Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 4
4 B SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bagdad er reiö borg - en þeir eiga þó sinn Seólabanka. •Rönloentækin eru biluð og viö eigum ekki vun á vara- hlutum fyrr en ett- ir mánuö. Þessi drengur verður dá- inn bá. Og margir, margir tleiri. •Fálk yfir sextugu verður aö deyja druttnl sínum heima, fjölskyldur táku hessu illa fyrst, en nú er kemlnn svu mikill sljáleiki yfir fálk að hað lætur sig hetta litlu skipta. Bellari i Bagdad. Vió Al Aliyas júkrahúsió er vitanlega veglegt mólverk af Saddam Hwssein. sér þarna inn eins og fín mann- eskja, með fylgdarmann frá ráðu- neyti, úti beið bílstjórinn, hrað- ganga um stofumar og svo var ég laus allra mála og gat bara farið. Ekki út í gleði borgarinnar, en altj- ent farið og eftir voru böm að þjást og deyja og svartklæddar starandi konur með kvöl í andlitinu. 400 börn á aldrinum 0-5 ára deyja á degi hveijum Eftir því sem ég kemst næst eft- ir að hafa einnig blaðað í skýrslum frá UNICEF í Bagdad deyja að minnsta kosti 400 böm á aldrinum 0-5 ára á dag. Það em 146 þúsund böm á þessum aldri á ári. Þetta gildir um þau börn sem er komið með á spítalana og má ætla að þessi tala sé nærri lagi. Tölur þær sem ríkisstjómin hefur birt em miklu hærri en þeim skyldi tekið með fyrirvara. Því ekki er skirrst við að nota bamadauðann { írak sem tæki í áróðursstríðinu við um- heiminn. Hin þögla neyð Das Gupta komst svo að orði að írak væri „hin hljóða neyð“. „Þú sérð ekki böm hér með útblásna maga eins og í sumum hungurs- neyðum Afríkulanda. Því reynir fólk að gera sem minnst úr þessum ótrú- legu hörmungum. Ástæðan fyrir þvi' er sú að matarskömmtunarkerf- ið sem ríkisstjómin kom á eftir stríðið gerir ráð fyrir að fólk geti fengið að kaupa bráðnauðsynleg- ustu matvæli á stórlega niður- greiddu verði. Þetta hefur haldið hungurvofunni í skefjum. Þessi matarskammtur dugir fyrir um 70% af því sem talið er að fólk þurfí og þá er ég auðvitað að tala um lág- mark. Og hvað segir þetta okkur svo: á þessum fimm ámm er hægt og rólega verið að murka lífið úr þjóðinni, því í 5 ár hefur allan þorra fólks skort á hverjum degi 30% af því sem talið er að það þurfí til að lifa af. Fólk getur þolað slíka skömmtun í 1 ár án þess að bíða verulegt eða varanlegt heilsutjón, jafnvel í 2 eða 3 en nú em senn liðin 5 ár og mig hryllir við hvað hér fer að gerast á altra næstu mánuðum ef svo heldur fram sem horfir." Hann sagði að þeir sem hefðu skuldbundið sig til að leggja fram fé til UNICEF-hjálpar íraks yrðu æ tregari til að reiða framlögin af hendi og ástandið hefði versnað mjög mikið síðasta árið. Sjálf tel ég ekki nokkurn vafa á því að sú tregða stafar ekki hvað síst af andstyggð vestrænna stjóm- málaforingja á Saddam Hussein - þrátt fyrir orð og yfírlýsingar um að saklausir borgarar eigi ekki að líða fyrir illsku hans. Því írak er ríkt land, sannkallað gnægtaland, og ef efnhagsþvingun- um Sameinuðu þjóðanna væri aflétt mundi lífíð smátt og smátt verða eðlilegt á ný og fólkið - þrátt fyrir dauða og hörmungar - gæti öðlast von um framtíð og kannski blómstr- að aftur. Glas af vatni Mánaðarlaun starfsmanns hjá ríkinu em 6 dollarar á mánuði eða sem svarar um 380 krónum og fæstir hafa annað en skömmtunar- seðlana og atvinnuleysi er gríðar- iegt. Ég sá fólk betla á götum úti. Betl þykir ekki tiltökumál í mörgum íslömskum ríkjum. En að þessu leyti hafa írakar um margt verið einstak- ir, stoltir með afbrigðum og ég hef aldrei nokkum tíma séð þá betla fyrr. Ef íraki hefur hug á að fara til Jórdaníu eða Jemen sem eru einu ríkin sem hleypa þeim inn um stundarsakir verður hver að reiða fram 350 dollara. Þessi upphæð hafði verið 175 dollarar en var hækkuð þennan tíma sem ég var í landinu. Það þarf engan að undra þó Bagdad sé reið borg, skítug og svo ólýsanlega hrygg. „Við emm að verða eins og dýr, við hugsum bara um að ná okkur í mat. Áður fyrr lásum við bækur, ortum Ijóð og máluðum myndir. Þetta er liðin tíð. Hvernig ættum við að hafa hugann við annað en það að kíló af hrís- gijónum kostar mánaðarlaun og mjólkurduftspakki kostar tvöföld mánaðarlaun." Þetta sagði Karim, kunningi úr fyrri íraksferðum. Hann vinnur í Upplýsingaráðuneytinu. Hann bauð mér heim til sín og kona hans bar fram góðgjörðir: eitt glas af köldu vatni. Karim drakk vatnið og leit svo á mig, hálfafsakandi: „Ég er vanari vatninu héma, það gæti verið hættulegt fyrir þig.“ Mér skilst að vatnshreinsistöðvar í landinu afkasti um það bil 50% af því sem var fyrir Flóastríðið. Þegar ég var gestur þeirra hjóna fyrir fjórum árum eftir að efnahags- þvinganir höfðu verið í gildi í eitt ár, svignuðu borðin á notalegu heimili þeirra undan kræsingunum. Nú var snautlegra um að litast, teppi, myndir og alls konar „óþarfa dótarí" eins og Karim orðaði það hefur verið selt fyrir mat. „Það gekk vel að selja fyrst, nú eru bara varla nokkrir nema fáeinir útlend- ingar sem hafa efni á að kaupa neitt." Að upplagi eru írakar mestu höfðingjar heim að sækja allra Araba. Þessi „veisla“ hjá Karim nú segir æði mikla sögu þeim sem þekkja arabíska gestrisni. Þau áttu von á frænku Karims frá Amman í vikunni á eftir og vonuðu að hún kæmi með brauð og mjólkurduft. Hann sagðist þó hreint ekki vera svo illa settur. Hann vinnur í þessu ráðuneyti sem sér um erlenda blaðamenn og á því möguleika á að útvega sér dollara sem hann getur komið í verð. Saddam við hvert fótmál Þrátt fyrir allar efnahagsþreng- ingar hafa írakar gert við eða end- urreist allar brýrnar yfír Tígris sem rennur gegnum Bagdad. Og meira að segja byggt eina splunkunýja á tveimur hæðum. Þar af leiðir að nú er á ný harðbannað að mynda þessar brýr, þær flokkast undir hernaðarmannvirki. Við hvorn brú- arsporðinn er stytta af Saddam Hussein, forseta þar sem hann réft- ir út höndina, föðurlegur og ábyrg- ur. Þeir hafa reist Saddam-tum gríð- arlega voldugan sem er miðstöð fjarskipta. Það er líka harðbannað að mynda og dugir ekki að veifa dollurum framan í fylgdarmanninn. Ný málverk eða dýrðlegar mósaík- myndir af Saddam sem voru ærin fyrir hafa sprottið upp og eru við hvert fótmál, hann í alls konar hlut- verkum en umfram allt landsföður- legur og mildur. Það er svona allt að því ógerningur að snúa sér í hring án þess að sjá forsetann að minnsta kosti tvisvar á leiðinni. Hér er ekkert að gerast - bara börn að deyja Og meðan ég var í Bagdad var birt tilkynning í blöðunum: á afmæl- isdegi hins elskaða leiðtoga þann 28. apríl skyldi hafist handa við að reisa tvær moskur og sagt að önnur þeirra, Mikla moska, yrði sú næst stærsta í öllum Miðausturlöndum. Það eru fáir erlendir blaðamenn í Bagdad þessa dagana. „ Ég er að verða vitlaus úr leiðindum. Það er ekkert að gerast hér - bara börn að deyja, það er engin frétt í því,“ sagði fréttamaður AP sem er ein fárra fréttastofa sem hafa mann að staðaldri í írak. Hann sagði að nokkru fyrr hefðu erlendir blaðamenn flykkst til landsins þegar írakar handtóku tvo Bandaríkjamenn sem fóru í óleyfi yfir landamærin frá Kúveit. Sumir bjuggust við að Saddam Hussein mundi nota þetta mál sér til fram- dráttar og láta þá fá væga dóma. Að svo stöddu benti ekkert til þess, kunngert hafði verið um 8 ára fang- elsi yfir þeim og þegar ekkert gerð- ist næstu daga, pökkuðu flestir saman og fóru. En það er óhætt að segja að þeir erlendu blaðamenn sem eru hér þurfí að greiða háu verði þá þjón- ustu sem þeir fá og auðvitað allt í dollurum. Það þarf að múta háum sem lágum ef maður á að fá leyfí fyrir því sem annars staðar teldist algert smámál. Fylgst er með blaða- mönnum svona allt að því allan sólarhringinn og maður verður að vera yfirmáta klókur eða þekkja vel til í Bagdad til að geta hitt fólk sem Ráðuneytið vill ekki að maður hitti. Beiskja í garð Kúrda Á Vesturlöndum eiga ýmsir erfítt með að skilja hvers vegna írakar afþökkuðu nýverið „tilboð" sem S.Þ. gerðu þeim, þar sem átti að leyfa þeim að selja olíu fyrir millj- arð á þriggja mánaða fresti til að geta keypt lyf og mjólkurduft. Þetta gæti virst einfalt en er ögn flóknara. Af þessum milljarði dollara yrðu írakar að greiða til Kúveita um 300 milljónir dollara í stríðsskaðabætur og að minnsta kosti 150 milljónir til Kúrda í norðurhlutanum sem ekkert samband er við nú. „Því er þetta „boð“ ekki annað en ein auðmýkingin enn. Það er sannarlega ekki eins höfðinglegt og það virðist hljóma í vestrænum eyrum. Það er ekkert annað en af- skipti af íröskum innanríkismálum og brot gegn fullvalda ríki og gróf móðgun," sagði Sahti Mehti Saleh, forseti íraska þingsins við mig. Mér fannst ekki laust við að fólk almennt hefði þessa skoðun. Menn bentu iðulega á að „fyrir þvingun- ina“ eins og þeir kalla það hafí Irak verið eitt mesta olíuveldi heims. „Við þolum ekki þessa hrokafullu góðvild Kananna," sögðu ýmsir. Það var einnig fróðlegt að heyra hvað menn, háir sem lágir höfðu að segja um innrás tyrkneska hers- ins á svæði Kúrda í Norður-írak. Kamal Hossain, yfírmaður Blaðamannamiðstöðvarinnar skóf ekki utan af því„ Okkur er hjartan- lega sama hvað Tyrkir gera við Kúrdana. Við hvorki hugsum um það né tölum um það því það kem- ur okkur ekki við. Kúrdar sviku okkur þrátt fyrir að við hefðum veitt þeim sjálfsstjóm, virtum trú þeirra og leyfðum að tungumálið þeirra væri kennt í skólum sem er meira en hægt er að segja um aðr- ar þjóðir sem hafa Kúrda innan sinna landamæra. En Kúrdarnir stukku í fangið á Amríkönum og nú kæra Amríkanar sig kollótta hvort Tyrkir drepa þá.“ Og víst er að ég fann beiskju í garð Kúrda víða. Satt að segja er æði langt síðan ég komst sjálf að þeirri niðurstöðu að það væri sann- leiksvottur í því að Kúrdar í írak hefðu notið að mörgu leyti betra lífs og meira frelsis en Kúrdar í íran, Sýrlandi, að ekki sé nú minnst á hið vestæna ríki Tyrkland. Þó má ekki skilja orð mín svo að ég sé að gera lítið úr eitursprengju- árásum á kúrdíska bæi fyrir nokkr- um árum þar sem mikill fjöldi manna lét lífíð. írakar hafa að sönnu aldrei gengist við þessum verknaði og segja að erkióvinurinn íran hafí staðið að þessu til að sverta íraka, þeir hafi málað flug- vélar sínar í íröskum litum og dengt eitri yfir saklaust fólk. Háttsettir menn ýmsir sögðu að lausnin væri í rauninni fjarska ein- föld. Það ætti að skila norðurhlutan- um á ný til lögmætra stjórnvalda í Bagdad og þar með mundi stöðug- leiki og öryggi á ný ríkja í þessum hérúðum. Eg gef ekki mikið fyrir það. En auðvitað vita allir að Kúrd- ar virðast ekki geta komið sér sam- an um sín mál og endalaus barátta þeirra innbyrðis síðan þeir fengu norðurhluta íraks, einkum milli sveita tveggja forystumanna, hefur veikt málstað þeirra mjög alvarlega. Leitað að Hameed Saeed Þegar ég kom til íraks hið fyrsta sinn haustið 1988, skömmu eftir að stríðinu milli íraks og írans lauk kynntist ég skáldinu Hameed Sae- ed. Mér var beint á hans fund þeg- ar ég bað um að hitta íraskan rithöf- und. Hann var þá einnig ritstjóri Al-Thawra, stærsta blaðs íraks. Með okkur tókust góð kynni. Seinna átti hann án efa dijúgan þátt í að lausn fannst á máli ís- lensks læknis þegar írakar héldu vestrænum gíslum haustið 1990. Við höfðum hist síðast þegar ég kom eftir stríðið. Síðan hafði ég fregnað það eitt að hann væri hætt- ur sem ritstjóri og enginn vissi hvar hann var. Opinbera skýringin var að hann væri að yrkja ljóð í heimabæ sínum, Hilla. Bréf sem ég sendi honum á blaðið voru endurs- end, merkt „viðtakandi óþekktur." Það var hvíslað að hann hefði kannski verið líflátinn. Kannski væri hann í fangelsi. Kannski bara eitthvað annað. Ég var staðráðin í að fara ekki frá Irak fyrr en ég vissi hvað hefði orðið af honum. Því hóf ég nú leit að Hameed Saeed.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.