Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MAIMNLÍFSSTRAUMAR Jarðveg fyrir tré! ÁTIÐ þúsund blóm vaxa, sagði Maó formaður eða eitt- hvað svoleiðis. Og var trúfastlega gert að stóra- sannleik af milljónum átrúnað- argoða vítt um heim. Ekki get ég flett upp öruggu orðalagi, því á sínum tíma gaf ég af rausn minni meira þurfandi maóískum vini Rauðakverið, sem ég keypti í kínverska kaupfélaginu í Hong Kong á árinu 1970. Þá lágu þau þar í haugum á mest áberandi stað við kassann, eins og.sæl- gætið í íslenskum búðum til að freista krakkanna meðan mamma er að borga. Síðan hafa kverin gufað upp, enda fjarað undan Maó hér sem annars staðar. Að láta blóm spretta - eða tré, sem er meira í stfl við ís- lenskan veruleika, eykur álíka kápp í kinn, svo sem dæmin sanna. Hef- ur á undanfömum árum verið stungið allt upp í 5 milljón- um tijáplantna _ á ári í jarðveg á ís- landi. En til tijá- ræktar þarf a.m.k. tvennt, peninga og jarðveg. Þá getur farið í verra. Á þessum miklu uppgangstímum skógræktar hefur af mikilli elju og útsjónar- semi verið unnið að því að afla §ár. Farið í hveija smugu með frábærum árangri. Hlýtur þá að þurfa óvenjulegt hugvit til að fínna upp á einhveiju alveg nýju, sem ekki hefur verið nýtt fyrr. Um slíkt snjallræði mátti lesa í blöðum í vikunni. Selja jarðveginn - og það áður en hann er orðinn að brúklegum jarðvegi! Skógrækt ríkisins gerir samning um sölu á einni milljón rúmmetra af yfirborðs- hrauni til malarnáms í Kapellu- hrauni í Hafnarfirði. Fylgir fréttinni að þarna geti fyrir- tækið Borgartak fengið að skafa ofan af hrauninu fram yfir aldamót. í okkar svala og græðsluhæga landi er auðvitað þolinmæðis- verk að bíða eftir að jarðvegur á byijunarstigi verði að jarð- vegi sem hægt er að pota í plöntum. Og nokkuð langt á milli skófa, flétta og mosa ann- ars vegar og tijáplantna, sem teygja sig upp í himininn. Þess vegna mætti skiljanlegt vera að hagsmunaárekstrar verða milli fjáröflunar og þessarar hægu jarðvegsmyndunar! Yfir- borð eyjarinnar ísland, sem byggðist og er að byggjast upp úr hafínu með eldgosum, eins og Surtsey, byijar á storknandi hrauni, sem lægsti gróður fer að setjast á, myndar svolítinn jarðveg fyrir plöntur að fóta sig á og fær að lokum, ef það er látið í friði, jarðveg og gróið land. Stórhuga fólki, sem hefur að markmiði að land verði aftur gróið milli íjalls og fjöru, brest- ur autvitað þolinmæði til að bíða eftir svona hægagangi. Enda yfirlýst markmið „að nota fjármunina af því að skafa mo- sagróið hraunið ofan í grjót til skógræktar á góðum stöðum". Útleggst væntanlega þar sem vel gróið land er fyrir og nægur jarðvegur. Þar sem hægt er að breyta einu vel grónu landi í annað, eða hvað? Endur fyrir löngu varð til gegnsætt máltæki: Að sjá ekki skóginn fyrir tijánum! Lík- lega sjaldan hitt naglann betur á höfuðið. Hér að ofan var talað um nýtt, snjallt framtak til fjár- öflunar í skógrækt. Ekkert er þó nýtt undir sólinni. Ekki langt frá Kapelluhrauni eru nálægt Krísuvíkurveginum uppi undir Vatnsskarðinu gamlar ljótar námur, þar sem Skógrækt ríkis- ins hafði fyrir nokkrum áratug- um góðar tekjur af leigu á efni- stöku í hrauninu. Þar var þó takmarkað umfangið á yfír- borðinu, en grafið eins langt niður og mögulegt var, þótt láð- ist að gera ráð fyrir frágangi. Ég kynntist þessu sem formað- ur Reykjanesfólkvangs er við vorum að reyna með samkomu- lagi við landbúnaðarráðuneytið að hemja óhefta efnistöku og koma einhveiju skipulagi þar á. Var þá barist við að í samn- ingum væru að minnsta kosti skýr ákvæði um frágang I lokin. Nú má lesa í fréttinni um efnis- tökuna af yfirborði Kapellu- hrauns að skýrt sé kveðið á um umgengni og frágang i hraun- inu og eftirlit með því. Liggur þó ekki í augum uppi hvernig menn hugsa sér að ganga eigi frá mosabreiðunum ofan á. Nema þeir hugsi sér að beita því sem á ensku er kallað „stripmining", þar sem jarðveg- inum, hér mosabreiðunum, er flett ofan af og geymt til hliðar þar til verki lýkur og jarðvegur- inn þá breiddur eins og teppi yfír aftur. Hver veit hvað bjart- sýnir og hugvitssamir landar ráðgera? Skipulag, vel á minnst. í ný- legu sérblaði Morgunblaðsins, tileinkuðu Náttúruverndarári Evrópu, mátti í grein lesa að skipulag Skógræktar hefði á síðustu árum verið tekið föstum tökum. Fjórir sérfræðingar hefðu það nú að aðalstarfi að skipuleggja núverandi og verð- andi skóga landsins og hefði markvisst verið unnið að því frá 1986. Á sýnikorti um vinnu- brögð, þar sem sett var inn núverandi ástand lands, var merktur grænn blettur, þar sem stóð mosaþemba. í greininni var ekki sérstaklega tekið fram hvað gera ætti í mati við þessa mosaþembu. Vonandi að veija hana, svo hún megi einhvem tíma verða stór - gróðurvænn jarðvegur, sem hægt er að planta í tijám? Að vísu fylgir sögunni að til þessa skipulags- verks skorti sárlega peninga. Væntanlega verður þó ekki fall- ið í þá freistni að reyna að gera mosaþembuna á kortinu að ræktunarlandi fyrir peninga- gras. í hugsjónastarfi er auðvitað sársaukafullt að láta fjáröflun fram hjá sér fara, og Skógrækt- in reyndar ekki ein um að etja kappi við slíkar freistingar og falla. eftirElínu Pálmadóttur TÆKNI//V misrœmi ordið á milli tækni og samfélagsþróunar? Tækni ogþjóðfélagsþróun SAGNIR fyrri alda geyma mörg minni sem má heimfæra upp á það sem síðar varð til að snúast beint um stöðu tækniþjóðfélags nútím- ans. Mannkynið hefur einhveija töfrandi dulargáfu til að orða dýpsta meginvanda sinn í stefjum þjóðsögunnar eða skáldskaparins, jafnvel þó að sá vandi komi ekki upp skýrt fyrr en öldum síðar. Minna má á sögnina um Gróttakvömina frá Danmörku hinni fornu, um nornirnar sem möluðu mönnum gæði, uns þær möluðu mönnum ógæfu er geng- ið var of nærri þeim. Enn má minna á sögnina um lyngorminn, sem jók við það gull er hann var lagður á, með þeim ókosti að hann óx sjálfur og varð hættan sjálf klædd dýrsholdi. Fást seldi skrattanum sál sína fyrir þekkingu. Sá síðarnefndi gaf ekkert eftir í þeim viðskipt- um. Öll þessi sagnaminni lýsa þeirri stöðu sem við stöndum miklu greinilegar í nú á þessari öld en nokkru sinni áður. Við höfum fengið mikið fyrir tæknina, m.a. það að geta brauðfætt miklu fleiri en án hennar væri gerlegt, en stöndum miklu alvarlegar og nær því alvar- lega vandamáli að hún verði okkur í reynd að bana. MEÐ nokkurri einföldun má segja að hættan sem fylgir tækninni sé tvenns eðlis. Annars vegar er það, að við verðum okkur sjálf að bana í tæknilegum stríðsá- tökum. Það er mikil einföldun að ■■■■■■■■■■■ halda fram að sú hætta sé minni eft- ir fall austurblokk- arinnar. Aðeins er hún annars eðlis og á eftir að koma skýrar í ljós á .. .. næstu árum. Á ®tt!r E9" kalda stríðs árun- E9||SS0" um voru megin- drættir greinilegir, austrið stóð gegn vestrinu. Þrátt fyrir vissa hættu, sbr. Kúbudeiluna, var ástandið stöð- ugt. Nú sem stendur sjáum við fram á að leifar sumra hruninna þjóðfé- iaga kommúnismans eru að um- myndast í óskapnað með þeirri við- bót, að um er að ræða fyrrverandi kjarnorkuveldi. Óskapnaðurinn orð- inn að samskonar æxli og Þýskaland milli stríða, með þeim mikilvæga mun að sá óskapnaður réð ekki yfir kjarnorkuvopnum. Hins vegar er þegar hafin dreifing kjarnakleyfra efna út _um allar jarðir, til ríkja eins og t.d. írans, sem eru ekkert nema risastór hryðjuverkasamtök. Alsír hættir til að fara sömu leið og jafn- vel fleiri arabaríki. Enn hættulegra er það sem við vitum ei gerla enn hvort gerst hefur, að sterk hryðju- verkasamtök hafi komist yfir eitthvað af hinum kjamkleyfu efnum. „Þróun“ tveggja til þriggja undanfarinna ára, þar sem efnin hafa verið seld fyrir slikk af austurevrópskum rusla- haugum, heldur áfram. Hin meginhættan sem fylgir tækninni er sú að við erum að raska þeim efnislega grundvelli sem við sjálf og allt annað líf hefur byggst á, með því móti sem við vit- um ekki enn hvað hefur í för með sér. Orsök þessarar öfugþróunar er að finna í þeirri skoðun sem hefur orðið til í Vestur-Evrópu undanfar- inna alda, að maðurinn greinir á milli sjálfs sín og umhverfisins og telur sig þar með geta ráðskast með það. Þessa afstöðu er ekki að fínna í lífsafstöðu forngermana. Indíánar Norður-Ameríku eru annað dæmi um menningu sem bar djúpa virð- ingu fyrir náttúrunni og skildi að viðgangur hennar var viðgangur þeirra sjálfra. Meðal þeirra var eign- arhald lands ekki til, heldur höfðu þeir afnot þess að láni frá hinum mikla anda. Fróðlegt væri að vita hvort afstaða Vestur-Evrópumanna — sem er afstaða heimsins nú sem stendur — á sér rætur allt aftur til tíma Rómveija, hvort hennar er að leita að einhveiju leyti í kristinni menningu eða hvort hún hefur fest í sessi með iðnbyltingu Evrópu. Al- tént hefur þessi afstaða nokkuð sömu SYÐRA-MÓGIL á Flateyjardals- heiði, S-Þing. Það er eitt land- svæða íslands sem er líkt því sem verið hefði án tilkomu mannsins. útbreiðslu og kristnin, og einhveijar trúarstefnur innan hennar, svo sem kalvínisminn halda henni á loft. Það ræður úrslitum um viðbrögð okkar við þessum vanda hvort sam- félagsgerðin er nógu þróuð til að taka réttar ákvarðanir. Við erum vís- indatrúar flest, því að trú okkar á vísindin hefur að verulegu leyti rutt til hliðar kristninni eins og hún var í samfélögum vors heimshluta und- anfamar aldir. Þetta er vegna þeirra efnalegu gæða og sýndaröryggis sem vísindi og tækni hafa fært oss. Vís- indalega trúandi mönnum er best að fá útlistanir með skýrskotun til ástands vísindanna og áhrifa þeirra á samfélag vorra tíma. Þekking á efnisheimi okkar, lifandi og dauðs, er orðin miklu yfírtaksmeiri en þekk- ing á sjálfum okkur; á sálvísindum og samfélagsvísindum. Þetta mis- ræmi er svo sterkt að jafnvel hefur verið fyrir hendi almenn vantrú á að sál- og félagsvísindin eigi rétt á sér. Þess má sjá merki í fjölmiðlum. Við erum óvitar með margs konar fár- vopn í höndum. ÞJÓÐLÉ FSÞANKAR/Em spádómar hœttulegir? Spádónmrgeta tekið völdin Við teljum okkur búa í upplýstu þjóðfélagi þar sem allir sem geta njóta skólagöngu og á boðstólum eru bækur um allt milli himins og jarðar sem gerst hefur. Ekki dugar þetta þó öllum, til eru þeir sem vilja líka vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Til þess að reyna að fá upplýs- ingar um hið óorðna snýr fólk sér til spákvenna, gerist daumspakt eða les stjömuspár. Auðvitað gera margir sér þetta til gamans en furðu margir trúa spádómunum og einstaka fara jafnvel að miða líf sitt við þá. EG VEIT um konu sem eitt sinn sem oftar fór til spákonu. Sú spáði miklum breytingum í lífí kon- unnar, sem svo aftur líkaði spádóm- urinn stórilla. „Ég verða að segja að mér finnst þú ekkert eiga með að spá svona fyrir mér, ég vil að þú takir þennan spá- dóm til baka,“ sagði konan við spákonuna. Sú síð- amefnda tók því víðsfjarri. „Þetta n eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur er það sem ég sé væna mín og því get ég ekki breytt,“ sagði hún. Seinni hitti konan spákonuna af til- viljun á sjúkrahúsi þegar hún fór að vitja um sjúkling. Mjög hafði þá dregið af spákonunni og var hún komin í hjólastól. Konan áræddi þó að víkja sér að spákonunni og vildi enn fá hana til að taka spádóminn aftur. „Blessuð mín, það er sjálf- sagt, þú skalt hafa þetta eins og þú vilt,“ sagði spákonan þá og kon- an stóð eftir, komin aftur á upp- hafsreit og orðin sinnar eigin gæfu smiður. Ég er ekki að leggja neinn dóm á gildi spádóma hér en hitt er alveg ljóst að þeir geta valdið straum- hvörfum í lífi fólks sem trúir á þá. Þeir geta jafnframt verið einskonar valdaafsal, fólk sem trúir þeim hef- ur tilhneigingu til að taka ákvarð- anir í samræmi við þá, en ekki sam- kvæmt bestu vitund á hveijum tíma. Einu sinni var mér sagt frá ung- um manni sem fór til spákonu og hún spáði honum dauða rétt innan við þrítugt. Manninum varð svo um þennan spádóm að hann sá engan tilgang í að vera að mennta sig eða að reyna að búa sig undir lífsbarátt- una heldur ákvað að lifa hratt og hátt og lagðist í mikið svall og skemmtanalíf, jafnframt því sem hann hýsti mikla örvæntingu í bijósti sínu. Helvíti á jörðu upplifði svo þessi ungi maður árið sem sam- kvæmt spádómnum átti að vera dánarárið hans. Þrátt fyrir illspána lifði aumingja maðurinn af þetta örlagaríka ár og stóð þá uppi eins og barn á ný, allt á huldu um fram- tíð hans. Verr en barn stóð hann að vígi að því leyti að hann hafði sóað bestu námsárum sínum í svall- ið og kunni því fátt eitt til að bjarga sér. Úr því rættist sem betur fór seinna þegar honum varð loks ljóst að hann var ennþá hérna megin í tilverunni og ekki annað sýnilegt en svo yrði um langan aldur. Vakn- aði hann smám saman til lífsgleði á ný og tók að afla sér menntunar og reyna að fóta sig í lífinu og tókst það. Arkaði hann svo sinn æviveg upp frá því án fyrirsagnar spákonu. Vafalaust er með fádæmum að svona fari enda iðka held ég fáar spákonur þann leik að spá fólki skjótum lífslokum. Mér fínnst hins vegar ástæða til þess að gera sér ljóst að með því að láta spá fyrir sér tekur fólk þá áhættu að fá öðrum mikið vald í hendur. Auðvitað er ábyrgðin ekki síst þess sem lætur spá fyrir sér. Hann tekur þá áhættu að hann fari að trúa spádómnum og miði svo líf sitt upp frá því við að láta hann rætast. Margir eru að leita að einhveiju til að styðja sig við á lífsgöngunni og grípa ómeðvitað fegins hendi ef þeir geta losnað við að taka ábyrgð á sjálfum sér og ákvörðunum sínum. Það þarf sterk bein til að ganga einn og óstuddur í hretviðrum lífs- ins. Það er því áleitin freisting að þiggja framboðið skjól eða grípa til hækjunnar þegar klöngrast er um illfær stig. Það er skynsamlegt að láta spádóma eða ofurtrú ekki ná yfírtökum í sálarlífinu heldur taka öllu slíku með hæfilegum fyrirvara. Það er mikilvægt að hafa full tök á eigin ákvörðunum og hleypa þar ekki öðrum til valda á einum eða öðrum forsendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.