Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ BRYGGJUSTRÁKUR OG KEPPNISMAÐ UR Morgunblaðið/Árni Sæberg VIÐSKIPTIAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ►bENEDIKT Sveinsson er fæddur á Eskifirði 1951 og alinn þar upp. Þaðan hélt hann til Hafnarfjarðar til náms í Fiskvinnsluskólanum og útskrifaðist þaðan 1976. Eftir að hafa unnið við gæðaeftirlit, vöruþróun og sölumennsku hjá Sambandinu, tók hann við starfi framkvæmdastjóra Iceland Seafood Limited í Bretlandi 1981. Hann var gerður að framkvæmdasljóra sjávarafurðadeildar Sambandsins árið 1990 og í lok sama árs tók hann við forsljórastarfi hjá íslenskum sjávarafurðum. Eftir Súsönnu Svavarsdóttur SMOKKFISKAR, kolkrabb- ar, stríðshanskar og átök eru nokkur þeirra hugtaka sem óneitanlega er búið að tengja við nafn íslenskra sjávar- afurða á liðnu ári. Fyrirtækið sem stofnað var í lok árs 1990, hefur aukið umsvif sín bæði innanlands og utan og hefur hagnaður fyrir- tækisins aukist jafnt og þétt. Þar spila dótturfyrirtæki Islenskra sjávarafurða ekki litla rullu en þau eru Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum, Iceland Seafood Limited í Bretlandi og Útvegsfélag samvinnumanna hf. Forstjóri íslenskra sjávarafurða er Benedikt Sveinsson og hefur hann gegnt stöðunni frá stofnun fyrirtækisins en hafði þá gegnt stöðu framkvæmdastjóra sjávarút- vegsdeildar Sambandsins um hálfs árs skeið. Hann er einnig stjómar- formaður dótturfyrirtækjanna Ice- land Seafood Corporation og Ice- land Seafood Limited. íslenskar sjávarafurðir er arftaki gömlu sjávarafurðadeildar Sambandsins og að sögn Benedikts stofnað utan um þá hagsmuni sem lúta að sölu og útflutningi á sjávarafurðum. „Við þurfum að vinna fískinn, flytja hann út og sækja á markaði og íslenskar sjávarafurðir eru regnhlífarsamtök, í rauninni fyrstu samtökin um útflutning á sjávaraf- urðum sem breytt hefur verið í hlutafélag - og það er gaman að verða fyrstir til að fara úr sam- vinnuformi yfir í hlutafélagsform,“ bætir hann við. í félaginu eru framleiðslufyrir- tæki alls staðar á landinu, sem hluthafar og umbjóðendur. Að auki eru eigendur að félaginu sem flokkast undir ijárfesta. „Það má segja að félagið sé að meirihluta í eigu framleiðenda og umbjóðenda og að minnihluta eign fjárfesta og almennings, þannig að við erum í rauninni almenningshlutafélag," segir Benedikt. Bryggjustrákur Benedikt á sínar rætur að rekja til Eskifjarðar. „Þar er ég alinn upp og þar með kannski alinn upp sem bryggjustrákur í síld og fiski og á sjó og var töluvert til sjós.“ Frá Eskifírði lá leiðin í Fiskvinnslu- skólann í Hafnarfírði þar sem Benedikt var við nám í fímm ár. Þar með var skólagöngu lokið. „Ég ætlaði í viðskiptafræði í Háskóla Íslands í framhaldi, eins og margir samstúdentar mínir gerðu en hafði satt að segja ekki efni á því. Ég starfaði nokkum tíma sem verk- stjóri í frystihúsum og fór þaðan til sjávarafurðadeildar Sambands- ins þar sem ég starfaði við gæða- eftirlit og vöruþróun og síðar sem sölumaður,“ segir hann. Þaðan lá leiðin til Bretlands þar sem Bene- dikt tók við framkvæmdastjóra- stöðu Iceland Seafood Limited, sem þá var dótturfyrirtæki Sam- bandsins og íslenskar sjávarafurð- ir keyptu seinna. Eftir að heim kom starfaði hann fyrst í stað sem að- stoðarframkvæmdastjóri sjávaraf- urðadeildar Sambandsins og síðan framkvæmdastjóri. Islenskar sjávarafurðir hafa á stuttum tíma orðið eitt af öflug- ustu fyrirtækjunum í íslenskum sjávarútvegi og þegar Benedikt er spurður hver galdur þeirra sé, svarar hann: „Það má segja að fyrirtækið sé stofnað á mjög sterk- um grunni. Sjávarafurðadeildin var mjög stór og öflug og réð yfir um 50% af veltu Sambandsins, þannig að það má segja að við höfum feng- ið mjög góðan heimanmund. Eftir að Islenskar sjávarafurðir voru stofnaðar og gerðar að hlutafélagi hefur reksturinn líka gengið mjög vel og fyrirtækinu vaxið fískur um hrygg.“ Fyrst í stað voru Islenskar sjáv- arafurðir lokað hlutafélag en fyrir tveimur árum var aflétt öllum hömlum af meðferð hlutabréfa og þau boðin á opnum tilboðsmark- aði. Stöðug endurskipulagning á sér stað innan fyrirtækisins og hjá dótturfyrirtækjunum. Benedikt og hans starfsfólk er óþreytandi í leit sinni að meiri hagræðingu og væn- legum mörkuðum fyrir afurðir sín- ar. Sextíu og fimm manns starfa við fyrirtækið hér heima, 15-20 manns í Evrópu og í Bandaríkjun- um um 400 manns ef með eru taldir þeir sem starfa við fram- leiðslu. Það var ekki hlaupið að því að ná viðtali við Benedikt, tók nokkrar vikur því hann er á ferð og flugi til að fylgjast sem mest með starfseminni á öllum vígstöðv- um og það segir sig sjálft að vinnu- dagur hans er æði langur. „Ég byija að vinna um áttaleyt- ið. Morgnamir eru oft sambland af því að vinna með fólkinu í kring- um mig og leysa ýmis mál. Eg nota þá í rútínuvinnu. Seinni part- inn ræði ég við fólk utan fyrirtæk- isins, bæði hér innanlands og er- lendis, og þjóna viðskiptavinum. Venjulega vinn ég til sjö á kvöldin en oft lengur eftir því hvernig á stendur. Á ferðalögum mínum er- lendis er þó vinnudagurinn oft mun lengri en hér heima. Þá er vinnu- álagið mjög mikið. Upp úr miðju ári í fyrra réði Benedikt nýjan forstjóra til Iceland Seafood Corporation í Bandaríkj- unum og vakti sú ráðning undrun margra vegna þess að hinn nýi forstjóri var bandarískur en fram að þeim tíma höfðu yfirmenn fyrir- tækisins verið íslenskir. „Það voru ýmsir þeirrar skoðunar að þetta væru mistök,“ segir Benedikt, „en ég held að komið hafi í ljós að svo var ekki. Það er dálítið sérkenni- legt með okkur Islendinga að við höldum alltaf að við vitum best og getum gert allt miklu betur en all- ir aðrir. Ef við hefðum til dæmis ráðið íslenskan forstjóra, hefði þurft að fínna fyrir hann húsnæði, flytja fjölskylduna út, finna skóla fyrir börnin og aðlögunin að bandarísku samfélagi hefði tekið tvö ár. Það segir sig sjálft að sá aðlögunartími hefði tekið nokkuð mikið af þeirri athygli sem nýr forstjóri þurfti nauðsynlega að veita fyrirtækinu, að ekki sé talað um þann tíma sem hann hefði þurft til að læra á bandarískt markaðskerfi og viðskiptalíf. Hinn nýi forstjóri Iceland Seafood Corp- oration hafði starfað hjá okkur um skeið, hann þekkir þennan markað, þekkir bandarískt viðskiptalíf - og hvað hæfni íslendinga og útlend- inga varðar þegar kemur að því að stjórna fyrirtækjum, þá verð ég nú að minna á það að Islendingum virðist ekki ganga neitt betur að reka sín fyrirtæki hér en erlendum aðilum í sínum heimalöndum. Þar fyrir utan má benda á að bestu skólar í viðskiptum eru ekki hér á landi.“ Stjórnandinn Benedikt kemur fyrir sjónir sem rólegur, jarðbundinn og glaðlegur persónuleiki og ber vinum hans saman um að hann sé hvers manns hugljúfi. Það er þó ljóst að hann er fylginn sér og fastur fyrir og lék blaðamanni forvitni á að vita hvers konar stjórnandi hann er, hvort hann trúir á hinar gömlu hefðbundnu aðferðir að halda fjar- lægð við samstarfsfólk sitt og stjórna með hörku eða hvort hann er hinn mjúki stjórnandi sem skilur allt og alla og passar að starfsfólk- inu líði vel. „Það er nú kannski erfitt fyrir mig að segja til um hvers konar stjórnandi ég er,“ svarar Benedikt, „en ef ég ætti að reyna að lýsa stjórnunarháttum mínum mundi ég segja að þeir væru sambland af háttum gamla og nýja tímans. Sjálfur er ég alinn upp við að vinna mikið og hef unnið með mörgum feiknalega góðum mönnum í gegn- um tíðina. Ég mundi segja að í mínum huga séu vinnusemi og samviskusemi mjög góðir og nauð- synlegir kostir. Metnaðargirni er líka nauðsynleg til að ná árangri yfírleitt. Þessar kröfur geri ég til starfsmanna minna, auk stundvísi sem er nú kannski ekki aðalsmerki þessarar þjóðar. Það sér maður hvað gleggst eftir að hafa starfað erlendis. Hvort heldur er í rekstri og starfsemi fyrirtækja eða bara í daglegu lífi finnst mér að skortur á aga sé mikill löstur. Agi, tillits- semi og virðing held ég að séu hlutir sem verði að _ gera mjög strangar kröfur um. Á sama hátt verða stjórnendur að standa sig gagnvart starfsmönnum sem standast þessar kröfur. Það er alvarleg yfirsjón af stjórnendum að líta á það sem sjálfsagðan hlut, eða láta sem þeir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.