Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR Jordan tapaði í treyju númer 23 Los Angeles Lakers náði að sigra San Antonio Spurs ÍÞRÓmR FOLK ■ HJÖRDÍS Guðmundsdóttir, markvörður Víkinga er á leið til Danmerkur, þar sem hún fer í skóia og spilar handbolta. ■ HEIÐA Erlingsdóttir, hand- knattleikskona sem leikið hefur með Víkingi og Selfoss, er á einnig leið til Danmerkur þar sem hún mun stunda nám og spila handbolta með 2. deildar liði. ■ ÞÓRIR Hergeirsson, landsliðs- þjálfari norska unglingalandsliðs- ins, mun á mánudag halda fyrirlest- ur í ÍSÍ klukkan 19.30 á mánudag- inn. Þar verður meðal annars fjallað um skottækni. ■ STEINDÓR Gunnarsson, þjálf- ari sunddeildar UMFN, var út- nefndur þjálfari ársins á ársþingi Sundsambandsins um síðustu helgi. Sundkrakkar úr Njarðvík hafa vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu á síðasta ári. ■ SINDRI Grétarsson, knatt- spymumaður úr_ Vestmannaeyjum sem lék með BÍ í 3. deild í fyrra, hefur skipt yfir í 2. deildarlið HK. Sindri var næst markahæsti leik- maður 3. deildar í fyrra, gerði 14 mörk. ■ EMILIO Butragueno hættir að leika með Real Madrid að loknu þessu tímabili og líklegt er að hann haldi til Japans og ljúki ferlinum með þarlendu félagi. Butraguen, sem hefur uppnefnið „gammurinn" hefur verið í herbúðum Real Madrid í meira en áratug, en hann hefur lítið leikið með upp á síðkast- ið. Hann hefur lýst því yfír að hann hafí ekki áhuga á því að leika með öðru félagi á Spáni. ■ NÚ er að vinna að því að koma á kveðjuleik fyrir Butragueno á milli Real Madrid og annað hvórt Ajax eða Bayem Munchen. ■ DANSKI landsliðsamðurinn í knattspymu, Flemming Polvsen verður að hætta leika knattspyrnu vegna þrálátra meiðsla í hné. Polvs- en sem er 28 ár og leikur með Borussia Dotmund reiknar með flytjast heim til Danmerkur, þrátt fyrir að Dortmund hafí boðið hon- um starf. SHAQUILLE O’Neal og félagar hans hjá Orlando tóku foryst- una íeinvígi sínu við Chicago Bulls með 110:101 sigri íChicago aðfaranótt laugardags. Þar með var endir bundinn á átta leikja sigurgöngu Chicago á heimavelli. í úrslitum versturstrandar- innar önglaði LA Lakers í sinn fyrsta sigur gegn San Antonio Spurs, á heimavelli sínum, 92:85, en Spurs hafði sigraði ítveim- ur fyrstu leikjunum. | ichael Jordan lék aftur í treyju númer 23 og átti stórleik, skoraði 40 stig, en það dugði Chicago mönnum skammt. Þeir misstu dampinn á lokasprett- inum í leiknum. Mjög góð vörn Orlandodrengja hélt skyttum Chicago alveg niðri síðustu fimm mínútur leiksins að þeim tókst ekki að skora eina einustu körfu. „Við lékum ágætlega framan af leik, en þegar á leið var eins og leikmönnum mínum skorti þrek,“ sagði Phil Jackson, sagði þjálfari Chicago að leikslokum. Nick Anderson átti góðan leik fyrir Orlando á lokakaflanum og skoraði tvær þriggja stiga sem voru mjög mikilvægar. Samtals gerði hann 22 stig, en Shaquelle O’Neal var stigahæstur hjá Or- lando eins svo oft áður með 28 stig, Amfemee Hardaway gerði 19 og Horace Grant 18 og náði 15 fráköstum. Eins og fyrr greindi skoraði Jordan 40 stig fyrir Chicago og næstur honum kom Scottie Pippen með 25 stig. Los Anngeles Lakers bytjaði af miklum krafti gegn San Antonio á heimavelli og að loknum fyrsta KNATTSPYRNA leikhluta höfðu þeir náð sautján stiga forskoti, 28:11. í öðram leik- hluta bættu Lakers menn við for- skotið lítillega og komust í 47:29, en á lokaspretti leikhlutans náðu leikmenn San Antonio að saxa á forskotið niður i tíu stig, 53:43. Leikmenn San Antonio, með David Rodinsson fremstan í flokki, gáfu ekkert eftir og minnkuðu forskot Lakersmanna jafnt og þétt og var það komið niður í sex stig í þriðja leikhluta, 64:58, en Lakers menn spýttu í lófana og höfðu tólf stiga forskot þegar þriðja leikhluta lauk, 75:63. Nick Van Exel átti stórgóð- an leik fyrir Lakers í upphafí fjórða leikhluta og lagði granninn að sigri með tíu stigum á skömm- um tíma. Lakers náði 20 stiga forskoti, 92:72, og þrátt fyrir að leikmenn San Antonio skoraðu síð- ustu 13 stigin þá breytti það engu. Lakers sigraði 92:85 og þar með tapaði Spurs sínum fyrsta leik í úrslitakeppni NBA á þessu vori. David Robinsson var langbestur í liði Spurs með 34 stig, en Nick Van Exel gerði 25 stig fyrir La- kers og Cedric Ceballos 22 og náði 10 fráköstum. SHAQUILLE O’Neal og félagar f Orlando létu hamskipti Jor- dans ekkl slð slg út af laglnu f þrlöja lelk í fyrrinótt í Chlcago og slgrudu 110:81 og tóku 2:1 forskot f einvígi liðanna. Fagnar Dalglish meistara- tttlinum á Anfield í dag? VINNUR Blackburn Englandsmeistaratitilinn eftir 81 s árs biö eða kemur það í hlut Manchester United að lyfta þessum eftirsótt- asta bikar sem keppt er um á Englandi þriðja árið í röð? Það ræðst í dag, Blackburn er á toppnum með 89 stig, tveimur stig- um fleira en Manchester United. Liðið á leik gegn Liverpool á Anfield Road, heimavelli Liverpool og sigur þýðir að Blackburn hreppir titilinn. Tapi Blackburn stigum þá verður Manchester United meistari, svo framarlega sem þeir sigra West Ham. Þú þarft ekki að vera Hreedd við hrwkkur lengur, þvf hafinn er nýr kafli i umhirðu húðarinnar. Með Profutura kremi, sem flytur 30 sinnum meira af A og E vftamfnum inn i húðina en Ifpösóm. Það þýðir meiri vörn og aukinn raka. Hrukkur myndast sfður og húðin verður fallegri dag frú degi. MARBERT - og þú lítur vel út! Við scljum MARBERT Líbía, Mjódd; Snyrtihöllin, Garðabxj Spes, Háaleitisbraut; Gallery Förðun, Keflavik; Sandra, Laugavcgi; Krisina, ísafirði; Brá, laugavegi; Vöruhúsið, Akureyri; Bylgjan, Kópavogi; Apótekið, Vestmannaeyjum. Þrátt fyrir nálægð og samkeppni við Everton þá líta áhagendur Liverpool á Manchester United sem sína helstu keppinauta. Manchester United hefur tekið við hlutverki liðsins sem sigursælasta félag síð- ustu fímm ára og líklega vildu stuðningsmenn Liverpool síst að Alex Ferguson og hans menn hjá Manchester United muni verða meistarar. Framkvæmdastjóri Blackburn, Kenny Dalglish, er hins vegar dýrð- lingur á Anfíeld þar sem hann var í þrettán ár, fyrst sem leikmaður og síðan leiddi hann félagið til þriggja meistaratitla, þann fyrsta 1986 þegar hann var spilandi stjóri hjá liðinu og síðan 1988 og 1990 sem framkvæmdastjóri. Það væri kaldhæðni ef að hans gamla félag, Liverpool, mundi sigra í leiknum og þar með færa helstu fjendum sínum titilinn. Enn eins og Roy Evans, núver- andi stjóri Liverpool segir: „Ég mun ekki hafa neina samúð með Kenny á sunnudaginn [í dag] og við förum í þennan leik til að vinna hann. KENNY Dalglish mætir með Blackburn é Anfleld í dag. Fyrir okkur sem atvinnumenn og fyrir stuðningsmenn okkar þá skuldum við þeim það að enda tíma- bilið með sigri.“ Blackburn hefur misst ófá tæki- færin síðustu vikurnar til að ganga frá málum sínum þannig að ekki hefði þurft að koma til þessa upp- gjörs í dag. Þrátt fyrir nýlega ósigra gegn Manchester City og West Ham er skoski landsliðsmað- urinn Colin Hendry ekki svartsýnn. „Ég vil samt helst ekki tala um leikinn gegn Liverpool. Ég kem til með að krossleggja fíngurnar þangað til,“ sagði varnarmaðurinn. „Þetta er prófraun á taugarnar. Ef við náum tveggja marka for- skoti snemma í leiknum þá munum við örugglega reyna að hlusta eftir einhverjum upplýsingum frá Anfi- eld og bara vona að Blackburn vinni ekki,“ segir Brian McClair, leik- maður Manchesterliðsins. „Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem við höfum náð að komast svo ná- lægt þeim og ég er viss um að það mun vera breyting fyrir þá. Kveðjustundir Dagurinn í dag sker líka úr um það hvaða lið mun fylgja Ipswich, Leicester og Norwich úr úrvals- deildinni og niður í þá fyrstu. Cryst- al Palace þarf á sigri að halda gegn Newcastle og vonast til þess að Aston Villa tapi gegn Norwich. Sheffield Wednesday gæti fallið en möguleikarnir á því eru ekki miklir. Ahorfendur á White Hart Lane koma eflaust til með að sakna Þjóð- veijans Jurgen Klinsmann sem leikur sinn síðasta leik fyrir Totten- ham gegn Leeds, áður en hann heldur heim til Þýskalands. Aðeins sunnar í Lundúnum, á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea mun Glenn Hoddle einn af litríkari leik- mönnum enskrar knattspyrnu binda endi á tuttuga ára feril sinn sem leikmaður. Hoddle og félagar mæta Arsenal, sem eflaust munu leiða hugann fjóra daga aftur í tím- ann, að ósigrinum gegn Real Zara- gosa í Evrópukeppni bikarhafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.