Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 14. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ -L- Nýr Escort rokselst Á BILINU 1.200-1.500 manns sóttu sýningu Brimborgar um síð- ustu helgi á nýjum Ford, að sögn Egils Jóhannssonar framkvæmda- stjóra Brimborgar. Segir Egill að 30 bílar hafi selst, eingöngu Esc- ort, og farið sé að selja bíla úr næstu sendingu. Hann segir að lík- lega séu 25 bílar seldir úr 30 bíla sendingu sem kemur um næstu mánaðamót. „Við erum alveg ör- ugglega búnir að selja 51 bíl af Ford gerð frá því við tókum yfir umboðið og í lok vikunnar á ég von á því að selst hafi 65 bílar,“ sagði Egill. í áætlunum Brimborgar var ráð- gert að selja fyrsta árið 156 bíia. Salan nú er strax orðin þriðjungur af því. Þar fyrir utan stóð til að Brimborg fengi umboðið um síðustu áramót en það dróst fram til 1. febrúar og fyrirtækið gerði sínar fyrstu pantanir 1. mars sl. „Þetta er því stutt ár en mér sýnist að við förum létt með það að selja 200 bfla á árinu,“ sagði Egill. Aðspurður um ástæðurnar fyrir þessum góðu viðtökum sagði Egill að Brimborg þekkti orðið þennan markað, „við vitum t.d. hvað bílarn- ir mega kosta og hvernig þeir eiga að vera útbúnir. Einnig held ég að við komum bílunum betur á fram- færi en áður var gert. Svo skemm- ir það ekki fyrir okkur að við teljum okkur veita góða þjónustu og það fælir viðskiptavinina ekki frá,“ sagði Egill.“ Nýr og breyttur bfll Escortinn nýi er framleiddur í borginni Saarlouis í Þýskalandi. Fyrsta eiginlega andlitslyftingin sem Escort fékk var gerð árið 1992 og nú kemur bíllinn með nýju lagi, breyttum framenda og hliðarlínum og innanrýmishönnun. Auk þess er hann hlaðinn tæknilegum breyting- um sem bæta aksturseiginleika og notendaviðmót bílsins og færir hann upp um flokk í gæðum. Undirvagn- inn er í grundvallaratriðum hinn sami en með breytingum á aftur- öxli og Ijöðrunarbúnaði þykja akst- urseiginleikarnir betri og bíllinn liggja betur á vegi í beygjum. Auk þessara grundvallarbreyt- inga hefur innanrýmið verið tekið í gegn og býður bíllinn nú af sér þýskan þokka hvað varðar hljóðein- angrun. Ný framsæti eru í bílnum og mælaborðið mun líkara en áður því sem er i Mondeo. ■ Upphitcmleg f ramrúóa Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson AUK fernra og 5 dyra bíla býðst Escortinn sem langbakur á 1.298 þúsund kr. og einnig er hann fáanlegur sem lítill sendibíll. MÆLABORÐIÐ hef- ur fengið svip frá stóra bróður, Mondeo. Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson ESCORT CLX 4 dyra er með samlitum stuðurum og nýju andliti og kostar á götuna 1.248 þúsund kr. MEÐAL búnaðar í nýjum Ford Esc- ort og Mondeo er upphitanleg fram- rúða en við slíkan búnað kannast flestir aðeins í afturrúðum. Það ætti að geta komið sér vel á norðlægum slóðum að hafa hita á framrúðunni sem auk þess að bræða snjó og hélu getur haldið móðu frá rúðunni. Ford er eina merkið á markaði hérlendis sem býður upp þennan búnað en hann var fáanlegur í Toy- ota Camry í annarri mynd, þ.e.a.s. með hitalínu undir þurrkublöðum. Eins og í afturrúðum eru það Nokkrir keppinautar Ford Escort CLX Vökva- stýri He Útv. og segulb. Isti Sam- læs. útbú Loftpúði í stýri inað Styrk.b. í hurð. ur í Litað gler bíln Verksm. ryðvörn um íslensk ryðvörn Málm- litur Vélarstærð og vélarafl Stærð Hestöfl VERÐ M. virðsaukask. og skráningu VW Golf CL1400, 3 dyra já nei nei nei já já já nei nei 1,41 60 1.180.000 kr. Peugeot 306 XN, 3 dyra já nei nei já já já já nei nei 1,41 75 1.135.000 kr. Nissan Sunny LX1400,3 dyra já já nei nei já nei já já já 1,41 85 1.059.000 kr. Suzuki Baleno 1300, 3 dyra já nei nei nei já já já nei nei 1,31 86 1.089.000 kr. Renault Clio 1400, 3 dyra já já*4 j á*i nei já já já já já 1,41 80 1.149.000 kr. Toyota Corolla 1330 XLi, 3 dyra já nei nei nei já já já já*2 já 1,331 90 1.079.000 kr. Honda Civic DX, 3 dyra já já nei já*3 já já já já já 1,341 75 1.195.000 kr. Ford Escort CLX, 3 dyra já já já nei já B já nei nei 1,41 75 1.138.000 kr. 1: Fjarstýrðar samlæsingar, '2: íslensk ryðvörn á undirvagni, *3: Og fyrir farþega i framsæti, *4: Fjarstýrt frá stýri. þræðir sem leiða rafmagn sem hita upp framrúðuna en þeir eru mun fíngerðari, liggja þéttar en í aftur- rúðum og eru vart sjáanlegir með berum augum. Bíllinn verður að vera í gangi til þess að búnaðurinn bræði snjó af rúðunni. Engar forsendur fyrir hærra iðgjaldi af framrúðutryggingu Því hefur verið haldið fram að eigendur bíla með upphitanlegri framrúðu þurfi ef til vill að greiða hærri framrúðutryggingu kjósi þeir að taka slíka tryggingu á annað borð. Reynir Þórðarson hjá VÍS segir að í skilmálum framrúðu- tryggingar fyrirtækisins sé kveðið á um að hækka megi iðgjaldið í samræmi við verðmæti rúðunnar en ekki hafi reynt á þetta áður og alls óvíst hvort það verði gert. Við nánari skoðun kom einnig í ljós að upphitanleg framrúða í Esc- ort frá umboðinu er á svipuðu verði og jafnvel ódýrari en venjulegar framrúður. Frá umboðinu kostar hún 19.890 kr. og telur Egill Jó- hannsson framkvæmdastjóri Brim- borgar engar forsendur fyrir hærri framrúðutryggingum í Ford vegna upphitanlegrar framrúðu. Frekar væri það á hinn bóginn að lækka ætti iðgjöldin. ■ Vorhreingerning ó bílnum MARGT þarf að athuga í sambandi við þrif á bílnum að afloknum vetri. Skola þarf burt tjöru og salti sem safnást hefur fyrir og huga að ýmsu. Hér á eftir verður fylgt ráðleggingum fagmanna á Bónstöðinni hjá Jobba, Skeifunni 17. Bíllinn er þveginn vandlega með tjöru- uppleysi. Þá er bíllinn skolaður með volgu vatni, (í köldu vatni storknar tjaran og salt- ið og situr eftir i lakkinu). Salt og tjara setjást líka á undirvagn og vél bílsins og þarf að þvo það burt á sama hátt. Mikið salt á bílvél getur leitt til útleiðslu í raf- magni. Bíllinn bónaður Veljið alltaf bílabón sem lítið þarf að nudda því það er sama hve mjúk tuskan er, það verður ekki hjá því komist að rispa lakkið örlítið í hvert sinn sem þvegið eða bónað er. Margar gerðir vinilhreinsiefna eru fáan- legar hér á landi. Berið vinilhreinsinn á allt plastefnið utan á bílnum, kannski verð- ur að fara tvær til þrjár umferðir til að árangurinn verði eins og ætlast var til. Ef gljáinn í lakkinu er ekki nægur og lakkið virðist matt getur þurft að massa það til að fá góðan gljáa í það. Það er verk sem fæstir bíleigendur gera sjálfir því það krefst góðra tækja svo vel takist til. Hurðaföls og rúður Því næst eru allar hurðir bílsins opnað- ar. Hurðaföls þarf að hreinsa vel því þar er tjara og salt eftir veturinn. Þetta er þolin- mæðisverk því erfitt er að komast að með tuskuna við lamir. í hurðarstafnum er rofí sem kveikir inniljós í bflnum. Salt getur komist í rofann og valdið bilun. Nóg er að skola hann með volgu vatni. Teppi hreinsuð Gúmmímottur þarf að þvo með tjöruupp- leysi og skola með volgu vatni. Berið ekki vinilhreinsi á mottur því með því geta þær orðið hálar. Teppin sjálf er oftast nóg að ryksuga ef vel hefur verið gengið um .bíl- inn. En ef tjara er í þeim salt og önnur óhreinindi, eða bleyta hefur komist í þau og fúkki, verður að djúphreinsa þau. Það getur verið mikið verk sem krefst góðs tækjabúnaðar. Þegar bíllinn er orðinn hreinn og gljá- andi er um að gera að halda honum í þessu ástandi sem lengst. Hafið ávallt ykkar eig- in þvottakúst og vaskaskinn í bílnum því á þvottaplönum eru kústarnir misjafnir og geta verið smitaðir tjöru og sandi. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.