Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 14. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINHUAUGÍV5/NGAI? Hannyrðafólk Ullarvinnsla frú Láru hf. óskar eftir sölumönn- um á hágæðaullarbandi í heimakynningum sem fyrst. Einnig vantar umboðsmenn um land allt. Upplýsingar í símum 989-28778 og 587 2270. Mýrarhúsaskóli, Seltjarnarnesi Skólastjórastaða Staða skólastjóra er laus til umsóknar. Um er að ræða 470 nemenda einsetinn skóla í aldurshópnum 6-13 ára. Leitað er eftir dugmiklum og áhugasömum stjórnanda til að leiða áfram það uppbyggingar- og þróun- arstarf sem átt hefur sér stað. Umsóknir berist skólanefnd, bæjarskrifstofu Seltjarnarness, Austurströnd 2,170 Seltjarn- arnesi, eða formanni skólanefndar, Bolla- görðum 119, 170 Seltjarnarnesi. Nánari upplýsingar veitir formaður skóla- nefndar í síma 5611101. Umsóknarfrestur er til 20. maí 1995. Skólanefnd Seltjarnarness. JV [F®[L© RAFEINDAVORUR HF Framleiðslustjóri Óskum eftir að ráða nú þegar framleiðslu- stjóra til starfa. Framleiðslustjórinn hefur stjórn og umsjón með framleiðslu fyrirtækisins. Leitum að vélaiðnfræðingi, vélvirkja með reynslu af stjórnun, skipulagningu og góða hæfni í samskiptum. Viðkomandi þarf að vera vanur smíði úr ryðfríu stáli, tölvu, t.d. Word, Excel og teikniforritum (ACAD) og hafa góð tök á ensku og einu Norðurlandamáli. Nánari upplýsingarveitir Kristinn Steingríms- son, deildarstjóri, alla virka daga frá kl. 8.00-17.00 í síma 94-4400. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 424, 400 ísafjörður, fyrir 20. maí nk. Deildarstjóri Vélhönnun & framleiðsla Óskum að ráða nú þegar til starfa deildar- stjóra vélhönnunar og framleiðslu: Deildarstjórinn hefur yfirstjórnun með fram- leiðslu fyrirtækisins og þarf að hafa reynslu af stjórnun með góða hæfni í samskiptum og vera drífandi. Deildarstjórinn þarf að hafa unnið með ryð- frítt stál, þekkja eiginleika þess og hafa reynslu í vélhönnun og vera hugmyndaríkur. Æskilegt er að deildarstjórinn hafi innsýn í vélar, sem ætlaðar eru til fisk- eða matvælaiðnaðar. Deildarstjórinn þarf að hafa góð tök á ensku og einu Norðurlandamáli, ennfremur er kraf- ist tölvukunnáttu og hann þarf að hafa unnið með teikniforritum, ACAD eða sambærilegu. Æskileg menntun: Vélaverkfræði, vélatæknifræði eða önnur sambærileg menntun. Nánari upplýsingar veitir Kristinn Steingríms- son, deildarstjóri og/eða Guðmundur Marin- ósson, framkvæmdastjóri, alla virka daga frá kl. 8.00 til 17.00 í síma 94-4400. Skriflegar umsóknir sendist í pósthólf 424, 400 ísafjörður, fyrir 20. maí nk. iu ST. JÓSEFSSPÍTALI LANDAKOTI Sérfræðingur - barnadeild Aðstaða sérfræðings í barnalækningum við barnadeild Landakotsspítala er laus til um- sóknar. Æskilegt er að umsækjandi hafi sér- menntun á sviði erfðafræði. Staða veitist frá 1. október nk. Umsóknir með upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til yfirlæknis barnadeildar, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 560 4300. Umsóknarfrestur er til 15. júní 1995. Deildarlæknar Stöður tveggja deildarlækna við lyflækninga- deild Landakotsspítala eru lausartil umsókn- ar. Deildin er 18 rúma almenn lyflækninga- deild en sérstök áhersla er lögð á lyflækning- ar krabbameina og meltingarsjúkdóma. Þá eru starfræktar innan deildarinnar tvær hjúkrunardeildir fyrir aldraða. Vaktir, sem eru fimmskiptar, eru sameigin- legar með handlækningadeild. Stöðurnar veitast frá 1. júní og 1. júlí nk. til þriggja eða sex mánaða. Umsóknir sendist til yfirlæknis lyflækninga- deildar, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 560-4300. V KIPULAG RÍKISINS Kerfisfræðingur - landfræðileg upplýsingakerfi o.fl. Skipulag ríkisins óskar að ráða kerfisfræðing á tæknisvið. Yfirlit yfir helstu verksvið: ★ Sjá um daglegan rekstur, öryggi og upp- færslur hugbúnaðar, tölva og netkerfa. ★ Vinna að þróun og uppbyggingu tölvu-, net- og upplýsingakerfa, einkum land- fræðilegra upplýsingakerfa. ★ Vera öðrum starfsmönnum til aðstoðar við gagnavinnslu og notkun tölva og for- rita. ★ Sjá um fræðslu og kynningar á sviði tölvu- og upplýsingamála. Krafist er menntunar í verkfræði, tækni- fræði, tölvunarfræði eða kerfisfræði. Nauðsynleg er þekking og reynsla á sem flestu af eftirtöldu: • Landfræðilegum upplýsingakerfum og tölvustuddri hönnun (Microstation). • Netkerfum: TCP/IP; PC-NFS, Windows Network. • Stýrikerfum: DOS, Windows, Windows NT, Unix. • Gagnasafnsfræðum (Oracle, SQL, MS- Access). Starfið er fullt starf. Laun eru samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf þurfa að berast Skipulagi ríkis- ins í síðasta lagi fimmtudaginn 1. júní. Nánari upplýsingar um starfið veitir Vigfús Erlendsson, sviðsstjóri tækni- og skrifstofu- sviðs (tölvupóstur: vigfus islag.is). Skipulag ríkisins, Laugavegi 166, 150 Reykjavík, Sími 562 41 00. Græn lina: 800-6100. (tölvupóstur: vigfus@islag.is). Framhaldsskóla- kennarar Frá Fjölbrautaskóla Suðurlands í Skógum: Umsóknarfrestur um áður auglýsta kennara- stöðu er framlengdur til 28. maí. Kennslu- greinar: Stærðfræði, líffræði og efnafræði á 1. og 2. ári framhaldsskóla. Gott húsnæði í boði. Nánari uppl. eru veittar í síma 98-78850. Skólastjóri. íþróttakennarar íþróttakennara vantar að Fjölbrautaskóla Suðurlands í Skógum. Gott húsnæði í boði. Umsóknarfrestur er til 3. júní. Nánari uppl. eru veittar í síma 98-78850. Skólastjóri. <][> TÖLVUMIÐSTÖÐIN HF. Tölvumiðstöðin hf., 18 ára hugbúnaðarfyrir- tæki, óskar eftir að ráða starfsmenn í forrit- unardeild fyrirtækisins til starfa við ný og spennandi verkefni. Hæfniskröfur: Óskað er eftir starfsmönnum útskrifuðum úr TVÍ með háskólagráðu í tölv- unarfræðum eða aðra svipaða menntun. Aðeins þeir sem geta unnið sjálfstætt og hafa góða framkomu koma til greina. Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu í hugbúnaðargerð. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu Liðsauka hf., sem opin er frá kl. 9-14. Skólavörðustig 1a - 101 Reykjavtk - Simi 621355 Frá Háskóla íslands Við Reiknistofnun Háskóla íslands eru eftir- talin störf laus til umsóknar: ★ Sérfræðingur/tölvunarfræðingur. Sér- svið verður við tölvunet Háskólans: verk- efnastjórn í kringum skipulagningu, fram- kvæmdir og rekstur. Með netinu er unnið brautryðjendastarf og fara tilraunir oft fram með nýjasta búnaði sem völ er á. ★ Sérfræðingur/tölvunarfræðingur. Með aðaláherslu á einmenningstölvur: skipu- lagningu, uppsetningu og rekstur. Stöðug leit er eftir heppilegum lausnum sem henta fyrir stór tölvunet í háskólaum- hverfi. Ofangreind störf koma til vegna útbreiðslu háskólanetsins og aukins umsvifs stofnunar- innar. Um er að ræða sérstaklega krefjandi og umfangsmikil störf og þurfa starfsmenn- irnir að geta haft frumkvæði og sýnt sjálf- stæði og þjónustulipurð. Ráðning verður tímabundin fyrst um sinn en getur orðið ótímabundin. Háskólamenntun eða sambærileg menntun er nauðsynleg . Nánari upplýsingar um störfin fást hjá for- stöðumanni Reiknistofnunar, Douglas Brot- chie í síma 5694754. Umsóknum skal skila til starfsmannasviðs Háskóla íslands við Suðurgötu, 101 Reykja- vík fyrir 29. maí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.