Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Vagnhöfði 10 Mjög gott og vel útbúið 431 fm iðnaðarhúsnæði á tveim- ur hæðum með góðu útiplássi. Efri hæðin er nýtt und- ir skrifstofur, starfsmannaaðstöðu og lager, en á neðri hæðinni er móttökuskrifstofa, opinn vinnusalur og smávörulager. í húsnæðinu er öflugt hita- og loftræsti- kerfi og þjófavarnarkerfi. Guðlaugur gefur allar nánari upplýsingar. ® 10090 SKIPHOLTI 50B, 2. hæð til vinstri KAUPENDUR Opið hús í dag kl. 14-17 Kringlan 87 Gullfalleg um 100 fm íbúð á 2. hæð. Fallegar innr. Stórar yfir- byggðar suðursv. Bílageymsla. Sævar og Helga sýna íb. milli kl. 14 og 17. Hrafnhólar 8 - laus 65 fm íbúð á 8. hæð/efstu í góðu lyftuhúsi. Rúmg. stofa. Mik- ið útsýni. Verð aðeins 5,0 millj. Hörður sýnir íbúðina milli kl. 14 og 17. Fyrir laghenta - Hverfisgata 59 82 fm 3ja herb. íbúð á efstu hæð í góðu steinhúsi auk stækk- unarmöguleika í risi. Verð aðeins 4,7 millj. Einar sýnir milii kl. 14 og 17. Bogahlíð 22 - laus 80 fm vönduð íbúð á 1. hæð í fjölbýli. 2 svefnh., borðstofa og stofa. Nýlegt parket. íbúðin er nýmáluð og lítur vel út. Svandís sýnir í dag milli kl. 14 og 17. Sóleyjargata 19 v/Hljómskálagarðinn 92 fm efri hæð í góðu þríb. á þessum eftirsótta stað. 2 svefnh., 2 stofur. Suðursvalir. Bílskúr. íbúðin er laus strax og er til sýnis milli kl. 14 og 17. Birkihlíð 12 181 fm neðri sérh. í tvíbýli á þessum frábæra stað. 4 svefnh., 2 stofur. Áhv. 5,6 millj. Verð aðeins 10,9 millj. Valdimar sýnir í dag milli kl. 14 og 17. Norðurás 6 Glæsileg 150 fm 5-6 herb. endaíb. á tveimur hæðum með innb. bílskúr. Vandaðar innréttingar. Suðursvalir. Áhv. hagst. lán 6,8 millj. Verð aðeins 10,9 millj. Erling og Ólafía sýna milli kl. 14 og 17 í dag. Húsið, fasteignasala, Suðurlandsbraut 50, s. 5684070. Opiðídag kl. 12-14. I DAG SKAK Umsjón Margcir Pétursson SVARTUR leikur og vinnur Við sáum í gær hvernig ungi Rússinn Mor- osevitsj fléttaði glæsilega gegn An- and á atskákmótinu í Moskvu. Indverj- inn lét þetta þó ekki slá sig út af laginu. Hann jafnaði metin og hafði svart og átti leik í þessari stöðu í úrslitahrað- skák: 19. - Hxb3! 20. cxb3 (Skárra var að sætta sig við mannstap) 20. — Rxe4 (Hvíta drottningin er nú fönguð og hann gæti gefist upp) 21. Kbl - Rxg3 22. Rd5 - Db8 23. hxg3 - Bb7 og Morosevitsj gaf nokkr- um leikjum síðar. Anand komst því í und- anúrslitin og sigraði þar sjálfan Gary Kasparov. í úrslitunum tapaði hann hins vegar fyrir Úkraínu- e d • f g h manninum sterka, Vasílí ívantsjúk. Pennavinir TÓLF ára lettnesk stúlka með áhuga á tónlist: Alise Sirone, 226007 Riga, Kuldigas iela 31/33-4, Latvia. TUTTUGU og átta ára Ghanastúlka með áhuga á íþróttum og bréfaskriftum Colda Ivy Box 1290 Cape Coast, ChanA TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, bókalestri og tónlist: Yaa Serwaa Manu, P.O. Box 802, Cape Coast, Ghana. TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á bréfaskriftum, tónlist, bók- menntum og póstkorta- söfnun: Lucy Mbroh, c/o J. Mbroh, P.O. Box 230, Sekondi, Ghana. TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á kvikmyndum, matargerð og ferðalögum: Rejoice Dzormeku, P.O. Box 897, London Bridge, Cape Coast, Ghana. TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á ferðalögum, tónlist og kvik- myndum: Stella Koomson, Post Box 390, Cape Coast, Ghapa. SEXTÁN ára Ghanapiltur, tækniskólanemi, með áhuga á tónlist, íþróttum o.fl.: Kadiri Mumuni, P.O. Box I"?. Akwatia, Ghaiza SEXTÁN ára japönsk stúlka með tónlistaráhuga: Kayoko Kishino, 1-6-8 Kayashimahigas- hi, Neyagawa-shi, Osaka 572, Japan. ÞRETTÁN ára þýsk stúlka með áhuga á sundi, bóka- lr -stri, hjólreiðum og flautu- leik: Saskia Grönig,- Igelweg 3, 73061 Ebersbach, Deutschland. TUTTUGU og sex ára Ghanastúlka með áhuga á blaki, tónlist, dansi, sundi o.fl.: Gioria Jackson Sey, P.O. Box 1088, Oguaa District, Ghana. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Skinnhanski tapaðist EKTA svartur skinn- hanski fóðraður innan með ptjónafóðri tapaðist laugardaginn 5. maí sl. á Laugayeginum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 20346. Gæludýr Ugla er týnd ÞESSI kisa sem heitir Ugla er hvít, svört og gulbrún og mjög mikið loðin og virkar þess- vegna fremur feitlagin. Hún hvarf frá Lundar- brekku 10, Kópavogi þriðjudaginn 9. maí sl. þar sem hún hafði verið í gæslu í tæpa viku en heimili hennar er á Hjallavegi í Reykjavík. Fólk í nágrenni Lundar- brekku er vinsamlega beðið um að athuga geymslur sína og bíl- skúra ef vera kynni að hún hafi lokast einhvers- staðar inni. Geti einhver gefið uppiýsingar um ferðir Uglu vinsamlega hafið samband við Kol- brúnu í síma 642166. HÖGNIHREKKVÍSI z, 'ATTU TIL ElTTHUÍAÐ SE44 honpa i' (d/Hirgu ?" KU6LAR SPOR- Víkveiji skrifar... NÆRRI lætur að einn bíll sé á hveija tvo landsmenn - 131.840 talsins: 116.243 fólksbif- reiðir, 14.348 vöru- og sendibifreið- ir og 1.249 hópferðabifreiðir. Langt er síðan útgerðarstjórar ríkisskattheimtunnar sáu veiðivon í bifreiðaflotanum. Á þau mið hefur verið stanzlaust róið. Og litlar sem engar veiðitakmarkanir! Fyrst nefnir Víkveiji innflutn- ingsgjöld og virðisaukaskatt, sem eru gott betur en helmingur af sölu- verði bfia. En það er bara fyrsta vers. Síðan kemur annað vers, benz- íngjaldið, sem færði í fyrra um 4,3 milljarða króna úr vösum bifreiða- eigenda til ríkisins. Þá kemur þriðja vers, þungaskatturinn, sem fór með nálægt 2,2 milljarða sömu leið. Samdráttur hefur verið í bifreiða- innflutningi undanfarin ár, m.a. vegna ofsköttunar. Það virkar til góðs fyrir viðskiptajöfnuðinn. En skerðir skatttelqur ríkissjóðs þegar grannt er gáð. Og hækkar meðalald- ur og viðhaldskostnað bílaflotans. xxx JÁ FLESTUM ráðast útgjöld af tekjum. Greiðslugetan ræður ferð. Öðru máli gegnir um ríkið. Útgjöld þess hafa vaxið mun hraðar en þjóðartekjur. Víkveiji verður þó að viðurkenna að á síðasta kjörtímabili urðu nokk- ur þáttaskii. Á árabilinu 1991- 1994 lækkuðu ríkisútgjöld að raun- virði um sjö af hundraði - eða sem nemur tæpum níu milljörðum króna. Það munar um minna, þótt enn sé eytt langt um efni fram. í fyrra nam halli ríkissjóðs 7,4 milljörðum króna, samanborið við 9,6 milljarða í fjárlögum ársins. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1984 - eða í áratug - að útkoman var betri en fjárlög gerðu ráð fyrir. í skýrslu um ríkisfjármál 1994 er yfírlit um þróun ríkisútgjalda frá 1986. Þar sést m.a. að mestur „spamaður“ hefur verið í framlög- um ríkisins til landbúnaðar. Árlegt framlag ríkissjóðs til búvörumála hefur lækkað um 4.700 m.kr. frá árinu 1991. Gerð þjónustusamninga og „vöxtur" í útboðum hefur og skilað góðum árangri. Framlög til sjúkratrygginga og sjúkrahúsa hafa á hinn bóginn hækkað að raungildi um 44% frá 1986. Vöxturinn í utanríkisþjón- ustunni er 60%. Því veldur aukin þátttaka í alþjóðasamvinnu. Fram- lög til skólamála hafa í heild hækk- að um 16%: 35-45% til háskóla og framhaldsskóla en tæp 9% til grunnskólans. Breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga hefur áhrif á fjárframlög til grannskólans. xxx ILOKIN dulítil sagnfræði. Nafn- ið ísland kemur fyrst fyrir í norrænum kvæðum á 10. öld, á engilsaxnesku korti og rúnasteini á 11. öld, svo og í ritum Adams erki- biskups í Brimum 1072, segir í ís- landssögu Einars Laxness. Heitið íslendingur kemur fyrst fyrir í samningi, sem íslendingar gera við Ólaf helga Noregskonung um 1022, skrásettum 1083. Á 11. öld notaði Sighvatur skáld Þórðar- son orðið íslenzkur í ljóðatexta. Einar skiptir íslandssögu í tíma- bil: 1) Papar og norrænir menn koma til landsins um 800-874. 2) Landnámsöld 874-1030. 3) Stofn- un ríkis, þjóðveldisöld, 930-1030. 4) Friðaröld, kristni, upphaf mennta, 1030-1118. 5) Kirkju- goðaveldi í skjóli tíundar 1118- 1220. 6) Sturlungaöld, valdabarátta ætta, lok þjóðveldis með Gamla sáttmála 1220-1262. 7) Skattland Noregs- og Danakonunga 1262- 1550, 8) Siðaskipti, efling konungs- valds, einokunarverzlun 1550- 1684, 9) Einveldi, verzlunaránauð, 1684-1750, 10) Upplýsingaöld, viðreisnarbarátta, 1750-1830, 11) Lok einveldis, frelsisbarátta 1830- 1874, 12) Landshöfðingjadæmi, löggjafarvald og fjárforræði 1874- 1904, 13) Heimastjórn, íslenzkt stjórnarráð (ráðherra) 1904- 1918, 14) Fullveldi, konungssamband við Dani, 1918- 1944, 15) Lýðveldi, tækniframfarir, þjóðfélagsbreyt- ingar 1944 og síðan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.