Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ1995 21 Ég vil fá að keppa á heiðarlegum nótum. Einu sinni var maður að keppa um að salta í tunnur, og veiða fisk, svo var það fótboltinn og nú er þetta keppnin. taki ekki eftir því þegar starfs- menn fyrirtækisins uppfylla kröfur þeirra og standa sig vel. Ég er áreiðanlega harður í horn að taka, jafnvel óvæginn, en ég veigra mér aldrei við því að gera það sem ég mundi biðja aðra að gera. Það skapar glaðlegan móral í kringum mann og hvetur fólk til að gera betur; verður til þess að starfsfólk- ið yill takast á við mann. Ég held að við umbunum okkar fólki vel. Við viljum að það komist vel af í sínu lífi. Það sem við viljum helst sjá er starfsfólk sem hlakkar til að koma í vinnuna á hveijum degi og að fara heim á kvöldin." Markaðir í desember síðastliðnum fengu íslenskar sjávarafurðir vottun á gæðakerfi sínu sem nær yfir sölu, hönnun og markaðssetningu af- urða á erlendum mörkuðum ásamt innkaupum og sölu á umbúðum, rekstrarvörum og veiðarfærum. Gæðakerfið á að tryggja aðhald og gott skipulag en Ijóst er að það skiptir sköpum þegar sótt er á erlenda markaði í samkeppni við stór fyrirtæki annarra fiskveiði- þjóða. En hveijir eru helstu mark- aðir fyrirtækisins? „Það eru hinir hefðbundnu markaðir íslendinga,“ segir Bene- dikt, „Vestur-Evrópa í freðfiskin- um og síðan Bandaríkin og Japan. Þessir markaðir eru stórmál, því þeir eru hinir vel borgandi markað- ir. Það er mikil gæfa að íslenskur freðfiskur skuli vera á þessum ríku mörkuðum. íslenskur freðfiskur stendur yfirleitt nokkuð vel hvað gæði varðar á þessum mörkuðum en ef við viljum halda því fram að íslenskur fiskur sé sá besti í heimi erum við að taka mjög stórt upp í okkur. Það verður aldrei nema við leggjum mikið á okkur og vinn- um vel saman. Ef við leggjum ekki mikið á okkur er ekkert lög- mál sem segir að íslenskur fiskur sé betri en annar. Sú fullyrðing að íslenskur fiskur sé bestur hefur klúðrað ýmsu í gegnum tíðina. Hins vegar er íslenskur fiskur mjög góður ef hann er rétt meðhöndlað- ur.“ í framhaldi af umræðunni um gæði liggur beinast við að spyija Benedikt hvemig íslenskar sjávar- afurðir bregðist við þeirri stað- reynd að þorskstofninn minnkar ár frá ári. „Það er deginum ljósara að það er miklu minni þorskur í hafinu en áður, bæði vegna ástandsins á íslandsmiðum og hrunsins í Kanada. Það er alveg Ijóst að ís- lendingar geta ekki dregið fram lífið á því að veiða þorsk, þótt hann sé mikilvægur, þannig að við verðum að leggja áherslu á fleira en þorsk. Þá koma til fleiri tegund- ir og Feitun á mið sem eru utan okkar lögsögu. Upp í hugann koma tegundir sem eru ekkert endilega veiddar við strendur landsins til að selja. Við Afríkustrendur erum við að veiða lýsing til að selja á markaði í Evrópu og Bandaríkjun- um og við veiðum Alaskaufsa við Rússlandsstrendur. íslendingar eiga í auknum mæli eftir að veiða á Qarlægum miðum og semja við aðrar þjóðir um að veiða og vinna fisk fyrir okkur sem við seljum á okkar mörkuðum. Nú eru hér tugir útflutningsfyr- irtækja í fiski. Það eru ekki lengur bara 2-3 stórir útflytjendur eins og áður var. Það verður því stöð- ugt meira mál fyrir okkur að kynna okkar vörumerki og standa vörð um það. Það nægir ekki lengur að segja að við seljum íslenskan fisk, því það er misjafn sauður í mörgu fé.“ Benedikt segist ekki kvíða framtíðinni hvað markaði fyrir af- urðir fyrirtækisins varðar. „Þetta eru svo stórir markaðir að við höf- um óþijótandi verkefni. Því er hins vegar ekki að leyna að Rússland er markaður sem menn hafa áhuga á að skoða á ný. Síðan eru það risastórir markaðir Asíu, þar sem lönd eru mikið að opnast. Það má því segja að markaður fyrir ís- lenska fiskframleiðendur sé rosa- lega mikill. Keppnismaður Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að íslenskar sjáv- arafurðir hafa háð harðan og spennandi kappleik við Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna og fleiri um hlutabréfakaup í íslenskum fram- leiðslufyrirtækjum, fyrst í Vest- mannaeyjum, þá á Akureyri og nú síðast Húsavík. Þótt þeirri keppni hafi verið gerð góð skil hér í Morg- unblaðinu er varla hægt að kveðja forstjóra íslenskra sjávarafurða án þess að spyija hvemig sú keppni horfi við honum. „Veistu," segir Benedikt, „ég hef ofboðslega gaman af starfinu mínu. Það er skemmtilegt og ég vinn með góðu, gefandi og skemmtilegu fólki bæði hér heima og erlendis. En það er mikil sam- keppni í þessari grein og það er ekki síst hún sem gerir starfið eins áhugavert og það er. Ég hef engan áhuga á að skipta landakortinu upp í „ég á austur, þú átt vestur“. Ég vil fá að keppa á heiðarlegum nót- um. Einu sinni var maður að keppa um að salta í tunnur og veiða fisk, svo var það fótboltinn og nú er þetta keppnin. Einhverra hluta vegna hélt ég að öll keppni væri eins í laginu og að menn gætu umgengist hver annan af virðingu og kurteisi eftir að hverri lotu er lokið - því hvers virði er keppni ef andstæðingurinn er ekki verðug- ur? Þær upphrópanir sem hafa fylgt í kjölfarið á þeirri keppni sem við heyjum hafa komið mér á óvart. Ég verð undrandi þegar menn heilsa mér varla, þegar lotunum lýkur, því það hefur aldrei hvarflað að mér að ég gæti hugsanlega eignast óvini í lífínu.“ ^ ' .. ■* v Uj A>'' S^\ '• , I fSfl f S; j|í GLÆSILEG LÚXU SBIFREIÐ MITSUBISHI PAJERO ER BÚINN MÖRGUM GÓÐUM KOSTUM SEM BÍLSTJÓRAR KUNNA AÐ META. ÞAR MÁ MEÐAL ANNARS NEFNA FALLEGT ÚTLIT, FRAMÚRSKARANDI AKSTURSEIGINLEIKA OG ALDRIFSBÚNAÐINN MEÐ FJÖLVALI. ÞÁ SITUR ÖRYGGI BILSTJÓRA OG FARÞEGA í FYRIRRÚMI. MITSUBISHI PAJERO STENDUR TIL BOÐA MEÐ KRAFTMIKLUM BENSÍN- EÐA DIESELHREYFLI. PAJERO DIESEL MEÐ FORÞJÖPPU OG MILLIKÆLIKOSTAR FRÁ 3.494.000 TILBÚINN Á GÖTUNA! STAÐALBÚNAÐUR í PAJERO ER M.A. ÚTVARP OG SEGULBAND, RAFDRIFNAR RÚÐUR, RAFSTÝRÐIR ÚTISPEGLAR, FJAÐRANDI OG UPPHITUÐ FRAMSÆTl, 3JA STIGA STILLANLEG FJÖÐRUN, ÖKUHRAÐASTILLIR. HEKLA óest/ Laugavegi 170-174, sími 569 5500 MITSUBISHI MOTORS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.