Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 14. MAÍ1995 MORGUNBLAÐIÐ AT VIN N tMAUGL YSINGAR BÍLAKRINGIAN BG Bílakringlan hf. í Keflavík óskar eftir sölustjóra/yfirmanni á bílasölu með nýja og notaða bíla. Eignaraðild kemur til greina. L-Upplýsingar veitir Birgir Guðnason í vinnu- síma 92-14690 eða heimasíma 92-11746. m TÓNLISTARSKÓLINN Á AKUREYRI Kennara vantar að Tónlistarskólanum á Akureyri til að kenna á selló. Einnig vantar fiðlukennara til eins árs vegna afleysinga. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til 26. maí. Umsóknar- eyðublöð fást í Starfsmannadeild Akureyrar, Geislagötu 9, og í Tónlistarskólanum. Upplýsingar veita skólastjóri (sími 21788) og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar (sími 21000). Skólastjóri. Frá Fræðsluskrif- stofu Austurlands- umdæmis Nesjaskóli, kennarastaða. Kennsla yngri barna. Umsóknarfrestur til 11. júní. Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennara- stöður framlengist til 28. maí. Seyðisfjarðarskóli: Sérkennsla, handmennt, íþróttir, mynd- mennt, heimilisfræði og tónmennt. Nesskóli í Neskaupstað: Almenn kennsla, heimilisfræði og handmennt. Verkmenntaskóli Austurlands: Handmennt og myndmennt. Grunnskólinn á Eskifirði: Almenn kennsla, heimilisfræði, smíðakennsla. Grunnskólinn á Bakkafirði: Almenn kennsla. Vopnafjarðarskóli: Almenn kennsla, smíðar, myndmennt, sér- kennsla, heimilisfræði, tungumál og raun- greinar. Brúarásskóli: Almenn kennsla. Grunnskóli Borgarfjarðar: Kennarastaða, almenn kennsla. Grunnskólinn á Eiðum: Almenn kennsla. Grunnskóli Reyðarfjarðar: íþróttakennsla. Grunnskóli Fáskrúðsfjarðar: Almenn kennsla, danska og handmennt. Grunnskólinn á Stöðvarfirði: Meðal kennslugreina: íslenska, danska og enska. Grunnskólinn Djúpavogi: Meðal kennslugreina: myndmennt og raun- greinar eldri nemenda. Grunnskólinn Kerhömrum: Almenn kennsla, hlutastarf. Hafnarskóli: Sérkennsla, smíðar, hannyrðir, myndmennt, heimilisfræði og tónmennt. Heppuskóli: Sérkennsla. Upplýsingar veita viðkomandi skólastjórar og ber að skila umsóknum til þeirra. FræðslustjóriAusturlandsumdæmis. Leikskólakennarar Leikskólakennarar Auglýstar eru lausar til umsóknar fjóra og hálf staða leikskólakennara við Leikskólann Bestabæ á Húsavík. Upplýsingar veitir að- stoðarleikskólastjóri Guðrún Friðjónsdóttir í síma 96 41255 á vinnutíma. Bæjarstjórinn á Húsavík. Laghentur starfsmaður Antikverslun óskar að ráða laghentan starfs- mann (alt muligmand). Þarf að vera snyrtilegur, stundvís, geta unn- ið sjálfstætt og hafa góða framkomu. Upplýsingar í síma 24211 frá kl. 12-18. BOKG arrtik Faxafeni 5, sími 814400. PRJ ÓN AKENNARI Garnbúðin Tinna óskar ad ráða kennara til starfa við PRJÓNASKÓLA TINNU að Hjallahrauni 4, Hf. frá og með 4. september nk. STARFIÐ - HÆFNISKRÖFUR Starfið fellst í kennslu við skólann þar sem kennd verða öll helstu atriði sem tengjast handpijóni. Lögð er áhersla á þægilegt viðmót og sjálfstæði í starfi. Viðkomandi þarf að vera reiðubúinn til að takast á við krefjandi starf sem mótast getur af hugmyndum og framtakssemi viðkomandi. Kennsla fer að mestu fram á kvöldin. Umsókmr, með upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist til Garnbúðarinnar Tinnu, Pósthólf 34, 222 Hafnarfirði, fyrir 17. júní. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Reyklaus vinnustaður. CARNBÚÐIN Gambúðin Tinna er heild- og smásala með pijónagam og útgefandi af Pijóna- blaðinu Ýr. Ft var stofnaö árið 19 81 og starfa þar sex manns. 1=0 Leikarar Leikfélag Akureyrar auglýsir eftir leikurum í fastar stöður sem og í einstök verkefni fyrir leikárið 1995-96. Leikárið hefst 15. ágúst nk. og lýkur 15. júní 1996. Laun og kjör samkvæmt samningum FÍL OG LA. Sýningar- og sviðsstjóri óskast til starfa hjá Leikfélagi Akureyrar fyr- ir næsta leikár sem hefst 15. ágúst nk. Reynsla af leikhúsvinnu æskileg. Ráðningar- tími er 1 ár. Möguleikar gætu opnast á áfram- haldandi starfi við leikhúsið. Umsóknir um ofangreind störf sendist til Leikfélags Akureyrar, leikhússtjóra, pósthólf 522, 602 Akureyri fyrir 22. maí nk. Leikskólanefnd Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða leikskólakennara við eftirtalda leik- skóla. Leikskólann Kiðagil, í stöðu aðstoðarleik- skólastjóra og leikskólakennara, leikskóla- kennara við leikskólana Holtakot, Lundar- sel, Krógaból, Síðusel, Iðavöll, Klappir, Flúðir, Pálmholt og Árholt. Nánari upplýsingar gefa deildarstjóri leik- skóladeildar eða leikskólaráðgjafar í síma 96-24600. Laun eru samkvæmt kjarasamningi STAK og Akureyrarbæjar eða Launanefndar sveitarfé- laga og Félags íslenskra leikskólakennara. Nánari upplýsingar um kaup og kjör gefur starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 21000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 23. maí. Leikskóladeild Akureyrarbæjar. Frá Fræðslustjóra Norðurlandsumdæmis vestra Lausar stöður við grunnskóla á Norðurlandi vestra Staða skólastjóra: Grunnskólinn Hvammstanga, umsóknar- frestur til 12. júní 1995. Umsóknarfrestur um eftirtaldar stöður grunnskólakennara framlengist til 2. júní’95: Grunnskóli Siglufjarðar, almenn kennsla, sérkennsla og handm. Gagnfræðaskóli Sauðárkróks, handmennt og sérkennsla. Barnaskóli Staðarhrepps V-Hún, almenn kennsla (2/3). Laugarbakkaskóli, almenn kennsla, enska, náttúrufræði, hann- yrðir og heimilisfræði. Grunnskólinn Hvammstanga, almenn kennsla á mið- og unglingastigi m.a. íslenska, tungumál, eðlisfræði, náttúrufræði og myndmenntakennsla. Vesturhópsskóli, almenn kennsla. Húnavallaskóli, almenn kennsla og handmennt. Grunnskólinn Blönduósi, almenn kennsla, myndmennt, íslenska á unglingastigi. Höfðaskóli Skagaströnd, almenn kennsla, íþróttir og sérkennsla. Steinsstaðaskóli, almenn kennsla, danska, enska, smíðar og sérkennsla. Grunnskóli Rípurhrepps, almenn kennsla (2/3). Grunnskóli Akrahrepps, almenn kennsla. Grunnskólinn Hofsósi, almenn kennsla, sérkennsla, íþróttir og handmennt. Sólgarðaskóli, Fljótum, almenn kennsla. Upplýsingar um lausar stöður gefa skólastjór- ar skólanna og fræðslustjóri umdæmisins. Umsóknir skulu sendar skólastjórum viðkom- andi skóla. Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis vestra, Kvennaskólanum, 540 Blönduósi. Símar: 95-24209 og 95-24369.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.