Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 25
24 SUNNUDAGUR 14. MAÍ1995 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 25 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MATVÖRUR HÆKKA EGAR vísitala neyzluverðs fyrir maímánuð var birt fyrir nokkrum dögum kom í ljós, að hún hafði hækkað um 0,2% milli mánaða eða um 2,1% á ársgrundvelli, sem veldur ekki áhyggjum. Hins vegar vöktu breytingar á einstökum þáttum vísitölunnar meiri athygli. Þar kom í ljós, að matvörur höfðu hækkað um 1,2% á milli mán- aða. í þeirri hækkun er 5,9% hækkun á grænmeti og ávöxt- um, sem skýrð er með því, að um árstíðabundna hækkun sé að ræða þar sem ný uppskera sé að koma á markað. Brauð hækkar um 4,4% og kartöflur um 3,1%. í frétt í Morgunblað- inu sl. miðvikudag er frá því skýrt, að brauð og kökur frá Mjólkursamsölunni hafi hækk- að um 4-6% og hjá Myllunni um 3-5%. Fyrirtækin gefa þá skýringu, að bæði hráefni og umbúðir hafi hækkað í verði. Hveiti, sykur og smjörlíki hafi hækkað um 9-11%, umbúðir um 19-27%, egg um 20% og þar að auki hafi launakostnaður hækkað í kjölfar síðustu kjara- samninga. Vísitöluhækkunin sjálf sýnir, að verðbólguþróunin hér er enn mjög hagstæð miðað við nær- liggjandi lönd. Hins vegar hlýt- ur hækkun á matvörum að valda áhyggjum. Matvöruverðið hefur haldizt lítið breytt í lang- an tíma og almennt hefur verið talið, að samkeppni í matvöru- verzlun væri svo mikil, að hún héldi verðhækkunum í skefjum. Matvöruverð er viðkvæmasti þátturinn í útgjöldum fjöl- skyldna og fólk verður fljótt vart við hækkanir af þeirri stærðargráðu, sem birtust í nýjustu vísitölu neyzluverðs. Kjarasamningarnir, sem gerðir voru í vetur, voru afrek út af fyrir sig, en tæpast fer á milli mála, að launþegum finnst þeir hafa fengið lítið í sinn hlut. Á sama tíma og fréttir berast um aukinn hagnað stóru fyrir- tækjanna í landinu er hætt við að vaxandi óánægju gæti meðal launþega yfir því, að þeir fái ekki nægilega hlutdeild í batn- andi þjóðarhag. Finni fólk um- talsverða hækkun á matvæla- verði má búast við að sá órói aukist. Nú er uppsveifla í efnahags- málum beggja vegna Atlants- hafs, þótt eitthvað sé að draga úr henni í Bandaríkjunum. Upp- sveiflu fylgir meiri eftirspurn og þá er alltaf hætta á, að vöru- verð hækki í kjölfarið. Hækk- andi verðlag í öðrum löndum kemur auðvitað fram hér eins og raunar er sagt í fyrrnefndri frétt í Morgunblaðinu, þar sem Kolbeinn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Myllunnar, sagði að uppsveiflan erlendis virtist vera að skila sér í hækkun á hráefnisverði. Það skiptir miklu máli fyrir [Ferðin sjálf er fyrirheitið] Þegar við ræðum um tákn og skírskotanir fer ekki hjá því hugur- inn hvarfli að mesta skáldverki miðalda, Hinum guðdómlega gleði- leik, og höfundi hans, Dante Alghi- eri. Um hann má segja einsog bandaríski rithöfundurinn John Updike segir í nýjasta smásagna- safni sínu, The Áfterlife, Enginn tilheyrir okkur, nema í minningunni (Grandparenting); og ennfremur, Þekki manninn af því hvemig hann leikur golf (The Afterlife). Sem- sagt, við þekkjum Dante af því hvemig hann yrkir öðmm betur og svo auðvitað í einskonar minningu sem við höfum ekki endilega upplif- að sjálf, heldur með öðrum. Því að allir hafa heyrt talað um Hinn guð- dómlega gleðileik þótt fáir hafi les- ið hann. Hann fjallar um ferð Dantes um dauðramannaríki, fyrst í fylgd með rómverska skáldinu Virgil um hel- vlti og hreinsunareldinn en síðan einkum með elskunni sinni Beatrísu sem hann hittir í himnaríki og fylg- ir honum unz leiðir skilja. Dante hafði ort um ást sína á Beatrísu La vita nuova og er sagt kveikjar að ljóðinu sé sú að Dante hafi hití hana á götu í Flórens og hún haf; kastað á hann kveðju. Dante var þá 18 ára og næstu árin yrkir hann sonnettur og kansónur sem hann leggur iðulega útaf í La vita nuova. En skáldinu var ekki ætlað að eiga Beatrísu sem giftist 1289 en dó ári síðar, einungis 24 ára gömul (í bók Guðmundar Böðvars- sonar sem þýddi söngva úr Hinum guðlega gleðileik seg- ir að Beatrísa hafí gifzt og dáið 1290 en tímatölin virðast stangast á hjá Guðmundi og Will Durant). En með dauða sínum verð- ur Beatrísa leiðarljós Dantes og ljós lífs hans og skáldskapar þótt sjálfur hafi hann gifzt annarri konu síðar. Dante er ákveðinn í því að Iáta heiminn ekki gleyma eískunni sinni, ekki frekaren Þórbergur, og gerir hana tákn eilífrar ástar. En engan mann hef ég þekkt sem var jafn frábitinn táknlegum skáldskap og Þórbergur sem bendlaði allt slíkt við óexakta lágkúru eða atómgutl. Af ástæðum sem hér verða ekki nefndar var Dante, sem var áhrifa- mikill stjómmálamaður I Flórens um skeið, gerður útlægur frá ætt- borg sinni og kom þangað aldrei eftir það. Hann lézt í Ravenna þar- sem líkamsleifar hans hvíla en Flór- ensbúar hafa einnig reist honum grafhvelfingu í fæðingarborg hans en hún er tóm því líkamsleifar ann- ars eins snillings liggja ekki á lausu ef útí það er farið! Dante fór víða um Ítalíu í útlegð sinni og jafnvel sagt hann hafí gengið til Parísar. Hafi hann orðið svo frægur fyrir þessa ferð sína að margir hafí talið hann hafí stigið niður til heljar og upp í hæstu himna og á þeim tímum gengu kjaftasögur jafnvel hraðar en nú. Egon Friedell segir I bók sinni, Vár Tids Kulturhistorie, að góðborgarar Veróna hafí hrætt böm sín með þessum'orðum, Þetta er maðurinn sem hefur verið í hel- HELGI spjall framtíðarstöðugleika í efna- hagsmálum okkar að vinna gegn hækkun á matvælaverði. Stjórnvöld þurfa því að leita leiða til þess að vinna gegn þeirri þróun t.d. með ráðstöfun- um, sem stuðla að aukinni sam- keppni á matvælamarkaðnum hér innanlands. HÓPFERÐA- BÍLAR OG ÖRYGGI A* UNDANFÖRNUM misser- um hafa komið upp nokk- ur tilvik, þar sem legið hefur- við stórslysum vegna umferð- aróhappa, sem hópferðabílar, fullir af farþegum, hafa lent í. í sumum tilvikum hafa vegir eða mannleg- mistök valdið þessum óhöppum en í öðrum er augljóst, að hár aldur lang- ferðabíla á hlut að máli. Fyrir nokkrum dögum kom fram, að meðalaldur þessara ökutækja er 14 ár, elzti bíllinn á skrá er frá 1942 og 48 hóp- ferðabílar eru framleiddir fyrir árið 1970, eru sem sagt aldar- fjórðungs gamlir eða eldri. Otrúlega gamlir bílar eru t.d. notaðir í ferðalög með erlenda ferðamenn um óbyggðir íslands og mörg dæmi þess, að bílarnir bili og skipta verði um bíla meðan á ferð stendur. Ástæðan fyrir þessu er hins vegar sú, að fjárfesting í nýjum bílum stendur engan veginn undir sér, væntanlega vegna þess, hvað bílarnir eru dýrir. Afleiðingin er hins vegar sú, að öryggi farþega er ekki sem skyldi. Stjórnvöld, útgerðarmenn þessara hópferðabíla og þeir, sem starfa að ferðamálum, þurfa að huga að þessum mál- um. Ferðamönnum á Islandi, ekki sízt í óbyggðum, eru búnar margvíslegar hættur. Það er ástæðulaust að auka á þær vegna þess, að reynt sé að halda úti úreltum ökutækjum. víti — og bent á Dante. En hann hafði komið víða við, hvaðsem öðru leið. Samt hafði hann ekki áhuga á því að bein hans væru á flækingi eftir dauða hans, en hann lézt í Ravenna 13. eða 14. september 1321, hálfu ári eftirað hann lauk við Gleðileikinn guðdómlega og var jarðsettur með konunglegri viðhöfn. Sagt er honum hafí verið boðið að snúa aftur til Flórens 1316 en með þeim afarkostum að honum þótti virðingu sinni misboðið. Á dánar- beði lagði hann blátt bann við því að bein hans yrðu nokkurn tíma flutt til Flórens. Því hvílir hann enn í Ravenna þarsem hann var jarð- settur fyrir tæpum 660 árum. í sagnfræði- og heimspekiriti sínu, The Age of Faith, segir Will Durant: Nú taka menn varla eftir gröfínni sem er handan við hom stærsta torgs Ravenna. Hinn aldni og bæklaði vörður hennar fer fyrir fáeinar límr með hljómfagra fegurð þess kvæðis sem allir lofa, en fáir lesa. Um útlegð Dantes segir Guð- mundur Böðvarsson í formála fyrir þýðingu sinni á 12 kviðum Gleði- leiksins guðdómlega: Sem tímar liðu einangraðist Dante frá útlegð- arbræðmm sínum, Ghíbellínunum, enda af annarri rót runninn þótt samstaða hans með hinum „hvítu" ýtti honum þangað í ölduróti at- burða óskiptra skoðana. Hann getur þess líka að hann hafí að lokum myndað eins manns „flokk“ fyrir sjálfan sig. Og án þess andstreymis alls sem hrjáði hann á marga vegu hefði Gleðileikurinn sjálfsagt aldrei verið saminn m (meira næsta sunnudag) MORGUNBLAÐIÐ REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 13. maí Eggert G. ÞORSTEINS- son, einn af ráðhermm Alþýðuflokksins í Við- reisnarstjórninni fyrri á síðari hluta valdatíma hennar, sem nú er lát- inn, átti þátt í að breikka ímynd þeirrar ríkisstjómar í hugum almennings og styrkja tengsl annars stjórnarflokksins, Alþýðuflokksins, við verkalýðshreyfínguna á tímum, þegar þau tengsl skiptu vemlegu máli. Eggert G. Þorsteinsson var múrari að atvinnu og kominn af sjómönnum. Þeir Ingólfur Jónsson á Hellu komu því úr annarri átt, ef svo má að orði komast í ríkisstjóm, sem að öðru leyti var skipuð háskólaborgumm, þegar hér var komið sögu. Á Viðreisnarámnum fyrri vom pólitísk áhrif sósíalista í verkalýðshreyfingunni enn mikil. Áratuginn áður hafði hvað eftir annað komið til harkalegra átaka á vinnu- markaðnum, ekki sízt í verkfallinu mikla á árinu 1955, þegar nafn Guðmundar J. Guðmundssonar var á allra vörum, en hann var þá að hefjast til vegs og valda I Dagsbrún. Á þessum ámm var brotið blað í samskiptum Sjálfstæðisflokks og verkalýðshreyfíngar, fyrst með samkomu- lagi, sem Ólafur Thors gerði við Eðvarð Sigurðsson í nóvember 1963 og kom í veg fyrir stórfelld verkfallsátök þá og í kjölfar- ið áþvS meðjúnísamkomulaginu 1964, sem Bjarni Benediktsson átti mestan þátt í að gert var enda þá tekinn við embætti for- sætisráðherra. Þegar Guðmundur í. Guðmundsson lét af embætti utanríkisráðherra og gerðist sendiherra og Emil Jónsson tók við emb- ætti Guðmundar í ágúst 1965 stóð valið innan Alþýðuflokksins á milli Benedikts Gröndals og Eggerts G. Þorsteinssonar. Starf Eggerts innan verkalýðshreyfíngar- innar réð úrslitum um, að hann var valinn. Þótt Eggert G. Þorsteinsson gegndi ekki einu þeirra ráðherraembætta, sem mest komu við sögu á þeim tíma, átti hann eftir að koma mönnum rækilega á óvart í ráðherraembætti. Viðreisnarstjóm- in hafði einungis eins atkvæðis meirihluta á Alþingi. Þá var Alþingi skipt í tvær deild- ir og í efri deild munaði einu atkvæði á stjórn og stjórnarandstöðu, þótt stjórnar- flokkarnir hefðu í Sameinuðu þingi 32 þingsæti en stjómarandstaðan 28. Meiri- hluti Viðreisnarstjórnarinnar var því minnsti meirihluti, sem hægt var að kom- ast af með seinni tvö kjörtímabilin, sem hún sat. Og Eggert G. Þorsteinsson átti sæti í efri deild. Mánudaginn 23. marz árið 1970 gerð- ust þau tíðindi að frumvarp, sem ríkis- stjórnin hafði flutt um verðlagsmál og raunar var flutt af öðrum ráðherra Alþýðu- flokksins, Gylfa Þ. Gíslasyni, féll við at- kvæðagreiðslu í efri deild vegna þess, að einn af ráðhermm ríkisstjórnarinnar, Egg- ert G. Þorsteinsson, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Þessi afstaða ráðherrans þótti með ólíkindum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar kröfð- ust þess þegar í stað að annaðhvort ríkis- stjómin eða viðkomandi ráðherra segðu af sér. Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptaráð- herra, varð fyrir svörum af hálfu Alþýðu- flokksins og sagði, að þessi afgreiðsla málsins mundi engin áhrif hafa á stöðu ríkisstjórnarinnar eða störf sín sem ráð- herra. Hann upplýsti jafnframt, að þegar frumvarpið var kynnt í þingflokki Alþýðu- flokksins nokkram mánuðum áður hefðu sex þingmenn flokksins lýst sig fylgjandi því en þrír hefðu verið því andvígir. I mið- stjórn Alþýðuflokksins hefði verið sam- þykkt með miklum meirihluta að gera það ekki að flokksmáli. Jóhann Hafstein varð fyrir svörum af hálfu Sjálfstæðisflokksins og sagði, að það væri síður en svo einsdæmi, að stjórnar- frumvarp félli og þyrfti það engar afleið- ingar að hafa á stjórn eða stjórnarsam- vinnu, nema gefnar hefðu verið út yfirlýs- ingar um að stjórn stæði eða félli með ákveðnu máli. í forystugrein Morgunblaðsins daginn eftir 24. marz kemur glögglega í ljós, að stjórnarflokkamir höfðu öðrum þræði reiknað með stuðningi Framsóknarflokks- ins eða einstakra þingmanna hans, þegar ákvörðun var tekin um að leggja frumvarp- ið fram. Morgunblaðið sagði: „Ýmsir af forystumönnum þess flokks áttu einnig þátt í undirbúningi frv. og höfðu lýst fyllsta stuðningi við það. Þegar verðgæzlufrv. kom fyrst til umræðu á Alþingi fyrir jól, snerist Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, gegn því og vakti það mikla undran þingmanna, ekki sízt í hans eigin flokki. Síðan hefur honum tek- izt að handjáma allt þinglið Framsóknar.“ Mál þetta var helzta umræðuefni Bjarna Benediktssonar,- forsætisráðherra, í viðtali, sem Eyjólfur Konráð Jónsson, þá ritstjóri Morgunblaðsins, átti við hann og birtist í skírdagsblaði Morgunblaðsins það ár. í því viðtali sagði Bjarni Benediktsson m.a.: „Það er algjör misskilningur, sem sumir halda nú fram, að stjórnarsamstarf í þing- ræðislöndum sé háð því, að öll stjórnar- frumvörp nái fram að ganga eða ríkis- stjórn sé sammála um öll mál. í Bretlandi t.d., móðurlandi þingræðisins, er það gam- alþekkt, að flokkar sem starfa saman í ríkisstjórn, hafi gert samkomulag um það, að ágreiningur um hin þýðingarmestu mál hafi engin áhrif á stjórnarsamstarf að öðru leyti. Það er líka alkunna, að hér era oftsinnis flutt stjórnarfrumvörp, sem ríkis- stjórn setur ekki á oddinn, hvern framgang hafi... Eins og á stendur er fráleitt, að þessi málsúrslit splundri stjórnarsamstarf- inu.“ Þótt forystumenn stjórnarflokkanna hafi þannig talað rólega um málið vakti það mikið fjaðrafok í þjóðfélaginu og mikla reiði innan Sjálfstæðisflokksins. Hún end- urspeglaðist m.a. í fréttaskýringu, sem birtist hér í Morgunblaðinu miðvikudaginn 25. marz, tveimur dögum eftir hina sögu- legu atkvæðagreiðslu í efri deild Alþingis. Þar sagði m.a.: „Það verður að segja umbúðalaust, að afstaða Eggerts G. Þor- steinssonar er óskiljanleg með öllu. Skyldi vera fordæmi fyrir því í þingsögunni, að ráðherra snúizt gegn stjórnarfrumvarpi? Með því að greiða atkvæði gegn verðgæzluframvarpinu er Eggert G. Þor- steinsson að greiða atkvæði gegn máli, sem jafnframt heyrir undir flokksmann’ hans í ríkisstjórninni. Sjávarútvegsmálaráðherra þarf ekki að verða hissa á því, þótt menn skilji ekki þessi vinnubrögð. Það verður að teljast útilokað, að þessi afstaða ráð- herrans hafi legið fyrir, þegar ríkisstjómin tók ákvörðun um að flytja málið á Alþingi sem stjórnarframvarp. Ef upplýsingar hefðu verið fyrir hendi þá um, að einn ráðherra í ríkisstjóminni væri svo andvígur frumvarpinu, að hann hygðist greiða at- kvæði gegn því á Alþingi, er næsta ólík- legt að málið hefði verið flutt af ríkisstjórn- inni... með atkvæði sínu í fyrradag hefur Eggert G. Þorsteinsson, sjávarútvegsmála- ráðherra, farið út fyrir þau mörk, sem eðlileg geta talizt í slíkri samvinnu. Hann hefur ekki gert nokkra grein fyrir afstöðu sinni og fyrir henni era ekki sjáanleg nokk- ur skynsamleg rök. En með atkvæði sínu hefur ráðherrann unnið sér sess í þingsög- unni, sem hann er ekki öfundsverður af.“ Þessi niðurstaða blaðamannsins var ein- földun og þröngsýn. Staðreyndin var sú, að Eggert G. Þorsteinsson óx að virðingu á þeim vettvangi, sem máli skipti fyrir hann, innan Alþýðuflokksins og í verka- lýðshreyfíngunni, vegna þess kjarks, sem hann sýndi með afstöðu sinni í efri deild Alþingis. Á þessum tíma voru verðlagsmál afar viðkvæm, Sjálfstæðisflokkurinn hafði barizt fyrir auknu frjálsræði í þeim efnum, en verkalýðshreyfingin óttaðist að það frelsi mundi verða notað til að auka mjög álagningu á nauðsynjavörar almennings. Þótt sjálfstæðismenn yrðu Eggert G. Þor- steinssyni reiðir á þessum tíma, hafði hann sýnt með atkvæði sínu, hvar hann taldi sig eiga heima. Á Viðreisnarárunum sköpuðust trúnað- artengsl á milli ritstjóra Morgunblaðsins SNÆVI þakin Dyrfjöll. fréttamenn era aðgangsharðari en áður og leitað er umsagnar ráðherra um nánast hvaðeina, sem viðkemur þeirra mála- flokki. Þeir ráðherrar, sem mest eru í fjöl- miðlum, hljóta að nota töluverðan hluta af vinnudegi sínum í það eitt að tala við fjölmiðla. Það er nauðsynlegt og eðlilegt að á þessu verði breyting. Ráðherrar eiga ekki að þurfa að afgreiða sjálfír mörg þeirra erinda, sem upp era borin í viðtölum eða símtölum. Hins vegar skiptir máli, að fólk- ið, sem til þeirra leitar, fái viðbrögð og svör. Það er ekki gott til afspumar að síma- skilaboð liggi óafgreidd hjá ráðherrum dögum eða jafnvel vikum saman. Það er áreiðanlega tímabært að huga að því að styrkja skrifstofur ráðherranna þannig, að þeir hafi fleiri pólitíska aðstoð- armenn sér við hlið á meðan þeir gegna ráðherraembætti en nú tíðkast. Sú þörf skapast ekki einungis vegna þess, að af- greiða þurfi erindi, sem berast frá almenn- ingi, heldur líka vegna hins, að pólitísk stefnumörkun í viðamiklum málaflokkum verður stöðugt flóknari. í brezka fjármálaráðuneytinu starfa t.d. nokkrir pólitískir aðstoðarráðherrar, undir einn þeirra heyra öll útgjöld ríkisins en undir annan allar tekjur ríkisins. Morgun- blaðið hefur áður lýst þeirri skoðun, að heilbrigðis- og tryggingaráðuneytið sé að verða eitt erfiðasta ráðuneytið í íslenzka stjómkerfmu. Þörfin fyrir fleiri pólitíska aðstoðarmenn þar er augljós. Raunar er spurning, hvort hér á ekki að taka upp svipað kerfi og í Bretlandi, þar sem ungir þingmenn fá tækifæri til að starfa í ráðu- neytum, sem pólitískir aðstoðarmenn ráð- herra. Sjálfsagt haga ráðherrar þessum málum með mismunandi hætti eins og hentar þörfum hvers og eins. Að jafnaði á það að skipta mestu fyrir fólk að fá afgreiðslu sinna mála en ekki við hvern er talað. Það er full ástæða til að fagna fram- kvæði Björns Bjarnasonar, menntamála- ráðherra til þess að finna nýjar og einfald- ari leiðir í þessum samskiptum. Tölvupóst- kerfið er stórkostleg nýjung, sem sparar báðum aðilum mikinn tíma. Það kerfi er hægt að nota bæði innan stofnana og fyrir- tækja og í samskiptum á milli aðila. Tíma- sparnaður er mikill. Mál era afgreidd fljót- ar en ella. Sparnaður hjá Reykja- víkurborg AÐ UNDAN- fömu hefur mikið verið rætt um halla- rekstur sveitarfé- laga og í stefnuskrá nýrrar ríkisstjómar er sérstaklega tekið fram, að hún muni beita sér fyrir viðræðum við sveitarfélögin um alvarlegan hallarekstur þeirra síðustu árin. Augljóst er, að sá hallarekstur á ekki síður þátt í að halda vaxtastiginu uppi en hallarekstur ríkissjóðs sjálfs. I þessu sambandi er athyglisvert að kynnast tillögum nefndar þriggja borgar- fulltrúa, frá meirihluta og minnihluta, um lækkun rekstrarútgjalda Reykjavíkurborg- ar en nefndin telur unnt að lækka þau um 260 milljónir króna eða um 2,7% auk þess, sem hún leggur til að borgin selji eignir fyrir um 300 milljónir króna. ítarleg grein er gerð fyrir þessum tillög- um í Morgunblaðinu í dag, laugardag, og þær sýna, að víða er komið við. Almennt eru þær hugmyndir sem nefndin leggur fram traustvekjandi og virðast vera raunsæjar. Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn átti fulltrúa í nefndinni verður líka að ætla, að samstaða geti tekizt um þessar aðgerðir í borgarstjórn, sem skiptir auðvit- að máli. Önnur sveitarfélög, ekki sízt hin stærri, ættu að taka þetta framtak Reykjavíkur- borgar sér til fyrirmyndar. I tillögum sparnaðamefndar Reykjavíkurborgar kemur svo sannarlega fram, að margt smátt gerir eitt stórt, þegar t.d. kemur í ljós, að skattgreiðendur í Reykjavík hafa borgað bleiur á börn á leikskólum og lagt í það þijár milljónir króna. Auðvitað er eðlilegt að foreldrar láti bleiur fylgja börn um sínum á leikskóla. Það er þeirra að greiða þann kostnað en ekki útsvarsgreið enda í Reykjavík! Sveitarfélögin eiga ekki að bíða eftir viðræðum við ríkið um leiðir til að draga úr eigin hallarekstri. Þau hljóta að taka þetta frumkvæði sjálf með sama hætti og Reykjavíkurborg hefur gert. og Eggerts G. Þorsteinssonar. Þrátt fyrir harða gagnrýni á síðum blaðsins eins og sjá má hér að framan, héldust þau tengsl alla tíð, bæði meðan hann starfaði á vett- vangi stjómmálanna og einnig eftir að hann varð forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Hann vartraustur stjórnmálamað- ur, sem starfaði alla tíð af einlægni í þágu þess fólks, sem hóf hann til vegs, félags- manna verkalýðshreyfingarinnar. BJÖRN BJARNA- Co'incL'írvEí son> menntamála- damSKiptl ráðherra, benti fólki nýlega á að nýta sér nýjar sam- skiptaleiðir við sig m.a. með tölvupósti og hét því, að þeir sem sendu sér erindi eða skilaboð með þeim hætti mundu fá svar. Þessi ábending ráð- herrans vakti nokkra athygli enda er menntamálaráðherra fyrsti ráðherra í rík- isstjórn íslands, sem nýtir sér nýjar boð- leiðir af þessu tagi með skipulögðum hætti. Ástæða er til af þessu tilefni að staldra' við stöðu ráðherra í samskiptum við al- menning. í því návígi, sem hér ríkir, hefur það jafnan verið svo, að öllum, sem á annað borð eiga einhver erindi við ráðu- neyti, fínnst sjálfsagt að komast í sam- band við ráðherra, annaðhvort með viðtali eða í síma. Langt er síðan ráðherrar í eril- sömum ráðuneytum lentu í erfiðleikum með að sinna öllum þeim viðtalsbeiðnum og símhringingum, sem til þeirra er beint. Þegar Birgir Isl. Gunnarsson tók við embætti menntamálaráðherra á árinu 1987 skýrði hann frá því, að á örfáum dögum hefðu svo margar óskir komið um viðtöl, að hann var bundinn næstu tvo mánuði í þeim. Sum ráðuneyti era erfiðari en önnur. Ef ráðherra sinnir ekki öllum þeim símhringingum og viðtalsbeiðnum, sem á honum dynja, fær hann fljótt það orð á sig, að „það sé aldrei hægt að ná í hann“ eða að „hann sé aldrei við“ eða að „hann tali ekki við neinn“. Þetta vanda- mál ráðherra er ekki nýtt. Það hefur verið viðvarandi í a.m.k. aldarfjórðung. Til viðbótar öllum þeim fjölda, sem leita ásjár ráðherra, koma svo fjölmiðlarnir. Nú era þeir fleiri en áður. Blaðamenn og raonerra og almennings Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson „Staðreyndin var sú, að Eggert G. Þorsteinsson óx að virðingu á þeim vettvangi, sem máli skipti fyrir hann, innan Alþýðuflokksins og í verkalýðs- hreyfingunni, vegna þess kjarks, sem hann sýndi með afstöðu sinni í efri deild Alþingis ... Þótt Sjálfstæðismenn yrðu Eggert G. Þorsteinssyni reiðir á þessum tíma, hafði hann sýnt með atkvæði sínu, hvar hann taldi sig eiga heima.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.