Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk THE SOUND OF THE WAN/ES CRA5HIN6 A6AIN5TTHE 5IDE5 OFMYWATER DISH ALWAtfS PUTS ME TO SLEEP.. iiil íMjíJÆ 4-Z1 Öldugjálfrið í vatnsdallinum mín- um svæfir mig alltaf ... BREF HL BLAÐSINS Kringlunni 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Nauðlendingar! Frá Leifi Magnússyni: Á BAKSÍÐU Morgunblaðsins 7. þ.m. er undir fyrirsögninni „Þota frá Delta Airways nauðlenti á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun" stór mynd af farþegum, sem fá sér væran blund í Flugstöð Leifs Eiríks'sonar eftir þær hremming- ar! Ein af innsíð- um blaðsins er einnig að mestu lögð undir þessa frétt. Fleiri ís- lenskir frétta- miðlar fluttu hliðstæð tíðindi um „nauðlend- inguna“. Hér var um að ræða Loekheed Tristar breiðþotu Delta Airlines í Bandaríkjunum með samtals 173 um borð. í flugi hennar frá Cincinn- ati til Parísar bilaði olíudæla á ein- um af þremur hreyflum, og v.ar hann því stöðvaður til að fyrir- byggja skemmdir hans. Þar sem flugvélin átti aðeins um klukku- stundar flug til Keflavíkurflugvallar var ákveðið að lenda þar og fá við- gerð. Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem íslenskir fjölmiðlar fjalla um slíkt atvik sem „nauðlendingu". Þá vill oftast gleymast, að fjölhreyfla farþegaflugvélar eru frá upphafi hannaðar með það í huga að þær geti flogið eðlilega þótt einn hreyf- ill sé stöðvaður. Á lokaskeiði skrúfuflugvéla með bulluhreyfla, t.d. Constellation, DC-7 og Stratocruiser, voru hreyfil- bilanir tíðar, og sumar þessar gerð- ir komust reyndar sjaldnast alla leiðina yfír Atlantshafíð án þess að „missa“ einn hreyfíl! Áreiðanleiki nútíma þotuhreyfla er hins vegar allur annar og meiri. Sem dæmi má nefna CFM56 hreyflana, sem m.a. eru notaðir á B737-400 þotum Flugleiða. Miðað við núverandi bil- anatíðni þeirra, og árlega meðalnýt- ingu flugvélanna, má búast við að stöðva þurfi annan hreyfilinn á flugi vegna bilunar hans einu sinni á 26 ára fresti. Sé jafnframt tekið tillit til allra tækja og kerfa, sem tengj- ast hreyflinum, má ætla að stöðva þurfi hann á flugi einu sinni á fjórt- án ára fresti! Alþjóðleg flugrekstrarákvæði fyrir nútíma tveggja-hreyfla far- þegaþotur gera t.d. ráð fyrir að þær megi vera í hámarksfjarlægð frá varaflugvelli samsvarandi allt að þriggja klukkutíma farflugi á einum hreyfli. Við þessar forsendur var t.d. miðað við hönnun nýjustu tveggja-hreyfla farþegaþotunnar, Boeing 777, sem getur flutt allt að 440 farþega, og byijar í alþjóðlegu áætlunarflugi í næsta mánuði. Aðilar, sem starfrækja flugum- ferðarþjónustu og slökkvi- og björg- unarþjónustu á flugvöllum, eru oft með í starfsreglum sínum allvíðtæk- ar skilgreiningar um „neyðartilvik“, og þeirra á meðal gætu t.d. verið aðflug og lendingar flugvéla með bilaða hreyfla eða kerfi. Því er mjög eðlilegt að þeir hafi nokkuð aukinn viðbúnað á flugvellinum, þegar slíkra flugvéla er að vænta. Hins vegar er tilgangur minn með þessum línum aðeins sá, að benda á, að lending fjölhreyfla far- þegaflugvélar með einn hreyfíl stöðvaðan er í reynd nánast eðlileg- ur þáttur flugrekstrar, og er alls ekki skilgreind sem nauðlending, hvorki í alþjóðlegum flugrekstrar- reglum né heldur í reglum flugrek- enda. Verulegum tíma við þjálfun flugmanna er ætíð varið í að æfa rétt viðbrögð við alls konar bilunum í flugi. Ákvörðun flugstjóra að lenda á næsta tiltæka varaflugvelli, eftir að einn hreyfill hefur verið stöðvað- ur, er yfirleitt fyrst og fremst gerð í varúðarskyni, og m.a. með það í huga að láta sem fyrst athuga og gera við umrædda bilun. LEIFUR MAGNÚSSON, framkvstj. þróunarsviðs Flugleiða hf. Leifur Magnússon Afengisauglýsingar og erlendar þjóðir Frá Jóni K. Guðbergssyni: UNDARLEG er sú árátta margra íslendinga að apa ýmsa ósiði eftir útlendingum, jafnvel íbúum ban- analýðvelda. I kjölfar lögbrota í tengslum við HM hafa ýmsir látið þá skoðun í ljós að við séum hálf- gerðir sveitamenn að leyfa ekki áfengisauglýsingar, þær séu alls staðar uppi hafðar annars staðar. Reyndin er þó önnur. Ef við lítum til vestrænna menn- ingarþjóða þá eru áfengisauglýs- ingar bannaðar á Norðurlöndum — nema í Danmörku en þar er þó bannað að auglýsa áfengi í ljós- vakamiðlum. Auglýsingar eru bannaðar allvíða í Bandaríkjunum og í Póllandi. í Frakklandi, hinu mikla vínframleiðslulandi, er bann- að að auglýsa áfengi í sjónvarpi. Svo hart ganga þeir fram í að fram- fylgja því banni að neitað hefur verið að sjónvarpa beint knatt- spyrnuleikjum þar sem slíkar aug- lýsingar ber fyrir augu. í Sviss er bannað að auglýsa áfengi í ljósvak- amiðlum — og í öðrum löndum eru ákveðin bönn í gildi, til að mynda eru víða bannaðar auglýsingar sem beinast að börnum og unglingum, og í allmörgum löndum er bannað að auglýsa sterka drykki. Sem dæmi um hve alvarlegum augum litið er á áfengisauglýsingar má geta þess að um þessar mundir eru Englendingar að banna áfengis- auglýsingar í blöðum og tímaritum sem ætla má að börn innan 18 ára hafi undir höndum. Að vísu dálítið loðin regla en sýnir þó hver stefnan er. Á sama tíma beinum við sjónum íslenskra bama og unglinga að þýskum bjórauglýsingum — og þykjast sumir menn að meiri sem að því athæfi standa. JÓN K. GUÐBERGSSON, Máshólum 6, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í Gagnasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari þar að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.