Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 14. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ SÍÐASTA óskin; póstmaðurinn Troisi (til hægri) í mynd Radfords. Póstmaður Pablo Neruda EINN af fremstu gaman- leikurum ítala, Mas- simo Troisi, þurfti á hjartaí- græðslu að halda og á meðan hann beið eftir henni leitaði hann til vinar síns, leikstjór- ans Michaels Radfords („1984“), og spurði hvort hann vildi gera með sér mynd. Radford gat ekki neit- að. Troisi hafði handrit til reiðu um hvemig chileska ljóðskáldið Pablo Neruda kenndi póstmanni sínum, sem Troisi leikur, að verða viðkvæmislegt ljóðskáld sem konur gjama elska. Þegar tökur hófust versnaði mjög ástand leikarans og hann gat aðeins verið á tökustað í klukkustund á dag. Þegar tökum lauk var Troisi látinn. Draumur hans um að myndin hlyti alþjóðlega dreifingu hefur orðið að vemleika en Radford er ekk- ert sérlega ánægður með upphefðina. „Mér finnst eins og myndin hafi gengið af honum dauðum, að ég hafi gengið af honum dauðum. En hann vildi ljúka myndinni og það er siík einurð sem fær okkur til að hugsa og finna til.“ Harrelsonog Snipes saman á ný KVIKMYNDUN stendur yfir í New York á nýrri mynd með þeim Woody Harrelson og Wesley Snipes í aðalhlutverkum en síðast léku þeir saman í körfubolta- myndinni „White Men Can’t Jump“. Myndin heitir „Money Train“ og er spennutyllir undir leikstjórn Josephs Ru- bens („The Stepfather"). Hún segir af tveimur lög- reglumönnum sem ákveða að ræna peningaflutninga- lest og þótti Harrelson hug- myndin mjög góð en sam- þykkti ekki að leika í mynd- inni fyrr en handritið hafði verið unnið betur. Hann og Snipes urðu fé- lagar og 'vinir eftir körfu- boltamyndina en grípa PENINGALEST; Harrelson bjargar krökkum úr skotbardaga í nýjustu mynd sinni, „Money Train“. sjaldnast í bolta þegar þeir er haft eftir Harrelson, „en hittast eða vinna saman. ég leyfi honum að vinna Þeir tefla í staðinn. „Ég er stundum til að halda áhuga auðvitað betri skákmaður," hans vakandi." IBIO ÚRVALIÐ í kvikmynda- húsunum hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra yfir. Alan Parker og Ro- bert Aitman, ollu von- brigðum með myndum sín- um Leiðinni til Weilville og Parísartískunni. Höfuð uppúr vatni hafði ekki uppá mikið að bjóða í spennudeildinni og Dauða- taflið eftir Jim McBride var hræðilega vondur sál- fræðilegur tryllir. Algjör bömmer var réttnefni á hasarmynd Keenen Way- ans en besta spennumynd- in undanfarnar vikumar er í bráðri hættu með Dustin Hoffman í hiut- verki Sylvesters Stállones. Ekkert var spunnið í Bar- dagamanninn með van Damme og lítið var spunn- ið í síðustu mynd John Candys, Austurieið. Sumsé; dauflegt bíó. KVIKMYNDIR Hvemig er Mel Gibson ískotapilsif UHollenski kvikmyndatöku- maðurinn Jan DeBont, sem gerðist leikstjóri með Leift- urhraða eða „Speed“, mun leikstýra nýju handriti eftir metsöluhöfundinn Michael Crichton. Amblin, fyrirtæki Stevens Spielbergs, fram- leiðir en draumaforstjórinn sjálfur réð DeBont til starf- ans. Myndin heitir „Twist- er“og segir af fellibyl ef rétt er skilið. USpielherg er kóngurinn í Hollywood en það þýðir ekki að allir við hirðina láti stjóm- ast. Ein af sumarmyndunum er Brýrnar í Madisonsýslu, áem Spielberg fékk Clint Eastwood til Wy að leikstýra fyrir sig | og leika í. Stebbi lá ^ „ undir feldi mánuðum „ jg saman í djúpri íhugun ■r um hvaða leikkona hentaði best í hlutverk- ið þegar síminn hringdi og hann frétti að granítand- litið hafði þegar ráðið Meryl Streep. UTalað er um að gert verði framhald vampírumyndar- innar Viðtal við vampíruna og mun Tom Cruise vera tilbúinn að fara með hlutverk Lestats sem fyrr. ULeikstjórinn knái Quentin Tarantino hefur gaman af að leika í bíómyndum en hefur ekki farið með aðal- hlutverk fyrr en núna þegar hann leikur í ódýrri spennu- mynd í film noir stílnum sem heitir „Hands Up“. Hann leikur bruggara sem kemst í kynni við undirheimaveröld sadómasókista þegar hann fellur fyrir franskri gellu. Tökur hefjast í Los Angeles í sumar en talað er um að annaðhvort Julie Delpy eða Vanessa Paradis leiki kven- manninn. Skoskur •• /»v • ÞEGAR kvikmyndaleikarar hafa talið sig fengið allt út úr leiknum sem þeir vilja snúa þeir sér að kvikmynda- leikstjórn. Það er þekkt víð- ar en í Hollywood en er auðvitað langmest áberandi þar því stjörnur eins og Clint Eastwood, Jodie Foster, Kevin Costner og Robert De Niro tilheyra þessum hópi leikara í seinni tíð. Einnig Mel Gibson sem leik- stýrt hefur sinni annarri mynd, skosku bardaga- myndinni „Braveheart". HANN er alveg sér á báti svosem eins og við mátti búast því enginn leikari sem gerst hefur leik- stjóri hefur fengið 70 milljónir dollara til að effir Arnald Indriðoson gera mynd og enginn hefur eytt eins miklu af filmu eða næst- um milljón fetum sem gera 330 kílómetra eða langleiðina frá Reykja- vík til Skagafjarðar. Það er þrisvar sinnum meira en menn eru vanir að kvik- mynda vestra og þar spara þeir ekki filmuna dags dag- lega. Ein bardagasena, reyndar sú stærsta í mynd- ÓHEYRILEGT magn af filmu; bardagaatriði í „Braveheart". inni, stóð í 30 daga frammi fyrir myndavélunum, í hana fór filma sem hægt væri að nota í heila bíómynd og tíu tökuvélar suðuðu í kringum 3.000 írska hermenn en mengið af myndinni var sviðsett á írlandi. Lokaút- gáfa myndarinnar er tæpir þrír klukkutímar að lengd og Gibson, sem ræður alfar- ið yfir henni, hefur harðneit- að að stytta hana. Það er líklega óhætt að tala um stjörnukomplex í þessu samhengi. Gibson leikur skoska uppreisnarmannmn og stríðs- nn Stórmynda- draumar; Gibson í sinni eigin sögulegu stórmynd. jálk- inn William Wallace sem var kominn af almúga- fólki og sameinaði landa sína gegn Bret- um á 13. öld. „Fólk fellur á kné og fer með bænir þegar nafn hans er nefnt,“ er haft eftir Gibson. „Hann var Messías endur- borinn.“ Reyndar var Wallace ekki neinn sérstak- ur engili þegar kom að því að eiga við óvinina. „Þegar hann sigraði í bardaganum um Stirlingbrúna húðflétti hann hershöfðingja and- stæðinganna og gerði sér belti úr honum.“ Leikarinn segist hafa ver- ið með Wallace á heilanum í mörg ár en hafnaði áður hlutverkinu því honum þótt handritið um hann væmið. Seinna fór hann að hugsa um breytingar á handrit- inu og bað um að fá að leikstýra stykkinu þeg- ar fram- leiðand- Alan Ladd jr. var kominn með kvik- mýndaréttinn og breyta því að sínum geð- þótta. Hann sat yfir sögunni ásamt handritshöfundinum Randall Wallace og fékk brennandi áhuga á verkinu. „Við létum til skarar skríða sex mánuðum áður en tökur hófust. Það var tími til að heijast handa. Ég vildi ekki bíða andartak. Eg varð að gera þessa mynd á stund- inni,“ er haft eftir Gibson. Síðast þegar leikari leik- stýrði um þriggja tíma bíó- mynd var útkoman Dansar við úlfa. Það yrði saga til næsta bæjar — ef ekki norð- ur í Skagafjörð — ef Gibson vegnaði eins vel með stór- mynd sína. SÝND í júní; WUlis í „Die Hard 3“. 60.000 hafa séð Kon- unginn ALLS höfðu um 60.000 manns séð Disneyteiknimyndina Konung ljónanna í Sam- bíóunum og á landsvísu eftir síðustu helgi. Þá höfðu um 15.000 séð spennumyndina í bráðri hættu, 12.000 Banvænan leik, 22.000 Afhjúpun, 5.000 Algjör- an bömmer og Rikka ríka og 4.000 Táldreg- inn. Næstu myndir Sam- bíóanna er Disneyteikni- myndin Þyrnirós og „Miami Raphsody“ og um mánaðamótin „Ed Wood“ eftir Tim Burton. Síðan koma myndirnar „Hideaway" með Jeff Goldbium og „The Brady Bunch“, sem byggð er á samnefndum sjónvarps- þáttum. Loks munu Sambíóin frumsýna framhalds- myndina „Die Hard 3“ um miðjan júní en hún er með Bruce Willis sem fyrr í aðalhlutverki og nú leikur Jeremy lrons óþokkann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.