Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MAÍ1995 B 19 ATVINNUAUGÍ YSINGAR Tónlistarkennara vantar Píanó- og gítarkennara vantar í Tónskóla Neskaupstaðar veturinn 1995-1996. Æski- legt er að píanókennarinn geti einnig tekið að sér starf organista við Norðfjarðarkirkju. Umsókn sendist skólanefnd Neskuapstaðar, Egilsbraut 1, 740 Neskaupstað. Upplýsingar gefa Ágúst Ármann Þorláksson og Egill Jónsson í símum 97-71377, 97-71613 og 97-71822. hAskóunn A AKUREYRl Háskólinn á Akureyri Laus er til umsóknar staða við Háskólann á Akureyri Staða lektors ítölfræði/stærðfræði Starfsvettvangur er aðallega við kennara- deild og rekstrardeild. Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega skýrslu um námsferil sinn og störf, svo og vísindastörf sín, ritsmíðar og rann- sóknir. Með umsóknunum skulu send eintök af vísindalegum ritum og ritgerðum umsækj- enda, prentuðum og óprentuðum. Ennfrem- ur er óskað eftir greinargerð um rannsóknir, sem umsækjandi hyggst stunda, verði hon- um veitt staðan. Laun samkvæmt kjarasamningum Félags háskólakennara á Akureyri. Umsóknir um stöðuna skulu hafa borist Há- skólanum á Akureyri fyrir 5. júní 1995. Upplýsingar um störfin gefa forstöðumenn viðkomandi deilda eða rektor í síma 96-30900. Háskólinn á Akureyri. LANDSPITALINN .../' þágu mannúðar og vísinda... KRABBAMEINS-OG LYFLÆKNINGADEILD 11-E Hjúkrunarfræðingur Nú eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga við krabbameins- og lyflækningadeild Landspít- alans 11-E. Á deildinni fer fram hjúkrun skjól- stæðinga með krabbamein og illkynja blóð- sjúkdóma. Um er að ræða fjölbreytta og gefandi hjúkrun þar sem áhersla er lögð á heildræna og samfellda þjónustu í samvinnu við þverfaglegt teymi. Þann 15. september nk. verður farið af stað með námskeið fyrir nýráðna hjúkrunarfræðinga. Námskeiðið samanstendur af námsdögum, fyrirlestrum og skipulegri aðlögun með reyndum hjúkrun- arfræðingum. Allar nánari upplýsingar veita Þórunn Sæv- arsdóttir eða Nanna Friðriksdóttir, s. 601225 og Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, s. 601300. BLOÐBANKINN Framtíðarstarf Laust er framtíðarstarf við innköllun blóðgjafa frá 1. júní nk. Við sækjumst eftir hugmyndaríkum, jákvæðum starfskrafti, sem á auðvelt með að umgangast fólk og getur unnið sjálfstætt. Reynsla við tölvu æskileg en ekki skilyrði. Vinnutími getur verið breyti- legur. Vinnuhlutfall 100%. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri, s. 602040. Veitingastjóri Nýr veitinga- og skemmtistaður, sem verður opnaður fljótlega í miðbænum, leitar að starfsmanni í stöðu veitingastjóra. Leitað er að hugmyndaríkum og vel skipu- lögðum einstaklingi, sem hefur menntun og/eða starfsreynslu af svipuðum störfum, er leiðtogi og getur á auðveldan hátt hvatt aðra starfsmenn til góðra verka. í boði er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt starf á nýjum, fallegum stað, ásamt ágætum launum fyrir réttan aðila. Umsóknareyðublöð, ásamt öllum frekari upplýsingum, veiti ég á skrifstofu minni fyrir 17. maí. Teitur Lárusson, atvinnuráðgjafi - starfsmannastjórnun, Austurstræti 12-14 (4. hæð), sími 624550, 101 Reykjavík. 0HF.OFNASMIBJAN HÁTEIGSVEGI 7 Röskur og kraftmikill lagermaður óskast! Vegna aukinna umsvifa vantar okkur í Ofnasmiðjunni aukamann á lagerinn. Viðkomandi þarf að vera áreiðanlegur, hafa góða skipulagshæfileika, vera röskur til verka og duglegur. Tölvukunnátta æskileg en ekki skilyrði. Umsækjendur vinsamlegast tilgreini aldur og fyrri störf og skili inn skriflegum umsókn- um merktum: „Kraftmikill lagermaður 1010“. Umsóknarfrestur til 19. maí. ATH! Ekki er tekið við umsóknum í gegnum síma. ÁGÁ ISAGA hf ÍSAGA hf. framleiðir og selur gas- og lofttegundir til notkunar í iðnaði, heilbrigðisþjónustu og rannsóknum um allt land. Viðskiptavinir okkar eru í mörgum atvinnugreinum, s.s. vélaverkstœðum, stóriðju, skipasmíðum, heilbrigðisþjónustu, rannsóknastofnunum atvinnuveganna, hóskólum og víðar. Framleiðsla á lofftegundum fer fram í Reykjavík og Þorlákshöfn, auk þess sem ÍSAGA virkjar kolsýrunámu að Hœðarenda í Grímsnesi. Að baki ÍSAGA stendur eitt af stærstu gasfyrirtœkjum heims, AGA, sem framleiðir og selur gas og lofttegundir til iðnaðar og heilbrigðisþjónustu í 35 löndum í Evrópu og S-Ameríku og hefur yfir 10 þúsund starfsmenn. Starfsemi ÍSAGA á sviði matvælaframleiðslu fer stöðugt vaxandi. Nú leitum við að sölustjóra með tæknimenntun. Viðskiptavinir ÍSAGA eru m.a. í fiskiðnaði og fiskútflutningi, fiskeldi, matvælaframleiðslu, öl- og gosdrykkjaframleiðslu, ylrækt og fleiru. Súrefni, köfnunarefni og kolsýra eru meðal annars notuð við loftskiptingu, kælingu og ffystingu og sem hráefni til iðnaðar. Matvælaframleiðsla er atvinnugrein í örri þróun og fyrirtæki AGA-samsteypunnar fjárfesta árlega hundruð milljóna króna í leit að nýjum og betri vinnsluaðferðum í greininni. Meginviðfangsefni nýs sölustjóra verður að hjálpa viðskiptavinum okkar að þróa sínar vinnsluaðferðir á eigin forsendum. Hann/hún þarf að vera hugmyndaríkur og fróðleiksfús og reiðubúin(n) að eiga náið samstarf við starfsfólk AGA víðsvegar um heiminn og taka þátt í námskeiðum og ráðstefnum sem AGA heldur fyrir sitt fólk. Sölustjóri ÍSAGA þarf að hafa trausta tækniþekkingu, góða faglega menntun og víðtæka reynslu af markaðs- og sölustarfi. Hann/hún þarf að hafa gott vald á ensku og a.m.k. einu Norðurlandamáh. Fyrst og fremst leitum við þó að duglegum og drífandi einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi og mikilvægt starf. Starfsandinn hjá ÍSAGA er gefandi. Við setjum okkur háleit markmið og ætlumst til þess að starfsmenn geti unnið sjálfstætt að krefjandi verkefnum. Fyrir réttan aðila eru góðir framtíðarmöguleikar í starfi hjá ÍSAGA/AGA. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspumir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði frá kl. 9-12 í síma 61665H. Vinsamlegai sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs hf., Nóatúni 17, 105 Reykjavi merktar “ÍSAGA”, fyrir 30. maí nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.