Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MYNDIR UM MEISTARA BEETHOVEN BEETHOVENá fimmtugs- aldri. Mynd- in er talin líkjast honum öðrum mynd- um frem- MOZART Áheyrendur geta upplifaö hugarástand tónskáldsins, en veröa aó tengja þaó eigin reynslu, sem er mismunandi og einstaklingsbundin, svo að tilganginum verói náó, segir Örlygur Sigurjónsson í hugleiðingu sinni um kvikmyndirnar Amadeus og Immortal Beloved MOZART, teikning eftir Doris Stock, gerð tveimur árum fyrir dauða hans. LIÐLEGA áratugur er síðan bandaríska óskarsverðlauna- myndin Amadeus eftir Milos Forman var sýnd hér á landi. Kvik- myndin byggði á samnefndu leikriti eftir Peter Schaffer sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu árið 1982. A Amadeus ber ekki eingöngu að líta sem ævisögu Mozarts, heldur er kjarni hennar samskipti hans við Salieri, sem var öfundarmaður Moz- arts. Salieri, sem tákn hins stífa og yfirborðskennda lífs sem var í háveg- um haft á Versalatímabilinu og barst til Vínarborgar, gremst ósegjanlega hin að því er virðist fyrirhafnalausa fæmi Mozarts í öllum tónlistarform- um. Sjálfur er Salieri látinn hafa töluvert fyrir því að koma saman lagi. Barnaskapur og einfeldni Moz- arts fínnst honum óþolandi samfara slíkri snilli en þrátt fyrir það telur Salieri víst að rödd Guðs heyrist í tónverkum hans. Hin óskiljanlegu afköst Mozarts og snilli voru í raun réttri afleiðing mikillar vinnusemi, fádæma hæfíleika og bestu hugsan- legrar menntunar frá bamsaldri þar sem ekki eingöngu er litið á hefð- bundna kennslu föður hans heima í stofu heldur geysimikil ferðalög um alla Evrópu fram yfír fermingarald- ur. Auðvelt er að ímynda sér hversu sjóndeildarhringur Mozarts hefur víkkað á þeim áratug sem hann ferð- aðist um með föður sínum, bæði hvað snertir kynni af nýjustu straum- um í tónlist og þá mikilvægu tón- leikareynslu sem hann öðlaðist. Hvort mönnum fínnst þeir heyra rödd Guðs í tónlist Mozarts er svo vitaskuld einstaklingsbundið. Þrátt fyrir flæmsku Salieris og baktjald- amakk gegn Mozart í Amadeusi er hann samt sá eini sem raunverulega skilur tónlist Mozarts, hrífst af henni og skelfíst í senn. Salieri er trúaður mjög og tileinkar Guði sínum líf sitt og list. Hann trúir því einnig að með ástundun, hreinlífi og dýpstu auð- mýkt muni hann njóta velþóknunar Guðs og öðlast frægð og virðingu meðal dauðlegra manna. Þessi heimsmynd hans hrynur til grunna þegar hann kynnist hinum rudda- fengna Mozart og er þess fullviss að Guð hafí ekki lengur velþóknun BEETHOVEN í vinahópi að leika sónötu á píanóið. á sér heldur á krakkaskömminni. Salieri reiðist Guði sínum fyrir þetta og snýst gegn honum og hold- gervingi hans. Allt er þetta þó ýkt að meira eða minna leyti þó margt megi til sanns vegar færa. Amadeus ' sýnir líka hræsnina sem viðkemur tónlistarsmekk og fegurðargildi. Þama kemur keisarinn sjálfur og gagnrýnir verk Mozarts án þess að hafa hundsvit á þeim og fær hina lærðu menn til að taka undir viðhorf sín í krafti valds síns. Allir halda þó með uppáhaldinu sínu Mozart í viður- eigninni við hinn vonda Salieri og harma dapurleg endalok hans. Lýkur þar með Amadeusi. ANTONIO Salieri var sex árum eldri en Mozart, fæddur árið 1750 á Ítalíu. Hann fluttist til Vínarborgar á fullorðinsaldri og komst til metorða við hirð Franz Jósefs II. Austurríkiskeisara. Vín sogaði að sér listamenn víðsvegar að úr álfunni og er þess sérstaklega minnst í tónlistarsögunni. Salieri fékk hina eftirsóknarverðu stöðu hirðtónskálds og hefur vafalítið varið hana með tiltækum ráðum fyrir að- gangshörku ábyrgðarlausra ungl- inga. Um aldamótin 1800, tíu árum eft- ir dauða Mozarts, nýtur leiðsagnar hans þrítugur píanóleikari, ákafa- maður og óumdeilanlegur meistari slaghörpunnar. Sá heitir Ludwig van Beethoven. Staða Beethovens í tón- listarsögunni lýtur að samtengingu tveggja stefna sem mætast um alda- mótin þegar rómantíkin leysir af hólmi það sem kennt er við Vínar- klassismann. Beethoven hefur tvo um tvítugt þegar hann flyst frá heimabæ sínum Bonn til Vínar og svífur andi Moz- arts yfír vötnum á fyrstu starfsárum hans þar. Ekki eingöngu er Beethov- en undir sterkum áhrifum frá Moz- art eins og heyra má á fyrstu píanó- sónötunum, heldur er Beethoven af flestum talinn arftaki Mozarts. Eftir ótímabæran dauða Mozarts er ekki laust við að aðallinn blygðist sín fyr- ir að hafa ekki borið hann á höndum sér. Það var sjaldgæft að tónlist- armenn reyndu fyrir sér óháðir og reyndar furða að Mozart skyldi hafa þraukað þó svona lengi. Starfandi tónlistarmenn á dögum Mozarts voru undantekningalítið í þjónustu greifa, fursta eða annarra höfðingja og þreifst tónlistin aðallega undir vernd þeirra eða annarra sem efni höfðu á skemmtun af þessu tagi. Um það leyti sem Beethoven kemur til Vínar 1792, þremur árum eftir byltinguna í Frakklandi, og hefur feril sinn er listin að laga sig að kröfum borgara- stéttarinnar svo að góður tónlistar- maður getur starfað án þess að vera nokkrum háður um afkomu sína. Segja má að Mozart hafí brúað bilið milli þessara vinnuskilyrða og í ljósi þess má gera sér grein fyrir vel- , gengni Beethovens strax fyrstu árin. Fundum Mozarts og Beetho- vens bar saman aðeins einu sinni, en þá var Beethoven sautján ára og Mozart þijá- tíu og eins árs. Mözart hafði þá slegið- í gegn með óperu sinni Brúðkaupi Fígarós og Beethoven tók sér ferð á hendur til að hitta meistarann og njóta leiðsagnar hans. Af því varð þó ekki vegna veik- inda móður Beethovens og ■ hvarf hann heim til Bonn :: aftur. Beethoven fluttist svo : alfarinn til Vínar fimm árum f síðar og tók aðallinn og hin : vaxandi borgarastétt „nýja Mozart“ fegins hendi því þarna var kærkomið tækifæri til þess að bæta fyrir vanrækslusyndimar gegn Wolfgang Amadeus Mozart. EETHOVEN naut sín til fulls, var vinsæll og eftirsótturí nýju borginni. Hann eignað- ist fljótt Qölda vina sem styrktu hann og voru áskrifendur að verkum hans. Þá sinnti hann kennslu af miklu kappi sem gaf öruggar tekjur, nokk- uð sem Mozart tregðaðist við að sinna. það er hér sem vert er að staldra við. Meðal nemenda hins unga Beethovens voru nokkrar ungar stúlkur sem hrifust af honum. Iðu- lega var um að ræða dætur efnafólks sem íþyngdu foreldrum sínum með því að verða skotnar í píanókennar- anum sínum. Þrátt fyrir vinsældir sínar var Beethoven án titils og án fastrar atvinnu. Heiðursfólkið í Vín hreifst af Beethoven og sóttist eftir tónlist hans, en datt ekki í hug að gefa honum dætumar. Frægasta ástarbréf sögunnar „Til hinnar eilíft elskuðu“ (Unsterbliche Geliebte) fannst meðal eftirlátinna muna Beethovens. Bréf þetta hefur valdið mönnum miklum heilabrotum fram á okkar daga og spumingin hefur brunnið á vörum manna. Hver var hin eilíft elskaða? Enn hefur mönnum ekki tekist að færa sönnur á nafn viðtakandans en nefnd hafa verið nöfn nokkurra kvenna: Giuli- etta Giucciardi sem sónata nr. 14 (Tunglskinssónatan) er tileinkuð, Theresa von Brunswick sem píanó- sónata nr. 24 er tileinkuð, og systir hennar Jósefína, og að siðustu Ther- esa Malfatti. Leikstjóri myndarinnar Immortal Beloved veltir þessari spumingu fyrir sér af eldmóði og hættir ekki fyrr en hann telur sig hafa fundið svarið. Reyndar minnist hann ekki orði á þrjár síðastnefndu konumar, og þaðan af síður á aðrar ástkonur Beethovens eins og Bettinu von Brentano, Amalíu Sebald, Rakel Levin og fleiri. jEETHOVEN hefur verið jnefndur „ástfanginn drau- móramaður“ sem aldrei giftist. Að mínum dómi er sífelldur eltingarleikur við einstakar konur sem hugsanlega koma til greina sem „hin eilíft elskaða“ ályktun um auka- atriði. Ég efast stórlega um að skiln- ingur á verkum hans aukist þótt ungfrúin fínnist vegna þess að ástríðufyllstu verk Beethovens sprengja af sér alla ramma sem sam- band karls og konu er sniðið að. Hér er eitthvað annað og meira á ferð- inni. Tökum dæmi af hinni frægu Tunglskinssónötu. Þrátt fyrir að Beethoven hafi tileinkað Giuliettu Giucciardi hana er fráleitt að telja þá persónu þann meginkraft sem hefur sónötuna upp í veldi sitt. Því verður ekki neitað að Beethoven var ástfanginn af Giuliettu en sónatan lifír sjálfstæðu lífí og endurspeglar ófullnægða þrá í ómstríðum brotnum hljómum í fyrsta kafla hennar. Það var ekki eingöngu ófullnægð löngun til Giuliettu sem endurspeglast í só- nötunni, heldur löngun til allrar ástar og fegurðar sem ekki er bundin ein- stakri konu. Sennilegast þykir mér að Giulietta hafí einungis minnt Beethoven á að til er fegurð sem slík, rétt eins og náttúran sannfærði hann um tilvist fegurðarinnar eins og heyra má í sjöttu sinfóníu hans. Beethoven er ástfanginn af ástinni 'sem slíkri og það er sú sem er hin eilíft elskaða. Ilmmortal Beloved er leikin Kre- utzer sónata fyrir fiðlu og píanó. Á hana hlýðir sögumaðurinn Schindler, en Beethoven sjálfur les honum fyrir um hvað vaki fyrir manni sem semur svona verk, og segir ennfremur að tónlistin hafí vald sem lýtur að því að setja áheyr- andann í sama hugarástand og tón- skáldið. Því viðhorfi get ég verið sammála. Hinsvegar styð ég ekki úrvinnslu þessa viðhorfs í Immortal Beloved sem er þannig að maður nokkur (Beethoven) er að verða of seinn á stefnumót vegna þess að hann festi hestvagninn í for. Tón- verkið á að lýsa þeirri örvæntingu og óþreyju sem hann er haldinn þeg- ar hann sér fram á að hann komist ekki á stefnumótið. Reiði, gleði, eft- irvænting, skelfíng, vonbrigði, ást og hatur eru hughrif sem tónskáld getur flutt áheyrendum, en þeim kemur hreinlega ekki við og hafa ekkert með að gera hvers vegna tón- skáldinu leið þannig. Áheyrendur geta upplifað hugarástand tón- skáldsins, en verða að tengja það eigin reynslu, sem er mismunandi og einstaklingsbundin, svo að til- ganginum verði náð. Reiður Beethov- en t.a.m. er reiðari en áheyrandi ef báðir eiga að hugsa um upptök reiði Beethovens eins. Hins vegar geta þeir orðið jafnöskureiðir ef Beethov- en hugsar um vagnhjólið sitt (eða hvað sem er) og áheyrandi um upp- tök sinnar eigin reiði. í Immortal Beloved örlar ekki á því viðhorfí að áheyrandinn upplifí persónubundin hughrif með sjálfum sér og staðfesti þar með sjálfstæða tilvist tónverks- ins. Sígilt verður tónverk ekki af því að varpa fram fyrirframdómum um túlkun og allra síst þegar um jafn- stórbrotin tónverk ræðir. Þetta má einnig hafa í huga þegar ástarbréfíð fræga er til umræðu. Beethoven ætlaði okkur ekki að finna sína ást, heldur okkar eigin ást. Hann náði tilgangi sínum með bréf- inu með því að nefna enga konu, því hann vildi að við yrðum jafnástfang- in og hann; komast í sama hugará- stand. Það er hins vegar ógerlegt ef við ættum öll að einblína á mark- skífu ástarörva hans. Beethoven get-. ur þá og því aðeins sett mig í hugará- stand sitt ef hann virðir við mig ást- ina á mínum forsendum. Og það gerir hann. Sú ákafa leit sem gerð er í Immor- tal Beloved að konu Beethovens er því herfilegur misskilningur og greið- ir síst fyrir því að boðskapur hans berist óbrenglaður til fólks. Höfundur er BA ííslensku og heimspeki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.