Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Minningarathöfn um STEFANÍU INGUNNI JÓHANNESDÓTTUR DONEGAN, sem lést 15. apríl sl. á heimili sínu í Bandaríkjunum og jarðsett var þann 24. apríl í Arlington-kirkjugarði í Washington D.C., verður haldin í kapellunni í Fossvogi miðvikudaginn 17. maí kl. 15.00. Hulda Magnúsdóttir, Jóhannes Bjarnason, Guðmunda H. Jóhannesdóttir, Bjarni M. Jóhannesson, Herdís Guðjónsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES HARALDUR JÓNSSON, Háaleitisbraut 42, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 12. maí. Valgerður Jóhannesdóttir, Ingi Jón Jóhannesson, Anna Björg Samúelsdóttir, íris Gréta Valberg, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÓLAFfA EYJÓLFSDÓTTIR, áður Reykjavíkurvegi 35, Hafnarfirði, veröur jarðsungin frá Víöistaðakirkju þriðjudaginn 16. maí kl. 13.30. Blóm vinsamlegast afþökkuð. Agnar Aðalsteinsson, Ester Haraldsdóttir, Rannveig Aðalsteinsdóttir, Svavar Gunnarsson, Guðrfður Aðalsteinsdóttir, Ottó Karlsson og barnabörn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON skipstjóri frá Görðum, Ægisfðu 50, verður jarðsunginn frá Neskirkju þriðju- daginn 16. maí kl. 15.00. Ólöf Jónsdóttir, Þórarinn Friðjónsson, Sigurður Jónsson, Helgi Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HANNESAR KR. DAVÍÐSSONAR arkitekts, ferframfrá Fossvogskirkju þriöjudaginn 16. maí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Félag nýrnasjúkra. Auður Þorbergsdóttir, Kristinn Tanni Hannesarson, Guðrún Þorbjörg Hannesardóttir, Árni Guðmundsson, Eyrún Fríða Árnadóttir. + Faðirokkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN S. ARNGRÍMSSON, hjúkrunarheimilinu Skjóli, áður Breiðagerði 10, Reykjavík, sem lést laugardaginn 6. maí sl., verður jarðsunginn frá Bústaöakirkju þriðjudaginn 16. maí nk. kl. 15.00. Margrét Kristjánsdóttir, Hannes Thorarensen, Óskar Kristjánsson, Birna Árnadóttir, Anna Kristjánsdóttir, Hjálmar Arnórsson, Kristleifur Kristjánsson, Bjarnveig Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ÞÓRDÍS GUNNARSDÓTTIR + Þórdís Gunnars- dóttir var fædd á Gauksstöðum á Jökuldal 1. október 1903. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 4. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Ragn- heiður Stefánsdóttir frá Teigaseli á Jökuldal og Gunnar Jónsson frá Háreks- stöðum í Jökuldals- heiði. Þeim varð 14 barna auðið. Látin eru Jónína, ljósmóð- ir, f. 1899, d. 1988, Ragnar, bóndi, f. 1902, d. 1967, Guðný, húsfreyja, f. 1905, d. 1984, Helgi, bóndi, f. 1906, d. 1988, Aðalsteinn, verkamaður, f. 1909, d. 1988, Karl, bóndi, f. 1914, d. 1988, Hermann, prest- ur, f. 1920, d. 1951. Ein stúlka lést í frumbernsku. Eftirlifandi eru Stefán, bóndi, f. 1901, Þor- valdína, húsfreyja, f. 1910, Enn þá geymast í minni mér margar stundir í faðmi þér, sumar og gleði sífellt hér og sólskin í augum bláum. En svo kom haustið og eftir er aðeins leikur að stráum. (Ragnheiður Sveinbjömsdóttir) Ástkær móðuramma mín Þórdís Gunnarsdóttir frá Fossvöllum, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi 4. maí síðastliðinn. Amma, sem við systkin- in kölluðum alltaf ömmu Dísu, var fædd á Gauksstöðum á Jökuldal. Foreldrar hennar, hjónin Ragnheiður Stefánsdóttir og Gunnar Jónsson bjuggu á ýmsum stöðum á Austur- landi, þar til þau fluttu að Fossvöllum 1918 og bjuggu þar lengst af síðan. Þeim Gunnari og Ragnheiði varð 14 barna auðið og komust 13 þeirra upp. Sega mátti að Fossvallaheimilið „lægi um þjóðarbraut þvera“. Þar var geysimikill gestagangur. Þar var símstöð og áningastaður ferða- manna, og þótti sjálfsagt að veita gestum hinn besta beina. Ragnheiður og Gunnar ólu bömin sín upp af mikilli alúð og umhyggju og lögð var áhersla á að afla þeim menntunar eftir föngum, þótt ekki væri auður til að skipta handa svo stórum hópi. Heimiliskennarar voru hafðir í Húsa- vík og á Fossvöllum. Þórdís fór í unglingaskóla 1916 til 1917 hjá Þor- steini M. Jónssyni. Árið 1926 til 1927 var hún einn vetur á kvenna- skólanum á Blönduósi. Sú menntun sem hún hlaut þar nýttist henni mjög vel og vitnaði hún oft í nám sitt þar. Næstu ár á eftir var hún vinnu- kona á ýmsum stöðum, t.d. ráðskona í Hrisey og Þorbergsstöðum í Dölum. Árið 1935 verða þáttaskil í lífí hennar þegar hún fór ráðskona til Sveinbjöms Bjömssonar bónda í Þingnesi í Bæjarsveit í Borgarfírði. Þau felldu hugi saman. Sveinbjöm var sonur Bjöms Sveinbjömssonar bónda á Þverfelli i Borgarfirði og Ástrúnar Friðriksdóttur konu hans. Sveinbjöm átti einn son af fyrra hjónabandi sínu með Margréti Hjálmsdóttur, Bjöm Sveinbjömsson hæstaréttardómara. Bjöm var kvæntur Valgerði Rósu Loftsdóttur. Hinn 29. desember 1936 fæddist einkadóttir Þórdísar og Sveinbjöms, Ragnheiður, dáin 23. mars 1993. Hún starfaði lengst af á lögfræði- skrifstofu í Reykjavík, auk þess sem hún var bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og varaþingmaður í Reykjaneskjör- dæmi. Hún var gift Eyjólfí Þorsteins- syni úr Hafnarfírði. Þeirra böm eru: 1) Þórdís Birna, dagmóðir í Hafnar- fírði, gift Ólafi Svavarssyni. Þau eiga þijá syni. 2) Þorsteinn, stýrimaður, kvæntur Valdísi Önnu Valgarðsdótt- ur. Þau eiga tvö böm. 3) Sveinbjöm, deildarstjóri, kvæntur Ingu Vildísi Bjamadóttur. Þau eiga fjórar dætur. Seinni maður Ragnheiðar var Eðvarð Vilmundarson frá Löndum í Staðar- hverfí. Heimili þeirra Þórdísar og Svein- björns í Þingnesi stóð ætíð með rausn Bergþóra, hús- freyja, f. 1912, Bald- ur, verkamaður, f. 1915, Sigrún, hús- freyja, f. 1917. 7. janúar 1936 giftist Þórdís Svein- birni Björnssyni frá Þverfelli í Borgar- firði. Þau eignuðust dótturina Ragn- heiði, f. 29. desem- ber 1936, d. 23. mars 1993. Fyrir átti Sveinbjörn son- inn Björn, f. 1. sept- ember 1919, d. 10 febrúar 1988. Ragn- heiður var gift Eyjólfi Þor- steinssyni og átti með honum þijú börn, Þórdísi Birnu, Þor- stein og Sveinbjörn. Seinni mað- ur Ragnheiðar var Eðvarð Vil- mundarson. Þórdís verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði á morgun og hefst athöfnin kl. 13.30. og myndarskap. Þar var alltaf nóg húsrúm fyrir eins marga og þar vildu gista og veitingar voru í sérflokki hjá húsmóðurinni. Hún fór fyrst á fætur á morgnanna og síðust í rúm- ið á kvöldin. Árið 1958 brestur heilsa Svein- bjöms og þau taka þá ákvörðun að bregða búi. Sveinbjöm flytur á hjúkr- unarheimilið á Sólvangi í Hafnarfirði og lést þar 1970. Þórdís flutti hins vegar til Þorvaldínu systur sinnar og bjó hjá henni í nokkur ár, þar til hún keypti sér íbúð í Amarhrauni 20 í Hafnarfírði. Fyrstu árin í Hafnar- fírði vann Þórdís við matreiðslu á ýmsum stöðum, en síðustu árin í vinnu vann hún í Norðurstjömunni. Þórdís var fríðleikskona, forkunn- ardugleg og ósérhlífin. Hún var mjög hreinskilin svo að enginn þurfti að fara í grafgötur um skoðanir hennar á mönnum og málefnum. Hún var einörð i tali og tilfinningarík. Frá- sagnarhæfileikar hennar áttu engan sinn líka hjá okkur krökkunum. Þjóð- sagnapersónur lifnuðu við þegar hún sagði okkur sögur og hertogar og prinsessur stigu dansa fyrir sjónum okkar. Við sem vorum svo lánsöm að eiga hana fyrir ömmu getum glaðst yfír öllum ánægjulegu samvemstundun- um sem við áttum saman. Heimilið hennar á Arnarhrauni var alltaf opið fyrir okkur fjölskylduna og vini okk- ar, jafnt á nóttu sem degi. Hennar besta skemmtun var að bjóða sem flestum í mat og nutu frábærir hæfí- leikar hennar í matargerð sín best þegar sem flestir gestir vom. Amma mín var ekki bara góð amma, hún var líka vinur minn og studdi okkur fjölskylduna í blíðu og stríðu. Síðustu árin dvaldist hún á Sólvangi, þrotin að kröftum. Elsku amma Dísa, þakka þér fyrir allar ánægjustundimar sem við átt- um saman. Góða nótt, sofðu rótt. Þórdís Birna. Það var sumarið 1954 sem ég hitti Þórdísi Gunnarsdóttur föðursystur mína í fyrsta sinn svo að ég muni. Ég hafði komið með hóp af gestum að Þingnesi en ætlaði að fá að verða eftir hjá henni um tíma. Húsbóndinn tók á móti okkur á hlaðinu, en mér var í mun að hitta frænku mína strax og var vísað niður í kjallara. Þar kom ég inn í stórt eldhús með steingólfí þar sem hún var önnum kafin við að búa út veisluborð fyrir gestina. Þegar ég spurði hvort ég mætti fá eitthvað að borða, eitthvað mikið af því ég væri mjög svöng, þá leit hún á mig stríðnisleg til augnanna en leyndi brosinu kurteislega og sagði: Já, þú verður alin, skinnið mitt! Eftir þessa fyrstu löngu heimsókn var ég tvö heil sumur í Þingnesi hjá Þórdísi, Sveinbirni og Rörru dóttur þeirra og uppáhaldsfrænku minni. Þau eiga eiginlega helminginn í mér, því til þeirra kom ég ósköp ótótleg, lítil og horuð, en fór þaðan — að vísu aldrei stór, en svo bústin og breytt að foreldrar mínir ætluðu ekki að þekkja mig þegar ég steig út úr rútunni um haustið. Það var vandalaust að fítna hjá Þórdísi því hún var firna góður kokk- ur. Hvergi hef ég borðað lystugri og listilegar framreiddar máltíðir en hjá henni. Oft hef ég líka dáðst að því á fullorðinsárum hvað hún skipulagði heimilishaldið vel. Á bænum var margt í heimili á sumrin en auk þess geysilega gestkvæmt og munaði þar mestu um laxveiðimennina sem físk- uðu í veiðisælum ánum við bæinn. Aðstæður allar á heimilinu voru afar gamaldags, ekki rennandi vatn held- ur varð að sækja allt vatn í brunn, ekki heldur rafmagn. Allar mjólkur- vörur voru unnar heima, smjör, skyr og annað slíkt, einnig brauð og kök- ur að sjálfsögðu. Aldrei vantaði neitt upp á, allt var til reiðu þegar þörfín krafði. Ekkert fór heldur til spillis, þó enginn væri ísskápurinn. Maturinn skipti miklu fyrir barn í vexti, en meira máli skipti hvað Þingnes var einstök uppeldisstöð fyr- ir verðandi bókmenntafræðing — og óvíst að svo hefði farið ef ekki hefðu komið til þessi dásamlegu sumur. Sveinbjöm kenndi okkur sumar- krökkunum ógrynni af ferskeytlum til að við stæðum okkur í að kveðast á heilu dagana; Rarra kenndi söngva og latneska málfræði; móðir hennar sagði sögur, og þar varð aldrei lát á svo ég vissi. Þórdís hafði lesið mikið og var bæði minnugur og hugmyndaríkur sögumaður. Ellefu til tólf ára stelpu þykir ekki beinlínis skemmtilegt að hræra kökudeig og marga lítra af hræringi, skúra steingplf, hita járn á hellu til að strauja, þvo upp eftir tugi heimamanna og gesta oft á dag, og það vissi Þórdís. Til að friða mig sagði hún mér sögur og ég hvarf umsvifalaust inn í söguheima hennar og gleymdi fullkomlega hvað verkin voru óspennandi. Meðan ég var að þrífa skilvinduna, sem var leiðinda- puð, lét hún ekki nægja að segja frá því að söguhetjan hefði farið á dans- leik í höllinni heldur lýsti hún út í hörgul húsgögnum og híbýlaskrauti, kjólum kvennanna, gulli þeirra og gimsteinum, andlitsdráttum sögu- hetja og svipbrigðum. Þar var enda- laust efni fyrir góðan sögumann ef þörf krafði. Eftir að Þórdís og Sveinbjöm brugðu búi fluttist hún til Hafnar- íjarðar og byijaði nýtt líf, gott líf og léttara en frumstæður búskapur- inn í Þingnesi. Hún naut þess að búa sér fallegt heimili þar sem hún bjó ein og sjálfstæð, fylgjast með dóttur sinni og barnabörnunum þrem sem henni þótti svo mikið til koma og ferðást til útlanda og hér heima eins og hana hafði lengi langað til. Sum- arið 1989 héldum við afkomendur bræðranna Gunnars og Siguijóns frá Háreksstöðum í Jökuldalsheiði fjöl- mennt og skemmtilegt ættarmót áustur á Jökuldal og komumst þá alla leið upp að ættaróðalinu sjálfu sem löngu er farið í eyði. Þar sem við sátum í grónum rústum gamla bæjarins og horfðum alla leið á heimsenda í allar áttir í blíðunni rifj- aði Þórdís upp sögur af fólkinu sem þama hafði búið og af systkinahópn- um stóra frá Fossvöllum sem núna er orðinn svo illa skarður. Hún lék við hvem sinn fíngur í þessari ferð, hress, fyndin og orðhvöt, að verða 86 ára. Og ég hafði sérstaklega gam- an af að horfa á hana heilla dóttur mína með Ijöri sínu og frásagnar- gáfu, alveg eins og mig svo löngu fyrr. Það varð Þórdísi þungbært í ell- inni að missa ástkæra einkadóttur sína og einkabam. En fólk af Háreks- staðaætt ber ekki tilfínningar sínar á torg og hún bar harm sinn ótrú- lega vel. Hún mat líka mikils að eiga enn fjölskyldu sem sífellt varð stærri og stærri þótt Sveinbjöm og Rarra hyrfu. Bamabörnin hennar höfðu eignast börn handa henni til að upp- fræða á sinn óviðjafnanlega hátt og töfra með sögum. Nú er sorg á þeim heimilum og í hjörtum okkar allra sem elskuðum Þórdísi Gunnarsdótt- ur. En hún hafði sannarlega skilað sínu ævistarfí og ég trúi því að hún sé fegin hvíldinni. Si(ja Aðalsteinsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.