Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 29
MORGUNBIAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 29 + Kaja Ch. Bech Guðmundsson f. 22. 4. 1922 á Tvör- eyri á Suðurey í Færeyjum. Hún lést á sjúkrahúsinu í Keflavík 14. apríl sl. Foreldrar hennar voru Sidsel Bech, f. 31.1.1886 í Húsavík á Suðurey, og Jó- hann Bech, f. 11.12. 1883 á Tvöreyri á Suðurey. Kaja átti tólf systkini, og lifa nú þrjú þeirra. Þau eru eftir aldri: Pét- ur, d. 1944, Jens, sem býr í Kaupmannahöfn, Signhild, býr á Garðvangi í Garði, Edeth, Edvin, dó ungur, Charlotta, dó ung, Charles, býr í Færeyjum, Freylif, Jóhannes, Elí, dó 26. 6. 1944 ásamt Henning bróður sín- um og föður þeirra, í sjóslysi fyrir utan Siglufjörð, Kaja og AFI OG amma áttu heima á Brekku í Bíldudal. Þar voru þau með kindur og hænsnin í nokkur ár og áttu einnig tún inni á nesi sem þau heyj- uðu á. Amma vann utan heimilisins + Unnur Þorleifsdóttir fædd- ist í Stóragerði í Óslands- hlíð í Skagafirði 5. mars 1909. Hún Iést á hjúkrunarheimilinu Hornbrekku 27. apríl síðastlið- inn pg fór útför hennar fram frá Ólafsfjarðarkirkju 6. maí. ÞAÐ ER stundum talað um hetjur hversdagslífsins. Er þá ekki ein- vörðungu átt við þá einstaklinga, sem beijast hetjulegri baráttu til að hafa í sig og á, heldur einnig þá sem standa keikir frammi fyrir heiminum og taka því sem að hönd- um ber með stillingu og æðruleysi ásamt því að vanda framgöngu sína í þessu lífi og sýna öðrum gott for- dæmi. Slíkir einstaklingar geta ver- ið hetjur þótt þeir séu ekki umvafð- ir fréttaljóma fjölmiðlanna eða að um þá séu ritaðar bækur. Engu að síður hafa þeir lifað lífinu á þann veg að vert er að eftir sé tekið. I þessu ljósi sjáum við ömmu okkar og tengdamóður, sem við í daglegu tali kölluðum ömmu Unni. Þótt hún hafi ekki verið langskóla- gengin hafði hún því meira lært í skóla lífsins. Hún var sjómanns- kona, sem löngum stundum þurfti að vera bæði húsmóðir og húsbóndi í löngum fjarverum eiginmannsins. Slíkt hlutverk er ekki auðvelt. Við sem höfum alist upp við aðrar að- stæður þekkjum hve oft þarf á því að halda að fjölskyldan geti verið öll saman þegar krefjandi viðfangs- efni, knýjandi spurningar eða jafn- vel hversdagslegir viðburðir skjóta upp kollinum. Því til viðbótar setja óblíð náttúruöflin oft á tíðum líf Henning. Hún átti eina hálfsystur sem hét Sólbjörg. Kaja fluttist til Reykja- víkur 22 ára. Hún giftist 16. 2. 1946 Guðmundi Guð- mundssyni, f. 29. 9. 1920 á Bíldudal, d. 29. 1. 1971. Foreldr- ar hans voru Guð- mundur Arason frá Barmi í Gufudals- sveit og Þorbjörg Guðmundsdóttir, ættuð úr Skáleyjum. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: Þorbjörg, f. 23. 12. 1946, Henning, f. 5. 3. 1948, Pétur, f. 31. 5. 1949, Randý, f. 28. 7. 1952, og Steinunn, f. 18. 5. 1956. Guðmundur áttí fyrir Vilborgu, f. 18.8. 1938. K^a Guðmundsson var jarð- sungin frá Keflavíkurkirkju 22. apríl sl. við rækjuvinnslu og einnig aðra fiskvinnslu. Þau fluttu að vestan 1969 í Voga á Vatnsleysuströnd, buggu þar einn vetur, áður en þau fluttu til Kefla- eiginmanns sjómannskonunnar og skipshafnar hans í ógnvekjandi hættu. Á slíkum stundum getur þurft á býsna miklum andlegum styrk að halda, ekki síst til að hafa róandi áhrif á bömin í fjölskyldunni. Ekki er vafí á að þessar aðstæð- ur hafa mótað afstöðu hennar, m.a. til slysavarnamála, sem voru henni afar hugleikin, og eflt einlæga trú hennar á skapara sinn og lausnara, sem var henni hið sanna leiðarljós. Hún leit á þessa veröld sem áfanga inn í annan og betri heim. Áfanga, sem nota ætti til þess að efla og bæta manngildið og þroska sálina. Þess vegna var henni mikið í mun að allir legðu sig fram við það sem þeir tækju sér fyrir hendur. Skipti þá ekki máli hvort störf eða við- fangsefni væru hátt eða lágt metin á hinn hefðbundna virðingarskala þjóðfélagsins. Var hún óhrædd við að láta þessa afstöðu sína í ljósi bæði í orði gagnvart hveijum sem var og með breytni sinni við hvaða aðstæður sem var. Þannig setti hún okkur og samtíð sinni allri for- dæmi, einnig að þessu leyti. Amma Unnur var mikil og góð húsmóðir, sem bjó manni sínum og börnum frábærlega gott heimili. Samheldni fjölskyldunnar og gott heimilislíf var henni afar mikils virði og hún beinlínis krafðist jafnræðis innan fjölskyldunnar. Gestrisni var henni í blóð borin. Að koma á heim- ili hennar og afa Jóns að Horn- brekkuvegi 1 var alveg sérstakt. Það var auðfundið strax við fyrstu kynni, þegar ung og óreynd stúlka úr Reykjavík kom í fyrsta skipti í MINIMINGAR víkur. Þar bjó amma til dauðadags. Hún vann í fiski fyrstu árin en fékk síðan vinnu hjá IAV í mötuneyti. Þar vann hún þar til hún varð að hætta vegna veikinda. Amma var mikið fyrir að ferð- ast. Árið sem ég fermdist fórum við til Kaupmannahafnar að heim- sækja systur hennar. Þær fóru út um allt með mig, í Tívolí og að heimsækja ættingja út um allt. Hún ferðaðist mikið hér heima líka og í sumar ætlaði hún að fara til Dan- merkur til bróður síns. Hún hafði mjög gaman af garðrækt og var með smá garð bak við hjá sér. Á sumrin fór hún alltaf til að kaupa sumarblóm til að setja í garðinn sinn og á leiðið hjá afa. Amma fékk sykursýki fyrir nokkrum árum, og var oft mikið veik út af henni. Hún lést á sjúkra- húsi í Keflavík 14. apríl sl. Ámma hafði gaman af lögum og eitt af uppáhaldsljóðum hennar var Til eru fræ. Ég ætla að enda þetta með því. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm, að falla í jörð, en verða aldrei blóm, eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá. Og von sem hefir vængi sína misst, og varir sem að aldrei geta kysst, og elskendur sem aldrei geta mæst og aldrei geta sumir draumar ræst. Til eru ljóð sem lifna og deyja í senn og lítil böm sem aldrei verða menn. Kaja Ósk Skarphéðinsdóttír. stutta heimsókn til þeirra fyrir u.þ.b. 30 árum, að þar var fólk, sem bar með sér hlýtt viðmót og sterkan persónuleika. Örlögin höguðu því svo að við áttum minni samskipti við ömmu Unni en við öll hefðum viljað, enda var mikil fjarlægð milli heimkynna okkar þar sem hún bjó í Ólafsfirði en við á suðvesturhluta landsins. En þrátt fyrir þessa landfræðilegu fjarlægð hefur Ólafsfjörður ávallt skipað sérstakan sess í hugum okk- ar og verið fastur punktur í tilver- unni. Þótt skólafrí væru 3 mánuðir á ári hveiju var sumarfríið einhvem veginn aldrei byijað fyrr en við vorum komin norður. Og þótt sólar- landaferðir kæmu stundum til tals og yngsta kynslóðin væri látin velja höfðu norðurslóðirnar jafnan yfir- höndina. Það kom því aldrei annað til greina en að veija miklum hluta sumarfrísins í firðinum fagra. Enda þótt Ólafsfjörður hafi þann- ig verið okkar Spánn og Ítalía var það hvorki veðursæld né fegurð og friðsæld nát.túrunnar, sem ein- göngu höfðu þetta ómótstæðilega aðdráttarafl. Hér var miklu fremur um að ræða þörf fyrir samveru- stundir, sem vissulega komu ekki í stað þess að lifa og alast upp í nálægð ömmu og afa en voru okkur þó engu að síður ómetanlegar. Við fundum þá, eins og jafnan þegar haft var samband eða þau komu í heimsókn til okkar, að amma bar mikla umhyggju fyrir okkur og vildi fylgjast með því sem við vorum að gera og hvernig okkur liði. Hún hafði brennandi áhuga á að leið- beina okkur og beina okkur inn á þær brautir sem hún taldi að væru okkur fyrir bestu og fundum við því í raun ávallt nálægð hennar og finnum enn. Sumum hlutum er erfitt að finna orð. Þannig er um þakkir, s'em við vildum gjarnan færa að leiðarlok- um. Þær verða tæpast með orðum tjáðar, þótt hugur okkar sé fullur þakklætis fyrir allt, sem hún gerði fyrir okkur. Líf hennar og afstaða til allra hluta einkenndist af mikilli trúar- vissu. Því bera allar kveðjur hennar til okkar og öll samskipti fagurt vitni. Við erum því þess fullviss að hún fær góða heimkomu. Við biðj- um Guð, sem var henni líf og ljós í þessum heimi, að blessa afa Jón, sem verið hafði lífsförunautur henn- ar í 63 farsæl ár,og veita honum styrk í hans mikla missi. Guð blessi minningu hennar. Elísabet, Dagbjört, Eiríkur og Unnur Þórleifsbörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGFRÍÐAR GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR Selaklöpp, Hrfsey. Óli Björnsson, Vera Siguröardóttir, Jónheiður Björnsdóttir, Sigmar Jörgensson, Pálína Björnsdóttir, Valtýr Sigurbjarnarson, Óskar Frímannsson. barnabörn og barnabarnabörn. KAJA CH. BECHGUÐ- MUNDSSON UNNUR ÞORLEIFS- DÓTTIR ÓLAFUR BJARTDAL ÞÓRÐARSON Ólafur Bjartdal Þórðarson var fæddur 24. október 1917 á Hellissandi, Snæfelisnesi. Hann lést á Borgarspítal- anum 21. apríl sl. Foreldrar hans voru María Sigurgeirs- dóttír frá Staðar- sveit, Snæfellsnesi, og Þórður Árnason frá Flatey á Breiða- firði. Auk Ólafs eign- uðust þau Laufeyju, Sólborgu, Olgeir, Árna (látinn) og Sig- urgeir, sem lést á fyrsta ári. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Eva Sigríður Bjarnadóttír frá Reykjafirði við Isafjarðardjúp. Ólafur og Eva eignuðust tvær dætur, Guðrúnu, f. 24.4. 1949, og Kristínu Sólborgu, f. 11.8. 1954. Guðrún er gift Pétri Frið- rik Þórðarsyni frá Egilsstöðum á Fljótsdalshéraði og Kristín Sólborg er gift Inga Arnari Pálssyni frá Malarrifi á Snæ- fellsnesi. Barnabörn Ólafs og Evu eru fjögur og barnabarna- barn er eitt. Guðrún og Pétur eiga þrjár dætur, Guðnýju Evu, f. 29.6. 1972, Kolbrúnu Hrönn, f. 3.9. 1975 og Hönnu Björgu, f. 11.9. 1981. Kristín og Ingi eiga einn son, Ólaf Ragnar, f. 19.11. 1974, og á hann einn son, Arnar Loga, f. 11.2. 1993. Útför Ólafs hefur farið fram í kyrrþey. MEÐ ÞESSUM fátæklegu orðum kveðjum við afkomendur og tengdabörn hann Ólaf okkar, sem auk þess að vera ættfaðir var besti vinur allra í Qölskyldunni. Heimili Ólafs og Evu var nokkurs konar umferðarmiðsöð ijölskyldunnar. Þangað lágu allra leiðir og þar voru flestar meiriháttar ákvarðan- ir, sem snertu alla í fjölskyldunni, teknar. Á fyrri hluta aldarinnar voru kjör alþýðufólks bág á íslandi, en með samheldni og ódrepandi dugnaði áttu flestir til hnífs og skeiðar. Foreldrar Ólafs byijuðu búskap sinn á Hellissandi árið 1913, en fluttu út í Flatey og bjuggu þar uns Þórð- ur andaðist árið 1922. Fyrir unga konu með mikla ómegð var þetta algjört reiðarslag. Þijú bamanna voru sett í fóstur, Sólborg, Árni og Ólafur. Ólafur fór til Ólafs í Hval- látrum þar sem hann ólst upp fram yfir fermingu. Ólafur tal- aði ekki mikið um þennan tíma, en hann mun hafa átt þarna góða vist mið- að við aðstæður. Fjórtán ára fór hann til móður sinnar, sem flutt var til Reykjavíkur. Þau bjuggu næstu árin á ýmsum stöðum og Ólafur hóf starf sem sendisveinn hjá Gunnari í Von. Síðar vann hann ýmis störf sem til féllu, t.d. í múrverki á stríðsárunum, en síðar hóf hann störf hjá kjöt- vinnslunni Búrfelli, þar sem hann vann síðan þar til hann fór á eftirla- un. Meistarabréf hans sem kjötiðn- aðarmaður er frá árinu 1952. Ólafur starfaði mikið fyrir Félag kjötiðnaðarmanna, var í stjórn þess og samninganefnd ámm saman. Kjötiðnaðarmenn gerðu hann að heiðursfélaga árið 1977. Ólafur og Eva giftu sig 1948 og hófu búskap í Efstasundi 74 sem þau byggðu ásamt foreldrum Evu. Bjuggu þau á neðri hæðinni. Síðar byggðu þau aftur í Löngubrekku í Kópavogi, þar sem þau bjuggu þar til Ólafur veiktist um 1970. Þá fluttu þau í íbúð í Skaftahlíð, enda var íbúðin nú orðin óþarflega stór þegar dæturnar voru famar að fljúga úr hreiðrinu síðan í Gyðufell, þar sem þau bjuggu þar til fyrir nokkmm árum að þau fluttu í Neðstaleitið. Ólafur og Eva vom samhent hjón, þar sem heimilislíf, uppeldi barnanna og ferðalög urðu mikils metin lífsgæði. Á sumrum ferðuð- ust þau um landið og voru allir frí- dagar nýttir í því skyni, um helgar styttri ferðar, en í sumarfríum um allt land. Það munu ekki vera mörg byggð ból á landinu, sem þau hafa ekki heimsótt.. Oftast var hafst við í tjaldi. Síðari árin fór fjölskyldan gjarna öll saman og ferðuðumst við t.d til Norðurlandanna og Eng- lands. Við eigum ógleymanlegar minningar um þessar samveru- stundir. Guð blessi minningu Ólafs og styðji Evu í veikindum hennar, svo hún fái sem fyrst góða heilsu á ný. Dætur, tengdasynir, barna- börn og barnabarnabarn. Crfisdrykkjur Vsilingohú/iú GAPi-mn Sími 555-4477 hti B Krossar á leiði 1 ví Mismunarx Simi 91-: ðarlit og m ri mynsiur, »5929 áloðir vönduo vinna. oq 35735 Legsteinar Krossar Skildir Malmsteypan kaplahrauni 5 TT|JT T X 220 HAFNARFJÖRDUR ilLLL/\ 111. SÍMI 565 1022 FAX 565 1587 MOSAIK hf. a»oj nuli Hamarshöfði 4 1TS87 1960 LEGSTEINAR Margar gerðir Fjölbreitt úrval steintegunda íslensk framleiösla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.