við eldinn í þeirri trú að það mundi draga blettina út. Við vomm líka með bólusetning- ar. Eitt sinn fór ég með ljósmóður klukkan þijú að nóttu af stað í bíl og svo mest gangandi til að vera komin í viðkomandi þorp klukkan 7, þegar markaðurinn byijaði. Svo bólusettum við öll litlu bömin og öll bömin í skólanum. Síðan var komið aftur eftir tvo mánuði og bólusetn- ingarnar endurteknar. Við vorum að létta undir með læknunum, sem höfðu kannski 40 þúsund sjúklingum að sinna. Og lítið um samgöngur." Hjónabandið bar hana til Ástralíu Eftir þetta vac Elisabeth Balmer við læknisstörf heima í Bretlandi í hálft fjórða ár og vann þá með þekktum læknum í ýmsum greinum. Starfaði við geðlækningar og heimil- islækningar og rak síðan læknastofu með þremur öðmm í East Sussex, þar til hún gifti sig og fór með dipló- matanum Michel Hone til Canberra í Ástralíu á árinu 1983. „Einn af þessum félögum mínum var gamall hijúfur læknir, sem hafði verið þarna þegar „National Health“-kerfið var innleitt 1947,“ segir hún. í Canberra fæddist þeim hjónum sonurinn Barnaby. Fram að fæð- ingu hans vann Elisabeth og byrj- aði aftur að vinna eftir að hann var orðinn 10 mánaða gamall. M.a. leysti hún af serbnesk-króatískan lækni, sem hafði farið til að vera við jarðarför aborginala, en þessi maður hafði mikinn áhuga á frum- byggjum Ástralíu. Við spjöllum svolítið um aðstæður í Ástralíu og Elisabeth segir mér frá símaþýðingarkerfi sem þeir hafa þar. Ef læknir fær sjúkling sem talar tungumál, sem hann ekki skilur, þá getur hann einfaldlega hringt í ákveðið númer og fengið mann með rétta málakunnáttu til að tala við sjúklinginnn og þýða fyrir sig. Næsti áfangastaður __ sendiheira- hjónanna var gerólíkur Ástralíu. Þau voru sent til Santi Vincent eyjar í Vestur-Indíum. Þar var gífurleg fá- tækt. Elisabeth vann þar á morgnana á skurðstofu, sem hún segir að hafi verið mikil viðbrigði frá Ástralíu. Þar urðu læknamir sjálfír að vikta skammtana og láta fólkið fá lyfín. íjónustan við sjúklinga var mjög slæm og langir biðlistar. Önnur eyja varð næsti áfangastað- ur þeirra erlendis, eftir stutta dvöl í Bretlandi. Það var Santi Helena, eyj- an þar sem Napoleon var á sínum tíma fangi. Hún var engu síður sér- stæð. Þangað var engin flugþjónusta, einungis skipsferð annan hvem mán- uð. Þama vora þrír læknar fyrir hálft sjötta þúsund manna samfélag. Þeir urðu að gæta þess að birgja sig vel upp af því sem þeir þurftu og vera sjálfbjarga um allt, enda ekki hægt að senda sjúklinga í burtu. Elisabeth Balmer hefur því verið á mörgum ólíkum stöðum, þar sem oft voru ólíkir sjúkdómar ríkjandi. Hún kveðst hvarvetna hafa reynt að hafa eitthvað í veganesti eftir dvöl á hveijum stað. „Á St. Vincent lærði ég spönskuna sem ég hafði gleymt frá Guatemaladvölinni og á St. He- lenu stundaði ég nám í enskum bók- menntum og náði mér í stúdentsgr- áðu í þeim áfanga. Og á íslandi er ég þegar búin að læra á skíðum, sem ég hafði aldrei reynt fyrr.“ Starfið bíður heima Fram að þeim tíma sem þau komu til íslands hafði Michael Hone sendiherra alltaf verið sendur til suðlægra landa. Ekki aðeins er þetta fyrsta kalda landið sem þau eru í, heldur líka fyrsti staðurinn þar sem Elisabeth stundar engin læknisstörf og hún viðurkennir að hún sakni starfsins að vissu leyti. „Ég hefi ekkert látið mér detta í hug að vinna hér. Ég veit að þið hafið næga lækna og að erlendis bíða íslenskir læknar eftir að kom- ast heim. Auk þess tala ég ekki íslensku og það er mikilvægt að tala við sjúklingana, einkum litlu börnin og eldra fólkið. Svo tekur langan tíma að kynna sér aðstæð- ur. Samt hefði mér þótt gaman að geta gert eitthvað." Elisabeth segir að þau hafi verið mjög ánægð á ísland og kvartar ekkert undan hörðum vetri. Þótti sérstaklega gaman að sjá hér heilu fjölskyldurnar saman á skíðum, jafnvel feður með ungbörn á bakinu í poka. „Ég hefi tekið eftir því að fólk umgengst börn hér með mik- illi þolinmæði og virðingu. Annað sem sló mig þegar ég kom hér var hve konur virðast sjálfstæðar. Ný- lega var hér í erindum ensk kona, sem sagði: Veistu, enginn hefur ennþá spurt mig hvað gerir maður- inn þinn? Aftur á móti er kona spurð hvert sé hennar starf. _ Enn einu hefi ég veitt athygli, að íslendingar bera virðingu fyrir sínum lista- mönnum.“ Hún bætir við að sér þyki verst hvað þau geti lítið ferðast um land- ið á þessu síðasta sumri sínu hér. Þau verði að nota sumarleyfið til að fara til Englands, þar sem þau era að leita sér að húsi til framtíðar- innar. Þau eru samt ákveðin í að komast í Landmannalaugar og aka norður í land þegar þau koma aftur. Þau hjónin ætla að búa nálægt Hastings, ekki langt frá þar sem hún hafði áður iæknastofu, segir Elisabeth Balmer. Þegar hún er spurð hvort hún ætli að starfa sem læknir þegar hún kemur heim svar- ar hún um hæl að hún muni starfa á fæðingar- og kvensjúkdómadeild á spítala og byiji í ágúst 1996. Eftir að þau fara héðan í maí 1996 ætla þau að gefa sér nokkra mán- uði til að koma sér fyrir og koma börnunum í skóla. Elisabeth telur það gott fyrir börn að flytja milli landa, þótt erf- itt sé. Barnaby hafi verið með fólki af öllum gerðum og litarhætti og það forði frá fordómum. Börnin læri að skilja að fólk getur verið öðru vísi og verða víðsýnni. Ekki fer á milli mála að þannig hefur það verið um hana sjálfa. DAEWOO D5320 Pentium ■ 75,90 oglOOMhz ■ 256KB skyndiminni (mest 1MB) ■ 8MB vinnsluminni (mest 256MB) ■ 420MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ 32-bita PCI Local Bus skjákort meðWindowshraðli ■ PCI 32-bita Local Bus og ISA brautir ■ 1MB myndminni (mest2MB) 1280x1024x256 liti ■ ZIF sökkull (320pin) fyrir framtíðar Pentium Overdrive ■ Enhanced dual channel IDE á 32-bita hi speed PCI og ISA braut ■ Uppfyllir EPA og Plug and Play staðal, hljóðlát vifta ■ 2-háhraða enhanced (UART 16550) ■ Enhanced hliðtengi (ECPogEPP) ogmúsartengi ■ D0S 6.22, Windows 3.11 oq mús ■ Verð frá kr.: .MkHJEEj stgr. m/' DAEWOO 2800 DAEWOO 5200 Pentium ■ 66Mhz Intel 486DX2 s 60Mhz Intel Pentium ■ 128KB skyndiminni (mest 256KB) m 256KB skyndiminni (mest 1MB) ■ 4MB vinnsluminni (mest 64MB) ■ 8MB vinnsluminni (mest 128MB) ■ 420MB diskur (256kb buffer) ■ 420MB diskur (256kb buffer) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ 14" lággeisla skjár (örtölvustýrður) ■ OverdriVe sökkull, ZIF ■ Overdrive sökkull, ZIF 237 pinna ■ 32-bita VESA Local Bus skjákort ■ 32-bita PCI Local Bus skjákort ■ 1MB myndminni(mest2MB) ■ 1MB myndminni (mest 2MB) ■ VESA Local Bus og ISA tengibrautir ■ PCI og ISA tengibrautir ■ MS-DOS, Windows og mús ■ MS-DOÍLWindows og mús ■ Kr. * (. stgr. m/vsk ■ Kr.'íjlíljBjljlJJ stgr. m/vsk Lykill; aþ alhliba tölvuiausnum EINAR J. SKULASON HF Grensásvegi 10, Sími 563 3000 RAÐGREIÐSLUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.