Morgunblaðið - 14.05.1995, Page 1

Morgunblaðið - 14.05.1995, Page 1
SNAGGARALEGUM SUZUKIBALENO REYNSLUEK- IÐ - EFNARAFALABÍLAR - NÝR ESCORT ROKSELST - GAMLIR GÆÐINGAR Kringlunni 5 - sími 569-2500 IHwgtisiMiiMfr SUNNUDAGUR14. MAI 1996 BLAÐ Corolla Special Series, sérbúnir lúxusbúar á einstöku tilboðsverði. i 1 Œ> TOYOTA g Tákn um gceði Ahugi á BMW 730i BMW 730i, sem Bifreiðar og land- búnaðarvélar sýndi um síðustu helgi, er enn óseldur, en að sögn Helga Kristóferssonar markaðs- stjóra hafa nokkrir sýnt bílnum mikinn áhuga og spurst fyrir um hann. Helgi segir að í hópi áhuga- samra séu bæði karlmenn og kven- menn en enginn hafi reyndar sett inn pöntun fyrir bíl. Áhugasömum gafst fyrst tæki- færi um miðja vikuna að reynslu- aka bíinum. „Verðið á bílnum virt- ist ekki vera stóra málið fyrir alla,“ segir Helgi, en bíllinn, sem er ódýrasti valkosturinn í nýrri 7- línu BMW, kostar 8,9 milljónir króna. Ódýrari Astra með minni vél BÍLHEIMAR bjóða nú Opel Astra langbak með minni bún- aði og minni vél en áður til að mæta samkeppni frá VW Golf. Astra langbakurinn sem hefur verið boðinn með 82 hestafla vél verður nú fáanlegur með 60 hestafla vél, eins og VW Golf langbakur, og án snúnings- hraðamælis og útvarps. Þannig útbúinn kostar bíllinn 1.337 þúsund kr. en kostaði áður með 82 hestafla vélinni og fyrr- greindum búnaði 1.415 þúsund kr. Að öðru leyti verður bíllinn m.a. búinn vökvastýri, samlæsingum með þjófavörn, fjórum höfuðp- úðum, hækkanlegu ökumanns- sæti, útihitamæli, toppbogum og heilum hjólkoppum. VW Golf CL langbakur með 60 hestafla vél kostar 1.370 þúsund kr. en Ford Escort CLX með 75 hestafla vél, út- varpi/segulbandi, samlæsingu, upphitanlegri framrúðu og ýms- um öðrum búnaði kostar 1.298 þúsund kr. Cívk 5 dyra frumsýndur HONDA Civic 5 dyra, rúmgóður og hagkvæmur fjölskyldubíll, verður frumsýndur um næstu helgi hér á landi en bíllinn kom nýlega á mark- að í Evrópu. Civic er framleiddur af verksmiðjum Honda í Englandi og verður boðinn á verði frá 1.200- 1.250 þúsund til 1.400 þúsund kr. Civic kemur í þremur útfærslum með 1.400 rúmsentimetra vélum, beinskiptur í tveimur útfærslum og einni sjálfskiptri. Bíllinn verður án loftpúða en með vökvastýri, raf- drifnum rúðum og útispeglum, samlæsingum og fleiri búnaði. Vélin skilar 90 hestöflum og í mælaborði er viðarlíki en að öðru leyti er hann tauklæddur í hólf og gólf. Honda hf. á íslandi tekur inn tólf bíla í fyrstu sendingu en Geir Guðmundsson framkvæmdastjóri segir að ekki sé heiglum hent að fá fleiri bíla vegna mikillar eftir- spurnar í Evrópu. Civic státar af einu lengsta hjól- hafinu í þessum stærðarflokk bíla, 2.620 sm, og farangursrýmið er einnig í stærri kantinum. HONDA Civic 5 dyra er nýr kost- ur í fólksbílum hér á landi. Nýr valkostur í milli- stæröarflokki NÝR valkostur í fólksbíium hér á landi, Suzuki Baleno, sem keppir á sama markaði og Toyota Corolla, Nissan Sunny, Renault RT og Golf, verður frumsýndur á íslandi um næstu helgi. Bíllinn kom fyrst fyrir sjónir Evrópumanna á bílasýning- unni í Amsterdam fyrr á þessu ári en þetta er í fyrsta sinn sem Suzuki framleiðir bíl í þessum stærðar- flokki. Bíllinn verður boðinn með tveimur gerðum véla, 1.300 rúms- entimetra og 1.600 rúmsentimetra. 1.300 rúmsentimetra bíllinn verð- ur boðinn þrennra dyra hlaðbakur, handskiptur og sjálfskiptur og fernra dyra stallbakurinn verður boðinn bæði með 1.300 og 1.600 rúmsentimetra vél- um. Báðar vélarnar eru 16 ventla með fjölinn- spýtingu, sú minni skilar 86 hestöflum og sú stærri 99 hestöflum. Baleno 1300 3ja dyra beinskiptur kostar 1.089.000 kr. og bætast 100.000 kr. við ef hann er tek- inn með sjálfskiptingu. Femra dyra kostar hann 1.229.000 kr. beinskiptur en 1.329.000 kr. sjálfskiptur. Baleno 1600 kostar 1.429.000 kr. beinskiptur en 1.549.000 kr. sjálfskiptur. SUZUKI Baleno er í sama stærðarflokki og Toyota Corolla. Baleno frumsýndur á íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.