Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ1995 B 15 Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Eftirtektarverð Jet Black Joe. Fuzz lofuð BREIÐSKÍFA Jet Black Joe, Fuzz, sem kom út fyr- ir jól var almennt talin með bestu breiðskífum ársins hér á landi. Áður en að útgáfu ytra kom, brugðu Jet-liðar sér í hljóðver og bættu um betur, endur- unnu plötuna að nokkru og settu á hana tvö ný lög. Annað viðbótarlagið kom út á safnplötu frá Spori fyrir skemmstu, Wasn’t for You, en hitt, Military Maniac, er glæ- nýtt. Platan verður gefin út í Evrópu á næstu dög- um, og eins víst að sveitin verður á Evrópuflakki í sumar. Það er mál manna að platan nýja sé öllu sterkari en fyrri gerð hennar og til að mynda var henni frá- bærlega tekið í nýjasta hefti hollenska tímaritsins Ooor, helsta tónlistariti Niðurlendinga. Hælir gagnrýnandinn, Swie Tio, hljómsveitinni í hástert fyr- ir frumleika og hugmynda- auðgi og segir Fuzz töfr- andi kviksjá frá einni eftir- tektarverðustu hljómsveit heims. SJALFSTÆÐI UNDANFARIN ár hafa fáir tónlistarmenn breskir þótt eins sjálfstæðir og áhuga- verðir og Polly Jean Harvey, eða PJ Harvey eins og hún kallast gjaman. Fyrsta breiðskífa hennar vakti mikla athygli fýrir frumleika og hugmyndaauðgi og þriðja platan, sem kom út fyrir skemmstu, þykir nýr áfangi á leið hennar upp á við. Polly Harvey stofnaði sína fyrstu sveit, sem hét einfaldlega PJ Harvey, í heimabæ sínum í Somerset 1991. Fyrsta breiðskífan var Dry og verðlaunuð víða um heim. Onnur breiðskífan fékk einnig prýðilega dóma, en Polly leysti sveitina upp í kjölfar heimsreisu til að fylgja henni eftir og sagðist meðal annars þreytt á hljómsveitarsamstarfí; hún vildi ráða ferðinni ein. Hugmyndaauðgi Polly Jean Harvey. Fyrsta sólóskífa hennar kom svo út fyrir skemmstu, eins og áður er rakið, To Bring You My Love, og fékk hvarvetna afbragðs dóma. Síðan platan kom úr hef- ur Polly Harvey haft í nógu að snúast í tónleikhaldi og meðal annars hefur komið til tals að hún komi hingað til lands síðsumars. DÆGURTÓNLIST Var fríid gottf Stjómin snýraftur STJÓRNIN var fremst meðal jafningja í bail- . ; síagnum þegar sveitin lognaðist útaf fyrir nokkru. Liðsmenn fóru hver í sína áttina og frarn- linuliðamir Grétar Öi*vars- son og Sigríður Beinteins- dóttir stofnuðu hvort sína hljómsveitina. Fyrir skemmstu bárust svo þau tíðindi að Stjómin hefði komið saman aftur tii spilamennsku á Hótel ís- landi og í kjölfarið tii frek- ari spilirís út um land á næstu mánuðum, aukin- heldur sem safnskífa helstu laga kom út í viku- lokin. ■ SMEKKLE YSUS VEIT- IRNAR Unun og Kolrassa krókríðandi hafa haft í ýmsu að snúast undanfarið. Kolrassa er nýkomin til landsins eftir stutta tónleika- ferð til Skandinavíu undir nafninu Bellatrix, en skömmu fyrir brottförina tóku Kolrössur upp enskan söng á breiðskífu sína Kynja- sögur. A Internetinu mátti lesa afskaplega lofsamlega dóma um frammistöðu Bell- atrix í Finnland. Unun hefur einnig tekið upp enskan söng á breiðskífu sína Æ, og fyrir viku var hér staddur breski upptökustjórinn Ken Thom- as til að liðsinna við það verk. Einnig bætti Unun lagi á plötuna. Báðar skífurnar verða gefnar út í Bandaríkj- unum á árinu og líkur á að hljómsveitirnar þurfí að leggja í tónlekferð um Bandaríkin síðsum- Þroskað popp ÞAÐ 'fer ekki alltaf saman að vera virtur og frægur, eins og sannast á poppsveit- inni Wet Wet Wet. Fyrir skemmstu kom út ný breið- skífa sveitarinnar þar sem hún leitast við að sanna að á bak við poppið sé íhygli og þroski. Wet Wet Wet er tví- mælalaust vinsæl- asta poppsveit Bretlands og ekkert bendir til annars en hróður sveitarinnar eigi enn eftir að vaxa með nýjustu plötu hennar Picture This. Liðsmenn sveitarinnar vilja þó meira en frægð og frama, því þeir þrá helst viðurkenningu poppfræð- inga og annarra tónlistar- manna; vilja ekki teljast með Take That og álíka froðu. Gagnrýnendur hafa tekið þessi gáfumannabrölti sveitarinnar mis vel, sumir fínna hljómsveitinni allt til foráttu og þá helst fyrir það að vera fræg, en aðrir brjóta odd af oflæti sínu og meta hana að verðleikum sem framúrskarandi poppsveit. Hvernig sem fer þurfa Wet Wet Wet-liðar ekki að sýta þó viðurkenningin láti á sér standa; aðdáendur sveitar- innar þurfa enga leiðsögn í plötubúðinni og platan selst grimmt. UENDURUTGAFA á ís- lensku rokki hefur iðulega ráðist af eftirspurn að utan, og þannig er með endurút- gáfu á breiðskífu hljóm- sveitarinnar Eikar, sem var upp á sitt besta á áttunda áratugnum, sem gefín er út á geisladisk aðallega vegna eftirspurnar frá Jap- an. Eik starfaði frá 1971 til 77 og liðsmenn sveitarinnar voru margir helstu hljóð- færaleikarar íslenskrar rokksögu, þar á meðal Har- aldur Þorsteinsson, Þor- steinn Magnússon, Lárus Grímsson og Ásgeir Ósk- arsson. Eik sendi frá sér tvær breiðskífur og sú síð- ari, Hríslan og straum- urinn, vakti slíka hrifningu í Japan fyrir skemmstu að ráðist var í að gefa hana út á ný. /'"’Vétar Örvarsson segir VJT að Stjórnin hafi kom- ið saman aftur fyrir at- beina Ólafs Laufdal, sem hafi leitað fast eftir því að fá sveit- ina til að spila í Hótel ís- landi. „Okkur fannst ekkert að því að verða við þeirri bón,“ segir Grétar og bætir við að þegar sveitin hafí verið komin af stað hafi liðsmönnum þótt gráupplagt að halda áfram og fara hringinn í sumar, en sveitina skipa Grétar og Sigríður eins og forðum, Jóhann Ás- mundsson á bassa, Friðrik Karlsson á gítar og Halli Gulli á trommur. Lengra eftir Áma Matfhíasson Hugarfarsbreyting Stjórnin, Grétar, Sigríður. Friðrik, Jóhann og Halli. Rokkari Rúnar Júlíusson í klassískri rokksteliingu. Eins og áður er getið kom út lagasafn Stjórnar- innar í vikuiokin, en þar er safnað saman heistu lög- um sveitarinnar frá upp- hafí. Þessu til viðbótar seg- ir Grétar að þeir Friðrik séu með tvö lög í smíðum sem koma út á safnplötum í sumrar, þannig að nýmeti verður einnig á boðstólum. Grétar segir að fríið hafi verið lífsnauðsynlegt og allir hefðu haft gott af því að fást við aðra tónlist með öðrum. „Það er allt önnur og ólfkt skemmti- legri stemmning í Stjóm- inni núna,“ segir hann ákveðinn, „og það má segja að þó það hafi ekki orðið breytingar á tónlist- arstefnu Stjómarinnar þá varð hugafarsbreyting.“ Tónlistin bregst aldrei ÞRETTÁNDA apríl síðastliðinn varð Rúnar Júlíusson fimm- tugur og hélt upp á það með heljarmiklu Rock ’n Roll partíi á Hótel ís- landi. Sama dag kom og út safnplata með úrvali laga frá ferlinum. Rúnar Júlíusson tók þá ákvörðun að hella sér í rokkið fyrir rúmum 30 árum, og þeir eru fáir sem hafa haldið fullum krafti annan eins tíma, en í sumar flengist hann um landið með Bubba Morth- en fram á haust er ekki spáð í hlutina, að minnsta kosti ekki eins og er, og Gétar bætir við að Stjómin ætli ekki að flengjast í spreng um landið í sumar, þau hyggist taka lífinu með ró, en þó leika einu sinni í hveiju húsi. „Það verða stórtónleikar á hverjum stað,“ segir hann glaðbeittur. ens og hyggst leika á milli 40 og 50 tónleikum til að kynna breiðskífuna Teika. Rúnar segir að safnplat- an, sem heitir G-bletturinn, sé einskonar yfirlit yfir starfsferilinn og það hafi verið gaman að velja lög á plötuna. „Það var eðlilega margt sem komst ekki á hana,“ segir 11 hann, „þetta er | sýnishorn af 11 ákveðnum hluta fer- || ilsins; það vantar allar stærri hljómsveitir sem ég hef verið í, þetta er svona jaðarmúsík,” segir hann og hlær við. Eins og getið er hefur Rúnar verið að i á fjórða áratug og er enn, og hann segist ekki vera kom- inn að því að hætta. „Músíkin er svo gott athvarf ef eitthvað bjátar á hjá manni, ekki síður en til að gleðjast, tónlistin bregst manni aldrei."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.