Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ1995 B 17 ATVI NNlf/A UGL YSINGAR Vinnuvélar Vantar vinnu í sumar, framtíðarstarf hugsan- legt. Hef meiraprófsréttindi og vinnuvéiarétt- indi. Vanur beltagröfu, traktorsgröfu, Lodal, lyftara, vörubíl, krana o.fl. Nánari upplýsingar í síma 984-51571. Vanur vélstjóri með VS1 réttindi óskar eftir föstu starfi eða afleysingum, gjarnan úti á landi eða erlend- is. Getur byrjað með stuttum fyrirvara. Upplýsingar í síma 5579229. Vélaverslun Vantar traustan sölumann sem getur unnið við sölu og viðgerðir. Véla- og rafmagnsþekk- ing nauðsynleg. Enskukunnátta og reglusemi áskilin. Góð laun í boði. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl., merktar: „Maí - 95“. Prentsmiður Óskast í litla prentsmiðju, ísetningu og filmu- vinnu. Þarf að geta unnið á MACINTOSH. Einungis samviskusamur aðili kemur til greina. Þarf að geta byrjað fljótlega. Upplýsingar sendist afgreiðslu Mbl. fyrir föstudaginn 19. maí merktar: N- 26. Kennarar Kennara vantar við Grunnskóla Bolungarvík- ur í eftirtaldar kennslugreinar: Almenn kennsla, íþróttir, tónmennt. Upplýsingar veita skólastjóri í vs. 94-7249 og hs. 94-7170 og aðstoðarskólastjóri í vs. 94-7129 og hs. 94-7213. Hjúkrunarforstjóri Hjúkrunarforstjóri óskast á heilsugæslustöð Þingeyrar frá 1. september. Upplýsingar gefur Guðrún Jóhannsdóttir í síma 94-8122. Innflutningsfyrirtæki óskar eftir starfskrafti á skrifstofu hálfan daginn. Starfssvið er færsla bókhalds, gerð tollskýrslna, enskar bréfaskriftir og önnur almenn skrifstofustörf. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl. merkt- ar: „B - 18093“ fyrir 19. maí. Smiðir Óskum að ráða 2-3 smiði. Upplýsingar í síma 653845. Frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð Kennara vantar í frönsku, forngrísku og þýsku. Umsóknarfrestur er til 8. júní. Nánari upplýsingar í skólanum. Rektor. Starf óskast Góð tungumálakunnátta og fjölbreytt reynsla í ferðamálaþjónustu og fleiru. Svör sendist afgreiðslu Mbl. merkt: R -1206, fyrir 17. maí nk. Útgerðarmenn Óska eftir stýrimannsplássi eða afleysingu á nótaveiðiskipi. Margra ára reynsla á nótaveiðum. Upplýsingar í síma 98 11234. Mjólkurfræðingar Mjólkursamlag á landsbyggðinni óskar að ráða mjólkurfræðing til starfa sem fyrst. Umsóknir sendist til skrifstofu Mjólkurfræð- ingafélags íslands, Þarabakka 3, 109 Reykja- vík, fyrir 22. maí nk. merkt: „ M - 100“. Matreiðslumaður Óskum eftir matreiðslumanni á hótel úti á landi frá 1. júní. Upplýsingar í síma 96-41220. Hársnyrtifólk ath! Okkur vantar svein eða meistara í hluta- starf. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar á Hársnyrtistofunni, Dalbraut 1, sími 568 6312. Lagermaður Óskum eftir að ráða duglegan og reglusaman lagermann í umbúðamóttöku í Vogahverfi, Reykjavík. Starfið er laust nú þegar. Upplýsingar í síma 588-8522 mánudaginn 15. maí milli kl. 8.00 og 10.00. Anna og útlitið óskar eftir sölufólki til að selja tískuprjóna- fatnað í heimakynningum. Upplýsingar í símum 989-28778 og 587 2270. Byggingatækni- fræðingur óskar eftir starfi. Löng starfsreynsla á verk- fræðistofu. Sveinspróf í húsasmíði. Margt kemur til greina. Fyrirspurnir skal leggja inn á afgreiðslu Mbl. fyrir 19. maí nk., merktar: „G - 18095“. Störf á veitingastað Veitinga- og skemmtistaðurinn Kaffi Reykja- vík leitar að snyrtilegu og frambærilegu starfsfólki til starfa við eftirtalin framtíðar- störf: A) Vinna við uppvask, vinnutími frá kl. 12.00-24.00 eftir ákveðnu vaktaplani. B) Aðstoðarmanneskju í eldhús með sér- þekkingu á smurðu brauði. Vinnutími frá kl. 9.00-21.00, unnið eftir ákveðnu vakta- plani. í boði eru störf hjá traustu og framsæknu fyrirtæki og gott samstarfsfólk. Umsóknareyðublöð, ásamt öllum frekari upplýsingum um störf þessi veiti ég á skrifstofu minni. Teitur Lárusson, Atvinnuráðgjöf/starfsmannastjórnun, Austurstræti 12-14, (4. hæð), 101 Reykjavík, sími 624550. Hársnyrtir óskast! Hársnyrtistofa Siggu Þrastar á ísafirði óskar eftir hársnyrti til starfa vegna mikilla anna. Góð laun og vinnuaðstaða ásamt fjölbreyttri vinnu í boði. Allar nánari upplýsingar veitir Sigga Þrastar f síma 94-4442 og 94-4542. Grunnskólinn á Patreksfirði Kennara vantar til almennar bekkjarkennslu næsta skólaár. Umsóknarfrestur er til 26. maí nk. Upplýsingar gefur Erna M. Sveinbjarnardótt- ir, skólastjóri í síma 94-1257 eða 94-1192, heimasími 94-1366. Sjúkraþjálfari óskast Laus staða sjúkraþjálfara hjá Sjúkraþjálfunarstöðinni hf. Háteigsvegi 3. Um er að ræða hluta eða fulla stöðu í sumar, en fulla stöðu frá september 1995. Nánari upplýsingar í síma 14646 á daginn eða hjá Ragnheiði í síma 884353 á kvöldin. Sjúkraþjálfunarstöðin hf. Saumakona Óskum eftir að ráða saumakonu sem jafn- framt getur tekið að sér stjórnun á lítilli saumastofu. Æskilegt er að viðkomandi sé vön skinnasaumi. Upplýsingar á morgun og næstu daga í síma 682660 kl. 9-13. Saumastofan Hlín, Háaleitisbraut 58. Sumarvinna Starfskraftur óskast til sumarafleysinga í fiskvinnslu frá 15. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Skilyrði að viðkomandi sé á aldrinum 20-40 ára, sé stundvís og hafi ein- hverja þekkingu á meðferð fisks. Vinnutími eftir samkomulagi. Upplýsingar eru veittar í síma 14364 eftir kl. 16.00, en ekki á öðrum tímum. Forritari Forritari óskast til að taka að sér sérstakt verkefni til tveggja mánaða. Þarf að geta hafið störf um næstu mánaðamót. Kunnátta í PASCAL og C nauðsynleg. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 25. maí merkt: Forritari-5716. Leikskólastjóri/ leikskólakennarar Leikskólinn á Hólmavík óskar að ráða leik- skólastjóra og leikskólakennara til starfa frá og með næsta hausti. Um er að ræða heils- dagsstörf og/eða hlutastörf. Nánari upplýsingar gefur Stefán Gíslason, sveitarstjóri, í síma 95-13193, (heimasími 95-13112). Umsóknir þurfa að berast skrifstofu Hólma- víkurhrepps, Hafnarbraut 25, 510 Hómavík, í síðasta lagi miðvikudaginn 31. maí 1995. Sveitarstjóri Hólmavíkurhrepps.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.